Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMVARP til laga um heimild til handa
fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, að
ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna fjár-
mögnunar nýrrar starfsemi Íslenskrar
erfðagreiningar ehf. var samþykkt á Alþingi
í gær með 27 atkvæðum þingmanna Fram-
sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Pétur
H. Blöndal, greiddi atkvæði gegn frumvarp-
inu en þrír stjórnarþingmenn þau Þorgerður
K. Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Jónína
Bjartmarz, Framsóknarflokki og Magnús
Stefánsson, Framsóknarflokki sátu hjá við
atkvæðagreiðslun. Alls þrettán þingmenn
greiddu atkvæði gegn frumvarpinu; þing-
menn Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs, þingmenn Frjálslynda flokksins og sex
þingmenn Samfylkingarinnar. Samtals 12
þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna;
áðurnefndir stjórnarþingmenn þrír og níu
þingmenn Samfylkingarinnar.
Með samþykkt frumvarpsins er fjármála-
ráðherra heimilt, í þeim tilgangi að stuðla að
uppbyggingu hátækniiðnaðar á sviði
lyfjaþróunar hér á landi, að veita einfalda
ábyrgð á skuldabréfum, útgefnum af móð-
urfélagi Íslenskrar erfðagreiningar ehf., de-
CODE Genetics Inc., að fjárhæð allt að 200
milljónir Bandaríkjadollara til fjármögnunar
nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar
ehf. á sviði lyfjaþróunar. Í fyrstu grein lag-
anna segir m.a. að fjármálaráðherra veiti
ábyrgðina að uppfylltum þeim skilyrðum
sem hann metur gild. Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra ítrekaði þetta við atkvæða-
greiðsluna um frumvarpið í gær. „Hér er
verið að veita heimild til þess að veita
ábyrgð að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Við munum að sjálfsögðu setja öll eðlileg
skilyrði áður en þessi ábyrgð kann að verða
veitt. Ef það gerist, verður það þá og því að-
eins gert að þetta mál leiði til heilla og
framþróunar í íslensku þjóðfélagi. Það er
mergurinn málsins. Til þess er farið af stað
með þetta mál og út af engu öðru þrátt fyrir
dylgjur um annað úr þingsal,“ sagði ráð-
herra.
Frumvarpinu mótmælt
Fjöldi þingmanna kvaddi sér hljóðs í at-
kvæðagreiðslunni um frumvarpið. Ögmund-
ur Jónasson, þingflokksformaður VG, mót-
mælti harðlega samþykkt þess. „Málið hefur
ekki fengið þá athugun og skoðun sem til-
efni er til. Efnahags- og viðskiptanefnd var
meinað að sjá viðskiptaáætlanir fyrirtæk-
isins, meinað að fá upplýsingar um eign-
arhald á fyrirtækinu. Ekki voru kallaðir til
óháðir aðilar til ráðgjafar
um fjármál og vísindalega
stöðu fyririrtækisins held-
ur einvörðungu hlustað á
fulltrúa deCODE og aðila
sem eru í hagsmuna-
tengslum við fyrirtækið.
Lögum um ríkisábyrgð
var vikið til hliðar, jafn-
réttissjónarmið að engu
höfð,“ sagði Ögmundur og
bætti við: „Herra forseti,
ég vænti þess að þeir al-
þingismenn sem kunna að vera persónulega
hagsmunatengdir fyrirtækinu greiði ekki at-
kvæði enda bryti slíkt í bága við lög og regl-
ur.“
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, hefur eindregið lagst gegn
frumvarpinu í umræðum á Alþingi. Hún
sagði við atkvæðagreiðsluna að allar líkur
væru á því að frumvarpið gengi gegn þrí-
greiningu ríkisvaldsins, stjórnarskránni og
samkeppnislögum. Síðan sagði hún: „Rík-
isbókhald hefur líka staðfest í dag (í gær) að
Íslensk erfðagreining skuldi ríkissjóði tæpar
100 milljónir kr. sem eru í vanskilum en það
gengur gegn ríkisábyrgðarlögum að veita
slíku fyrirtæki ríkisábyrgð en þeim lögum
hefur verið vikið til hliðar.“
Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksfor-
maður Framsóknarflokksins, lagði m.a.
