Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 48

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún ÁsgerðurHalldórsdóttir fæddist á Búrfelli í Grímsnesi 9. desem- ber 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi sunnudaginn 21. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar Guðrúnar voru hjónin Kristín Guðjónsdóttir frá Ás- garði (f. 23. sept. 1910, d. 2. des. 1995) og Halldór Diðriks- son frá Vatnsholti (f. 5. júlí 1899, d. 20. júní 1972). Systir Guðrúnar er Ólöf Erla Halldórsdóttir (f. 11. okt. 1940), bankastarfsmaður á Sel- fossi. Guðrún giftist 21. júlí 1962 Birni Jensen (f. 6. apríl 1939), rennismíðameistara á Selfossi. Synir þeirra eru: 1) Halldór (f. 23. mars 1965), leiðsögumaður, í sam- búð með Hjördísi Davíðsdóttur (f. 24. maí 1970) nema við Kenn- araháskóla Íslands. Þeirra börn eru Gauti Gunnar (f. 7. mars 1995) og Hekla Kristín (f. 19. febrúar 1997). 2) Róbert (f. 25. októ- ber 1977), flugra- feindavirki. Guðrún lauk gagnfræðaskóla- prófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni auk þess sem hún stundaði nám við öldungadeild Fjöl- brautaskóla Suður- lands. Guðrún stund- aði nám í orgelleik við Tónlistarskóla Árnessýslu og hljóm- borðsleik í Tónskóla Guðmundar. Guðrún vann um skeið á skrif- stofu Kaupfélags Árnesinga og um tíma starfaði hún sem dag- móðir. Þá sá hún um bókhald fyrir renniverkstæði Björns um árabil. Guðrún var félagi í Rebekku- stúku Oddfellow-reglunnar og var þar organisti. Guðrún verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Búrfellskirkjugarði. Síminn hringir, Ólöf í símanum og þá veit maður svo sem erindið í þetta sinn; að láta vita að þá er þessu stríði lokið. Samt er maður aldrei viðbúinn. Um stund sat ég hljóð og það er eins og eitthvert tómarúm hafi myndast, en svo fara minningarnar að streyma fram og það allar ljúfar og góðar – og sumar miklu meira en það. Dúna frænka var alveg einstök. Fallega brosið hennar, glaðlegur og smitandi hláturinn hennar, við- kvæm en samt svo sterk, en umfram allt svo góð – einlæg og góð. Fullu nafni hét hún Guðrún Ás- gerður Halldórsdóttir en var aldrei kölluð annað en Dúna. Alveg frá því ég man eftir mér hef- ur Dúna frænka verið mér ákaflega kær og í miklu uppáhaldi og svo hef- ur einnig verið með Ólöfu systur hennar. Þær systur hafa alla tíð ver- ið mér nánast sem stóru systur og ég hef sótt mikið til þeirra í gegnum tíð- ina. Synir mínir hafa átt sérstakan hauk í horni þar sem Dúna frænka var. Hún gaf sér alltaf góðan tíma til að spjalla við þá, uppörva og á Sunnuveginn hefur þeim fundist hvað best að koma af flestum stöð- um. Og mikið hefur alltaf verið gott og gaman að koma til hennar og fjöl- skyldu hennar. Hún var höfðingi heim að sækja og einstaklega gest- risin, gjafmild og rausnarleg. Þær eru margar veislurnar sem ég og við fjölskyldan höfum verið í um dagana á glæsilegu heimili þeirra hjóna. Dúna var ung í anda, jákvæð og horfði á björtu hliðarnar. Gat ver- ið hrókur alls fagnaðar og mikill gleðigjafi vegna þess að hún var allt- af hún sjálf. Hún samgladdist öðrum innilega en hafði mikla samúð með þeim sem erfitt áttu. Dúna var ekki mikið fyrir að trana sér fram, þvert á móti, en stóð fast á sínu ef svo bar undir. Tónlistin var sterkur þáttur í lífi hennar enda var hún sjálf mjög mús- ikölsk. Dúna lærði á unga aldri að spila á orgel. Einnig hafði hún þann hæfileika að geta spilað á orgelið nánast hvað sem var eftir eyranu. Dúna lagði spilamennskuna mikið til á hilluna þegar barnauppeldi og