Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 44

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ rátt fyrir nokkra nekt- arstaði þori ég að búa í miðborg Reykjavík- ur og vil ganga um hana með börnunum mínum, jafnvel á laugardags- eða sunnudagsmorgnum. Veðráttan hefur frekar fælt mig en nokkuð annað frá því að ganga um mið- borgina, en nú fer veður víst hlýn- andi. Kaffihúsin eru fín, bókasafnið og listasafnið. Tjörnin hefur alltaf aðdráttarafl fyrir börn og Hljóm- skálagarð- urinn er svo- sem ágætur. Það þarf að lappa betur upp á Kvosina og brúa bilið á milli miðborgarinnar og hafnarinnar annars vegar og Vatnsmýrarinnar hins vegar. Þetta stendur allt til. Flugvallarmálið er í vinnslu og Vísindagarðar í Vatnsmýrinni líka. Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina mun rísa og auðvitað þarf að hugsa fyrir tengingu við miðborgina, það er sjálfsagt. Þetta kemur allt saman. En þetta tvennt áðurnefnt, veðráttan og nektarstaðirnir, er þó það sem setur hvað neikvæð- astan blæ á miðborgina. Hið fyrr- nefnda er léttvægt, við veðrátt- unni er ekkert hægt að gera annað en sætta sig við hana. Og betri tenging miðborgarinnar við norður og suður vegur heldur ekki þungt á móti nektarstöðum og kynlífsiðnaði í miðborginni. Nekt- arstaðirnir eru alvarlegt mál og þeir hafa víðtækar afleiðingar, ekki bara fyrir miðborg Reykja- víkur heldur alla borgina og allt samfélagið á Íslandi. Guðrún Agnarsdóttir, yfirmað- ur neyðarmóttöku fyrir fórn- arlömb nauðgunar, flutti á ráð- stefnu í síðustu viku athyglisvert erindi þar sem hún fjallaði m.a. um tengsl kynlífsiðnaðar, eitur- lyfja og vændis og skipulagðan flutning kvenna til Vestur-Evrópu til kynlífsþrælkunar. Þessi kyn- lífsiðnaður er í nánum tengslum við fíkniefnaiðnaðinn. Það er full- víst að nektarstöðum fylgir vændi og þar með eiturlyf og mikil eymd. Nokkrir nektarstaðir eru í mið- borg Reykjavíkur og setja mjög neikvæðan svip á umhverfið svo vægt sé til orða tekið. Slíkir staðir eru ekki æskilegir í miðborg sem á að vera prýði borgarinnar. Í raun eru þeir hvergi æskilegir. Það er ekkert betra að færa þá upp á Grensás eða Höfða, vandamálin sem þeim fylgja eru hin sömu: vændi, eiturlyf og eymd, auk þess sem að þeim er óprýði. Í erindi Guðrúnar kom fram að um 500 þúsund konur eru fluttar til Vestur-Evrópu árlega. Þetta mansal fer ákaflega leynt og skemmst frá því að segja að stór hluti þessara kvenna er kynlífs- þrælar. „Það er gríðarlega óþægi- legt að vita af því að evrópskir karlmenn standa fyrir hópi neyt- enda sem er þjónað með stór- felldum brotum á mannréttind- um,“ sagði Guðrún m.a., en viðskiptavinurinn og eftirspurn hans er hornsteinn kynlífsþrælk- unarinnar sem viðgengst í heim- inum. Heilbrigðiskerfið finnur mun eftir að nektardansstaðir spruttu upp í Reykjavík. Fleiri nekt- ardansmeyjar leita eftir fóstur- eyðingum þar sem þær hafa ekki eðlilegan aðgang að heilsugæslu eða getnaðarvörnum. „Meðhöndl- unin á þessum stúlkum er eins og á varningi og vanhelgar virðingu allra kvenna,“ segir Guðrún. Kyn- ferðislegt ofbeldi hefur aukist en fram kom hjá Guðrúnu að kynlífs- hegðun íslenskra karlmanna verð- ur