Morgunblaðið - 23.03.2002, Síða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
prófa›u !
TWISTA, TWISTA,
TWISTA, TWISTA...
Pepsi, ASK FOR MORE, Pepsi Twist and Pepsi globe design are trademarks of PepsiCO, Inc.
„ÉG BYRJAÐI fyrir sex árum í
leikfélaginu Hugleik, mætti á sam-
lestur og fyrir misskilning fékk ég
ekki að lesa, þannig að fyrsta leik-
árið var ég eiginlega áhorfandi. En
spurði þá síðan hvort þau gætu not-
að mig eitthvað: „Ég hef áhuga á
leikhússtarfi, ef ég fæ að leika væri
það frábært, ég get sungið, ég get
spilað á flautu og smávegis eitthvað
annað...“ Og þannig lenti ég í leik-
húshljómsveitinni fyrsta árið. En
síðan hef ég bæði leikið og spilað,“
segir Þórunn Guðmundsdóttir sem
síðar reyndust heldur betur not fyr-
ir. Nú er Hugleikur með nýjan
söngleik á fjölunum sem ber nafnið
Kolrassa, þar sem Þórunn er höf-
undurinn, höfundur tónlistar og
texta, stjórnandi tónlistar- og söng-
atriða auk þess að leika sjálfa álf-
konuna, hana Unu.
Gaman að túlka
meira en tónana
Hugleikur setti reyndar áður upp
leikþætti eftir Þórunni sem hún
byggði á Hávamálum. „Það var það
fyrsta sem ég skrifaði, og kveikti
allrækilega í mér,“ segir Þórunn
skælbrosandi.
– Ertu ekki hámenntuð í tónlist?
„Jú, ég er ofmenntuð í tónlist,“
svarar brosmilda konan sem er
doktor í söng frá Bloomington í Ind-
ianafylki Bandaríkjanna, auk þess
að vera einleikari á þverflautu.
„Ég held ég hafi tekið sönginn
fram yfir flautuna því mér finnst svo
gaman að fást við orð, ljóð og túlka
orð, ekki bara tónana. Ég ákvað að
fara út í eitt ár til að sjá hvort þetta
ætti við mig. Síðan varð eitt ár að
tveimur og ég endaði á að vera úti í
fimm ár. Söngkona varð ég og svo
söngkennari.“
Þórunn vann einnig á Íslenskri
tónverkamiðstöð sem útgáfustjóri í
tvö ár og hjá tónskáldafélaginu um
tíma. „Mér finnst mjög gaman að
hafa kynnst geisladiskaútgáfu,
kynningarmálum og ýmsum öðrum
hliðum á tónlistarlífinu og komið
þannig að mörgum þáttum.“ Og nú
kennir hún í Tónlistarskólanum í
Hafnarfirði og Söngskólanum í
Reykjavík.
Maður spyr sig því ósjálfrátt
hvernig svona upptekin kona hefur
tíma til að semja heilu verkin,
stjórna og leika og vera allt í öllu?
„Sumrin eru drjúg,“ segir hún og
hlær. „Annars þarf maður nú heilan
mánuð í að hlaða sig eftir kennsl-
una. Maður er einsog undin tuska
þegar maí er búinn. En síðan í júní,
júlí og ágúst fer maður að sinna öðr-
um áhugamálum. Ég hef t.d. yfir-
leitt haldið tónleika á sumrin. Síð-
ustu tíu árin hef ég reglulega haldið
tvenna einsöngstónleika á ári. Svo
gerir maður líka bara samning við
sjálfan sig um að vera ekkert of há-
tíðlegur við uppvaskið og að hreinsa
heldur eyða tímanum í frekar eitt-
hvað sem mér finnst meira gefandi
en að þurrka af,“ segir hún og hlær.
Eins og naglasúpa
– Og þú hefur áhuga á orðum?
„Já, mér finnst orð ákaflega
heillandi sem túlkandi í ljóðasöng
og þar fyrir utan. Það er gaman að
fást við mismunandi tungumál,
hversu misfalleg orð eru á mismun-
andi málum og bera saman hvernig
hlutir eru misjafnlega orðaðir á
ólíkum tungumálum. Og mér finnst
svo skemmtilegir allir þessir leikir
sem hægt er að fara í með orð. Mik-
ið af húmornum í Kolrössu byggist á
orðaleikjum.“
– Og þú vitnar í önnur verk eða..?
„Já, bæði meðvitað og ómeðvitað.
Verkið byggist á íslenskri þjóðsögu,
og það er erfitt að láta hana lifa heilt
kvöld eina og sér, þannig að ég
bætti svolítið út í. Þetta er einsog
naglasúpa, maður byrjar með einn
nagla og bætir síðan hinu og þessu
út í. T.d. eru ýmsar persónur úr öðr-
um þjóðsögum. Það er t.d. hundur
sem gegnir veigamiklu hlutverki í
leikritinu, en hann reynist síðan
ekki hundur heldur jarl í álögum.
Og svo kemur þarna álfkona, því
einhver hlýtur að hafa haft það hlut-
verk að hneppa hundinn í álög!
Þannig að það er aðeins meira kjöt á
beinunum en í upprunanlegu þjóð-
sögunni.“
Íslensk tröll hafa
alltaf stompað!
– En af hverju Kolrassa?
