Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 52

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 52
52 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁGÆTI lesandi, áður en ég byrja á blómi vikunnar langar mig að biðjast afsökunar á myndinni sem fylgdi síðustu grein um voríris. Eins og hún birtist í blaðinu varð hún að hrein- um óskapnaði, en stundum er sagt að erfitt sé að elda góðan mat úr lélegu hráefni, svo ég á hér alla sök. Eins og í síðasta þætti langar mig til að vekja athygli á sjaldgæfri, vor- blómstrandi lauk- jurt, snæklukkunni, sem er einn af þessum smávöxnu sumarboðum, sem eru hvað fyrst á ferðinni. Snæklukkan ber latneska heitið Leucojum vernum, sem er komið úr grísku eins og svo mörg blómanöfn, leucos þýðir hvítur en ion táknar fjóla, vern- um vísar aftur á móti til vorsins, sem sagt hvít fjóla, sem blómstrar að vorlagi, ekki er nú nafnið amalegt. Snæklukkan tilheyrir lítilli ættkvísl, það munu víst aðeins vera 12 tegundir hennar í rækt- un almennt, en einungis tvær þeirra, sem ég veit til að séu ræktaðar hér á landi. Nafnið snæklukka er mjög lýsandi, blómin eru hvít og klukkulaga. Þar sem snæklukkan er svo sjaldgæf er kannske auðveldast að lýsa henni með samanburði við annað klukkulaga vorblóm, sem margir þekkja, en þar á ég við vetrargosann. Vetrargosinn er með snjóhvítar drúpandi klukkur með sex blómblöðum, sem eru sérkennileg að því leyti að þau eru mislöng, ytri blóm- blöðin eru lengri en innri blöðin. Snæklukkan er líka með sex snjóhvít blómblöð, en þau eru öll jafnlöng og hvert blað er heldur breiðara en hjá vetrargosanum. Höfuðeinkennið er þó að blóm- blöðin hjá snæklukku enda í oddi og á hverjum oddi er þó- nokkuð stór, grænn blettur, sem sker sig vel frá annars hvítu blaðinu. Til að vera dálítið ná- kvæm, þá eru blómblöð vetr- argosans líka með grænum blettum, en það eru aðeins litlu, innri blöðin, sem hafa þennan græna blett, sem er eins og hjartalaga, enda er dálítið vik upp í blaðið. Bæði vetrargosinn og snæklukkan eru með lútandi blóm, en ef maður lyftir þeim upp til að kíkja inn í blómið, sést að stuttu, innri blómblöðin hjá vetrargosanum eru sterklega græn- menguð á lit, en snæklukkublómið er hvítt að innan. Laufblöð þessara hvítu klukkna eru lík, en þó auðþekkt í sundur. Vetrar- gosinn er með blá- græn heilrennd laufblöð, frekar grönn, en snæ- klukkan er með breiðari, nánast bátlaga blöð, gul- græn að lit. Bæði vetrargosi og snæ- klukka lifa í mörg ár, aðeins ef við sýnum dálitla þolinmæði og bíðum róleg þang- að til blöðin visna nokkru eftir blómgun. Laukurinn þarf tíma til að safna forða í nýtt blóm að ári. Af snæklukkuni eru til fleiri en eitt afbrigði og þannig vill til, að ég á einmitt afbrigðið, en ekki aðalsortina. Þetta afbrigði, sem er svo harðgert hjá mér, ber aukaheitið