áherslu á að það væri eðlileg málsmeðferð
að veita umrædda heimild til fjármálaráð-
herra með því að leggja fram frumvarp á Al-
þingi. „Það er í samræmi
við þau lög og þær leik-
reglur sem Alþingi setti
sjálft árið 1997.“ Kristinn
benti einnig á að sérstak-
ar stofnanir væru til sem
fylgdust með því að
stjórnvöld, sem fengju
hemildir til ábyrgðar eins
og þessarar, fari að þeim
leikreglum sem Alþingi
hefði samþykkt. „Það er
því fullkomlega eðlilega
að þessum málum staðið,“ sagði hann.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Kristján
Pálsson, lagði áherslu á að stjórnvöld á Ís-
landi hefðu í gegnum árin gripið til ýmissa
aðgerða til að efla og treysta efnahagslíf
landsins. „Í þeim tilgangi hefur verið beitt
ríkisábyrgðum eða sértækum aðgerðum af
hálfu Alþingis. Í fersku minni er ábyrgðin til
flugfélaganna svo halda mætti uppi flugi á
milli landa og sértækir samningar við upp-
byggingu áliðnaðar á Íslandi við Ísal svo að
eitthvað sé nefnt.“ Þingmaðurinn sagði að
ÍE væri móðurskip líftækni á Íslandi og að
fyrirtækið hygði á lyfjaþróun á heimsmæli-
kvarða. „Hér er nýtt tækifæri á ferðinni við
að virkja íslenskt hugvit sem ekki má sleppa
sér úr greipum. Að ríkið komi að slíku er
ekki óþekkt.“
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, sagðist hins vegar ekki geta
stutt frumvarpið. Það væri eitthvert ótrúleg-
asta mál sem fyrir þingið hefði komið.
„Þingmenn hafa ekki átt nokkurn möguleika
á því að kynna sér málið í þaula og taka um
það upplýsta ákvörðun. Hér er því í raun og
veru verið að fara út í ákveðið fjárhættuspil
sem ég tel mig ekki geta stutt,“ sagði hann
og sendi ÍE þó góðar óskir og kvaðst vona
að fyrirætlanir fyrirtækisins gengju vel.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur lagst gegn umræddu
frumvarpi og m.a. sagt að það gengi þvert á
þá stefnu ríkisstjórnarinnar að hverfa frá
sértækum aðgerðum. „Vegna skorts á upp-
lýsingum um áhættudreifingu og gjaldtöku-
líkur hef ég reynt að meta hreint huglægt
þá áhættu sem hér er um að ræða og met
hana ekki undir 60% að þessi ríkisábyrgð
falli til,“ sagði hann. „En ég vona vegna
þjóðarinnar og starfsmanna þessa fyrirtækis
að ekki komi til þess enda væri það skellur
fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu í
landinu upp á 277 þúsund krónur. Ég vara
eindregið við samþykkt þessa frumvarps og
segi nei.“
Formaður Frjálslynda flokksins, Sverrir
Hermannsson, var einnig ómyrkur í máli.
