Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 29
HUNDRUÐ manna, líklega taliban-
ar, sem Norðurbandalagið hafði tekið
til fanga, eru grafin í fjöldagröf í
Norður-Afganistan. Er það haft eftir
samtökum lækna, sem berjast fyrir
mannréttindum og aðsetur hafa í
Boston í Bandaríkjunum.
Starfsmenn samtakanna könnuðu
gröfina, sem er ein stærsta fjölda-
gröfin í Afganistan, í janúar síðast-
liðnum og telja flest benda til, að
mennirnir hafi látist eftir að þeir gáf-
ust upp fyrir herjum Norðurbanda-
lagsins. Dr. Jenny Leaning, stjórnar-
maður í samtökunum, sagði í
fyrradag, að nú væri reynt að tryggja,
að gröfinni yrði ekki spillt.
Leaning, sem sjálf fann gröfina,
hefur beðið hermenn í alþjóðlega
gæsluliðinu að gæta hennar en á þess-
um slóðum eru alls kyns stríðsherrar
með mikil umsvif og einnig banda-
rískir hermenn. Hún leggur áherslu
á, að enn sé ekki ljóst hvernig dauða
mannanna bar að höndum en hún vill
fá að vita hvort eða hvað Bandaríkja-
menn hafi vitað um það, sem fram fór.
Talsmaður Bandaríkjahers segist
ekki hafa neinar upplýsingar um
þetta mál. Að undanförnu hafi nokkr-
um sinnum verið spurt hvort banda-
rískir sérsveitamenn hafi horft að-
gerðalausir á, að talibanar væru
teknir af lífi en athuganir á því hefðu
ekki rennt neinum stoðum undir þær
ásakanir.
Læknasamtökin segja, að skýrslan
um fjöldagröfina hafi verið gerð op-
inber vegna þess, að bréfi, sem sent
var Hamid Karzai, bráðabirgðafor-
sætisráðherra Afganistans, 1. mars
sl., hafi ekki verið svarað.
Ekkert vitað um 2.000 fanga
Leaning segir, að þótt gröfin hafi
ekki verið tekin upp, fari ekki á milli
mála, að um sé að ræða fjöldagröf.
Standi beinin upp úr jarðveginum
víða, sum enn með holdtægjum, og
þar sé mikið af fatnaði, skóm og
bænahúfum. Segir hún langlíklegast,
að þarna hafi hermenn talibana verið
grafnir. Um 5.000 þeirra gáfust upp
þegar borgirnar Kunduz og Taloqan
féllu í hendur Norðurbandalaginu, en
nú sé aðeins vitað um 3.000 þeirra.
Voru fangarnir fluttir til Shibargan
í gámum og þá voru fréttir um, að
margir þeirra hefðu kafnað á leiðinni.
Haft er eftir vitnum, að hermenn
Norðurbandalagsins hafi komið á
staðinn í desember sl. og snemma í
janúar með marga gáma og hafi þeir
verið með bundið fyrir vitin vegna
daunsins. Voru gámar notaðir sem
bráðabirgðafangelsi um allt Afganist-
an og þar á meðal fyrir fanga, sem
fluttir voru til Shibergan-fangelsisins
fyrir vestan Mazar-e-Sharif. Er gröf-
in í Dasht-e-Laili-eyðimörkinni
skammt frá Shibergan.
Gröfin er 114 sinnum 114 metra
stór og Leaning áætlar, að hún geti
geymt allt að 1.000 lík.
Óöldin í Afganistan hefur staðið
linnulítið í 23 ár og mikið hefur verið
um fjöldamorð og önnur grimmdar-
verk. Sem dæmi má nefna, að and-
stæðingar talibana myrtu 2.000
þeirra í Mazar-e-Sharif 1997 en talib-
anar hefndu þess þegar þeir náðu
borginni á sitt vald og myrtu þá allt að
6.000 shítamúslíma. Talibanar voru
flestir Pastúnar, sem eru fjölmenn-
asta þjóðarbrotið í landinu, og vegna
þess eru Pastúnar nú litnir hornauga
af fólki af öðrum þjóðarbrotum. Hef-
ur bráðabirgðastjórnin verið sökuð
um að loka augunum fyrir brotum
gegn þeim og Leaning óttast, að
reynt verði að þegja um fjöldagröfina.
Að minnsta kosti 13 fjöldagrafir
hafa fundist í Afganistan og þær
geyma lík manna af öllum þjóðarbrot-
um.
