Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 47

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 47 MÖRGUM verður tíð-rætt um svokallaðumspil um þessarmundir. Skýringin er eðlilega sú að Íslendingaliðin Stoke og Brentford leika nú til úrslita um laust sæti í fyrstu deildinni í ensku knattspyrnunni. Og það er merg- urinn málsins, þau leika til úrslita. Orðið umspil er eiginlega óskilj- anlegt í þessu samhengi og reynd- ar hvaða samhengi sem er. Vissu- lega spila liðin um laust sæti, en að setja saman orðið umspil úr því gengur ekki upp. Nú stendur úr- slitakeppni handknattleiksmanna sem hæst en ekki umspil þeirra. Hvort orðið umspil á sér einhverja skírskotun í ensku er erfitt að sjá en svo gæti verið þar sem um ensku knattspyrnuna er að ræða. – – – Ensk áhrif eru vissulega í ís- lensku, en þó miklu minni en í dönsku og norsku svo dæmi séu tekin. Eitt algengt dæmi um þessi áhrif er þegar sagt er að einhver komi frá Akureyri, þegar átt er við að hann sé þaðan. Þarna eru áhrif- in augljós. Á ensku væri þetta he comes from Akureyri. Segjum við að hann komi frá Akureyri, þýðir það einfaldlega að hann sé að koma þaðan, segir ekkert um það hvort hann sé þaðan eða ekki. Rétt er að segja hann er frá Akureyri. Málfar í viðskiptum er oft litað af enskunni og kannski ekki óeðlilegt. Kennsla í viðskiptafræðum byggist að miklu leyti á kennslubókum á ensku og kenningar hagfræði og viðskipta eru í mörgum tilfellum runnar upp á svæðum þar sem enska er töluð. Þaðan berast þær hingað. Það er ekkert hlaupið að því að þýða hugtök og málfar ensk- unnar í þessum málaflokki yfir á okkar ágætu tungu. Þegar rætt er um gengi gjaldmiðla er gjarnan talað um að þeir séu veikir eða sterkir og jafnvel er talað um veik- ingu dollars. Allir skilja hvað átt er við. Gengi dollarsins er veikt, svo langt sem það nær. En þegar talað er um veikingu gjaldmiðils er kannski svolítið langt seilst. Lík- lega er átt við lækkun gengisins, en það þarf kannski ekki endilega að vera. Orðið veiking þvælist hins vegar verulega fyrir þeim er þetta ritar og telur hann það alls ekki eiga heima í íslenskunni. Fyrir nokkru var fjallað í ein- hverjum fjölmiðli um fjármál til- tekins sveitarfélags og sagt að um væri að ræða nær alla peningalega eign þess. Einhvern veginn skýtur hér skökku við. Er ekki einfaldara að segja nær allt fé, handbært fé eða reiðufé sveitarfélagsins? Pen- ingaleg eign virðist í það minnsta orka tvímælis. Myndum við segja fasteignaleg eign? Varla. Oft standa menn frammi fyrir fleiri en einum kosti og kannski engum góðum. Og menn geta kosið að fara til- tekna leið eða valið hana. En að tala um val- kosti gengur of langt. Annaðhvort eiga menn völ á einhverju eða kost þess en ekki hvort tveggja í sama orðinu. – – – Vinnan er böl hinna drekkandi stétta. Já, mismæli er algengara en margan grunar. Margar skýringar hafa komið fram á mismælum. Þegar á áttundu öld fjallaði arab- ískur málfræðingur, Al-Ki-sa-i, um mismæli, en hann taldi að í mis- mæli mætti finna vísbendingar um það hvernig tungumál breytast. Síðan þá hafa fjölmargir fræði- menn velt þessu fyrir sér og sál- fræðingurinn Sigmund Freud taldi að mismæli stafaði af duldum hugsunum, sem kæmu fram við mismælið. Ekki verður reynt í þessum þætti að skýra hvernig mismæli verður til, en