„Með samþykkt þessa frumvarps er verið að
smíða stærsta axarskaft í sögu Alþingis. Al-
menningur hlýtur að verða uggandi um Ís-
lands hag í höndum manna sem þannig deila
og drottna. Þetta mál verður ekki látið
liggja í láginni og því síður í þagnargildi
enda mun það vafalaust minna á sig óþyrmi-
lega áður en líður.“
Eftir miklu að sækjast
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður efnahags- og
viðskiptanefndar Alþingis, sagði að með
samþykkt frumvarpsins væri eftir miklu að
sækjast fyrir land og þjóð. „Ég tel að með
því sé verið að vinna að því að byggja upp
nýja starfsemi á þessu sviði á Íslandi,“ sagði
hann og vísaði til þeirrar starfsemi sem
lyfjaþróunarfyrirtæki ÍE ætti að hafa með
höndum hér á landi. „Vissulega er verið að
taka áhættu en ég tel að hún sé ásættanleg.“
Að lokum kvaddi Guðmundur Árni Stef-
ánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sér
hljóðs og sagði að enginn vissi þá áhættu
sem fólgin væri í frumvarpinu hvað þá
ávinninginn. „Það veit enginn hvort málið
standist jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Það
veit enginn hvort málið standist samninginn
um Evrópska efnahagssvæðið…Það veit
enginn hvort eða hvenær fjármálaráðherra
ætlar að nota þessa heimild til Alþingis. Við
skulum vona hið besta en vera viðbúin hinu
versta.“
Fjármálaráðherra þegar Alþingi samþykkti frumvarp um ríkisábyrgð fyrir ÍE
Eðlileg skilyrði
verði sett áður
en ábyrgðin
verður veitt
ÁKVÖRÐUN Alþingis um að sam-
þykkja að heimila fjármálaráð-
herra að veita Íslenskri erfða-
greiningu ríkisábyrgð á allt að 200
milljóna Bandaríkjadala láni er
mjög ánægjuleg, að sögn Kára
Stefánssonar, forstjóra fyrirtækis-
ins. Hann segir það gleðilegt fyrir
fyrirtækið og starfsmenn þess að
ríkisstjórnin skuli hafa komist að
þeirri niðurstöðu að líta á það sem
skynsamlegan og eðlilegan vett-
vang fyrir uppbyggingu í þeirri at-
vinnugrein sem lyfjaþróun er. Um-
ræðan um þessi mál hafi að hans
mati verið mjög ósanngjörn og
gagnrýnin á ríkisstjórnina vegna
þessa mikið á misskilningi byggð.
Kári segir að ákveðin verkefni
hjá Íslenskri erfðagreiningu hafi
þróast mjög vel, til að mynda á
sviði geðklofa, heilablóðfalls og
æðakölkunar. Nú þegar sé farið að
vinna að því hjá fyrirtækinu að
setja saman efnasambönd til að
þróa lyf við þessum sjúkdómum.
Ef og þegar ríkisábyrgðin verði af-
greidd verði hafist handa við að
ráða starfsfólk og byggja upp að-
stöðu til að hefja lyfjaþróunina að
fullum krafti.
Að sögn Kára er það ekki rétt
sem haldið hefur verið fram, að Ís-
lensk erfðagreining hafi ekki stað-
ið við skuldbindingar sínar gagn-
vart ríkinu og að fyrirtækið skuldi
ríkinu tæpar 100 milljónir króna.
Rétt sé að fyrirtækið eigi eftir að
greiða fyrir ákveðna vinnu sem
heilbrigðisráðuneytið hafi fram-
kvæmt og verið sé að ganga frá
því í góðri samvinnu við ráðuneytið
og fyrirtækið sé ekki í vanskilum.
Kári segist skilja ábyrgðarheim-
ildina, sem samþykkt hefur verið,
sem stuðning við
lyfjaþróun á Íslandi
og þar með sem
stuðning til uppbygg-
ingar í ákveðinni at-
vinnugrein, fremur en
sem sérstakan stuðn-
ing við tiltekið fyrir-
tæki. Hins vegar seg-
ir hann það vera
annað mál hvort það
hafi verið skynsam-
legt af ríkisstjórninni
að vilja hlúa að at-
vinnuuppbyggingu á
Íslandi á þennan hátt.
Ljóst sé að til séu
þeir sem séu ósam-
mála því.
„Ég held að gagnrýnin á rík-
isstjórnina á eðli þessarar aðgerð-
ar sé mjög á misskilningi byggð,“
segir Kári. „Í fyrsta lagi held ég
að þarna sé ekki um að ræða eins
mikið frávik frá því sem gert hefur
verið og áætlað hefur verið að gera
á Íslandi í töluverðan tíma. Mér
skilst til að mynda að þó nokkrar
ríkisábyrgðir hafi átt að koma til
við uppbyggingu á Kárahnjúkum
og hafi komið til við uppbyggingu
hjá Norðuráli og á fleiri sviðum.
