Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 37
Lítill drengur sat hann oft á
læri afa, sem reri með hann
og kvað rímur. Nú er dreng-
urinn orðinn miðaldra og Steindór Andersen
rær sjálfur, þó einungis yfir sumarið; er á hand-
færum á eigin trillu frá Súgandafirði. Og kveð-
ur þá rímur fyrir þorskinn og múkkann. „Ég
þarf ekki á útvarpi að halda, enda hefur tækið
um borð lengst af verið bilað og ég hef engan
áhuga á að lagfæra það.“ Segist bara hringja í
Veðurstofuna.
„Báturinn er hæggengur, ég er lengi á miðin
og enn lengur á leið í land. Þá er gott að geta
gripið til þess að kveða svolítið. Þægilegt.“
Þorskurinn fælist ekki, segir hann. „Hann
bítur að minnsta kosti á, forðar sér ekki.“
Hann segir það afskaplega skemmtilegt líf að
vera á trillu og honum líkar vel að vera á Súg-
andafirði. „Það er indælis pláss og fólkið þar er
skemmtilegt og gott.“
Steindór er búsettur í Hafnarfirði og elur þar
manninn yfir vetrartímann. Er hættur á línu,
segir það ekki borga sig en sem formaður
Kvæðamannafélagsins Iðunnar hefur hann haft
nóg fyrir stafni við að breiða út fagnaðarerind-
ið. Treður upp með heimsfrægum hópi, ís-
lensku síðrokksveitinni Sigur Rós, hér og þar
um heimsbyggðina. Telur það eins og hverja
aðra skyldu sína að koma kvæðalögunum á
framfæri. „Þetta er þáttur í því að efla vitund
almennings um íslenska grunntónlist.“ En það
er reyndar ekki hægt að neita því, segir hann,
að samstarfið við Sigur Rós hefur verið sér-
staklega skemmtilegt. Og íslenska ríman hefur
farið víðar en hann átti von á. „Blessaður vertu.
Manni datt aldrei í hug að þetta yrði eitthvað í
líkingu við það sem raun ber vitni.“
Upphaf samstarfs Steindórs og Sigur Rósar
má rekja til sjónvarpskonunnar Evu Maríu
Jónsdóttur. Þegar hún sá um þáttinn Stutt í
spunann fyrir nokkrum árum bað hún formann
Kvæðamannafélagsins Iðunnar að benda sér á
fólk sem kynni eitthvað fyrir sér í rímnalistinni.
„Ég benti á fólk út um allan bæ, ungt og gam-
alt,“ segir Steindór en hann endaði sjálfur í
þættinum, ekki síst vegna þess að Eva María
komst á snoðir um að hann var með á sínum
snærum hóp fimm ára leikskólabarna úr Hafn-
arfirði sem lært höfðu að kveða rímur og þau
komu líka fram.
„Svo spurði hún hvort ég nennti ekki að
kenna einhverjum poppara að kveða eins og
eina stemmu. Jú, jú ég var alveg til í það, og
þannig vildi til að Jónsi var fenginn til þess að
læra. Þannig kynntumst við og ég fór að sýna
strákunum inn í þennan rímnaheim, fyrst Jónsa
og svo hinum og þeir voru strax mjög hrifnir.“
Jónsi er Jón Þór Birgisson gítarleikari og
söngvari Sigur Rósar. „Hann lærði fyrst eina
stemmu og varð svo hrifinn af öðru sem ég
leyfði honum að heyra að hann vildi spila á gít-
arinn og láta mig kveða. Það tókst ágætlega.
Svo hringir hann einhverjum dögum seinna og
spyr hvort ég vilji ekki koma á æfingu...“
Steindór fór.
Og spurt var eftir æfinguna: Viltu ekki bara
koma með okkur á tónleika, á morgun?
„Jú, jú.“
Þeir fyrstu voru í Nýlistasafninu og tónleik-
arnir eru orðnir margir síðan.
„Strákarnir eru ekki alveg heyrnarlausir.
Það væri betra ef fleiri væru svona áhugasamir.