rétt er þó að skoða þetta fyrirbæri nánar. Prest- ur nokkur og fræðimaður í Oxford, William A. Spooner, varð svo fræg- ur af mismælum sínum að sérstök tegund þeirra er nefnd eftir honum og í fræðiritum er það nefnt Spoon- erism. Spooner var uppi á síðari hluta 19. aldar. Hann var albínói, smár vexti, bleikur á litarhátt, sjóndapur og höfuðið hlutfallslega mun stærra en búkurinn. Hann var umtalaður sem vænn maður og gestrisinn og vissulega var hann mikill fræðimaður, þrátt fyrir mis- mælin. Setningin hér að ofan um böl hinna drekkandi stétta er höfð eftir honum í lauslegri þýðingu, en hann ætlaði að sjálfsögðu að segja: Drykkjan er böl hinna vinnandi stétta. Til eru söfn yfir mismæli hans, en sjálfur sagðist hann í blaðaviðtali aðeins muna eftir einu slíku. Það getur verið ansi snúið að snara slíkum mismælum og því flýtur hér með eitt á ensku, sem talið er tilheyra Spooner: Iceland́s Greasy Mountains í stað Green- land’s Icy Mountains. Til eru ýmis dæmi um mismæli af þessu tagi úr íslensku og til dæmis sagt að Steindór Stein- dórsson, náttúrufræðingur og skólameistari á Akureyri, hafi tal- að um ol og kolíu og Samúel Örn Erlingsson hrósaði Flösu Voladótt- ur í hástert. Hægt er að leika sér með mismælið á ýmsan hátt. Þann- ig má nefna tvo þekkta Akureyr- inga sem gárungarnir nefndu Auga í bensín og Rebba Steikjalín. (Benna í Augsýn og Stefán, eða Stebba Reykjalín). Svo er það spurningin af hverju margir segj- ast ætla út í apótek, þegar þeir eru á leiðinni í bakarí og öfugt. – – – Prófraunir – Um þessar mundir gengur þorri skólafólks undir próf. Til er saga af nemanda í mennta- skóla sem kom upp í munnlegu prófi um skáldið Grím Thomsen. Til að gera langa sögu stutta stóð nemandinn algjörlega á gati, gat engu svarað. Bugaður á sál og lík- ama stóð hann upp frá borðinu, en þá var eins og hann ljómaði allur upp. Hann mundi eitthvað: „Hann þýddi ævintýri úr þýsku og heita þau síðan Grímsævintýri.“ Málfar í viðskiptum er oft litað af enskunni hjgi@mbl.is ÍSLENSKT MÁL Eftir Hjört Gíslason UMRÆÐAN UNDIRRITAÐUR er yfirlæknir í Sjónlagi hf., sem býður upp á leysiaugnlækningar með fullkomnustu tækjum sem völ er á auk almennra augn- lækninga. Að loknu sérnámi mínu í augn- lækningum auk eins árs viðbótarsérnáms í sjónlagslækningum með leysi við augnleys- istöð einnar af tíu virt- ustu augndeilda Bandaríkjanna, var mér efst í huga að setja upp fullkomna þjón- ustu á þessu sviði. Engu var til sparað. Starfsemi Sjón- lags hefur vaxið jafnt og þétt síðan og höfum við m.a. haldið fjölda fræðslufunda um leysiaðgerðir fyrir almenning og lækna. Á vefsíðu samkeppnisaðila okkar á þessu sviði hefur komið fram mis- skilningur sem okkur er ljúft og skylt að leiðrétta. Um er að ræða fullyrðingar byggðar á röngum for- sendum um augnleysitæki það sem við notum í Sjónlagi, NIDEK EC-5000. Leysitæki okkar sem og samkeppnisaðilans hafa bæði fengið leyfi frá FDA (Food and Drug Ad- ministration) í Bandaríkjunum til meðhöndlunar á sjónlagsgöllum með LASIK-aðgerð, þar sem útbú- inn er flipi fyrir leysimeðhöndlun og síðan er flipinn lagður aftur yfir. Þegar fyrirtækin tvö sóttu um FDA-sam- þykki fyrir aðgerð af- réð fyrirtækið sem framleiðir leysitæki samkeppnisaðilans að sækja aðeins um leyfi fyrir meðhöndlun á nærsýni frá –1 til –7 díoptría. NIDEK á