„Það er enginn saklaus í Afganist-
an og vissulega ekki meðal ráða-
manna,“ sagði Leaning. „Þess vegna
ættu menn að viðurkenna, að þeir hafi
ekki aðeins verið ofsóttir, heldur einn-
ig verið ofsækjendur. Það gæti verið
liður í eins konar þjóðarsátt og stuðl-
að að betri framtíð fyrir alla lands-
menn.“
Stór fjöldagröf í
Norður-Afganistan
Líklega talibanar
sem gáfust upp
fyrir Norður-
bandalaginu
Islamabad. AP.
AP
Talibanahermenn í fangelsinu í Shibargan. Myndin var tekin 9. desem-
ber sl. en haft er eftir vitnum, að í þeim mánuði og snemma í janúar hafi
verið komið með gáma með líkum á staðinn þar sem fjöldagröfin fannst.
MARY Robinson, framkvæmda-
stjóri Mannréttindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, hvatti
stjórnvöld í Ísrael í gær til að
skoða gaumgæfilega skýrslu sem
mannréttindasamtökin Human
Rights Watch sendu frá sér í
fyrradag en þar komast samtökin
að þeirri niðurstöðu að ísraelskir
hermenn hafi framið stríðsglæpi í
flóttamannabúðunum í Jenín á
Vesturbakkanum.
Talsmenn Ísraelshers hafa þeg-
ar hafnað niðurstöðum skýrsluhöf-
unda og segja þeir skýrsluna hlut-
dræga og ósannfærandi.
Robinson sagði að skýrslan væri
trúverðug en í henni eru Ísraelar
sakaðir um að hafa beitt óbreytta
borgara óeðlilega miklu valdi og
lýst er efasemdum um að þeir hafi
farið að ákvæðum mannréttinda-
laga.
Í skýrslunni kemur hins vegar
fram að ekkert bendi til að sú
ásökun Palestínumanna, að Ísrael-
ar hafi framið fjöldamorð í Jenín,
eigi við rök að styðjast.
Palestínumenn segja að hundruð
manna hafi týnt lífi í árás Ísraela
en í skýrslunni segir að rúmlega
50 manns hafi fallið.
Í skýrslunni er því haldið fram
að ísraelskir hermenn hafi beitt
Palestínumönnum sem „mannleg-
um hlífiskjöldum“ er þeir réðust
gegn meintum hryðjuverkamönn-
um í Jenín.
Létu átta óbreytta
borgara hlífa sér
Er meðal annars rakið dæmi um
að ísraelskir hermenn hafi neytt
átta óbreytta borgara til að standa
á svölum í borginni og virkuðu
Palestínumennirnir þannig sem ör-
yggishlíf fyrir Ísraelana sem á
meðan skutu í átt að palestínskum
byssumönnum.
Þá féllu tveir menn í hjólastól í
aðgerðum Ísraelshers, ef marka
má skýrslu Human Rights Watch.
Mun ísraelskur skriðdreki hafa ek-
ið yfir annan þeirra eftir að her-
menn höfðu skotið hann þótt hann
bæri hvítan fána.
Human Rights Watch tekur
fram að palestínskir byssumenn
hafi hætt lífi óbreyttra borgara
með þeirri ákvörðun sinni að nýta
flóttamannabúðirnar sem bæki-
stöðvar sínar. Kom ennfremur
fram að von sé á annarri skýrslu
frá samtökunum um sjálfsmorðs-
árásir Palestínumanna gegn ísr-
aelskum borgurum.
Ísraelar sakaðir um stríðsglæpi í
skýrslu Human Rights Watch
Ísraelsher
hafnar niður-
stöðunum
Vilnius, Jerúsalem, Washington. AFP.
ÞAÐ, sem kom mest á óvart í kosn-
ingunum á Englandi á fimmtudag,
var úrslitin í borgarstjórakosning-
unum í Hartlepool. Þar sigraði „ap-
inn H’Angus“, lukkutröllið hjá
Hartlepool-knattspyrnuliðinu.
„H’Angus“, sem heitir réttu nafni
Stuart Drummond, bar sigurorð af
frambjóðendum stóru flokkanna og
sest nú í borgarstjórastólinn með
rúmlega sjö milljónir ísl. kr. í árs-
laun.
Helsta kosningamál Drummonds
var „ókeypis bananar fyrir skóla-
börnin“ en hann hefur áður vakið á
sér athygli og þá með þeim afleið-
ingum, að honum var kastað út af
tveimur kappleikjum.
Í fyrra sinnið hagaði hann sér
eins og hann væri að hafa mök við
nærstadda konu og í það síðara
endurtók hann það með uppblás-
inni dúkku.
