Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 34
HEILSA
34 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
www.sagamedica.com
eykur orku, þrek og
vellíðan
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
|
Y
D
D
A
N
M
0
6
1
3
4
/s
ia
.i
s
Angelica
Angelica fæst í apótekum,
heilsuvörubúðum
og heilsuhornum matvöruverslana.
Jakobína Björnsdóttir, Hafnarfirði:
„Ég fór að taka Angelicu vegna þess
að ég hafði lengi verið slæm í maga.
Magaóþægindin minnkuðu og því til
viðbótar varð ég bæði kraftmeiri og
mér líður mun betur.“
Spurning: Sonur minn stundar
íþróttir og notar mikið af alls kyns
fæðubótarefnum. Sumar vinkonur
mínar nota líka fæðubótarefni til
að bæta heilsuna. Er eitthvert
gagn í þessu og er þetta allt alveg
hættulaust og eru ekki neinar
aukaverkanir af fæðubótarefnum?
Svar: Það sem er í almennu tali
kallað fæðubótarefni getur verið
mjög margt og margvíslegt. Þetta
geta verið vítamín og steinefni,
náttúruvörur sem geta haft verk-
anir í líkamanum en hafa ekki
næringargildi (dæmi: ginseng) og
hin eiginlegu fæðubótarefni sem
hafa eitthvert tiltekið næring-
argildi (dæmi: kreatín, glúkósam-
ín). Margar vörur eru blanda af
þessu öllu. Lyfjastofnun og Holl-
ustuvernd ríkisins hafa eftirlit
með því hvaða fæðubótarefni er
leyft að selja hér á landi og hlut-
verk þessara stofnana í þessu efni
er neytendavernd. Þau fæðubót-
arefni sem hér eru á markaði eru
þess vegna talin hættulaus og
einnig er tekið mið af því sem gert
er í nágrannalöndunum, einkum
Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Ekkert reglubundið eftirlit er þó
með gæðum og innihaldsefnum
náttúruvara og fæðubótarefna.
Vítamín, steinefni, náttúruvörur
og fæðubótarefni geta í mörgum
tilvikum gert gagn með því að
auka þrek og styrkja varnir lík-
amans en fátt jafnast samt á við að
neyta næringarríkrar, hollrar og
fjölbreyttrar fæðu. Flest fæðubót-
arefni sem íþróttamenn neyta eru
notuð í þeim tilgangi að byggja
upp vöðva og auka þrek. Hafa ber
þó í huga að í mörgum tilvikum er
verið að pína líkamann til hins ýtr-
asta og misbjóða honum og það er
ekki heilsusamlegt eins og fjöldi
dæma sannar. Náttúruvörur og
fæðubótarefni hafa yfirleitt engin
staðfest áhrif á sjúkdóma og þess
vegna má ekki auglýsa þessar
vörur þannig að þær fyrirbyggi
eða lækni tiltekna sjúkdóma.
Margir virðast halda að efni sem
komin eru úr náttúrunni geti ekki
verið eitruð og hafi engar auka-
verkanir. Þetta er mikill misskiln-
ingur og má þar minna á nátt-
úruleg efni eins og kókaín, ópíum
og arsenik. Skilin milli nátt-
úruefna og lyfja eru heldur ekki
alltaf skýr og má þar minna á að
25–30% allra lyfja eru komin úr
náttúrunni. Náttúruvörur og
fæðubótarefni eru ekki laus við
aukaverkanir eins og fjölmörg
dæmi sanna. Þessi efni geta verið
varasöm á ýmsa vegu og verður nú
greint frá helstu hættum sem geta
fylgt notkun þeirra. Í íþróttum og
vaxtarrækt er vitað að notkun
sumra þessara efna tengist því að
verið er að misbjóða líkamanum og
getur það haft alvarlegar afleið-
ingar. Oft er verið að selja nátt-
úruvörur og fæðubótarefni dýru
verði með loforðum um verkanir
sem sjaldan fá staðist og ekki hef-
ur verið sýnt fram á með vísinda-
legum rannsóknum. Stundum inni-
halda vörurnar ekki þau efni sem
greint er frá á umbúðum heldur
einhver önnur og ódýrari efni.