heimilisstörfin tóku við, en naut þess samt að hlusta á músik í útvarpinu og af plötum. Hún unni allri góðri tónlist, sérstaklega léttri músik. Var eiginlega svolítið poppuð. Seinna eða fyrir um það bil tíu ár- um tók hún upp þráðinn aftur. Fór í orgelskóla og tileiknaði sér nýjustu tækni á því sviði, hljómborð, sem hún spilaði á af slíkri snilld að unun var á að hlýða. Þetta gaf henni mikið. Enda fór það svo að hún fór að verða eftirsótt til að spila í veislum og á mannamótum margs konar þegar vantaði þægilega tónlist. Við frænkur áttum oft löng símtöl og þá stundum í marga klukkutíma í einu og aldrei skorti okkur umræðu- efni. Ég á sannarlega eftir að sakna þessara stunda, við þekktum hvor aðra það vel, að við gátum sagt flest það sem við vildum. Þrátt fyrir ýmis áföll í lífinu eins og gengur og veikindi var Dúna gæfumanneskja í sínu einkalífi. Ung giftist hún miklum sóma- manni, honum Birni Jensen eða Bassa eins og hann er alltaf kallaður. Hann hefur staðið sem klettur við hlið hennar. Saman eignuðust þau drengina sína tvo, Halldór og Róbert, góða menn sem bera foreldrum sínum gott vitni. Seinna kom tengdadóttir og barnabörnin tvö, miklir sólar- geislar í lífi þeirra. Og ekki má gleyma Ólöfu systur hennar, enda hafa þær systur verið alla tíð mjög samrýndar. En nú er Dúna öll og hennar er sárt saknað. Hún sýndi ótrúlegan kjark og dugnað nú síðustu mánuði í sinni baráttu. Hún stóð reyndar ekki ein og óstudd því hennar samhenta fjöl- skylda gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera henni þessar stundir sem bærilegastar og þá verð ég sér- staklega að nefna hann Róbert . Við fjölskyldan sendum þeim Birni, Róbert, Halldóri og fjöl- skyldu, og Ólöfu okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau á erfiðum tímum. Minningin um góða konu og allt það sem hún var lifir. Fríða. Það var árið 1927 sem bræðurnir Páll og Halldór festu kaup á jörðinni Búrfelli í Grímsnesi og bjuggu þar ásamt fjölskyldum sýnum, fyrst í fé- lagsbúi og svo í tvíbýli, allt til ársins 1972. Við Guðrún, Dúna, eins og hún var ávallt kölluð, vorum því alin upp hér á sama hlaðinu, bæði fædd á sama árinu, og vorum því leikfélagar í æsku, áttum bú saman og þá voru notuð horn fyrir kindur, kjálkar fyrir kýr og kálfa og leggir fyrir hesta. Allt gekk þetta vel og árekstralaust og á löngum vetrarkvöldum voru spil og jafnvel dúkkulísuleikur helsta dægradvölin, en þar sem ég var eini strákurinn á bænum en stelpur á báðum bæjum varð ég að láta mig hafa það að taka þátt í stelpuleikjum á þessum tíma.Við vorum saman í barnaskólanum á Ljósafossi, vorum fermingarsystkin héðan frá Búr- fellskirkju og á þessum árum, um 1950, var stofnaður hér kirkjukór og við krakkarnir á Búrfelli fengum til- sögn í nótnalestri hjá kórstjóranum og grunnþekkingu í orgelleik, sem upp frá því varð okkar besta tóm- stundagaman. Guðrún var alla tíð að bæta við sig námi í orgelleik og spilaði ágætlega á hljómborð, bæði eftir nótum og eyr- anu eins og við köllum það, hún hafði yndi af allri tónlist og söng. Það eru því margar minningar sem koma upp í hugann frá æskudögum. Næst lá leiðin í Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk Guðrún þar gagnfræðaprófi. Námið sóttist vel, því Guðrún var ágætur námsmaður og hefði átt létt með langskólanám. Guðrún var hlédræg að eðlisfari, trygglynd og vinur allra. Árið 1962 var hér í Búrfellskirkju haldið veglegt brúðkaup og gefin saman Guðrún Á. Halldórsdóttir frá Búrfelli og Björn Jensen, rennismið- ur frá Selfossi. Ungu