Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 23.03.2002, Qupperneq 72
EINAR Bárðarson þarf vart að kynna enda hefur drengurinn sá komið víða við á stuttri ævi. Verið bakhjarl stórhljómsveita á borð við Skítamór- al og Jet Black Joe, staðið fyrir vin- sælum söngskemmtunum á Borg- inni og víðar, haldið heljarinnar útihátíð og framleitt mynd um hana. Þess á milli hefur hann síðan fundið tíma til að hrista hvern poppsmell- inn á fætur öðrum fram úr erminni. Um síðustu helgi stóð Einar á tíma- mótum er hann fagnaði í faðmi góðra vina og samstarfsfélaga í gegnum tíðina þrítugsafmæli sínu á Hótel Borg. Á slíkum tímamótum er lag að komast að því hvaða mann svo þjóðkunnur einstaklingur hefur í raun að geyma. Hvernig hefur þú það í dag? Ég hef það mjög gott, það er búið að vera svo gott veður uppá síðkastið og ég hlakka til páskanna. Er að spá í að fara á flakk með ástinni minni. Hvað ertu með í vösunum í augnablikinu? Lykla, gemsann og veski, svona „basic“ pakki! Ef þú værir ekki athafnamaður og lagasmiður, hvað vildirðu þá helst vera? Í hinum fullkomna heimi þar sem maður þarf ekki að vinna til að eiga ofan í sig og á! Þá færi ég á þær slóðir heims þar sem menn þurfa aðstoð og reyndi að láta gott af mér leiða. Bítlarnir eða Rolling Stones? Þetta er nú eins og að spyrja hvora hendina eiga að höggva af manni. Ég segi bara eins og segir í laginu „You can’t have one without the oth- er!“ ég á allar Bítlaplöturnar og er að lesa Beatles Anthology en Stones kemur mér alltaf í rétta gírinn. Sér- staklega nýlegra efnið eins og „Rock and a Hard Place“. Enda myndi Helgi vinur minn Björnsson af- neita mér tæki ég Bítlana fram yfir. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Ég fór að sjá Pálma og Magga Kjart- ans í Brunaliðinu þegar ég var 7 ára. En ef þú ert að tala um eitthvað er- lendis þá fór ég með pabba mínum á tónleika á Parken í Köben árið 1985 með Eurytmics og UB40. Það var ógleymanlegt Hvaða hlut myndir þú fyrst bjarga úr eldsvoða? Að því gefnu að allir á heimilinu væru komnir út þá myndi ég reyna að bjarga gítarnum, fartölvunni og blýantsteikningunum sem við eigum eftir Megas. Hver er þinn helsti veikleiki? Ég er alinn upp af mjög vinnusömu og duglegu fólki. Ég á því mjög erfitt með að sitja og slappa af. Ég fyllist af sektarkennd ef ég er ekki að gera eitthvað þó það sé ekki annað en að taka til heima hjá mér. Meira að segja þegar ég er í fríi einhvers stað- ar útí heimi þá verð ég að vera að nýta tímann. Hefurðu tárast í bíói? Já já ég er mjög hrifnæmur en ég man nú ekki hvenær það var síðast! Finndu fimm orð sem lýsa persónu- leika þínum vel. Í stjörnukortinu mínu segir að ég sé bjartsýnn, hugmyndaríkur, atorku- samur, fylginn sjálfum mér og með sterka réttlætiskennd. Ég held að það sé nokkuð nálægt lagi. Hvaða lag kveikir blossann? „Let’s Get It On“ með Marvin Gaye er skemmtilegt. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég kaupi yfirleitt plötubúnt. Í síðasta búnti voru meðal annarra nýja plat- an með Bob Dylan, Alien Ant Farm, færeyska bandið Tyr, Moulin Rouge, ein með Ninu Simone og eitthvað fleira! Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég er nú kannski smá grínari en ég læt það nú sjaldnast bitna á öðrum. Mér finnst betra að gera grín að sjálfum mér ! Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Ég hef borðað allskonar vitleysu. Át t.d. einu sinni snák á ferðalagi í Nýju Mexíkó – ekkert að því. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Keanu Reeves ef þá hægt er að kalla hann leikara ! Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Ég sé ekki eftir neinu! Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég verð að vona að það sem maður gerir vel hér á jörð verði munað þeg- ar maður fer á vit annarra heima og annarra ævintýra. Ég er sjálfshæðinn SOS SPURT & SVARAÐ Einar Bárðarson 72 LAUGARDAGUR 23. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ  ÁLAFOSS FÖT BEZT: Hljóm- sveitin One Night Stand.  BREIÐIN, Akranesi: Harm- ónikudansleikur.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Þotuliðið.  CLUB 22: Dj Benni.  GAUKUR Á STÖNG: Sóldögg. 1000 kr, opnar kl. 23.  