„Þetta er ein af þessum þjóðsög-
um sem ég var alin upp við. Gili-
trutt, Búkolla, Ása, Signý og Helga
eru allt heimilisvinir og þær
systurnar ganga ljósum log-
um í þessu verki.
Og fyrst þegar ég
byrjaði að skrifa, vissi
ég ekki hvort ég réði
við að skrifa heils
kvölds sýningu.
Fljótlega kom
svo hugmyndin að
hafa þetta söngleik,
því persónurnar
röðuðu sér þannig
saman. Systurnar
freku eru með dú-
ett, öll fjölskyldan
syngur saman eitt
lag og síðan eru
sólólög þar sem
hver og einn kemur
fram með sínar
hugleiðingar. Síðan
er þarna þríhöfða
þurs og mér fannst
það alveg rosalega
freistandi að láta
eina persónu syngja
tríó! Þannig að mér
fannst möguleik-
arnir svo margir á
tónlistarlegri úrvinnslu.
Ég hafði lítið gert af því að semja
tónlist, þótt ég hafi verið að vasast í
henni frá sjö ára aldri, og komst að
því – líkt og með skriftirnar – að það
var bara svo skemmtileg að fá að
„sprella“ svolítið í tónlistinni.
Ég nota líka áhrif héðan
og þaðan í tónlistinni.
Það eru þjóðlagaáhrif
sem koma fram í taktskiptum og
fleiru. Svo er álfkonan agalega mikil
dramadrottning og hefnigjörn og
hún er algört egó og mér fannst
liggja í augum uppi að hún syngi í
óperustíl, þannig að ég samdi þann-
ig númer fyrir hana. Þetta er svona
bland í poka.
Og stompið sem tröllin taka, er
líka tónlist, leikur með ryþma –
ásláttur og hreyfing-
ar, framleitt með
lurkum, stappi og
klappi. Það er ný-
næmi í því og ég er
afskaplega ánægð
með að hafa leitt
þetta inn á íslenskt
leiksvið. Og íslensk
tröll hafa stompað
frá örófi alda, ég
held að það sé alveg
ljóst!“
Hvetjandi við-
brögð og
skemmtileg
Og hvað gerir tón-
listardoktor eftir að
fá svona góð við-
brögð við verkinu
sínu? Heldur áfram að „sprella“ eða
tekur sig alvarlegar og gerir eitt-
hvað allt annað?
„Ég veit það ekki,“ segir hún ein-
læg. „Því þessi viðbrögð hafa komið
mér í opna skjöldu. Ég sit baksviðs,
sperri eyrun og verð vör við að fólk
skemmtir sér, og það er afskaplega
gefandi. Frá fjölmiðlum er ég að fá
meiri athygli en ég átti nokkurn
tímann von á. Það virðist þýða það
að verkið hafi eitthvað fram að færa.
Sem er ofsalega skemmtilegt fyrir
mig og mikil hvatning til að halda
áfram. En ég er ekki farin að hugsa
svo langt hvað verður næst en ég
veit að ég ætla að halda áfram að
skrifa. Líklega bæði tónlist og
texta, en ekkert endilega saman.“
– En halda þig á þjóðlegu nótun-
um?
„Já, þjóðsögurnar; Hávamálin,
álfatrúin, allt er þetta eign okkar
allra, og mér finnst þetta mjög frjór
akur til að plægja. En ég er ekkert
að segja að það verði eina viðfangs-
efnið.“
– Skrifaðir þú Unu álfkonu fyrir
sjálfa þig?
„Ha,ha, góð spurning! Reyndar
ekki. Í alvöru. Ég hafði miklu meiri
áhuga á að leika aðra systurina.
Þótt Una sé hefnigjörn þá er alveg
gegndarlaust hvað hinar eru frekar.
Og það hlýtur að vera gaman að
sleppa sér algerlega í frekjunni og
tilætlunarseminni á leiksviði.“
– Finnst þér þessi góðu viðbrögð
vera vendipunktur í lífi þínu?
„Ég veit ekki hvort þetta er
vendipunktur, en það eru þarna dyr
sem ég vissi ekki af og ég er búin að
taka eitt skref yfir þröskuldinn og
mér finnst líklegt að ég skoði mig
aðeins um í þessu herbergi,“ segir
Þórunn með tilhlökkun í röddinni.
En hún er síður en svo búin að
skella á eftir sér í söngherberginu,
því 6. og 13. apríl syngur hún á Nýja
sviði Borgarleikhússins í tónleika-
röð sem heitir 15.15 eftir tímasetn-
ingu tónleikanna á laugardögum.
Þar má heyra Þórunni syngja
kammerverk frá Austur-Evrópu
ásamt Poulenc-hópnum.
Söngleikurinn Kolrassa hefur fengið mjög góðar viðtökur
Orð eru
ákaflega
heillandi
Morgunblaðið/Árni SæbergPersónur Þórunnar holdi klæddar á sviði Tjarnarbíós.
Þórunn er aðalmanneskjan á bakvið söngleikinn um Kolrössu.
Þórunn Guðmunds-
dóttir tekur uppvaskið
ekki hátíðlega, heldur
notar hún tímann í að
„sprella“ í ýmsum list-
formum. Hildi Lofts-
dóttur finnst það mjög
gott hjá henni.
hilo@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart