Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 1

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 1
103. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. MAÍ 2002 UM 100.000 manns tóku í gær þátt í minningarathöfn undir berum himni við dómkirkjuna í Erfurt í Þýskalandi vegna fjöldamorðsins í Gutenberg-framhaldsskólanum í liðinni viku. Nítján ára gamall, fyrrverandi nemandi skaut þá 16 manns og svipti sig síðan lífi. Flest voru fórnarlömbin kennarar en tvö voru nemendur við skólann. Þar fór fram próf er maðurinn framdi ódæðið. Atburðurinn hefur vakið óhug í landinu og er mikið rætt um hvern- ig hægt sé að vernda börn fyrir of- beldi og koma í veg fyrir að ung- lingar komist yfir skotvopn. Sjálfsmorðinginn, Robert Stein- häuser, var félagi í tveimur skot- félögum og átti sjálfur vopnin sem hann notaði, haglabyssu og skamm- byssu. Hann hafði verið rekinn úr skóla í febrúar eftir að hafa falsað fjarvistarseðla. Foreldrar hans héldu að hann væri enn í skóla og væri að búa sig undir lokapróf en hann hafði fallið árið á undan. Þau hafa í bréfi til fjölmiðla lýst örvinglun sinni vegna árásarinnar. „Við höfum hvað eftir annað spurt okkur sjálf eftir þessa hræðilegu atburði á föstudag hvað hafi valdið hatri og örvæntingu Ro- berts og hvers vegna við gerðum okkur ekki grein fyrir ástandi hans,“ segir í bréfinu. Gerhard Schröder Þýskalandskanslari mun á mánudag eiga fund með leiðtog- um sambandsríkjanna 16 þar sem rætt verður um varnir gegn ofbeldi og herta skotvopnalöggjöf. Kansl- arinn varpaði í gær fram þeirri spurningu hvort það gæti verið rétt að vaxandi ofbeldi í afþreying- arefni fjölmiðla hefði engin áhrif á sálarlíf ungs fólks. Reuters Minning- arathöfn í Erfurt YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að hann væri reiðubúinn til að taka þátt í alþjóð- legri friðarráð- stefnu um Mið- austurlönd, á vegum Banda- ríkjamanna, Rússa, Evrópu- sambandsins (ESB) og Samein- uðu þjóðanna (SÞ). „Við fögnum hugmyndinni um alþjóðlega ráðstefnu,“ sagði Arafat við fréttamenn í höfuðstöðvum heimastjórnar Palestínumanna í Ramallah. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá hugmynd- inni um ráðstefnuna sl. fimmtudag og sagði þá, að hinn svokallaði „alþjóða- kvartett“, þ.e. Bandaríkjamenn, Rússar, ESB og SÞ, myndi vinna með Ísraelum og Palestínumönnum og fleiri ríkjum að því að halda ráðstefnu snemmsumars til að ýta undir „alvar- legar og skjótar viðræður um sam- komulag“. Lagði Powell áherslu á, að enn hefði hvorki verið gengið frá því hvenær og hvar ráðstefnan yrði hald- in né hvaða ríki sendu fulltrúa til hennar. Í tilkynningu frá svissneska utanríkisráðuneytinu síðdegis í gær sagði að Svisslendingar hefðu boðist til að taka að sér hlutverk gestgjafans á ráðstefnunni. Tilkynning Powells kom í kjölfar fundar hans með framkvæmdastjóra SÞ, Kofi Annan, utanríkisráðherra Rússlands, Ígor Ívanov, utanríkis- málastjóra ESB, Javier Solana og ut- anríkisráðherra Spánar, Josep Pique. Sagði Powell að „kvartettinn“ væri staðráðinn í að nýta þann meðbyr sem nýverið hefði gefist í friðarum- leitunum í Miðausturlöndum. Þá var haft eftir Powell að hann liti svo á, að ráðstefnan yrði síðasta tækifæri Ara- fats til að komast að friðarsamkomu- lagi við Ísraela. Fréttaskýrandi BBC segist telja, að grundvöllur viðræðna á ráðstefn- unni yrði þær friðarumleitanir sem hófust á ráðstefnu er haldin var í Madríd fyrir ellefu árum og byggðust á