Ćarpathicuḿ, sem vísar sjálfsagt til uppruna- staðarins, Karpatafjalla. Sá munur er á því og aðaltegund- inni, að blettirnir á blómblöð- unum eru gulir, en ekki grænir. Snæklukkan litla, sem er aðeins 10-20 cm á hæð, er Evrópubúi að uppruna, hún vex villt í vest- ur- og miðhluta Evrópu. Snæ- klukkan blómstrar í mínum garði í marslok eða aprílbyrjun og blómin standa í a.m.k. 3 vik- ur. Klausturliljan, Leucojum aest- ivum, er stóra systir snæklukk- unnar og blómstrar töluvert seinna, eða um mánaðamótin maí-júní. Klausturliljan er um 40 cm á hæð og venjulega með nokkur blóm á stöngulendanum, jafnvel sex til átta, þar sem snæ- klukkan ber eitt til tvö blóm. Klausturliljan er líka með þenn- an sérkennilega græna blett við blómblaðsbroddinn. Hún er upp- runnin í Austur- og Mið-Evrópu. Laukar þessara fallegu klukkublóma eru settir niður á haustin og þola illa langa geymslu áður en þeir eru lagðir í moldu. Hæfilegt er að setja þá á um 10 cm dýpi og þeir þola vel að vera í dálítið rökum jarðvegi. Þeir eru oft á laukalista Garð- yrkjufélagsins. Snæklukka – Leucojum vernum Snæklukka VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 469. þáttur Leucojum vernum ~ EUROTEL-SKÁKMÓTIÐ hefur vakið verulega athygli fyrir óvænt úrslit og skemmtilegar skákir. Sjálf- ur Kasparov varð loks að sætta sig við að verða af efsta sætinu á skák- móti þegar hann var sleginn út af Iv- anchuk eftir æsispennandi keppni í þriðju umferð. Úrslitin í viðureign þeirra réðust í bráðabana. Fram að þessu verður Karpov að teljast mað- ur mótsins, en hann hefur svo sann- arlega bætt fyrir slaka frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu og er nú kominn í úrslit ásamt Anand. Í fyrstu umferð mótsins sigraði Karp- ov Nigel Short með 1½ vinning gegn ½, í annarri umferð lagði hann sjálf- an heimsmeistarann Vladimir Kramnik með sömu vinningatölu og í þriðju umferð fékk Morozevich sömu meðferð. Þetta útsláttarmót er sérstæð blanda af atskákum, hraðskákum og kappskákum. Undankeppnin, til og með undanúrslitunum, byggðist á tveggja atskáka einvígjum (25 m. + 5 sek. á leik). Væri staðan 1-1 að loknum atskákunum tefldu keppend- ur tvær hraðskákir (5+2). Væri enn jafnt réðust úrslitin í bráðabana þar sem hvítur fékk fimm mínútur, en svartur fjórar. Svörtum dugði hins vegar jafntefli til að vera dæmdur sigur. Í úrslitakeppninni milli Karp- ov og Anand gilda hins vegar aðrar reglur. Þar koma tvær kappskákir í stað atskákanna. Umhugsunartím- inn í kappskákunum er 2 klst. á 40 leiki, síðan 1 klst. á 20 leiki og að lok- um 30 mínútur til að ljúka skákinni. Úrslitakeppnin milli Karpov og Anand hefst í dag, laugardag, með fyrri kappskákinni. Síðari skákin verður tefld á morgun ásamt hrað- skákunum ef nauðsyn reynist. Eins og áður segir hafa fjölmargar skemmtilegar skákir litið dagsins ljós á mótinu og þegar svo sterkir skákmenn eigast við eru falla einnig hraðskákirnar í þann flokk. Hér eru tvö dæmi. Hvítt: Tkachiev Svart: Gritsjúk Ítalski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 a6 6. Rbd2 Ba7 7. Rf1 Rg4? Afleikur, sem ekki hefur sést áður. Eftir 7. – d6 8. Bb3 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rg3 0– 0 11. 