Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 6

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝ HREINSISTÖÐ og aðalútræsi við Klettagarða voru formlega tekin í notkun í gær. Um er að ræða langstærsta og umfangs- mesta áfanga nýs fráveitukerfis fimm sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Nýja hreinsistöðin kostar um 2,2, milljarða en áætl- að er að fráveitukerfið kosti alls um 10 milljarða króna. Þegar hefur um 8,7 milljörðum króna verið veitt í framkvæmdirnar sem fjármagnaðar hafa verið með sér- stöku holræsagjaldi en um millj- arður til viðbótar fer í byggingu nýrrar dælustöðvar í Gufunesi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræsti vélbúnað og dælur stöðvarinnar sem ætlað er að þjóna norður- og austurhluta borgarinnar en einnig Mosfellsbæ frá og með næsta ári. Sagði Ingi- björg að mikið þrekvirki hefði verið unnið með lagningu nýs frá- veitukerfis og nefndi ylströndina í Nauthólsvík í því sambandi. Sveitarfélögin þrjú sem standa að verkefninu, auk Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, eru Garðabær, Kópavogur og Seltjarnarnes en alls búa um 155 þúsund manns eða 55% landsmanna á svæðinu sem kerfið nær til. Því er ætlað að safna saman, hreinsa og dæla öllu fráveituvatni frá byggðarlög- unum um tvær útrásir sem stað- settar eru við Klettagarða og Ánanaust sem tekin var í notkun fyrir fjórum árum. Að auki eru 26 dælustöðvar og brunnar á víð og dreif meðfram strandlengjunni sem sjá um að veita frárennslinu milli byggðarlaga og tengd eru saman með þrýstileiðslum. Skólpi dælt rúma 5 kílómetra út í Faxaflóa Nýja hreinsi- og dælustöðin við Klettagarða er alls um 2.300 fer- metrar að flatarmáli og er byggð á fyllingu í sjó. Ríflega helmingur hennar er neðanjarðar og er stöðin hugsuð sem stjórnstöð frá- veitukerfis höfuðborgarsvæðisins. Auk starfsmanna, sem fylgjast með að kerfið skili hlutverki sínu, er hátæknibúnaður notaður til að vakta kerfið allan sólarhringinn. Þegar dælustöðvar í stofnræsa- kerfi borgarinnar skila skólpinu inn í hreinsistöðina fer það fyrst í gegnum þar til gerðar síur sem hreinsa úr því möl, grjót og ann- að sýnilegt rusl. Úrganginum er safnað saman á jarðhæð stöðv- arinnar þar sem hann er urðaður. Að lokinn síun er skolpinu veitt í 8 metra djúpar gryfjur, svokall- aðar sand- og fituskiljur. Þar falla til botns efni sem eru eðl- isþyngri en vatn, einkum sandur, en olía, fita og önnur eðlisléttari efni fljóta upp á yfirborðið. Þar er þeim fleytt ofan af skólpinu með þar til gerðum búnaði og safnað saman til urðunar. Botn- falli er einnig dælt upp í safn- gáma og það urðað. Skólpinu er síðan dælt í útræsisbrunn og það- an út í Faxaflóa eftir neðansjáv- arlögn sem er á annan metra í þvermál og teygir sig ríflega 5,5 kílómetra út í Flóann. Til viðbótar hefur verið komið fyrir tæmingarbúnaði fyrir skólp- bíla og aðstöðu til seyrulosunar við Klettagarða. Í kynningarbæklingi um frá- veitukerfi höfuðborgarsvæðisins sem Reykjavíkurborg hefur sent frá sér kemur fram að á grund- velli niðurstaðna umfangsmikilla rannsókna á fráveituvatninu og viðtaka, þ.e. hafinu, sé ekki ástæða til að ætla að frekari hreinsun fráveituvatns muni hafa umhverfisbætandi áhrif. Mæl- ingar sýni ennfremur að frá- rennslið þynnist mun betur í haf- straumum Faxaflóa en útreikningar hafi gefið til kynna við undirbúning framkvæmda. Þess má geta að um 270 lítrar af skólpvatni falla til frá hverjum íbúa í Reykjavík á sólarhring. Framkvæmdum að fullu lokið árið 2006 Árið 2001 skrifaði Mosfellsbær undir samstarfssamning við Reykjavíkurborg en áætlað er að bærinn tengist fráveitukerfi höf- uðborgarsvæðisins árið 2003. Framkvæmdunum er skipt í þrjá áfanga og ráðgert að hefja vinnu við fyrsta áfanga strax í sumar. Í öðrum áfanga verksins er áætlað að tengja fráveitukerfi Mosfells- bæjar við Staðarhverfi í Reykja- vík og á þeim framkvæmdum að ljúka árið 2004. Einnig verður ný dælustöð í Gufunesi tekin í notk- un árið 2004 og mun hún þjóna Grafarvogi og Mosfellsbæ. Ráð- gert er að framkvæmdum við frá- veitukerfið í heild verði að fullu lokið árið 2006. Hreinsistöð og aðalútræsi við Klettagarða formlega tekin í notkun Umfangsmesta áfanga nýs fráveitukerfis lokið           !""#   $"%"" &' ()( *+ &' ,)- *+ "$.) /0 1% 2.$#" 3'#*3 4 5*6"4*) $6"") 13$$7.) 