stöðugt ofbeldisfyllri og meira niðurlægjandi ef marka má vitn- isburð þeirra fórnarlamba sem leita til Neyðarmóttökunnar vegna nauðgana. Þetta eru afleiðingar nekt- arstaða og kynlífsiðnaðar. Til að stemma stigu við svona ástandi þarf að útrýma nektarstöðum og kynlífsiðnaði á Íslandi. Nú hefur borgarstjóri Reykjavíkur lagt fyr- ir borgarstjórn að breyta lög- reglusamþykkt Reykjavíkur í þá veru að einkadans sem fram fer á nektarstöðum verði bannaður. Það hefur fengist staðfest að dómsmálaráðuneytið sér því ekk- ert til fyrirstöðu að samþykkja umrædda breytingu og tillögunni hefur verið vísað til síðari umræðu í borgarstjórn. Þessi breyting verður fyrsta skrefið að því að binda enda á alla þessa eymd. Það er nefnilega svo að nektardans- meyjar sem starfað hafa hér á landi hafa sumar hverjar staðhæft að þær séu neyddar til að selja sig í svokölluðum einkadansi. Þarna er því bein tenging á milli. Bann við einkadansi er skref í rétta átt en á ekki að stíga skrefið til fulls og banna þessa starfsemi alfarið og loka þeim stöðum sem eru starfandi? Jú. Þeir eru enn til sem halda því fram að ekkert sam- band sé á milli súlustaða og vænd- is. Þessir fáu tala á þann hátt að það séu sjálfsögð mannréttindi að eiga og reka súlustað, sjálfsögð mannréttindi að „vilja“ framfleyta sér á þann hátt að dansa nakin fyrir einn eða fleiri karlmenn og það megi ekki hefta atvinnufrelsið eða eitthvað álíka. Starfsemin sé lögleg, hópur fólks hafi atvinnu af henni, með banni sé gengið á at- vinnuréttindi. En til þess að banna atvinnustarfsemi verði almanna- hagsmunir að vera í húfi. Þeir eru í húfi. Þegar fjöldi kvenna leiðist út í vændi, kynlífshegðun ís- lenskra karlmanna verður ofbeld- isfyllri, fíkniefnaneysla eykst. Það er ekki vilji einnar eða neinnar að selja sig. Það er einhver annar sem gerir út á líkama hennar. Vilj- inn er allur viðskiptavinarins megin, þetta er lögmálið um fram- boð og eftirspurn vöru þar sem varan er manneskjan. Nekt og næðingur Þeir eru enn til sem halda því fram að ekkert samband sé á milli súlustaða og vændis. Þessir fáu tala á þann hátt að það séu sjálfsögð mannréttindi að eiga og reka súlustað, sjálfsögð mannréttindi að „vilja“ framfleyta sér á þann hátt að dansa nakin fyrir einn eða fleiri karl- menn og það megi ekki hefta atvinnu- frelsið eða eitthvað álíka. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is TALSMENN R- listans telja sérstakt afrek við stjórn Reykjavíkurborgar, að tekist hafi að átt- falda hreinar skuldir borgarinnar. Hafa þeir meira að segja orðað þetta svo, að hér sé ekki um skulda- bagga að ræða heldur „nestispakka“ æsku- fólks á vit framtíðar. Þessi afstaða til op- inberrar fjármála- stjórnar stangast á við öll almenn viðhorf, einkum í góðæri, því að þá búa stjórnvöld almennt í hag- inn fyrir mögru árin, grynnka á skuldum og treysta innviði öflugra fyrirtækja. Hið gagnstæða hefur gerst í Reykjavík. Eigið fé Orku- veitunnar hefur minnkað úr 44 milljörðum króna í 34 milljarða, og hún var á síðasta ári rekin með rúmlega 500 milljóna króna tapi. Mikil einföldun og blekking felst í fögnuði R-listans vegna eigna- aukningar í krafti hinnar