hinn bóginn sótti um og fékk víðtækara leyfi fyrir lagfæringu sjón- lagsgalla frá –1 og allt upp í –14 díoptríur. Niðurstöður rann- sókna sem lagðar voru til grundvallar þessu sýndu að NIDEK leysitækið náði mjög góðum ár- angri, jafnvel hjá þeim sem voru með mjög mikinn sjónlagsgalla þó að vitanlega sé erfiðara að gera slíka einstaklinga gleraugnalausa í fyrstu atrennu en hjá þeim sem eru með minni sjónlagsgalla. Það gefur því ekki rétta mynd að bera saman niðurstöður úr rannsóknum á þess- um tveimur tækjum. Það segir þó sína sögu að rannsóknaniðurstöður leiddu til þess að NIDEK tækið fékk FDA leyfi til að meðhöndla nærsýni upp á –1 til –14 díoptríur en leysitæki samkeppnisaðilans leyfi til að meðhöndla nærsýni upp á –1 til –7. Okkur í Sjónlagi er það mikil ánægja að geta stutt rök okkar enn frekar með árangri okkar eigin sjúklinga, sem hefur farið fram úr björtustu vonum. Heil 90,1% augna hafa fengið 6/6 eða betri sjón (þ.e. eðlileg sjón) án gleraugna eftir að- eins eina leysimeðferð. Heil 97,1% augna hafa fengið 6/12 sjón eða betri án gleraugna, sem er sjón er nægir til aksturs bifreiðar. Sjá mynd Staðreyndin er sú, að þó að erfitt sé að bera leysitækin saman er leysitæki Sjónlags og samkeppnis- aðilans bæði á meðal þeirra fáu tækja sem þykja skara fram úr. NI- DEK EC-5000 er notað af mörgum af þekktustu sérfræðingum í heimi á þessu sviði, þar á meðal dr. Howard Gimbel í Kanada, dr. Douglas Koch í Bandaríkjunum og dr. Paolo Vinciguerra á Ítalíu. Til viðbótar við góðan tækjakost eru nám og reynsla á þessu sviði ekki síður mikilvægir þættir og er æskilegt að skurðlæknir sem fram- kvæmir þessar aðgerðir hafi að baki formlegt sérnám erlendis í leysi- augnaðgerðum. Þar lærir augn- læknirinn að þekkja og meðhöndla helstu fylgikvilla aðgerðarinnar sem er afar mikilvægt, þar eð langflesta fylgikvilla er hægt að meðhöndla án þess að einstaklingurinn bíði nokk- urn skaða af ef brugðist er við nógu snemma. Til viðbótar námi og reynslu á þessu sviði eru eftirtalin atriði afar mikilvæg: – Æskilegt er að sami augnlækn- irinn og framkvæmir aðgerðina skoði augun fyrir aðgerð og svari spurningum. Þetta er sjálfsögð regla hjá Sjónlagi. – Sjúklingur þarf að fá greinar- góðar upplýsingar eftir aðgerð. Þar er einna mikilvægast að nota sér- stök hlífðargleraugu fyrstu næturn- ar eftir aðgerð, því annars getur við- komandi nuddað augun í svefni og hruflað eða aflagað flipann. Í Sjón- lagi útvegum við öllum sérhönnuð gleraugu eftir aðgerð til slíkra nota. – Fylgjast þarf með sjúklingi í a.m.k. 3 mánuði eftir aðgerð. Það er meginregla að framkvæma ekki við- bótaraðgerð fyrr en 3 mánuðum eft- ir aðgerð. Í um 10% tilvika þarf að beita viðbótarmeðferð (án viðbótar- gjalds) til að ná tilætluðum árangri og því er nauðsynlegt að skoða við- komandi eftir 3 mánuði til að kom- ast að því hvort slíkt þurfi eða ekki. Við í Sjónlagi skoðum sjúklinga okk- ar reglulega í 6 mánuði eftir aðgerð. – Útbúa þarf fræðsluefni þar sem rætt er um aðgerðina á hlutlausan hátt. Til að tryggja þetta útbjuggum við í Sjónlagi vefsíðu okkar, www.sjonlag.is áður en við hófum störf í nóvember á síðasta ári. Einn- ig höldum við mánaðarlega fræðslu- fundi þar sem við ræðum sjónlags- aðgerðir með leysi. Við í Sjónlagi höfum verið himin- lifandi yfir viðtökum Íslendinga á