Fólk er misfljótt að átta sig á hlutunum en þeir
sem fara inn í þennan rímnaheim – þeir sem
hlusta á gömlu upptökurnar sem við eigum –
geta ekki annað en hrifist með. Þetta er af svo
rammíslenskum kjarna að maður heyrir í
ömmu sinni! Finnur fúggalyktina í gamla torf-
bænum!“
Lítið sem ekkert hefur verið vitað um ís-
lenska rímnahefð erlendis, nema innan þröngs
hóps, segir Steindór, en leggur áherslu á að
með velgengni utan landsteinanna hafi Sigur
Rós ekki einungis öðlast frægð og frama heldur
unnið annarri íslenskri tónlist ómetanlegt
gagn.
Íslenskar rímur eru fjársjóður sem miklu
meira á eftir að verða úr en marga órar fyrir í
dag. Um það er Steindór Andersen viss. „Þetta
er ákveðin tónlistarstefna sem heimurinn veit
ekki af. En það er mikið fóður í þessu. Til eru
upptökur af gömlum rímnakveðskap á Netinu;
upptökur með Vestur-Íslendingum í Bandaríkj-
unum frá því upp úr 1940. Afskaplega góðar
upptökur,“ segir Steindór.
„Þegar við skoðum íslensk tónskáld 20. ald-
arinnar má mjög víða heyra einkenni úr ís-
lenskri rímnahefð. Öll þessi íslensku tónskáld
hafa á einhverju tímabili og í einhverjum verk-
um sínum dregið dám af íslensku rímnahefð-
inni.“
Sigur Rós, Steindór og Hilmar Örn Hilm-
arsson fluttu tónverk samið af hópnum við
Eddukvæðið Hrafnagaldur Óðins í Barbican-
tónleikahöllinni í London á dögunum og þar
segir Steindór steinaspil Páls á Húsafelli til að
mynda hafa vakið mikla athygli. „Það myndast
ákveðin stemmning í kringum steinaspilið í
Hrafnagaldri og auðvitað er gaman að þetta
skuli koma úr íslensku grjóti. Úr íslensku lípar-
íti sem tínt er í gili í Húsafelli. Er til nokkuð ís-
lenskara?“
Íslenska ríman var við það að deyja út á síð-
ustu öld, segir Steindór. „Var í raun að smádre-
past allan tímann þó svo kvæðamannafélögin
væru starfandi. Ríman hlaut til dæmis enga náð
hjá Ungmennafélögunum; þar var það bara
glíman ef talað var um íslenskar hefðir.“
Og menn fóru hálfpartinn að skammast sín
fyrir þennan hluta arfleifðarinnar. Ríman þótti
hallærisleg. „Samanborið við evrópskan söng
sem menntað tónlistarfólk flutti þótti þetta nú
svolítið aftan úr forneskju. Ramminn, íslenska
bændasamfélagið, var líka horfinn. Fólk flutti á
mölina og rímur voru ekki lengur áhugaverðar
sem skemmtiefni því nóg var af öðru.“
Ekki er mjög langt síðan Steindór fékk
áhuga á rímunni. Og þó; afinn fór með rímur
þegar drengurinn sat á lærinu, sem fyrr segir.
„Það var þó allt horfið og gleymt, held ég. Veit
svo sem ekki með vissu hvort eitthvað blundaði
í manni frá þeim tíma.“ En fyrir tveimur árum
rifjaðist upp fyrir honum lag sem afinn kvað
oft, eftir að móðir Steindórs spurði hann hvort
hann myndi ekki eftir þessu tiltekna lagi.
Það var á ofanverðum níunda áratug síðustu
aldar sem togarasjómaðurinn Steindór Ander-
sen fór að velta rímum fyrir sér sem bókmennt-
um. „Ég hafði með mér rímur í kassavís á sjó-
inn og las allt sem ég komst yfir af því tagi.“
Hann var að leita að nafni. Vildi vita hvaðan
Eleseus kæmi, því hann hafði verið með göml-
um karli með því nafni á trillu.
Það vatt upp á sig. Hann rakst á rímur af
Eleseusi spámanni og ákvað þá að styrkja sig í
bragfræði, því þá sé einfaldara að lesa vísna-
handrit. Hjólið fór svo af stað þegar hann var
sannfærður um það af einum félaga í Kvæða-
mannafélaginu Iðunni að það að lesa rímur væri
aðeins helmingurinn; hinn helmingurinn væri
að heyra þær kveðnar.
