Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 65

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 65
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 65 Victor Vogel - Auglýsingamaður Victor Vogel - Commercial Man Gamanmynd Þýskaland 2001. Skífan VHS/DVD. (109 mín.) Ekki við hæfi ungra barna. Leik- stjórn Lars Kraume. Aðalhlutverk Alex- ander Scheer, Götz George og Maria Shrader. SKRAMBI kom hún mér á óvart þessi þýska gamanmynd, já þýska! Ég held ég hafi bara ekki hlegið að þýskri mynd síðan álfurinn hann Ottó var næstum búinn að ganga frá mér í Regnboganum um miðbik níunda áratugarins. Það má ekki misskilja mig samt – þessi nær engum Ottó-hæðum og kemst ekki einu sinni hálfa leið en hún er samt fyndin á köflum – aðallega meinfyndin – og húmorinn er eitt- hvað svo innilega þýskur án þess að ég hafi nokkra hugmynd um hvernig hægt er að útskýra hann nánar með orðum. Hér er gert stólpagrín af frumskógarlögmálum auglýsingabransans og hvernig þar takast á hagsmyndir Mamm- ons og Apollo - peningahyggjan og listrænn metnaður. Victor Vogel (skemmtilega leikinn af Alexander Scheer – Davíð Þór Jónssyni þeirra Þjóðverja) er ungur, hress og luralegur náungi sem langar að ná langt í auglýsingageiranum. Fyrir slysni landar hann starfi hjá stórri auglýsingastofu og fær það verkefni að búa til auglýsingaher- ferð fyrir Opel-bifreiðaframleið- andann. Í örvæntingu yfir hug- myndaleysi álpast hann til að ræna snilldargjörningi kærustunnar og stendur allt í einu frammi fyrir valinu eilífa á milli framans og ást- arinnar. Ég var næstum búinn að láta margtuggna fléttuna skemma fyrir mér skemmtunina þegar rann upp fyrir mér að hún er ekkert annað en sniðug vísun í Capra-minnið sí- gilda úr It’s A Wonderfull Life. Við það varð hún bara ennþá skemmtilegri og ekki einu sinni farsæll og fyrirsjáanlegur endirinn gat spillt fyrir því. Nú er ég ansi hræddur um að heill hellingur af fólki sé algjörlega ósammála mér – en hvað með það!  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Allt er falt Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.