Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 68

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 68
68 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚSUNDIR fylgdu Lisu „Left Eye“ Lopes, söng- konu R og B-tríósins TLC, til grafar á fimmtudag en hún lést síðasta laugardag í bílslysi í Hondúras. Á meðal syrgjenda voru stöllur Lopes í TLC, Tionne „T-Boz“ Watkins og Rozonda „Chilli“ Thomas, Ja- net Jackson, Whitney Houston og Bobby Brown. Lopes lætur eftir sig níu ára gamla ættleidda dóttur. TLC mun halda áfram störfum sem dúett. AP Tíu þúsund manns í líkfylgdinni Lisa „Left eye“ Lopes borin til grafar ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að New York stúlkan Anastacia er bullandi hæfileikarík og með kröft- ugri rödd en flestar í bransanum í dag. Eftir nokkurt ströggl sló hún verðskuldað í gegn í hitteðfyrra með fyrstu plötu sinni Not That Kind sem státaði af eitruðum smellum á borð við titillagið og „I’m Outta Love“. Gall- inn var þó að restin á plötunni var hvorki fugl né fisk- ur og því miður er sama upp á tening- inn á nýju plötunni Freak of Nature. En við erum náttúrlega að tala um pottþétta smelli. Nú þegar hefur „Paid My Dues“ gert það gott og eng- inn vafi leikur á að evródiskósmell- urinn tregafulli „One Day In Your Life“ er ódauðlegur, minnir enda ekk- ert lítið á „Flashdance“ og aðra við- líka snilld úr smiðju Giorgio Moroder. Ég á bágt með að átta mig á hvort í öðrum lögum bærist smellur, hugs- anlega „Why’d You Lie to Me“ og ein- hverri tilfinningaverunni á ugglaust eftir að vökna um augun yfir ballöð- unni „I Dreamed Of You“. Annað er óttaleg flatneskja, uppfyllingarefni – sér í lagi ballöðurnar. Og svo er „Don’t Stop (Doin’ it)“ ennþá meiri stæling á Spice Girls-laginu „Say Yo- u’ll Be There“ en þýska júróvisjónlag- ið „Wadde Hadde Dudde Da“. Sem sagt ekki miklar framfarir hjá Anastaciu heldur meira af því sama – sem ætti að gleðja þá sem féllu fyrir Not That Kind. Hinir ættu að leita annað. Tónlist Náttúrulítið Anastacia Freak of Nature Epic Önnur platan frá bleiknefjanum með svörtustu rödd í heimi. Segist hafa verið skipað að grenna sig til að verða fræg. Það virkaði. Skarphéðinn Guðmundsson Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit 358. Mbl DV Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit 337. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd kl. 6. E. tal. Vit 368 kvikmyndir.is  kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 ½ SG DV Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum. Frá framleiðendum The Mummy Returns.  kvikmyndir.is  MBL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i.12 ára. Vit 375.Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 379. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 335. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Vit 367  kvikmyndir.is Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B. i. 16. Vit nr. 360. DV ÓHT Rás 2 Frá framleiðendum AustinPowers2 Frá framleiðendum AustinPowers2 kemur þessi sprenghlægilega gamanmynd um mann sem legg- ur allt í sölurnar til að fara á vit ævintýranna. Annað eins ferðalag hefur ekki sést! MYND EFTIR DAVID LYNCH Sýnd kl. 4, 7 og 10. B. i. 16. HJ Mbl Hér er hinn nýkrýndi Ósk- arsverðlaunahafi Denzel Washington kominn með nýjan smell. Hér leikur hann JOHN Q, föður sem tekur málin í sínar hendur þegar sonur hans þarf á nýju hjarta að halda og öll sund virðast lokuð. Frá framleiðendum The Mummy Returns. kvikmyndir.is ½ SG DV ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. FRUMSÝNING: Treystu mér Sannkölluð verðlaunamynd. Laura Linney var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki. Auk þess var handrit myndarinnar tilnefnt sem besta handrit ársins. Hlý og mannbætandi kvikmynd sem kemur öllum í gott skap. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. B.i.12 ára Nýtt ævintýri er hafið. Fyrsta stórmynd sumarsins er komin til Íslands. „The Scorpion King“ sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum. MULLHOLLAND DRIVE Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. JOHN Q. Sýnd kl. 5. Síðustu sýningar. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Sýnd kl. 3. Ísl. tal. Sýnd kl. 10. B. i. 16. Sýnd kl. 7.30. B.i. 12.  ÓHT Rás 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.