Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 51
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 51
VORHÁTÍÐ barnanna í Dómkirkj-
unni verður haldin sunnudaginn 5.
maí. Hátíðin hefst kl. 11 í kirkjunni
þar sem Barnakórinn syngur, við
heyrum sögu, syngjum saman og
fáum frábæra trúða í heimsókn.
Eftir stundina fá þeir sem vilja fí-
gúrublöðrur og andlitsmálningu.
Pylsur verða grillaðar og við njót-
um fallegs umhverfis kirkjunnar og
samfélags hvert við annað. Við von-
um að sólin brosi við okkur og að
allir mæti með sumarskapið. Öll
fjölskyldan velkomin.
Dómkirkjan.
Barnakór
Hjallakirkju
BARNAKÓR Snælandsskóla kemur
í heimsókn í Hjallakirkju í guðs-
þjónustu kl. 11 sunnudaginn 5. maí.
Kórinn hefur komið reglulega og
sungið í kirkjunni undir dyggri
stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur.
Þetta er síðasta heimsóknin á þessu
vori og hvetjum við safnaðarfólk að
fjölmenna og hlýða á þau ungu
spreyta sig í kirkjunni. Sr. Hulda
Hrönn M. Helgadóttir þjónar í
guðsþjónustunni. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Vorferð barnastarfs
Háteigskirkju
LOKADAGUR barnastarfsins í Há-
teigskirkju er sunnudaginn 5. maí.
Í tilefni dagsins efnir söfnuðurinn
til vorferðar til Selfoss. Lagt verður
af stað frá Háteigskirkju klukkan
ellefu í stórri langferðabifreið.
Fyrsta viðkoman verður í safn-
aðarheimilinu á Selfossi þar sem við
borðum öll nestið okkar (hver og
einn taki með fyrir sig). Að því
loknu söfnumst við saman í Selfoss-
kirkju og eigum þar saman stutta
barnaguðsþjónustu sem sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir mun leiða.
Að barnaguðsþjónustu lokinni
ætlum við að leggja leið okkar í
sundlaug Selfoss. Þess vegna er
mikilvægt að taka með sér sundföt!
Ef vel viðrar að loknu sundi ætlum
við að koma við í fjörunni á Eyr-
arbakka á leiðinni heim. Áætlaður
komutími í Háteigskirkju er á milli
klukkan fjögur og fimm. Athugið
að gert er ráð fyrir þátttöku for-
eldra. Söfnuðurinn býður í rútu-
ferðina en hver fjölskylda þarf að
taka með sér nesti og peninga fyrir
sundinu. Börn 4 ára og yngri fá
frítt, 5 til 15 ára börn borga 60
krónur og 16 ára og eldri 180 krón-
ur. Allir velkomnir.
Þá viljum við benda á að Háteigs-
kirkja er komin í sumartakt og því
hefur sunnudagsmessan færst fram
til klukkan ellefu. Nánari upplýs-
ingar um safnaðarstarf Háteigs-
kirkju er að finna á heimasíðu
kirkjunnar www.hateigskirkja.is
og í nýútkomnum Háteigskirkjutíð-
indum. Þeim sem hafa ekki fengið
blaðið er bent á að hafa samband
við starfsfólk Háteigskirkju í síma
511 5400
Ferð eldri borgara
úr Garða- og
Bessastaðasókn
FARINN verður Suðurnesja-
hringur og lagt verður af stað frá
Vídalínskirkju kl. 10.
Við förum fyrst og heimsækjum
Sæfiskasafnið í Höfnunum og skoð-
um síðan gömlu kirkjuna á staðn-
um. Snæddur verður léttur hádeg-
isverður um kl. 12, á
veitingastaðnum Vitanum í Sand-
gerði. (Gómsæt sjávarréttasúpa,
gott brauð og smjör) Að loknum há-
degisverði förum við í skoðunarferð
um Útskálasókn. Leiðsögumaður
verður Reynir Sveinsson, formaður
sóknarnefndar. Útskálakirkja og
Hvalsneskirkja skoðaðar. Reynir
gjörþekkir þetta svæði og síðan
munum við enda á Fræðasetrinu í
Sandgerði.
Um kl. 14.15 leggjum við af stað
að orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í
Svartsengi. Við förum í ,,Gjána“
þar sem jarðsaga Íslands er kynnt
m.a. Um 15.45, kaffihlaðborð á veit-
ingastaðnum Jenný við Bláa lónið.
Lagt af stað í bæinn um kl. 16.45
og gert ráð fyrir heimkomu að Ví-
dalínskirkju um kl. 17.30.