Þar kom ríkið að til
að stuðla að atvinnu-
uppbyggingu.“
Kári segir að því
hafi verið haldið fram
að ríkisábyrgð vegna
Íslenskrar erfða-
greiningar sé mikið á
skjön við það sem
gerist annars staðar í
heiminum. Þetta seg-
ir hann ekki vera
rétt. Mikið hafi verið
lagt af mörkum til
uppbyggingar líf-
tækni bæði í Þýska-
landi, Írlandi sem og
annars staðar í Evr-
ópu, til að þessi lönd séu sam-
keppnishæf á þessu sviði.
Erfitt að skilja umræðuna
„Ég held að inn í þessa umræðu
hafi blandast mikið af tilfinningum
í garð okkar fyrirtækis, sem ég á
erfitt með að skilja. Þetta er sex
hundruð manna vinnustaður ungs
fólks sem er mjög vel menntað.
Fyrirtækið er að mörgu leyti
fyrsta alvarlega tilraun Íslending-
ar til að hasla sér völl í þeirri há-
tækni sem hefur verið hvað áhrifa-
mest í atvinnulífi bæði vestan og
austan Atlantshafs. En það er fólk
hér í þessu samfélagi sem leggur
mikið á sig til að rægja fyrirtækið
út um allan heim. Ég fæ ekki skilið
hvað býr þar að baki. Menn verða
að passa sig á því að þessi vinnu-
staður er eins og allir aðrir vinnu-
staðir, hann kom hingað og hann
getur líka farið héðan. Það er
miklu erfiðara að kveða í kútinn
umræðu af þeirri gerð sem farið
hefur fram að undanförnu en að
koma henni af stað.“
Til hagsbóta fyrir
íslenskt samfélag
Að sögn Kára var farið að ræða
um þann möguleika innan Ís-
lenskrar erfðagreiningar að
byggja upp lyfjaþróunardeild á Ís-
landi þegar fyrirtækið keypti lyfja-
fyrirtækið MediChem í Bandaríkj-
unum á sínum tíma. Hann segir að
hin væntanlega lyfjaþróunardeild
muni brúa bilið á milli erfðafræð-
innar, sem unnið sé að hér á landi,
og efnafræðinnar, sem sé unnin
hjá MediChem í Chicago í Banda-
ríkjunum.
„Við þurfum að byggja upp
mjög mikla líffræði, dýramódel
o.s.frv. Þegar við fórum á sínum
tíma að ræða um hvernig við ætl-
uðum að standa að því var að öll-
um líkindum eðlilegasta aðferðin
fyrir okkur til þess að fjármagna
þetta að kaupa fyrirtæki í gegnum
hlutabréfaskipti, eins og við keypt-
um MediChem. Ef við viljum fara
þá leið er ekki hægt að gera það
hér á Íslandi. Staðreyndin er hins
vegar sú að ég held að við getum
jafnvel mannað þessa starfsemi
betur hér á landi en í Bandaríkj-
unum.
Ein af ástæðunum fyrir því að
fyrirtæki okkar er án nokkurs vafa
með einhverja bestu starfsemi í
mannerfðafræði í heiminum í dag
er sú hvað við erum með góða vís-
indamenn. Við erum með meiri
fjölbreytni í hæfileikaríku fólki hér
en nokkurs staðar í heiminum. Ég
er því viss um að við getum byggt
upp betri lyfjaþróunardeild hér en
við gætum í Bandaríkjunum. Ég
er ekki eingöngu að tala um Ís-
lendinga. Staðreyndin er sú að við
höfum átt mjög auðvelt með að
ráða góða vísindamenn erlendis
frá hingað til lands, en um 100 er-
lendir vísindamenn starfa hjá fyr-
irtækinu af 28 þjóðernum. Þessu
fólki líður vel hér og vill vera hér.“
Kári segir að ákvörðun um stað-
setningu lyfjaþróunardeildarinnar
taki fyrst og fremst mið að hags-
munum fyrirtækisins. Það sé hags-
munum þess fyrir bestu að deildin
verði hér á landi. „Ég held að sú
ákvörðun sem tekin var á Alþingi
hafi verið rétt og ég er handviss
um að þetta verður til hagsbóta
fyrir íslenskt samfélag. Það er
ekki nokkur vafi í mínum huga,“
segir Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson segir ánægjulegt að heimild fyrir ríkisábyrgð hafi verið samþykkt
Gagnrýni á mis-
skilningi byggð
Kári Stefánsson