Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 55

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 55
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 55 LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA TÖKUM Á - TÆKIN VANTAR ENDURHÆFING FORVARNIR Leggjum einnig málefninu lið með því að hingja í síma 907 2001 þá skuldfærast sjálfkrafa1000 krónur á símareikning viðkomandi en 500 krónur skuldfærast ef hringt er í síma 907 2005 ...hringdu núna! MERKJASALAN OKKAR ER Í DAG 1 2 7 0 .8 4 A u g l. Þ ó rh il d a r í Skútuvogi Laugardagur Sími 525 3000 • www.husa.is Vorhreingerning í garðinum þínum. Tilboð í verslun Skútuvogi 16 í dag. Opið 10-16 Strákústur 590 kr. (áður 699) Sorppokar 10 stk. 290 kr. Sorppokar 25 stk. 590 kr. Ruslagrind á hjólum 3.895 kr. (áður 5.998) alltaf á sunnudögumFERÐALÖG lesa úr Ritningunni. Æskulýðsfundurinn rennur inn í poppmessuna, enda flytj- endur allir í félaginu. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl.14.00 altarisganga. Ath. breyttan messutíma. 50, 60 og70 ára ferming- arbörn heimsækja kirkjuna. Samkvæmi þeirra í Hásölum eftir messu. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Natalía Chow. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl.11. (Ath. breyttan tíma vegna útvarps- sendingar) Örn Arnarson og hljómsveit leiða tónlist og söng ásamt kór Fríkirkj- unnar. Prestar kirkjunnar flytja sam- talspredikun. Barnasamkoma verður á sama tíma í safnaðarheimilinu. VÍÐISTAÐAKIRKJA Í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11: Kirkjukór Víðistaðasókn- ar syngur undir stjórn Helga Bragasonar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta í Vídalínskirkju kl. 11:00, á hinum almenna bænadegi, 5. sunnudegi eftir páska. Barnakór Hofsstaðaskóla syngur við athöfnina. Organisti: Jóhann Baldvins- son. Okkar góðu samstarfsaðilar KFUM og K, eru boðin sérstaklega velkomin að athöfninni í dag. Kristilegt félag ungra manna og kvenna hefur komið að ung- liðastarfinu í Garðasókn á undanförnum árum með afar jákvæðum hætti. Hafa þau starfað við sunnudagaskóla Vídal- ínskirkju m.a. og einnig má segja að starf þeirra með 10–12 ára börnum samsvari TTT-starfinu sem við þekkjum úr kirkju- starfinu almennt. Að lokinni guðsþjón- ustu munum við fá létta hressingu í boði sóknarnefndar pylsur og djús. Við athöfn- ina þjóna sr. Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guðrún Zoëga djákni. Mætum vel og eigum góða stund í kirkjunni okk- ar, nú þegar sumarið virðist loksins vera svona nokkurn veginn komið. Prestarnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudaginn 5. maí kl.11. árd. Þátt- takendur í kvennakóramóti í Reykja- nesbæ syngja. Orgnaisti Natalía Chow. Æðruleysisguðsþjónusta sunnudaginn 5. maí kl.20.30. Sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Sagðar verða reynslu- sögur. Organisti er Natalía Chow og mun hún leiða almennan söng. Sóknarprestur KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Kórar sem taka þátt í kvenna- kóramóti í Reykjanesbæ syngja við at- höfnina. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjórnandi: Hákon Leifsson. Meðhjálp- ari: Björgvin Skarphéðinsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson kveður söfnuðinn. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu, súpa og brauð eftir messu eins og venjulega. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldrasamvera miðvikudag kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður sunnudag 5. maí kl. 14.00. Skálholtskór- inn syngur. Messukaffi með spjallstund og óformlegri dagskrá verður í Oddsstofu að messu lokinni. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming. Sóknarprestur. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Messað verður á Stóra-Núpi á sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.ÓLAFSVÍKURPRESTA- KALL: Hestamannamessa í Brimilsvalla- kirkju kl. 14. Kirkjukór Ólafsvíkur syngur og hestamenn lesa ritningarlestra. Boðið verður upp á messukaffi á eftir á vægu verði – messukaffi að gömlum og góðum íslenskum sið. Hópreið leggur af stað frá vegagerðarhúsinu við Fossá kl. 13. Fjöl- mennum, jafnt á hestum og bílum á Brimilsvelli! Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 11 f.h. Léttir söngvar fyrir alla fjöl- skylduna. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Ak- ureyrarkirkju syngja. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Hressing og fræðsla um texta dagsins í Safnaðarheimili eftir messu. Fundur í Æskulýðsfélagi kirkjunnar kl. 17. Vortónleikar Kórs Akureyrarkirkju kl. 17 í kirkjunni. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Messuheimsókn frá Svalbarði. Sr. Pétur Þórarinsson þjónar. Kór Svalbarðskirkju syngur. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Barnasamvera kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Sunnudaginn 5. maí kl. 11.30 verður fjöl- skyldusamvera þar sem allir aldurshópar fá kennslu við sitt hæfi. Reynir Valdi- marsson mun prédika. Kl. 20 verður vakningarsamkoma þar sem Pétur Reyn- isson prédikar. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjónusta. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM&K, Sunnuhlíð Akureyri. Almenn samkoma í dag, laugardag, kl. 20.30. Ræðumaður er Skúli Svavarsson, kristni- boði. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðssókn: Lokahátíð kirkjuskólans verður í Laufási sunnudaginn 5. maí kl. 10.30. Hafið með ykkur eitthvað á grillið og drykk. Kyrðarstund í kirkjunni sunnudaginn 5. maí kl. 21. Laufás og Grenivíkursókn: Lokahátíð kirkjuskólans verður í Laufási sunnudaginn 5. maí kl. 10.30. Hafið með ykkur eitthvað á grillið og drykk. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóla- ferðalag: Rútuferð (óvissuferð) frá kirkj- unni kl. 10.30. Messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Guðjónssonar. Kór eldri borgara leiðir sönginn undir stjórn Kristjáns Giss- urarsonar. Eldri borgarar heiðursgestir. 6. maí (mánud.) Kyrrðarstund kl 18. Sókn- arprestur KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA- KALL: Minningarkapella séra Jóns Stein- grímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Guðs- þjónusta kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Barn borið til skírnar. Kirkjukór Prestsbakkakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti: Kristófer Sigurðsson. Prestar: Sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Baldur Gautur Baldursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.