Kostnaði er still mjög í hóf og er
verð fyrir manninn 1.000 kr. Mæt-
um vel eins og alltaf og njótum
dagsins hvert með öðru. Vinsam-
lega skráið ykkur í Kirkjuhvoli í
síma 565-6380.
Sóknarnefndir Garða- og Bessa-
staðasóknar, prestar og djákni
safnaðanna.
Uppskeruhátíð barna-
og unglingakóra
Bústaðakirkju
LOKATÓNLEIKAR barna- og ung-
lingakóra Bústaðakirkju verða kl.
16 sunnudaginn 5. maí.
Flutt verður létt og skemmtileg
tónlist úr ýmsum áttum. T.d. verður
flutt lagasyrpa úr Jesús Kristi Súp-
erstjörnu eftir A.L. Webber, einnig
lög eftir bresku Bítlana og sænsku
Abbahljómsveitina. Einnig verður
kirkjuleg tónlist sungin og leikin.
Auk þjóðlaga ýmissa landa. Í vetur
hafa verið 5 barna- og unglingakór-
ar við kirkjuna, Englakór fyrir 5–6
ára börn, Barnakór fyrir 7–10 ára
börn, Stúlknakór fyrir 10–12 ára
stúlkur og Kammerkór fyrir 12 ára
og eldri. Einnig er Bjöllukór við
kirkjuna. Stjórnandi kóranna er Jó-
hanna V. Þórhallsdóttir og um pí-
anóleik sér Pálmi Sigurhjartarson.
Þingvallaferð
sunnudagaskóla
Hafnarfjarðarkirkju
Á MORGUN, sunnudag, munu
sunnudagaskólar Hafnarfjarð-
arkirkju fjölmenna í árlega vorferð
sína til Þingvalla.
Lagt verður af stað með rútum
frá Hvaleyrarskóla kl. 10.45 og frá
kirkjunni kl. 11 og ekið sem leið
liggur austur yfir Mosfellsheiði. Á
leiðinni verður sungið og trallað að
venju við gítarundirleik.
Á Þingvöllum verður gengið nið-
ur Almannagjá og á Lögberg þar
sem sr. Þórhallur Heimisson segir
frá því sem fyrir augu ber. Frá Lög-
bergi verður haldið til Þingvalla-
kirkju en þar fer fram síðasti
sunnudagaskóli vetrarins. Þar
verða m.a. afhent verðlaun fyrir
bestu mætinguna í vetur. Heim-
sókninni til Þingvalla lýkur með
grillveislu við þjónustumiðstöðina
þar sem grillaðar verða pylsur í
gríð og erg og farið í leiki á völl-
unum. Áætluð heimkoma er kl. 15.
Allir leiðtogar taka þátt ásamt sr.
Þórhalli og sr. Þórhildi. Allir
krakkar sem hafa tekið þátt í starf-
inu í vetur eru velkomnir að slást í
för ásamt afa og ömmu, pabba og
mömmu og systkinum. Ferðin er í
boði sóknarnefndar Hafnarfjarð-
arkirkju.
Messa, fyrirlestur
og sálmaveisla
Á BÆNADEGI þjóðkirkjunnar,
sunnudaginn 5. maí, verður messa
og barnastarf kl. 11 í Hallgríms-
kirkju. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Mót-
ettukórinn syngur og Hörður Ás-
kelsson verður orgelleikari. Barn-
starfinu stýrir Magnea
Sverrisdóttir en að þessu sinni
verður þar flutt leikritið Ævintýri
Kuggs og Málfríðar. Eftir messu fá
börnin pylsu og ávaxtasafa. Þá
verður boðið upp á fyrirlestur í kór-
kjallara kirkjunnar um efnið Hjálp í
stríði og friði. Þórir Guðmundsson,
upplýsingafulltrúi Rauða krossins,
flytur erindi og að því loknu verða
umræður um efnið. Þeir sem taka
þátt í þessum fundi fá brauð og
kaffi í kórkjallara strax að messu
lokinni. Áhugahópur Hallgríms-
kirkju um kristniboð og hjálp-
arstarf stendur að þessari samveru,
en áhugahópurinn vill vekja fólk til
umhugsunar um málefni er snerta
kristniboð og hjálparstarf víða um
lönd.
Kl. 17 verður Sálmaveisla í kirkj-
unni. Söngstund við orgelið. Sungn-
ir fjölbreyttir sálmar í sálmabók-
inni með orgelleik þátttakenda á
námskeiði hjá Mattias Wager í sam-
vinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar.
Aðgangur er ókeypis.