hjónin settu saman bú á Sunnuvegi 5 á Selfossi og hafa búið þar alla tíð síðan og átt þar fallegt heimili. Þau eignuðust tvo mannvænlega syni sem nú kveðja ástríka móður sem sárt er saknað. Síðastliðið sumar fóru þau hjón til Bandaríkanna og dvöldu hjá Róbert syni þeirra sem var þar við nám. Guðrún hafði mikla ánægju af þess- ari ferð og hafði gaman af að segja frá dvölinni þar. Nokkru eftir heim- komuna í haust greindist Guðrún með illkynja sjúkdóm. Þrátt fyrir þetta tók hún þessum válegu tíðind- um af sérstöku æðruleysi og léttri lund, allt þar til yfir lauk. Ég, kona mín, systur mínar frá Búrfelli og fjölskyldur sendum Birni Jensen, sonum og fjölskyldu, Ólöfu Erlu, systur Guðrúnar, innilegar samúðar- kveðjur. Böðvar Pálsson. Þegar ég lít til barnsára minna á Sunnuvegi á Selfossi, sem þó eru ekki svo ýkja langt að baki, eru dag- ar þeirra sólargeislum baðaðir. Að minnsta kosti eru flestir sortadag- arnir mér gleymdir, en á hinn bóginn man ég sólskinsstundir og sæla vinda þíða. Og það í margræðri merkingu orðanna, því sólarminn- ingar mínar tengjast líka því góða fólki sem við þessa götu bjó. Mér segir svo hugur að þarna hafi verið giska gott samfélag karla, kvenna og krakka. Hinir eldri hjálpuðust stundum að með tilfallandi verk og leikir krakka voru fjörlegir. Á seinni árum – og þó einkum eftir að foreldrar mínir fluttu sig á annan stað í Selfossbæ – hefur mér orðið sárara að fara um þessa götu. Góðum minningum frá glöðum dögum fylgir oft tregi, en flestir þeir sem þarna bjuggu á þeim árum þegar ég var strákur eru fluttir á brott. Ellegar horfnir yfir móðuna miklu, nú síðast góð vinkona mín, Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir. Hún var oftast kölluð Dúna. Var gift frænda mínum, Birni Jensen, og synir þeirra tveir, Halldór og Ró- bert, vinir mínir og félagar frá fyrstu tíð. Heimili þeirra var á Sunnuvegi 5, en foreldrar mínir bjuggu í næsta húsi vestan við. Húsi númer 3. Þarna á milli lágu leiðir greiðar og mér stóð ævinlega opið hús. Hvort heldur var til leikja við strákana eða spjalls við fullorðna fólkið. Alltaf tók Dúna mér af þeirri miklu hlýju og góðvild sem var raunar svo áberandi í samskipt- um hennar við alla. Við háa sem lága. Snauða sem efnaða. Alltaf var Dúna heil og sönn, söm og jöfn og gerði sér engan mannamun. Margar skemmtilegar og góðar minningar um samneyti við fólkið á Sunnuvegi 5 gæti ég nefnt hér. Æv- intýralega Þýskalandsferð með þeim árið 1989 og margar spjallstundir þar sem Dúna hvatti mig á sinn ein- læga hátt að leggja rækt við skóla- lærdóm. Helst að fara í háskóla og læra öll heimsins fræði. Þetta urðu ekki áhrínisorð, en hitt veit ég að Dúna fylgdist vel með mér og hvatti mig í störfum á þeim vettvangi sem ég lagði fyrir mig. Ekki síst minnist ég Dúnu þar sem hún sat við hljóðfærið heima í stofu og lék þar ljúfustu lög og söng sjálf með. Oft þegar ég hafði lagst til hvílu að kvöldi heyrði ég glaðan óm fallegra laga. Frá hjartanu söng hún mig inn í svefninn með lögum sem einkennandi voru fyrir hennar ein- staka hjartalag. Þetta voru ljúflings- lög. Um sína daga glímdi Dúna við margvísleg veikindi og sitthvað var henni mótdrægt að því leyti. Fyrst fór þó að syrta að á liðnu hausti. „Út- litið greinilega ekki gott að sagt er,“ hef ég skrifað í dagbók mína þann 15. október síðasta haust, daginn sem móðir mín sagði mér að Dúna hefði greinst með illkynja mein. Læknum var ekki fært að veita henni við því neina þá hjálp sem ein- hverju gat breytt. Síðast hitti ég Dúnu um jólin, hún