HITT HÚSIÐ: Tónleikar til styrkt- ar dordingull.com. Sveitirnar sem fram koma eru I Adapt, Andlát, For- garður helvítis, Sólstafir, Down to Earth, Reaper, Citizen Joe og fær- eyska sveitin Makrel. Tónleikarnir hefjast kl. 16.30.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Stuðmenn.  ÍÞRÓTTAHÚSIÐ VARMÁ: Bik- armót Galaxy Fitness. Hefst kl. 15. Miðaverð 1500 kr. fullorðnir og 600 kr. börn. Árshátíð Kraftsports um kvöldið – Gildran sér um rokkið.  KAFFI REYKJAVÍK: Hunang.  KRINGLUKRÁIN: Bíó Tríó söng- skemmtun með Erni Árnasyni og fé- lögum. Dagskráin hefst kl. 21. Á eft- ir leikur Hljómsveit Rúnars Júlíussonar.  KRISTJÁN X. Hellu: Bjórbandið.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Trúbadúrarnir Siggi og Teitur.  ODD-VITINN, Akureyri: Geir- mundur Valtýsson og hljómsveit.  PÍANÓBARINN: Dj Geir Flóvent.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: BSG, Björgvin, Sigga og Grét- ar.  SJÁVARPERLAN, Grindavík: Ber.  VÍDALÍN. : Buff. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is HOLLYWOOD- stjörnur eru sko ekki á fjárhags- legu flæðiskeri staddar. Flug- vélasafnarinn John Travolta gerði sér lítið fyrir á dögunum og festi kaup á Boeing 747 breið- þotu. Bumban, sem tekur 440 farþega, var áður í eigu ástralska Qantas-flugfélags- ins og kostaði gamla Grease- leikarann rétt tæpa sex milljarða króna en tilgangurinn með kaup- unum er sá að hann segist orðinn dauðþreyttur á því að þurfa að bíða eftir áætlanaflugi á flug- völlum. Hér eftir geti hann brugðið sér upp í sína bumbu þegar honum sýnist og brunað af stað um leið og röðin er komin að honum. Fyrir á Travolta þrjár einkaþot- ur, eiginkonuna Kelly Preston og tvö börn. Travolta kaupir bumbu Travolta er töffari. 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Gleymdu því sem þú heldur að þú vitir Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki. Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki. Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum. Stórbrotin kvikmynd um stórbrotinn mann Tilnefningar til Óskarsverðlauna4 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit 335. B.i.12. Sýnd í Lúxus VIP kl. 2, 5.30, 8 og 10.40. B.i. 16. Ekkert er hættulegra en einhver sem hefur engu að tapa! Ekkert er h ttulegra en einhver se hefur engu að tapa! Frá leikstjóra The Fugitive Frá leikstjóra The Fugitive Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 348. B.i. 16. Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B.i.12. Vit nr. 356 Frumsýning Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Vit 349. Eitt magnaðasta ævintýri samtímans eftir sögu H G Wells Páskamynd 2002 Sýnd kl. 2 og 4. Íslenskt. tal. Vit 338 Sýnd kl. 6. Enskt. tal. Vit 294Sýnd kl. 2. Íslenskt tal. Vit 325 kvikmyndir.is SG DV  kvikmyndir.com  HJ Mbl ÓHT Rás 2 8 Tilnefningar til Óskarsverðlauna m.a. fyrir bestu mynd, besta aðalhlutverk, 8Forsýning Forsýning kl. 2 og 4. Ísl. tal Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit nr. 353 Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin Tilnefningar til Óskarsverðlauna m.a. fyrir besta mynd, besta aðalhlutverk, besta aukahlutverk, bestu leikstjórn, og besta handrit. Hlaut að auki 4 Golden Globe verðlaun og 2 Bafta verðlaun. 8 Sýnd kl. 7 og 9.30. B.i. 12. kvikmyndir.is SG DV ½kvikmyndir.com  HJ Mbl Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12 ára ÓHT Rás 2 Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV tilnefningar til Óskarsverðlauna5 Sýnd kl. 7. Sýnd kl. 4 og 6. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 9.15. B. i. 16.  HL Mbl  SG DV Sýnd kl. 1, 3 og 5. Íslenskt tal. DV 1/2 Kvikmyndir.is Frumsýning Sýnd kl. 1, 3 og 5. ÓHT Rás 2 ÞÞ Strik.is Magnaðasta kvikmynd Will Smith á ferlinum. Stórbrotin kvikmynd um stórbrotinn mann Tilnefningar til Óskarsverðlauna Will Smith sem besti leikari í aðalhlutverki. Jon Voight sem besti leikari í aukahlutverki. 2 Gleymdu því sem þú heldur að þú vitir. Sýnd kl. 6 og 9. B.i.12 ára. Hverjar eru líkurnar á því að hið fullkomna par kynnist í 8 milljón manna borg? Ný rómantísk gamanmynd frá leikstjóra The Brothers McMullen og She Is the One 4 Tilnefningar til Óskarsverðlauna KL. 12.00 - 15.00 KL. 17.00 - 19.00 KL. 12.00 - 22.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.