Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 60
60 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FULLYRÐINGAR frambjóðenda
Sjálfstæðisflokksins til borgar-
stjórnar, um óeðlilega mikla
skuldasöfnun
Reykjavíkur-
borgar í stjórn-
artíð R-listans,
hefur vakið at-
hygli mína og ég
hef hef ekki
heyrt þeim and-
mælt. Auglýsing
á vegum R-list-
ans, sem birtist í
Morgunblaðinu
1. maí, staðfestir þá skuldastöðu.
En fullyrðing auglýsingarinnar er
of ótrúleg til þess að ég trúi henni,
þannig að mér finnst enn skorta á
nægilega góð svör frá fráfar-
andi borgarstjórn um fjárhags-
stöðuna.
Kosningar til sveitarstjórna eru
alvörumál sem ekki má hafa í
flimtingum.
Sem íbúi í Reykjavík hef ég ekki
orðið var við þessa miklu uppbygg-
ingu á vegum borgarinnar eða fyr-
irtækja þess. Þó vil ég ekki gera
lítið úr kostnaði við byggingu leik-
skóla, grunnskóla eða stækkun
þeirra. Einsetning skóla er einnig
kostnaðarsöm. Uppbygging bóka-
safna í Kringlunni og í Grófarhúsi
svo og Listasafn Reykjavíkur eru
hvort tveggja dæmi um eigna-
aukningu.
Fleiri dæmi er hægt að taka um
eignaaukningu Reykjavíkur. En ég
sem almennur íbúi finn þess ekki
stað í mínu umhverfi sem skýrir
þessa ofboðslegu fjárfestingu sem
auglýsingin segir frá.
Auglýsing R-listans í Morgun-
blaðinu um eignaaukningu borg-
arinnar vakti upp þær efsaemdir
hjá mér að þetta gæti ekki verið
rétt, hún vakti jafnvel reiði mína í
garð frambjóðenda R- listans, því
mér datt helst í hug að ekki væri
allt með felldu.
Þessi auglýsing skaut langt yfir
markið og svarar á engan hátt
árásum sjálfstæðismanna, því full-
yrðing auglýsingarinnar er svo
ótrúleg. Við sem ferðumst um
borgina og fylgjumst sæmilega
með, getum hvergi séð alla þessa
ofboðslegu fjárfestingu. Þær fjár-
festingar sem ég taldi upp, duga
engan veginn til þess að skýra þá
fullyrðingu sem auglýsingin heldur
fram. Þótt við bættum við þeim
lóðum sem hafa verið gerðar bygg-
ingarhæfar á síðustu átta árum.
Auglýsingin er lítilsvirðing við
kjósendur í Reykjavík. Ef ekki
koma miklu nákvæmnari upplýs-
ingar um það í hvað peningarnir
fóru. Þessar ofboðslegu fjárfest-
ingar ættu að vera augljósar í
borgarlífinu, því þetta er svo há
upphæð.
Ef þessi fullyrðing er rétt, þá
væri rekstur borgarinnar í það
góðum málum að fjármálalífið og
fjölmiðlar hefðu tekið eftir því og
fjallað mikið um það.
Ef fjármálastjórnunin væri í
þetta góðum farvegi, því var al-
menningi þá ekki gefin kostur á að
kaupa skuldabréf í stað þess að
taka lán í bönkum eða sjóðum?
Eru lífeyrisskuldbindingar borg-
arinnar í þessari skuldastöðu? Eru
skuldir og fjárfestingar fyrirtæka í
eigu borgarinnar inni í þessu? Tók
borgin einhver lán og setti á fyr-
irtæki í hennar eigu og færir svo
skuldina sem eign og/eða fjárfest-
ingu í bókhaldi borgarinnar? Eins
og Gróa á Leiti segir.
Ég trúi því ekki að fjármálafyr-
irtæki, eða snjallir peningamenn,
hefðu ekki fyrir löngu verið búnir
að taka eftir svona góðum rekstri
og farið fram á að lána í hann. Þeir
stjórnendur sem geta fjárfest
svona mikið á átta árum og hafa
handbært yfir 60% sem eigið fé,
eru meira en frábærlega góðir
stjórnendur, ef það er hægt.
Ég trúi þessu ekki, ég verð að
játa það. Ég trúi ekki að 110.000
manna bæjarfélag, sem hefur verið
í stöðugum vexti og stöðugri upp-
byggingu í a.m.k síðastliðin 50 ár,
eigi svo mikla peninga á lausu.
Ef fullyrðing auglýsingarinnar
er rétt þá hlýtur biðstofa borg-
arstjóra að vera full út úr dyrum
daglega, af stjórnendum fyrir-
tækja sem vilja ráða Ingibjörgu
Sólrúnu til forstjórastarfa, á hærri
launum og betri kjörum, heldur en
hún hefur hjá borginni. Og það
myndi fréttast út.
Ef fullyrðinginn væri rétt, hefðu
stjórnendur Emskips nokkuð linnt
látum uns þeim hefði tekist að
ráða hana sem forstjóra, í stað
bæjarstjóra Garðabæjar?
Af hverju varð fjármálamarkað-
urinn ekki var við svona góða
stjórnendur? Af hverju tóku fjöl-
miðlarnir ekki eftir þessu?
Eftir stendur, að fullyrðingar
sjálfstæðismanna um hættulega
mikla skuldastöðu stendur og hún
er staðfest með auglýsingu R-
listans í Mogganum 1. maí. Og það
gefur þeirri fullyrðingu sjálfstæð-
ismanna góðan byr í seglin, að illa
hafi verið staðið að fjármálarekstri
borgarinnar.
Auglýsingin svarar því í engu,
svo ótrúleg sem hún er.
Og standist sú fullyrðing Sjálf-
stæðismanna, þá væru skattgreið-
endur í Reykjavík betur settir nú,
ef Ingibjörg Sólrún hefði haldið
áfram að vera á mála hjá Óla mál-
ara í Bolungarvík og aldrei komið
nálægt rekstri Reykjavíkurborgar.
Þessi fullyrðing R- listans sem
birtist í auglýsingunni krefst mjög
góðra skýringa vegna þess hve
ótrúleg hún er.
MARSELÍUS GUÐMUNDSSON,
Háaleitisbraut 37,
Reykjavík.
Er fjármálastaða
Reykjavíkurborgar
virkilega svona góð?
Frá Marselíusi Guðmundssyni:
Marselíus
Guðmundsson
!"#