var þá orðin illa haldin og gerði ég mér þá ljóst að samfundir okkar yrðu varla fleiri. Sú varð líka raunin. Nú þegar stjarna er í næturstað trúi ég því að eftirlifandi ástvinir Guðrúnar Ásgerðar Halldórsdóttur eigi aðeins góðar minningar um hana. Á þann veg minnumst við hennar systkinin sem áttum lengst- um heima á Sunnuvegi 3. Vottum við frænda okkar, Birni Jensen, og fjöl- skyldu hans okkar innilegustu sam- úð þegar leiðir hafa skilið um sinn. Sigurður Bogi Sævarsson. Gola nöpur gárar haf, gnauðar döpur bára. Stjarna hröpuð himni er af hörð eru sköpin tára. (Björn Stefánsson.) Þessi vísa hefir ómað í huga mér síðan ég frétti látið hennar Guðrúnar Ásgerðar eða Dúnu eins og hún var alltaf kölluð. Vísuna orti afi minn er hann missti konu sína. Þar er vísað í þá gömlu sögn að stjörnuhrap sjáist á himni þegar einhver góð sál flytur til Guðs af jörðinni. Einnig er vísan lýsandi fyrir þá miklu sorg sem hef- ur búið með okkur vinum Dúnu og vandamönnum síðan við vissum að veikindi hennar yrðu ekki yfirstigin í þetta sinn. En Dúna hefur oft þurft að takast á við alvarleg veikindi og margháttað heilsuleysi sem hún lét þó aldrei buga sig. Með ótrúlegleg- um viljastyrk og kjarki tókst henni að yfirstíga hvert áfallið af öðru, allt- af studd af sínum góða eiginmanni og fjölskyldu. Og með fullri virðingu fyrir læknavísindum nútímans er mér nær að halda að oftar en ekki hafi það verið hennar eigin heil- brigða skynsemi og næmi sem varð til þess að bjarga lífi hennar þegar áföllin dundu yfir og það þurfti að bregðast skjótt við eða greina hvað var að. Ekki er vafi að skapgerð Dúnu, eðlislæg bjartsýni, létt lund og dugnaður hafi átt stóran þátt í að fleyta henni yfir erfiða hjalla. Dúna var góðum gáfum gædd á öllum sviðum en þar ber tónlistar- gáfuna hæst. Til tónlistarinnar gat hún oftast sótt styrk þegar á móti blés. Snemma í barnæsku fór að bera á tónlistarhæfileikum og spilaði hún hvað sem var eftir eyranu á org- el þegar hún var lítil heima á Búr- felli. Hún hóf sitt tónlistarnám í nokkurs konar fartónlistarskóla sem heita má að sé forveri Tónlistarskóla Árnesinga. Maður að nafni Kjartan Jóhannesson frá Stóra-Núpi ferðað- ist um sveitir á vetrum og kenndi á hljóðfæri. Hann kom að Búrfelli og lærðu þær systur Ólöf og Dúna hjá honum að þekkja nóturnar og leika á orgel. Síðar lá leið hennar í Tónlist- arskóla Árnesinga á Selfossi og var hún þar við nám í orgel- og píanóleik. Dúna var einn af stofnfélögum kvennakórs Selfoss sem síðar varð Samkór Selfoss. Hún hafði góða söngrödd en varð að hætta að syngja eftir að hún fór í skjaldkirtilsaðgerð. Haustið 1991 hóf hún svo nám í hljómborðsleik í Tónskóla Guð- mundar Hauks Jónssonar í Reykja- vík og stundaði það meðan kraftar entust og var það henni mikil lífsfyll- ing. Hún lagði mikið á sig til þess að komast í skólann í hverri einustu viku allan veturinn. Þeir segja mér feðgarnir að Heiðin hafi aldrei verið svo ófær þessi tíu ár að henni tækist ekki að komast í spilatímana með einhverjum ráðum. Á þessum tíma nutu margir góðs af hæfileikum Dúnu. Hún hefur leikið fyrir dansi hjá eldri borgurum og hjá Oddfel- lowstúkunni sem hún tilheyrði og spilað dinnermúsik á ýmsum stöð- um. Við Dúna höfum þekkst síðan við vorum saman í Héraðsskólanum á Laugarvatni, en þaðan lauk hún gagnfræðaprófi. Svo leið áratugur sem ekkert samband var á milli okk- ar, en þá hittumst við á götu á Sel- fossi með frumburði okkar í barna- vögnum. Enn leið röskur áratugur án þess við hittumst en þá bar fund- um okkar aftur