þessum nýja valkosti við gleraugu og snertilinsur. Við hvetjum fólk sem vill kanna þennan valkost nánar að fræðast vel um þá þjónustu sem býðst áður en haldið er af stað. Góður árangur af leysi- augnaðgerðum Jóhannes Kári Kristinsson Augnlækningar Við í Sjónlagi, segir Jóhannes Kári Kristinsson, höfum verið himinlifandi yfir viðtökum Íslendinga á þessum nýja valkosti við gleraugu og snertilinsur. Höfundur er dr. med., augnlæknir við Landspítala – háskólasjúkrahús og í Sjónlagi hf., Spönginni 39. Sjón án gleraugna eftir augnleysiaðgerð í Sjónlagi. ÞEGAR Vestfirði ber á góma dettur fólki oft í hug þverhnípt björg, þröngir dalir og opið haf. Áhugafólk um ferðalög sér í hilling- um kajakróður um lognslétta Jökulfirði, hestaferð um kyrrlát- an Unaðsdal eða gönguferð um brúnir 500 metra hárra tinda Hornbjargs. Vestfirðir geta sann- anlega státað af til- komumikilli náttúru og stórbrotnu landslagi. En það sem gerir þetta landsvæði að raunverulegri perlu er samspil nátturu, mannlífs og menn- ingar. Þar liggja þau verðmæti sem munu hér eftir sem hingað til skila Íslendingum öllum mikilvægum efnahagslegum og menningarlegum arði. Í aldanna rás hefur mannlíf blómstrað í byggðum Vestfjarða í takt við öflugt atvinnulíf. Vestfirð- ingar hafa alltaf verið í góðum tengslum við heiminn utan sinna heimabyggða og boðið gesti vel- komna, hvort heldur sem þeir eru ferðamenn eða verðandi íbúar. Hvergi á Íslandi eru samfélög eins alþjóðleg, þar sem jafnvel tíundi hver íbúi er af erlendum uppruna. Í Ísafjarðarbæ býr fólk frá fimmtíu mismunandi þjóðlönd- um. Þessi fjölskrúðuga mannlífsflóra hefur ekki aðeins stuðlað að fjölbreyttu menning- arlífi heldur einnig hjálpað til við að við- halda óvenju fjöl- breyttu atvinnulífi. Á Vestfjörðum eru fjöl- mörg fyrirtæki í rót- grónum atvinnugrein- um sem mörg hver hafa verið kjölfesta í atvinnulífi sinna byggðarlaga í áratugi. Þar eru mörg af fram- sæknustu sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins. En á Vestfjörðum er líka óvenju fjöl- breytt flóra hátæknifyrirtækja, bæði í ýmsum greinum sem tengjast sjávarútvegi og í nýjum greinum tengdum upplýsingatækni. Þessi náttúra og samfélögin sem henni tilheyra eru ekki einkaeign Vestfirðinga. Ekki frekar en höfuð- borgin Reykvíkinga. Allir lands- menn hafa staðið fyrir myndarlegri uppbyggingu ýmiss konar sam- göngumannvirkja og annarrar að- stöðu fyrir heimamenn og ferðafólk. Við eigum eftir að halda áfram þess- ari uppbyggingu og Íslendingar all- ir eiga tilkall til þess að njóta af- rakstursins. Vestfirðingar bjóða því alla velkomna til að taka þátt í lífi sínu, sem gestir, viðskiptaaðilar og vinir. Öskjuhlíðin í Reykjavík er ein helsta perla höfuðborgarsvæðisins. Hitaveitutankarnir þar hafa lengi verið tákn fyrir borgina. Það er vel við hæfi að Vestfirðingar velji Perl- una sem áfangastað sinn í bæjarferð helgina 3.–5. maí næstkomandi. Þeir kynna þar sjálfa sig og sitt landsvæði og undirstrika á sama tíma tengsl sín við borgina og tengsl borgarinnar við landið. Vestfirðingar í borginni Sigurður Jónsson Sýning Vestfirðingar kynna sjálfa sig og sitt land- svæði í Perlunni helgina 3.–5. maí, segir Sig- urður Jónsson, og bjóða velkomna gesti, við- skiptaaðila og vini. Höfundur er tæknifræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.