Þegar það rann upp fyrir Drum-
mond, að hann hafði verið kosinn
borgarstjóri gerðist hann allt í einu
mjög ábyrgur í tali aldrei þessu
vant og lýsti því yfir, að banana-
málið yrði að víkja fyrir öðrum
brýnni, til dæmis mennta- og æsku-
lýðsmálum. Það dugði þó ekki til að
sannfæra alla, til dæmis ekki einn
blaðamanninn, sem mætti sjálfur í
górillubúningi til að eiga viðtal við
nýja borgarstjórann. Drummond
vildi þó ekkert við hann tala og
neitaði meira að segja að láta múta
sér með nýjum banönum.
Verkamannaflokkurinn beitti sér
fyrir því, að bæjar- og borg-
arstjórar væru kosnir beinni kosn-
ingu eins og er í Bandaríkjunum en
sveitarstjórnir eru þó sjálfráðar um
það. Þykir „apakjörið“ í Hartlepool
vera nokkurt áfall fyrir þá stefnu
en margir telja, að með henni sé
verið að búa til vettvang fyrir lýð-
skrumara.
Apinn eða apaímyndin á sér
nokkra sögu í Hartlepool því að
sagt er, að í Napoleonsstyrjöld-
unum hafi bæjarbúar hengt apa,
sem þeir héldu vera franskan
njósnara.
Íbúar Hartlepool eru um 90.000.
Nýi borgarstjórinn í Hartlepool.
„Apaköttur, apaspil“
…eða hin
margvíslegu
birtingarform
lýðræðisins
BRESKA þjóðarflokknum, flokki
hægriöfgamanna, tókst að vinna
þrjú sæti í sveitarstjórnarkosning-
unum í Bretlandi á fimmtudag. Er
það ekki mikill árangur en hefur
samt vakið verulega athygli og
hneykslan margra. Að öðru leyti
vegnaði Verkamannaflokknum bet-
ur en búist hafði verið við.
Kosið var um 6.000 sæti í 174
sveitarstjórnum á Englandi en
frambjóðendur Breska þjóðar-
flokksins voru aðeins 68. Í Burnley
þar sem kom til mikilla kynþáttaó-
eirða á síðasta ári fékk hann þrjá
menn kjörna af alls 45. Í Oldham
fékk hann 27% atkvæða og 20% í
Sunderland án þess að koma manni
að en annars staðar mjög lítið.
Þótt árangurinn sé í sjálfum sér
ekki mikill þá vekur hann áhyggjur.
Aðeins fyrir hvítt fólk
Talsmenn Verkamannaflokksins
telja þó, að hættunni hafi verið bægt
frá að þessu sinni, og segja, að henni
verði bægt frá í annað sinn. Nick
Griffin, leiðtogi Breska þjóðar-
flokksins, var hins vegar sigrihrós-
andi í viðtali við BBC. Neitaði hann,
að flokkurinn byggðist á kynþátta-
hatri, en ítrekaði, að stefna hans
væri, að Bretland væri aðeins byggt
hvítu fólki.
Verkamannaflokkurinn tapaði
færri sætum en búist hafði verið við,
tæplega 300 af þeim 2.745, sem hann
hafði fyrir, og Íhaldsflokkurinn
bætti 217 við það 1.771 sæti, sem
hann hafði. Frjálslyndir demókratar
fengu 21 sæti meira og hafa nú
1.244.
Talið er, að kjörsókn hafi aðeins
verið um 35%, sem er þó snöggtum
betra en í kosningunum 2000 þegar
hún var 29,6%. Var hún mest í þeim
kjördæmum, sem eingöngu voru
með póstkosningu, eða um 50%.
Litlar breytingar í sveitarstjórnarkosningum á Englandi
Hægriöfgamenn
fengu þrjá fulltrúa
London. AP, AFP.
FJÖGUR norsk ungmenni létu lífið í
gær er bíll þeirra fór út af vegi og
varð alelda á samri stundu. Var fólk-
ið að koma frá því að fagna stúdents-
prófi, að sögn Aftenposten.
Sjö manns voru í bílnum, sem var
á leið frá nýstúdentasamkomu í El-
verum í Heiðmörk í fyrrinótt þegar
annað afturhjólið lenti utan vegar.
Næstu 50 eða 60 metrana reyndi bíl-
stjórinn að ná bílnum alveg inn á
veginn en lenti þá á steini við veg-
kantinn. Hvolfdi bílnum þá og varð
um leið alelda.
Þeir þrír, sem komust lífs af, köst-
uðust ýmist út úr bílnum eða tókst að
komast út af eigin rammleik en allir
eru þeir með alvarleg brunasár og
einn mikið brotinn.
Slysið átti sér stað á Þjóðvegi 20
um 20 kílómetra fyrir sunnan Elver-
um. Tók nokkurn tíma að slökkva
eldinn í bílnum til að unnt væri að ná
hinum látnu út.
Fjórir fórust í bílslysi