Einstaka sinnum hefur komið í
ljós að fæðubótarefni eða nátt-
úruvara inniheldur eitruð efni,
þungmálma eða að lyfjum hefur
verið blandað í vöruna. Slíkt gerist
á hverju ári einhvers staðar í
heiminum og sem dæmi má nefna
að fyrr á þessu ári kom aðvörun
frá kanadískum heilbrigðisyf-
irvöldum um austurlenskt fæðu-
bótarefni sem var auglýst sem
náttúrulegt Viagra en við rann-
sókn kom í ljós að virka efninu sem
er í Viagra hafði verið bætt í vör-
una. Sumar náttúruvörur og fæðu-
bótarefni geta milliverkað við lyf
(truflað verkanir þeirra) og þeir
sem taka svona efni reglulega og
eru jafnframt á lyfjameðferð ættu
að ræða það við lækninn. Stundum
getur notkun náttúruvara og
fæðubótarefna tafið fyrir sjúk-
dómsgreiningu og nauðsynlegri
meðferð hjá lækni. Yfirleitt er
ekkert vitað um hættur samfara
notkun efnanna á meðgöngu, við
brjóstagjöf og hjá börnum. Einnig
er mikilvægt að gera sér grein fyr-
ir því að ekki eru öll efni sem hér
eru seld lögleg og hafa því ekki
verið skoðuð af yfirvöldum. Vitað
er um talsvert af smyglvarningi
sem hér er til sölu og sumt af því
inniheldur t.d. efedrín sem er
hættulegt og jafnvel vanabindandi
efni, náskylt amfetamíni. Sumir
halda að innflutningur á nátt-
úruvörum og fæðubótarefnum til
eigin nota sem keypt eru á Netinu
eða í öðrum póstverslunum sé ein-
falt mál en svo er ekki; slíkur inn-
flutningur er yfirleitt ekki leyfður
og er þá varan endursend.
Að lokum skal tekið fram að
telja má víst að langflestar nátt-
úruvörur og fæðubótarefni sem
eru hér til sölu séu í besta lagi og
skaði engan.
Eru öll fæðubótarefni hættulaus?
Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda
Skilin milli nátt-
uruefna og lyfja
ekki alltaf skýr
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
Ég veit það og þú veizt það, og ég veit
að þú veizt að ég veit að þú veizt það,
samt látum við eins og við vitum það
ekki.
Látalæti, Jón úr Vör
Það er svo merkilegt með okkur
manneskjur, hvað við erum iðin
við að setja upp grímur og
byggja upp fordóma í sam-
skiptum okkar. Ég veit að þú
veist að ég er með fordóma, og
ég veit hið sama um þig. Samt
látum við sem við vitum það
ekki. Hið raunverulega verkefni
lífsins er það að breytast. Lífið
sjálft er hreyfing, framvinda.
Þess vegna eru fordómar í mót-
sögn við lífið. Þegar við dæmum
manneskjur fyrirfram erum við að missa af tækifærum til að læra eitthvað
nýtt og draga ferskar ályktanir. Um leið erum við líka að skemma mögu-
leika annarra til að skilgreina eigið líf og finna því farvegi.
Því er það eitt brýnasta verkefni hverrar manneskju að skoða eigin for-
dóma og kannast við þá. Þegar við tökum ákvörðun um að sleppa taki á
tilteknum fordómum þá erum við að færa lífinu gjöf. Því fordómar gagn-
vart fólki eru ekki skaðlausar skoðanir. Þeir ræna fólk sérstöðu sinni og
persónueinkennum og búa til í kringum það staðlaða ramma. Það er ekki
hægt að ramma inn lifandi fólk. Enginn verður skilgreindur í eitt skipti
fyrir öll.