50, 60 og 70 ára
fermingarbörn í
Hafnarfjarðarkirkju
Á BÆNADEGI þjóðkirkjunnar,
sunnudaginn 5. maí, munu 50, 60 og
70 ára fermingarbörn Hafnarfjarð-
arkirkju sækja þar messu kl. 14.
Þau voru fermd á krepputíð 1932, í
miðju stríði 1942 og á endursköp-
unartímaskeiði eftirstríðsára 1952.
Þau hafa lifað margvísleg umskipti
og breytingar í samfélagi og ver-
aldarsögu og hafa margs að minn-
ast frá fyrri tíð sem rifjast upp við
endurfundi.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason sókn-
arprestur þjónar við messuna. Eftir
messu hittast fermingarbörnin í
samkvæmi í Hásölum Hafnarfjarð-
arkirkju.
Prestar og sóknarnefnd.
Gospelkórinn
í Léttmessu
í Árbæjarkirkju
ÞAÐ MÁ með sanni segja að það
verði rífandi gospelstemmning í Ár-
bæjarkirkju á sunnudagskvöld kl.
20:00. Hinn frábæri gospelkór
kirkjunnar mun leiða söngin undir
styrkri stjórn Pavel Manasek. En
kórin hefur getið sér gott orð fyrir
að koma gleði gospelsins til skila á
lifandi hátt. Lagavalið er einkar
vandað en fluttar verðar nokkrar af
helstu perlum gospeltónlistarinnar.
Í Léttmessunni munu unglingar
úr æskulýðsfélagi Árbæjarkirkju
flytja bænir og afhenda Hjálp-
arstarfi kirkjunnar á annað hundr-
uð þúsund króna sem söfnuðust í
Biblíumaraþoni í febrúar. Sr. Þór
Hauksson sóknarprestur þjónar
fyrir altari og Erla Guðrún Arn-
mundardóttir æskulýðsfulltrúi
KFUMogK flytur stutta hugvekju.
Eftir messu verður síðan boðið
uppá kaffi og konfekt í safn-
aðarheimilinu og félagar úr æsku-
lýðsfélaginu verða með kökubasar
til styrktar ferðasjóði félagsins.
Ekki vanrækja andlegu hliðina,
láttu sjá þig í Léttmessu.
Málsverður
eldri borgara
í Grensáskirkju
Á UPPSTIGNINGARDAG, fimmtu-
daginn 9. maí, er að venju dagur
aldraðra í kirkjum landsins.
Í Grensáskirkju er guðsþjónusta
kl. 11. Þar þjónar sóknarprest-
urinn, sr. Ólafur Jóhannsson.
Kirkjukór safnaðarins syngur undir
stjórn organistans, Árna Arinbjarn-
arsonar.
Að guðsþjónustu lokinni er bor-
inn fram veglegur málsverður í
safnaðarheimili kirkjunnar. Konur
í Kvenfélagi Grensássóknar sjá um
matinn eins og svo oft áður. Kostn-
aði er stillt í hóf og verðið er ekki
nema kr. 1.500,- á mann.
Grensássöfnuður tekur fagnandi
á móti öllum sem vilja taka þátt í
borðhaldinu en vegna undirbúnings
er mikilvægt að væntanlegir mat-
argestir tilkynni þátttöku sína í síð-
asta lagi þriðjudaginn 6. maí í síma
553 2750.
Vorhátíð
í Dómkirkjunni
Morgunblaðið/Ómar
Bessastaðakirkja.
MINNINGAR
/
0
'
1 '
1
/
5.>(?45 1" 20*A
, & 0 .
*!
0
"%
"
-,2"
#
$
! &' %'* +""
< 6"/ +"" ! *! )
! @/ % 2+! +""
) *! / +"" =>@
5!*! / +"" ,1
' 1 .
/
0
'
1
1
>(?445 1! '"!BA
", 2.
( ! "0 >@+""
& >@+"" ) ! %
( *! >@+""
< +"" "&@ 5 + 6
) +! ( >@ 2/ 5 +
' ' .
/
0
'
1 '
1
(5.
?545 :0*1
3 & + .
(12+! / +""
%&' 2& ! 2&
/
( <+ +3'
"&@ (
' .
C
+ 2 !-"=*
*
!
3
#
+
(+ 4 +
5
-%%.
6
" 1 0 ! :0! ++"" - !*! +
0 ! 4 ! :0! +
:0! ++"" 5 "5 "
!*! +! - :0! + - +
' ' .
<
1 @ & "'*!
5 0*!D
5 ! ,
+
2 +
5
-,..
/2 &' +""
" 1 0 +"" - ! *
: *! +""
< " "0 +"" ( 0! ) ( 0
5* &' +"" %&'
!*! +! - (.1=+""
' ' .