Þar með gekk hann í félagið. „Og ekki varð
aftur snúið eftir að ég fór að hlusta á upptökur
og kynntist andanum í kvæðalögunum.“
Hann segir því, og brosir út um skeggið:
„Það er skrýtin saga og afskaplega tilviljana-
kennd, hreint og beint draugaleg á köflum,
hvernig maður lenti í þessu!“
Trillukarlinn í Hafnarfirði er hæstánægður
með hve „strákarnir“ eru óragir. „Strákarnir“
eru Sigur Rós. „Þetta er einkenni á góðum
listamönnum, að þora.“
Jánkar því að gamalt og nýtt séu í raun hug-
tök sem skipta engu máli þegar listin er annars
vegar. „Og það er langeðlilegast að Íslendingar
sem eru að vinna að tónlist geri það á íslenskum
forsendum. Heimurinn vill heyra það. Við þurf-
um ekki að fara með Mozart til annarra landa,
það hljómar eins og öfugmæli.“
Trillukarlinn sem treð-
ur upp með Sigur Rós
Eftir Skapta
Hallgrímsson
PÁLL GUÐMUNDSSON á Húsafelli teiknaði þessa
mynd af Steindóri Andersen á dögunum í London,
þar sem þeir sátu skammt frá British Museum. Og
Steindór skrifaði með myndinni í bók Páls: Drekk-
ur bjór á barnum hjá/British Museum/Páli þótti
sjón að sjá/setti þetta blaðið á.
dið, jafnvel þótt þeir hafi fengið
á silfurbakka í upphafi og hann sé
völlur þess gróða sem menn hampa
kýrslum nú um stundir. En þessum
um hlýtur að líða betur á sálinni,
þeir greiða hóflegt verð fyrir afnot
sem fólkið í landinu á sameiginlega,
sem gjaldið er hverju sinni.
fur hafði ég sem ungur blaðamaður
ánægju af því að eiga samtöl við eft-
nilega sjósóknara en flest annað fólk
nu. En þeir eru ekki í tízku lengur,
ndilega.
ræður engum úrslitum, hvert þetta
dagjald er, heldur viðurkenningin á
grundvallaratriðum, að ekki er hægt
sa undir sig sameiginlega eign þjóð-
ar, þótt með lögformlegum hætti sé,
r sé greitt fyrir afnot sem eru öllum
gsbóta, athafnamönnum og almenn-
landinu. Slík bolabrögð hafa áreið-
a ekki ýtt undir einkavæðingu, þar
ún er réttlætanleg.
nn mættu vel muna það sem eitt
var sagt, að þau lög sem almenn-
ingur virðir einskis og telur ólög geta
aldrei fest rætur í nokkru samfélagi, hvað
sem löggjafarvaldinu líður. Forréttindi
eiga ekki að vera á dagskrá í nútíma sam-
félagi, heldur jafn réttur þegnanna; þ.e.
réttlæti. Allt annað er tímaskekkja og aft-
urhvarf til lénsskipulags. Efni í átök og
sundrung.
Grikkland er hrunið, Hómer lifir, var
eitt sinn sagt. Hið sama mætti segja um
Morgunblaðið, þegar talað er um stór-
málin tvö um okkar daga, hrun komm-
únismans og fiskveiðistjórnunina. Lýð-
ræðið og réttlætið.
Evrópusambandið er svo verkefni fram-
tíðar. Það mun einnig snerta auðlindina
og hagnýtingu hennar. Þá er nauðsynlegt
að hafa það á hreinu, hver er eigandi
hennar.
Ef Alþingi hefði ekki borið gæfu til að
taka af skarið á elleftu stundu og marka
rétta fiskveiðistefnu til frambúðar, hefð-
um við getað lent í þeim ógöngum sem
varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Geir
H. Haarde, lýsti nýlega í útvarpssamtali,
þegar rætt var um vatnsréttindi á Suður-
landi, en hann sagði eitthvað á þá leið, að
málið væri harla flókið, því að menn hefðu
á sínum tíma verið að selja það sem þeir
áttu ekki!
Með samþykkt Alþingis hefur verið
komið í veg fyrir að slík mál eigi eftir að
rísa og rugla allt samfélagið einhvern
tíma í náinni framtíð.