hugmyndinni um land í skiptum fyr- ir frið, þ.e. að Ísraelar drægju sig til baka af svæðum Palestínumanna gegn því að varanlegum friði yrði komið á. Ekki voru allir framámenn í röðum Palestínumanna jafn jákvæðir og Arafat á fyrirhugaða ráðstefnu. Sagði upplýsingamálaráðherra Palestínu- manna, Yasser Abed Rabbo, að þeir vildu sjá „raunveruleg skref, niður- stöður sem skipta máli en ekki forms- atriðin ein“. Óttuðust Palestínumenn að tilgangurinn með ráðstefnunni væri einungis að leiða Palestínumenn og Ísraela saman til að koma á tengslum þeirra í millum, án þess að tekið yrði á meginvandanum, sem væri herseta Ísraela. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagst fylgjandi því að efnt verði til friðarráðstefnu og í gær lagði hann fyrir stjórn sína hugmynd- ir að friðaráætlun sem hann mun leggja fyrir George W. Bush Banda- ríkjaforseta í næstu viku, er Sharon heldur til Washington. Munu þeir hittast á þriðjudaginn, að því er fréttafulltrúi Hvíta hússins tilkynnti í gær. Arafat kveðst reiðubúinn að mæta á friðarráðstefnu Ramallah, Washington, Jerúsalem. AFP, AP. Arafat Powell segir ráðstefnuna síðasta tækifæri Arafats til samninga  Ísraelsher hafnar/29 EITT einasta gen kann að vera orsök þess að sumt fólk leitar í áfengi þegar það finnur til streitu, en annað fólk ekki, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Rannsókn sem unnin var af vís- indamönnum við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi leiddi í ljós, að mýs sem ekki höfðu gen- ið CRH1 drukku meira af áfengi en venjulega eftir að hafa orðið fyrir streituvekjandi reynslu. Greint er frá niðurstöðunum í nýjasta hefti vísindaritsins Science, og þar segja vísinda- mennirnir að þeir telji, að það sama kunni að eiga við um fólk og mýsnar. Reynist þetta rétt geti einfalt genapróf hjálpað læknum við að komast að því hvaða fyrrverandi áfengissjúk- lingum sé hætt við að byrja aft- ur að drekka. Streita og vín Eitt gen ræður úrslitum Í BRÝNU sló milli Ibrahims Rug- ova, leiðtoga Kosovo-Albana, og Slobodans Milosevics, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í gær þegar Rug- ova bar vitni gegn Milosevic í rétt- arhöldunum sem nú fara fram í Haag í Hollandi. Rugova sakaði Mil- osevic um að hafa látið fremja fjölda- morð á Albönum í Kosovo en Milos- evic kallaði Rugova hins vegar leiksopp stórvelda sem seilast vildu til áhrifa á Balkanskaganum. „Vesturveldin og alþjóðasam- félagið í heild kom okkur til varnar, í nafni mannréttinda og vegna fjölda- morðanna sem þú lést framkvæma,“ sagði Rugova við Milosevic. Milosev- ic er ákærður fyrir stríðsglæpi, þjóð- armorð og glæpi gegn mannkyni vegna atburðanna í Kosovo 1998- 1999, stríðsins í Króatíu 1991-1995 og í Bosníu 1992-1995. Talsverð spenna var í réttarsaln- um er Milosevic gagnspurði Rugova og horfðist Rugova aldrei í augu við Júgóslavíuforsetann fyrrverandi meðan á vitnisburði hans stóð. Bar Milos- evic þung- um sökum Haag. AFP. AÐ minnsta kosti sextíu manns er leituðu skjóls í kirkju í Norðaustur- Kólombíu eru fallnir og um 100 aðrir særðir í kjölfar átaka vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og hægrisinnaðra byssumanna, að því er embættis- menn stjórnvalda greindu frá í gær. Atburðirnir urðu í bænum Bojaya, og samkvæmt upplýsingum héraðs- stjórnarinnar er talið að allir sem féllu hafi verið óbreyttir borgarar. 60 féllu í Kólombíu Bogota. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.