0– 0 Kh8 12. He1 f6 13. d4 exd4 14. Rxd4 Rxd4 15. cxd4 c6 16. Dh5 Bxd4 17. He4 g6 18. Dh6 Ba7 19. Hh4 De7 20. Bd2 Dg7? (20. – Df7) 21. Dxg7+ Kxg7 22. Bh6+ Kg8 23. Bxf8 Kxf8 24. Hxh7 á hvítur mun betra tafl (Hamdouchi-Kornejev, Se- villa 2002). 8. Bxf7+! Kxf7 9. Rg5+ Kg8 10. Dxg4 Df6 Eða 10. – h6 11. Rf3 Df6 12. Re3 d5 13. Dh5 dxe4 14. dxe4 Df4 15. Dg6 og svartur er í miklum erf- iðleikum. 11. Rf3 d6 Eftir 11. – d5 12. Dg3 dxe4 13. dxe4 Be6 14. Be3 Bxe3 15. Rxe3 á hvítur peð yfir og betra tafl. 12. Dg3 h6 13. Be3 Bb8 Eðlilegra er að leika 13. – Bxe3 14. Rxe3 Be6, en svartur verður á ein- hvern hátt að reyna að flækja taflið, því að hann á peði minna. 14. d4 exd4 15. Bxd4 Rxd4 16. cxd4 c5 17. Re3 Be6 18. 0– 0 cxd4 19. Rd5 Bxd5 Eftir 19. – Df7 20. Rb6 Ha7 21. Rxd4 á hvítur yfirburðastöðu. 20. exd5 Kh7 21. Hfe1 Df7 22. Rxd4 Ba7 Ekki gengur 22. – Dxd5? 23. Dd3+ Kg8 (23. – g6 24. He7+ Kg8 25. Dxg6+ Kf8 26. Dg7+ mát) 24. He8+ Kf7 25. Hxh8 og hvítur vinn- ur. 23. Re6 – Hvítur hefur enn hert tökin og nú bætist sterk staða riddarans við yf- irburði hans. 23. – Hhc8 24. Hac1 Df6 25. Dd3+ Kh8 26. Dd2 b5 27. h3 Bb6 28. He2 Df5 29. Hc3 Hxc3 30. Dxc3 Hg8 31. Dc2 Df6 Eftir 31. – Dxc2 32. Hxc2 Hb8 33. Hc6, ásamt 34. Hxd6, verður enda- taflið vonlaust hjá svarti. 32. He4 Df5 33. He2 Df6 34. Dd3 Hc8 35. g3 Hc4 36. Rf4 36. – Hc7?? Leikur sig beint í mát, en eftir 36. – Df7 37. Rg6+ Kg8 38. Re7+ Kh8 39. Rf5 Bc5 40. He7 Df8 41. Hxg7 Hc1+ 42. Kh2 Hd1 43. Dxd1 Dxf5 44. He7 Dxf2+ 45. Kh1 Dxg3 46. Dg4 Dxg4 47. hxg4 á hvítur auðunnið tafl. 37. He8+ og svartur gafst upp. Hvítt: Teimur Radjabov Svart: Michael Adams Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Ba6 5. Dc2 Bb7 6. Rc3 c5 7. e4 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Rb3 Rc6 10. Rxc5 bxc5 11. Bd3 0– 0 12. 0– 0 d6 13. f4 h6 14. Dd1 – Þetta mun vera nýjung í stöðunni. Önnur leið er 14. Hb1 a5 (14. – Rd4 15. Dd1 Rd7 16. Be3 Hb8 17. b4 f5!? 18. bxc5 dxc5 19. e5 Da5 20. Bd2 Dc7 21. Hf2 a6, með vandmetinni stöðu, en skákinni lauk með jafntefli í 96. leik, Najdorf-Bielicki, 1989) 15. b3 Hb8 16. Df2 Rd4 17. Dg3 Kh8 18. Dh3 Rg8 19. Rb5 Rxb5 20. cxb5 d5 21. exd5 exd5 22. Bb2 d4 23. Df5 Rf6 24. Hbc1 Dd5 25. Dxd5 Bxd5 26. Hxc5 Bxb3 27. Bxd4 Hbd8 28. Bxf6 Hxd3 29. Bc3 Ba4 30. b6 Hb8 31. Hb1 Bd7 32. b7 a4 33. Hb4 f6 34. Hc7 Kh7 35. Hd4 Bf5 36. Hxd3 Bxd3 37. Bxf6 Kg6 38. Be5 og svartur gafst upp (Ehlvest-Pliester, Haarlem 1996) 14. – Hb8 15. Be3 He8 16. Hb1 a5 17. Rb5 e5 18. f5 Rd4 19. Rc3 Bc6 20. Hf2 Hb6 21. g4 Rh7! 