Auðlindanefnd Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra, undir formennsku Jóhann-
esar Nordals, vann þarft starf og farsælt,
en í henni var Styrmir Gunnarsson, nú-
verandi ritstjóri Morgunblaðsins, og hélt
merkinu á loft.
Ég fagna því að þing og stjórn skyldu
hafa siðferðilegt þrek til að stíga þetta
spor og enginn vafi á því að það á eftir að
verða til heilla; efla trú manna á réttlátt
samfélag og siðlega afstöðu þeirra sem nú
stjórna þjóðarskútunni, vonandi á sléttari
sjó.
Án Morgunblaðsins hefði þetta mál að
öllum líkindum ekki verið til lykta leitt,
eins og við lá. Ég óska blaðinu til ham-
ingju með sigurinn. Hann verður lengi í
minnum hafður. Hann er vísbending um
það hlutverk sem til er ætlazt af blaði
allra landsmanna, ef það á að rísa undir
nafni.
Matthías Johannessen
útvegsins,
s í landinu
ytinganna
kastri sátt
istjórnun-
ó gætt að
um skyn-
ætta um-
né heldur
gkvæmni í
mfjöllunar-
vort leggja
g í hvaða
ð vera.
mikilvægt
og afnota-
ávar yrðu
kyldi farin
d lagði til,
rir afnota-
komu fisk-
meirihlut-
því að
ukið svig-
t kleift að
iða niður
Til að svo
að frjáls-
rútvegi og
g festa í
lagaumhverfi og framkvæmd laga á
sviði greinarinnar verði haft í önd-
vegi,“ segir síðan.
Mikilvægt að gjaldið
sé afkomutengt
Fram kemur að til þess að koma
til móts við óvissuna sem óhjá-
kvæmilega sé fyrir hendi
í rekstrargrundvelli sjávarút-
vegsins sé mikilvægt að hafa veiði-
gjaldið afkomutengt. Það sé í frum-
varpinu gert með því að miða
gjaldið við reiknaða afkomu síðasta
árs og tengja gjaldið við það magn
veiðiheimilda í þorskígildum talið
sem úthlutað sé á næsta fiskveiði-
ári. Með þessu móti náist fram
hvort tveggja í senn, tenging við af-
komu og magn veiðiheimilda hverju
sinni.
Rakið er í greinargerðinni hvert
veiðigjaldið hefði verið undanfarin
ár samkvæmt ofangreindum út-
reikningsreglum og miðað við 9,5%
veiðigjald. Kemur fram að gjaldið í
ár hefði þá numið rúmum 2,1 millj-
arði kr., 1,6 milljarði kr. 2001, 1,3
milljörðum árið 2000 og tæpum 1,6
milljörðum kr. árið 1999.
Síðan segir í greinargerðinni:
„Þannig er sýnt að verði frumvarp-
ið að lögum hefur það auknar álög-
ur á útveginn í för með sér. Það sýn-
ist vera í samræmi við
fyrirliggjandi stefnumótun, bæði
auðlinda- og endurskoðunarnefnd-
ar, sem m.a. styðst við þann skiln-
ing að almenningi beri sýnileg hlut-
deild í hagnaði af nýtingu
fiskveiðiauðlindarinnar. Jafnframt
kemur þar til sá skilningur að at-
vinnugreinunum beri hverri fyrir
sig að taka aukinn þátt í útgjöldum
sem hljótast beint af starfsemi
þeirra. Það atriði er mikilsvert til að
draga úr útgjöldum hins opinbera.“
Jafnframt er vitnað til skýrslu auð-
lindanefndar, en þar segir að
„nefndin er þeirrar skoðunar að
rétt sé að stefna að greiðslu fyrir af-
notarétt af öllum auðlindum sem
eru í eigu ríkis eða þjóðar af tvenn-
um ástæðum: annars vegar til að
greiða kostnað ríkisins af stjórn og
eftirliti með viðkomandi auðlind,
hins vegar til að tryggja þjóðinni í
heild sýnilega hlutdeild í þeim um-
framarði (auðlindarentu) sem nýt-
ing hennar skapar“.
Morgunblaðið/Ásdís
breytingu á lögum um stjórn fiskveiða