Skoðum þá fordóma sem við berum. Horfum óttalaust í eigin barm og
hættum þeim látalátum að þykjast ekki þekkja þröngsýnina í eigin sál.
Þar verður vinnan að hefjast, því allur styrkur hefst í vanmætti. Sá einn
sem horfist í augu við veikleika sína, getur gengið fram í styrkleika.
Jóna Hrönn Bolladóttir, miðborgarprestur
Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi
við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Háskóla Ís-
lands, Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið, Rauða kross Íslands, Samtökin 7́8, Ör-
yrkjabandalagið og Miðborgarstarf KFUM og K og Þjóðkirkjunnar.
Heilsan í brennidepli
Að skoða eigin
fordóma
Fordómar gagnvart fólki eru ekki
skaðlausar skoðanir. Þeir ræna
fólk sérstöðu sinni og persónu-
einkennum og búa til í kringum
það staðlaða ramma.
NÝ rannsókn gefur til kynna að nýfædd börn
og konur með börn á brjósti gefi frá sér lykt,
sem hafi áhrif á kynferðislegar langanir
kvenna. Um er að ræða virkni ákveðinna horm-
óna og þykir rannsóknin, sem vísindamenn við
Monell Chemical Senses Center í Fíladelfíu og
Chicago-háskóla unnu, renna stoðum undir nið-
urstöður annarra rannsókna þess efnis að nátt-
úran hagi því þannig til að við höfum áhrif á
undirmeðvitund hver annars með þeirri lykt-
inni, sem við gefum frá okkur.
Í rannsókninni kom fram að lykt, sem tengist
brjóstagjöf, hafði áhrif á kynhvöt barnlausra
kvenna, sem voru sjálfboðaliðar í rannsókninni,
og vakti með þeim kynóra.
Í raun er hulin ráðgáta hvers vegna lyktin
hafði áhrif á hegðun kvennanna, en þeir, sem að
rannsókninni stóðu, telja að um það geti verið
að ræða að konur sendi hvor annarri merki um
að þær séu í umhverfi, sem sé vænlegt til tímg-
unar.
Barnlausar konur fá skilaboð frá konum með barn á brjósti
Örvaði kynhvöt og
vakti kynóra
Morgunblaðið/Ómar
MÖNNUM með litla framleiðslu á
sæðisfrumum hefur tekist að bæta
hana verulega með því að neyta
blöndu af sínki og fólínsýru, að því
er rannsókn, sem gerð var í Hol-
landi, hefur leitt í ljós. Niðurstöður
rannsóknarinnar birtust í nýjasta
tölublaði tímaritsins Fertility and
Sterility. 103 sjúklingum var ýmist
gefin fólínsýra, sínk, hvort tveggja
eða lyfleysa. Til samanburðar var
hópi manna með eðlilega fram-
leiðslu á sæðisfrumum gert að gera
slíkt hið sama. Fjöldi sæðisfrumna
hjá sjúklingunum, sem fengu bæði
fólínsýru og sínk, jókst um allt að
74 af hundraði á þeim 26 vikum,
sem rannsóknin stóð. Fjöldi sæð-
isfrumna hjá hópnum, sem var með
eðlilega framleiðslu, jókst einnig.
Engin breyting varð hins vegar hjá
þeim, sem aðeins tóku fólínsýru
eða sínk og er talið að sínkið hafi
áhrif á upptöku fólínsýrunnar í lík-
amanum.
Rannsóknin var gerð við lækna-
miðstöð háskólans í Nijmegen.
Næsta skrefið er að kanna hvort
gjöf fólínsýru og sínks í fæðubót-
arefnum hafi áhrif á tíðni þungana.
Mataræði hefur áhrif á fjölda sæðisfrumna
Gjafabrjóstahöld
Stuðningsbelti og nærfatnaður
Þumalína
Pósthússtræti og Skólavörðustíg