22. Hg2 Rg5 23. Hg3 Da8! 24. Bxg5 – Hvítur verður að drepa riddarann, því að peðið á e4 er í dauðanum. 24. – hxg5 25. Dd2 Dd8 26. Hh3 De7 27. Re2?! – Eftir 27. Bc2 Heb8 28. Bd1 Dd8 29. Rd5 Bxd5 30. exd5 virðist staðan nokkuð jöfn. 27. – Hb3 28. Rc1 Hb6 29. Dxa5? – Betra er að leika riddaranum til baka, 29. Re2 o. s. frv. 29. – Db7 30. Dd2 f6 31. He3 – Hvítur setur traust sitt á þennan leik, en því miður dugar hann ekki. Aðrar leiðir hefðu ekki bjargað tafl- inu, t. d. 31. Re2 Hb3 32. Rxd4 exd4 33. De2 Hb8 34. Dd1 Hxb2 35. Hxb2 Dxb2 36. Bc2 Da2 37. Hb3 Hxb3 38. Bxb3 Dxa3, eða 31. Dg2 Hb8 32. b3 Ha8 33. b4 cxb4 34. c5 dxc5 35. Da2+ Kf8 36. Hh8+ Ke7 37. Hg8 Kd6 38. Hxa8 Dxa8 39. axb4 Hxb4 40. Hxb4 cxb4 41. Db1 Db7 o. s. frv. 31. – Bxe4! 32. Df2 – Eða 32. Bxe4 Dxe4! 33. Hxe4 Rf3+ 34. Kf2 Rxd2 og svartur vinn- ur. 32. – Bc6 33. h4 – Örvæntingarfull tilraun til að flækja tapað tafl. 33. – Rf3+ 34. Hxf3 Bxf3 35. hxg5 fxg5 36. De3 e4 37. Bf1 De7 38. b4 De5 39. b5 – Leikur sig í mát í gjörtapaðri stöðu. 39. – Dg3+ og hvítur gafst upp. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir heldur atkvöld mánudaginn 6. maí og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mín- útur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizzum. Þá verður annar keppandi dreginn út af handahófi og fær hann einnig máltíð fyrir tvo hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomn- ir. SKÁK Prag, Tékklandi EUROTEL-SKÁKMÓTIÐ 28. apríl – 5. maí 2002 Kasparov úr leik – Karpov og Anand í úrslitum Anatoly Karpov Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson INNLENT AÐALFUNDUR Vinafélags Blindrabókasafns Íslands verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 20 að Litlu-Brekku við Bankastræti. Dagskrá aðalfundar er sam- kvæmt lögum félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum mun Björg Ein- arsdóttir rithöfundur kynna væntalega bók sína um sögu Hringsins í 90 ár, segir í frétta- tilkynningu.Aðalfundur Vinafélags Blindra- bókasafns FERÐAFÉLAG Íslands verður með göngu um Skipastíg í Grinda- vík sunnudaginn 5. maí. Gangan er um 5 – 6 klst., 14 – 16 km. Leiðin er lá úr Njarðvík- um til Grindavíkur nefndist Skipsstígur og var þá farið milli Stapafells og Súlna, vestan við Þórðarfell og um austanverð eld- vörp niður í Járngerðarstaða- hverfi. Við þennan stíg er Bláa Lónið. Fararstjóri er Ásgeir Pálsson en leiðsögumaður er Elín Her- mannsdóttir. Verð kr. 2.000 en kr. 1.700 fyrir félagsmenn F.Í. Brott- för frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6, kl 11.15 við íþrótta- miðstöðina í Mosfellsbæ og aust- an við kirkjugarðinn í Hafnarfirði, segir í fréttatilkynningu. Gengið um Skipastíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.