89"1% 1% ""7. :    Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræsti dælur og vélbúnað nýju hreinsistöðvarinnar við Klettagarða í gær að viðstöddu fjölmenni. FUNDUM Alþingis var frestað síð- degis í gær fram til septemberloka. Þar með er 127. löggjafarþingi lokið. Áður afgreiddið þingið frá sér ellefu lagafrumvörp og níu þingsályktun- artillögur. Samkomulag náðist um þingfrestun á fimmtudag en til að afgreiða þau mál sem lágu fyrir þinginu til samþykktar var fundað fram til kl. fimm aðfaranótt föstu- dagsins. Þing var síðan boðað kl. 14 í gær þar sem fram fóru atkvæða- greiðslur og kl. 16 var fundum þingsins frestað eftir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði les- ið upp forsetabréf þessa efnis. Að venju gaf forseti Alþingis, Halldór Blöndal, yfirlit yfir störf þingsins á liðnum vetri fyrir þing- frestun en í máli hans kom m.a. fram að samtals 138 þingfundir hefðu verið haldnir á liðnu löggjaf- arþingi. Lengsti fundurinn stóð yfir í um það bil 17 klukkustundir. „Lagafrumvörp (sem lögð voru fram) voru samtals 215. Af þeim voru stjórnarfrumvörp 135 og þing- mannafrumvörp 80. Af stjórnar- frumvörpum voru 111 afgreidd sem lög en óútrædd stjórnarfrumvörp eru 24. Þá urðu 8 þingmannafrum- vörp að lögum, einu var vísað til rík- isstjórnarinnar, en 71 þingmanna- frumvarp er óútrætt. Af 215 frumvörpum urðu alls 119 að lög- um,“ sagði Halldór. „Þingsályktun- artillögur (sem lagðar voru fram) voru alls 131. Af þeim voru stjórn- artillögur 25 og þingmannatillögur 106. Alls voru 37 tillögur samþykkt- ar sem ályktanir Alþingis, 4 var vís- að til ríkisstjórnarinnar og 90 eru óútræddar.“ Óvenju stutt þing Halldór greindi síðan frá því að þingfrestun í ár væri í fyrra lagi vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 25. þessa mánaðar. „Alþingi vill sýna sveitarstjórnum þá virðingu að hin pólitíska umræða í landinu næstu vikurnar snúist fyrst og fremst um sveitarstjórnar- mál og að landsmálin og Alþingi skyggi ekki þar á,“ sagði hann. Halldór nefndi einnig í lok ræðu sinnar að það væri eftirtektarvert að hlutur kvenna færi vaxandi í forystu þingstarfanna. „Konur fara nú með formennsku í 5 af 12 fastanefndum Alþingis og er það hærra hlutfall en fjöldi þeirra í þingmannahópnum segir til um. Við upphaf þessa kjör- tímabils tók Arnbjörg Sveinsdóttir við formennsku í félagsmálanefnd og Þorgerður K. Gunnarsdóttir við formennsku í allsherjarnefnd. Og í ársbyrjun 2000 varð Jónína Bjart- marz formaður heilbrigðis- og trygginganefndar. Með stuttu milli- bili hafa síðan tvö karlavígi fallið. Drífa Hjartardóttir varð fyrst kvenna til að taka við embæti for- manns landbúnaðarnefndar á sein- asta hausti og fyrir stuttu var Sig- ríður Anna Þórðardóttir kjörin formaður utanríkismálanefndar og er hún einnig fyrsta konan sem gegnir því embætti. Óska ég þeim til hamingju.“ Að síðustu þakkaði Halldór þing- mönnum fyrir samstarfið á liðnum vetri. Bryndís Hlöðversdóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, kom eftir þetta upp í pontu og þakk- aði Halldóri og þingmönnum sömu- leiðis fyrir samstarfið á liðnu þingi. Óvenju stuttu Alþingi var í gær frestað fram á haust vegna komandi sveitarstjórnarkosninga Hlutur kvenna vex í forystu þingsins PÁLL Bergþórsson, veður- fræðingur og fyrrverandi veð- urstofustjóri, telur að miðað við meðalhita á landinu á liðnum vetri megi búast við góðum heyfeng og góðu gróður- fari í sumar. Þá segir hann einnig að ekki þurfi að búast við hafís í ár. Páll hefur í áratugi sagt fyrir um þetta út frá með- alhita vetrarins í Stykkis- hólmi og segir hann spárnar hafa gengið eftir í stærstu dráttum. Hann segir meðal- hitann í Stykkishólmi nokkuð dæmigerðan fyrir meðalhit- ann fyrir landið allt. Hafi hann stuðst við meðalhita þaðan á tímabilinu október til apríl við spár sínar og á liðn- um vetri hafi hann verið 0,9 gráður. „Ég hef notað með- alhitann í Stykkishólmi, sem er afskaplega nærri meðal- hita byggðanna í landinu og gefur þannig sæmilega mynd,“ segir Páll og nefndi að einhver munur gæti verið á þessu en það hafi þó ekki sýnt sig vera svo mikið. Páll segir hitann í Stykkishólmi hafa verið þann sama og að meðaltali í október til apríl árin 1930 til 1960. Lofthitinn er góður mælikvarði Um hafísinn sagði Páll að hann færi eftir lofthita við Jan Mayen á haustin, þ.e. á tímabilinu ágúst til janúar. Segir hann útlit hafa verið fyrir íslaust ár og að sú spá standi enn, hann hafi aðeins nálgast miðin og ströndina við Vestfirði en einungis lítils háttar. Páll segir lofthitann ráðandi um sjávarhita og sé því góður mælikvarði enda fari allir vindar yfir sjó við Jan Mayen. „Ég tel því að það verði góður heyfengur hjá bændum og gróðursælt á landinu og ís- lítið jafnvel fram undir ára- mót,“ segir Páll og kveðst bjartsýnn á að spá sín stand- ist. Spáir góð- um hey- feng og gróðurfari í sumar Páll Bergþórsson Páll Bergþórsson býst ekki við hafís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.