saman þar sem við vorum nú með örverpin okkar, Ró- bert og Inga, á gangi og þá var ég svo lánsöm að Dúna sagði mér að hún hefði í hyggju að gerast dag- mamma. Ég hafði engar vöflur á og sótti um fyrir Inga hjá henni hið snarasta. Þegar til kom tók hún ekki fleiri börn vegna anna við bókhalds- störf en Ingi fékk að vera hjá henni í tvo vetur og leit hann æ síðan á hana sem nokkurs konar fóstru sína og Róbert sem sinn besta vin. Þegar Björn fór að vinna sjálf- stætt við rennismíði heima á Sunnu- vegi hvatti Dúna hann með ráðum og dáð. Tók hún virkan þátt í starfinu, annaðist bókhald og skrifstofuvinnu fyrirtækisins meðan heilsa hennar leyfði. Það var alltaf gaman að koma á Sunnuveginn til þeirra. Dúna hafði frá mörgu að segja og oft var hún með skemmtilegar áætlanir um ut- anlandsferðir á prjónunum, því ann- ríkið var slíkt í fyrirtæki þeirra að ekki dugði annað en að koma Birni úr landi til þess að hann fengi ein- hverja hvíld. Dúna var snillingur í að skipuleggja og drífa í öllum undir- búningi slíkra ferða. Ekki var síðra að koma og heyra ferðasögurnar og oft mikið hlegið á Sunnuveginum þegar þau sögðu frá skemmtilegum atvikum og lýstu fólki og framandi stöðum. Síðustu ferðina fóru þau sl. sumar til þess að heimsækja Róbert þar sem hann var við nám í Banda- ríkjunum. Þegar Björn fór heim dvaldi Dúna áfram nokkrar vikur hjá Róberti og veit ég að það var þeim báðum dýrmætur tími og þau gátu gert margt ánægjulegt saman þótt heilsu Dúnu væri farið að hraka og hún fengi, þegar heim kom, þann harða dóm að engin lækning megn- aði að bjarga lífi hennar. Þá lagði Ró- bert allt frá sér og flutti heim til þess að annast móður sína. Það gerði hann á aðdáunarverðan hátt til hinstu stundar og stóð öll fjölskyldan þétt saman við að hlynna að Dúnu og gera henni þessa erfiðu mánuði bærilega. Einnig hefur Ólöf systir hennar alltaf staðið sem klettur við hlið Dúnu og fjölskyldunnar en milli þeirra systra var mjög sterkt systra- samband alla tíð. Nú er þessi erfiði tími liðinn, tími sem fjölskyldan tókst á við með svo æðrulausri umhyggju, samstöðu og kærleika að fágætt getur talist. Dúna sjálf sýndi þvílíkan kjark og hetjulund að leitun er á slíku. Nú er aðeins sorgin eftir, sorgin og allar góðu minningarnar sem munu ylja um ókomin ár. Ég veit að mannkost- ir Dúnu munu lifa áfram í börnum hennar og barnabörnum. Við hér í Réttarholtinu kveðjum Dúnu með söknuði og sendum öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guðrún S. Þórarinsdóttir. „Ég er á langferð um lífsins haf.“ Því datt mér þessi ljóðlína í hug að lengi hef ég arkað um lífsins leið – og því fleiri ár sem eru að baki því fleiri vini og samferðamenn sjáum við hverfa úr lest sem áfram arkar út í óvissuna. Sárast er að sjá yngra fólkið sitja eftir þegar maður sjálfur fetar áfram á fúnum fótum og getur enga hjálp veitt. En svona er lífið, því eldri sem maður verður þeim mun fleiri vini sér maður hverfa. Hér verður engu um þokað. Sunnudaginn 21. apríl hringdi Björn Jensen til mín og tilkynnti mér lát konu sinnar, Guðrúnar Ás- gerðar Halldórsdóttur. Þetta kom engum á óvart sem til þekktu því hún var búin að liggja veik mánuðum saman og var vitað strax í upphafi hvert stefndi. Ég sat um stund í stof- unni eins og hálfutan við mig. Dúna, eins og hún var jafnan kölluð af vin- um og vandamönnum, var búin að vera besta vinkona mín og konu minnar, Guðrúnar Dagbjartar Giss- urardóttur, meðan hún lifði, en hún lést 1990. GUÐRÚN ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.