einstæðu skuldsetningar. Vegna þess hve fögnuðurinn er á veikum grunni sveiflast tölur á milli milljarða og jafnvel tugmilljarða í þeim út- reikningum öllum. Með þessu sýndartali losar R-listinn engan undan því að greiða skuldirnar – hann sýnir Reykvíkingum hins vegar, að blygð- unarlaust verður haldið áfram að hækka skuldir á þeim um sífellt fleiri millj- ónir króna á dag, fái R-listinn endurnýjað umboð. Áætlanagerð og fjármálastjórn R-listans er í mol- um, skuldirnar í nestið hækka óð- fluga: Í fjárhagsáætlun Reykjavík- ur fyrir árið 2001 var gert ráð fyrir, að í lok ársins yrðu hreinar skuldir borgarinnar um rúmir 23 milljarð- ar króna. Þegar upp er staðið eru þær tæpir 34 milljarðar og jukust á einu ári, 2001, um 9,5 milljarða um- fram áætlun, eða 26 milljónir króna á dag á árinu. Hér skeikar um 40%! R-listaframbjóðendur sveiflast einnig á milli milljarða og millj- arðatuga, þegar þeir leggja mat á kosningastefnuskrá okkar sjálf- stæðismanna. Þá líta þeir ekki á út- gjaldaáætlanir Reykjavíkurborgar, eins og í fjárhagslegu mati á eigin stefnu, heldur láta eins og alls stað- ar þurfi að byrja frá grunni. Þetta gera þeir til að búa til sem hæstar tölur en ekki í því skyni að hafa það, sem sannara reynist. Að hreykja sér af skuldasöfnun í góðæri og 10 milljarða króna rýrn- un á eigin fé öflugasta borgarfyr- irtækisins eru skrýtnar áherslur í kosningabaráttu – í raun óvæntari en að bera andstæðing sinn röng- um sökum með tilbúnum tölum. Skuldir í nesti Björn Bjarnason Reykjavík Áætlanagerð og fjár- málastjórn R-listans er í molum, segir Björn Bjarnason, skuldirnar í nestið hækka óðfluga. Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. NÝLEGA skilaði starfshópur um endur- mat á deiliskipulagi við Laugaveg og Banka- stræti tillögum sínum til borgarstjóra. Tillög- urnar hafa verið kynntar í borgarráði sem ákvað að fela skipulags- og bygging- arnefnd frekari út- færslu þeirra. Hópur- inn var skipaður í febrúar sl. til að end- urmeta deiliskipulags- tillögur við Laugaveg, m.a. með tilliti til þess hvernig þær nýtast Laugaveginum sem aðalverslunargötu borgarinnar og með hliðsjón af Þróunaráætlun mið- borgarinnar og húsverndarstefnu borgarinnar. Möguleg uppbygging Það er mat hópsins að unnt sé að skapa verulegt svigrúm til nýrrar uppbyggingar við Laugaveg án þess að fórna byggingarsögulegum sér- kennum götunnar og þeim lykil- byggingum fyrri tíðar sem mest gildi hafa fyrir ásýnd hennar. Með breyttum áherslum má sýna í deili- skipulagi tækifæri til 75.000–85.000 m² nýbygginga, en var áður um það bil 60.000 m². Sett er fram heildstæð sýn á ásýnd og yfirbragð Laugaveg- ar sem verslunargötu, þar sem sjón- armið uppbyggingar og varðveislu haldast í hendur. Lagt er til að hús- verndarsjóður og/eða skipulagssjóður taki í ríkari mæli þátt í end- urbótum og viðhaldi verndaðra húsa. Þá er lögð áhersla á að for- gangsverkefni í bíla- stæðamálum verði bygging bílastæðahúss við Laugaveg fremur en í Kvosinni. Verndaðar bygg- ingar Ljóst er að það er vandasamt verk og ef til vill ekki til vinsælda fallið að vinna tillögur um breytt skipulag við Laugaveg þannig að öllum megi vel líka. Ástæðan