Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 33

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 33
Háskóli Íslands og Minnesotaháskóli Formleg sam- skipti í 20 ár Morgunblaðið/Steinþór Mark G. Yudof, rektor Minnesotaháskóla, og Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, skrifa undir nýjan samstarfssamning til næstu fimm ára. FORMLEG samskipti Háskóla Ís- lands og Minnesotaháskóla í Banda- ríkjunum hafa staðið yfir í 20 ár og af því tilefni var sérstök athöfn í Minnesotaháskóla í Minneapolis í tengslum við ársþing Þjóðrækn- isfélags Íslendinga í Vesturheimi, sem fór fram í húsakynnum háskól- ans. Mark G. Yudof, rektor Minne- sotaháskóla, sagði m.a. við þetta tækifæri að samstarfið hefði verið mjög gott, en fyrst og fremst hefur verið um nemendaskipti að ræða auk þess sem starfsmenn skólanna hafa notið góðs af samvinnunni. Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, gat þess að samstarfið hefði byrjað fyrir um hálfri öld, en á undanförnum árum hefðu um 10 íslenskir nemendur stundað nám við Minnesotaháskóla að meðaltali á ári. Hann notaði tækifærið og færði Carol Paz- andak, fyrrverandi námsráð- gjafa, íslenska skotthúfu og sér- stakt handprjónað sjal að gjöf frá HÍ auk skjals sem staðfesti störf hennar í þágu skólanna. Fyrrverandi styrkþegar, Skarp- héðinn B. Steinarsson, skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu, John Askelson og Jónína Kárdal, greindu frá því hvernig styrkirnir hefðu nýst þeim, og rektorarnir skrifuðu undir nýjan samstarfs- samning til fimm ára. Samstarfsins var síðan sérstaklega minnst á þinginu þar sem eitt kvöld var helg- að þessum tímamótum en við það tækifæri fluttu Páll Skúlason og Örn Arnar, aðalræð- ismaður í Minnea- polis, áhrifamikl- ar ræður. ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 33 VÍKINGASÝNING Smithsonian- stofnunarinnar í Bandaríkjunum verður opnuð í Ottawa, höfuðborg Kanada, á þriðjudag. Hún hefur verið víða um Bandaríkin undan- farin tvö ár en flyst nú í fyrsta og eina sinn til Kanada. Sýningin „Víkingar: Saga Norð- ur-Atlantshafsins“ var fyrst sett upp í Náttúruminjasafni Smith- sonian í Washington í apríl árið 2000, en hefur síðan verið í New York, Denver, Houston og Los Angeles, en hún verður opin al- menningi í Þjóðmenningarsafni Kanada í Ottawa frá 8. maí til 14. október í haust. Elisabeth Ward, aðstoðarsýningarstjóri sýningar- innar frá Smithsonian-stofnuninni, kynnti sýninguna á ársþingi Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Vestur- heimi, sem fram fór í Minneapolis á dögunum, en þangað fer hún frá Ottawa. Einn helsti bakhjarl sýningar- innar er Norræna ráðherranefndin og verða norsku konungshjónin fulltrúar Noregs við opnunina í Ottawa, en þau verða í opinberri heimsókn í Kanada. Aðrir opinber- ir fulltrúar Norðurlandanna verða Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, sem verður fulltrúi Dan- merkur, mennta- málaráð- herra Finnlands og sendiherrar Íslands og Svíþjóðar í Kanada. Vegna sýningarinnar verða Norðurlöndin með ýmsa kynningu á þriðjudag og í því sambandi má nefna að gestum verður m.a. boðið upp á saltfisk frá SÍF í Kanada, sem Hilmar B. Jónsson mat- reiðslumeistari útbýr, og íslenska vatnið Iceland Spring verður á boðstólum. Fjölbreytt menningarlíf Margir menningarviðburðir verða í Ottawa í tengslum við sýn- inguna. Í því sambandi má nefna að á mánudag opnar Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada, ljósmyndasýningu Páls Stefánssonar, „Ísland, land víking- anna“, og verður hún opin almenn- ingi frá 7. maí til 1. júlí, en hún hefur verið sýnd víða vestra. Nor- rænt menningarkvöld verður 10. maí og lesið verður upp úr nor- rænum barnabókmenntum daginn eftir. Landnámssýningin „Scand- inavian Roots – American lives“ verður opnuð í þjóðskjalasafninu 22. maí, ári eftir að Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra opnaði formlega sendiráð Íslands í Ott- awa, en starfsemi hófst þar 1. maí í fyrra. Hönnunarsýningin „Gen- eration X – Young Nordic Design“ verður 12. júlí til 20. ágúst, söng- leikurinn „Hetjan Gunnar“ eða „Gunnar the Hero“ með söng- hópi frá Suðurlandi verður sýndur 1. og 2. ágúst, heimildasjónvarpsmynd- ir verða sýndar í sept- ember og 11. til 17. október verður norræn kvikmyndahátíð. Víkingasýn- ingin í Kanada í fyrsta sinn HÁTT í tvö hundruð mannssóttu sumarfagnað Brúarinnar íSelkirk í Kanada á sumardaginn fyrsta en þetta var í 108. skipti sem þessi deild Þjóðræknis- félagsins í Manitoba gengst fyr- ir skemmtun af þessu tilefni. Samkoman var í safnaðar- heimili kirkju hins góða hirðis í útjaðri Selkirk, sem er skammt frá Winnipeg. Margt var til skemmtunar og var það einkum ungt fólk sem annaðist skemmtiatriðin, sem voru kór- söngur, einsöngur, fiðluleikur, píanóleikur, trompetleikur og sögufluningur. Ungt fólk flutti frumsaminn leikþátt á íslensku og Óli Narfason, bóndi á stórbúi skammt frá Gimli, stjórnaði fjöldasöng. Eiður Guðnason sendiherra, sem nú starfar sem aðalræðis- maður Íslands í Winnipeg, flutti sumarkveðju frá Íslandi, en ekki var sérlega sumarlegt á þessum slóðum á sumardaginn fyrsta. Vetur og sumar frusu rækilega saman í átta stiga frosti og að morgni sumardagsins fyrsta var alhvít jörð í Selkirk og Winni- peg. Sumar- fagnaður í Selkirk Óli Narfason, bóndi, stjórn- aði fjöldasöng með glæsi- brag og tilþrifum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.