er sú að flestir hafa ákveðnar skoðanir á Laugaveginum, þessari lykilgötu í hjarta miðborgar Reykjavíkur sem við eigum jú öll. Sumir er ákveðið þeirrar skoðunar að varðveita eigi öll gömul hús við Laugaveginn en aðrir vilja að þeim verði meira og minna rutt burt og rýmt fyrir nýjum byggingum. Með- alvegurinn í þessu efni kann því að vera vandrataður. Í þeim tillögum sem nú hafa verið kynntar er lögð áhersla á að vernda þær byggingar sem mest gildi hafa fyrir menning- ar- og byggingalistasögu borgarinn- ar og jafnframt að vernda yfirbragð byggðar þar sem það á við í sam- ræmi við húsverndarstefnu borgar- innar. Dæmi um byggingar sem eru sannkallaðir gullmolar við Banka- stræti og Laugaveg eru Bankastræi 3, Þingholtsstræti 1, Laugavegur 2, Laugavegur 12 og Laugavegur 64 svo nokkur dæmi séu nefnd, auk Laugavegar 1, sem er eina húsið á svæðinu sem er friðað skv. þjóð- minjalögum. Einnig er mörkuð sú stefna að breytingar og nýbygging- ar á reitum þar sem verndun byggðamynsturs gildir taki mið af yfirbragði byggðarinnar, mæli- kvarða og hlutföllum einstakra húsa. Þetta þýðir t.d. að það er ekki áhugi á því að fá nýbyggingar úr gleri og stáli inn á Laugaveginn heldur verða menn að virða þá byggð sem fyrir er og taka mið af henni. Hinn gullni meðalvegur Það eru mikil verðmæti fyrir Reykvíkinga að eiga götu eins og Laugaveg. Verslunarmiðstöðvar eru hvarvetna eins, en miðbæir eru ólíkir og hafa hver sinn sjarma og sína sögu. Laugavegurinn gegnir veigamiklu hlutverki í sögu Reykjavíkur, þótt hann sé ekki einn um það hlutverk. Ekki síst liggur sérstaða Laugavegarins í þróun hans sem mikilvægrar verslunar- götu á 20. öld. Aðrar götur, eins og Þingholtsstræti, Miðstræti og Vest- urgata, státa af mun heilsteyptari og merkari götumyndum frá seinni hluta 19. og byrjun 20. aldar og al- veg sérstaklega ber að leggja áherslu á að varðveita þann bygg- ingarsögulega arf sem þessar götur geyma. Í nýju tillögunum er minna lagt upp úr því að varðveita leifar af eldri, stakstæðum og lágreistum húsum við Laugaveg á núverandi lóðum en áður hefur verið gert. Í sumum tilvikum er lagt til að hús verði flutt á lóðir þar sem þau njóta sín betur. Að mínu mati kemur það ekki niður á byggingararfi borgar- innar á nokkurn hátt. Þvert á móti má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsamlegt að vanda vel valið á þeim húsum, reitum og götumynd- um sem njóta verndar en um leið leyfa uppbyggingu annars staðar sem þannig myndi styrkja svæðið í sessi og auka gildi hinna vernduðu húsa, reita eða götumynda og gera þeim hærra undir höfði. Sérstaklega er það mikils virði að ólík sjónarmið verndunar annars vegar og upp- byggingar hins vegar hafi náð sam- an í fyrirliggjandi tillögum. Slík nið- urstaða kann að valda tortryggni í báðum hópum en um leið er þá sennilegt að starfshópurinn sem til- lögurnar vann hafi ratað hinn gullna meðalveg. Verndun og uppbygging við Laugaveg Árni Þór Sigurðsson Reykjavík Það eru mikil verðmæti fyrir Reykvíkinga, segir Árni Þór Sigurðsson, að eiga götu eins og Laugaveg. Höfundur skipar 1. sæti Reykja- víkurlistans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.