Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 40
LISTIR
40 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NEMENDALEIKHÚS Listahá-
skóla Íslands frumsýnir í kvöld
Sumargesti eftir Maxím Gorkí á
hinu Nýja sviði Borgarleikhússins.
Þar hefur Nemendaleikhúsið gengið
til samstarfs við eitt af helstu at-
vinnuleikhúsum landsins en Guðjón
Pedersen stýrir uppfærslunni.
Um er að ræða lokaverkefni og
um leið útskriftarverkefni leiklistar-
nema Listaháskólans og verður
frumsýningin því stór stund í lífi
hópsins sem telur þau Arnbjörgu
Hlíf Valsdóttur, Brynju Valdísi
Gísladótttur, Gísla Pétur Hinriks-
son, Ívar Örn Sverrisson, Ólaf Egil
Egilsson, Tinnu Hrafnsdóttur, Unni
Ösp Stefánsdóttur og Vigdísi
Hrefnu Pálsdóttur. Þegar blaðamað-
ur náði tali af hópnum rétt fyrir há-
degismat daginn fyrir frumsýningu
var þó ekki að sjá annað en að þar
færi flokkur ungra leikara sem
gengi sterkur til leiks inn í leiklist-
arlíf landsins. „Það hafa verið mikil
forréttindi að fá tækifæri til að fara í
þetta samstarf við Borgarleikhúsið.
Samvinnan við þá reyndu listamenn
sem starfa með okkur mjög lær-
dómsrík og gefandi, en um leið
finnst okkur í útskriftarhópnum
ákaflega gott að geta stigið þetta
fyrsta skref á atvinnuleiksviði í
verndandi návist hvers annars.
Þannig verður stökkið milli hins
örugga skólaumhverfis og hins stóra
heims ekki alveg eins stórt,“ segir
Unnur Ösp og bendir jafnframt á að
samstarf milli skólans og atvinnu-
leikhúsanna í útskriftarverkefnum
sé stefna sem haldið verður áfram í
framtíðinni. „Það er dálítið gaman
að Guðjón skuli leikstýra okkur í
þessari útskriftarsýningu, því hann
kenndi okkur á fyrsta ári í skólan-
um. Kannski má segja að hann hafi
fylgt okkur frá upphafi til loka
námsins, því hann sat í inntöku-
nefndinni og var því með okkur í því
ferli og fylgir okkur nú úr hlaði með
þessari sýningu.“ Auk útskriftar-
hópsins leika í sýningunni leikarar
úr röðum leikhóps Leikfélags
Reykjavíkur, þeir Björn Ingi Hilm-
arsson, Ellert Ingimundarson, Ólaf-
ur Darri Ólafsson og Sigurður
Karlsson.
Í Sumargestum, sem Maxim
Gorkí skrifaði árið 1904 og Peter
Stein gerði síðar fræga leikgerð að,
segir frá hópi fólks sem dvelst í sum-
arhúsum sínum skammt utan borg-
arinnar. Í verkinu leggur Gorkí mat
á þá ungu kynslóð menntafólks sem
setti mark sitt á rússnesk samfélag í
kringum aldamótin 1900. „Verkið
fjallar um fólk sem hefur það mjög
gott en er ákaflega upptekið af sjálfu
sér. Fyrir vikið er hópurinn dáðlaus
og ófær um að taka á sig samfélags-
lega ábyrgð. Ólíkt verkum Tsjekovs,
sem tókst á við áþekka hluti, endar
verk Gorkís með því að einhver tek-
ur af skarið og ákveður að hreyfa við
stöðnuninni,“ segir Gísli Pétur.
Þó að verkið sé samið fyrir rúmri
öld segja leikararnir að það eigi enn
mjög lifandi erindi við samtímann. „Í
leikstjórninni lagði Guðjón mikla
áherslu á að við værum að fjalla um
raunverulegt fólk með áþreifanlegar
tilfinningar. Þannig reynir sýningin
mjög á persónusköpun og tilfinn-
ingalega tjáningu sem hefur mjög
breitt litróf frá höfundarins hendi.
Þetta verk varð ekki síst fyrir valinu
með það að leiðarljósi að við gætum
sýnt átök og tilfinningalegar tog-
streitur,“ segir Tinna. „Verkið er
magnað og kraftmikið og vonumst
við til þess að sem flestir komi að sjá
sýninguna.“
Að taka af
skarið
Vaskur hópur útskriftarnema úr leiklistar-
deild Listaháskólans stígur á svið Borg-
arleikhússins í kvöld og flytur gestum
kraftmikið leikrit eftir Maxím Gorkí sem á
að þeirra mati lifandi erindi við samtímann.
Heiða Jóhannsdóttir leit inn á æfingu.
heida@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Sumargestir eftir Maxím Gorkí sem sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhúss-
ins er lokaverkefni útskriftarhóps leiklistardeildar Listaháskólans.
Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir,
Brynja Valdís Gísladótttir, Gísli
Pétur Hinriksson, Ívar Örn Sverr-
isson, Ólafur Egill Egilsson, Tinna
Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir,
Björn Ingi Hilmarsson, Ellert Ingi-
mundarson, Ólafur Darri Ólafsson
og Sigurður Karlsson.
Leikhljóð: Jakob Tryggvason.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Búningar:
Stefanía Adolfsdóttir.
Leikmynd: Gretar Reynisson.
Leikstjóri: Guðjón Pedersen.
Þýðing: Árni Bergmann.
Sumargestir eftir Maxím Gorkí
ÞAÐ VAR líf og fjör í galleríi
Skugga á Hverfisgötunni þegar
blaðamaður leit inn á sýningu
þeirra Kristins Pálmasonar og
Gulleiks Lövskars á föstudaginn.
Kona í svartri kápu með hliðar-
tösku rýndi í málverk Kristins, en
önnur í brúnni kápu og með hatt
mátaði stólana sem Gulleik hefur
hannað. Tvær stássmeyjar frá
nítjándu öld gerðu sig heimakomn-
ar í hvítum krínólínkjólum meðan
ljósmyndari smellti af þeim mynd-
um þar sem þær reyndu að koma
krínólínunni og sjálfum sér fyrir í
Rugga, en svo heitir mjög sér-
stakur viðarstóll Gulleiks. Það
kom á daginn að stássmeyjarnar
voru námsmeyjar og gjörningur-
inn hluti af námsverkefni þeirra
um brúðkaup. En óvæntar uppá-
komur mega ekki trufla þegar tala
á við listamenn og við setjumst
niður í eldhúsi og tökum tal sam-
an.
Gulleik: „Við Kristinn kynnt-
umst í London, þar sem hann var
að mála og ég að hanna. Við fórum
að ræða hugmyndir okkar, muninn
á listaverki og hönnun. Við unnum
saman að því sem við kölluðum
dzt, þar sem við buðum myndlist-
armönnum að vinna með gjörn-
inga, ljóð, hljóð og myndbönd.
Þessi samvinna snerist mest um
skipulag.“
Kristinn: „Í þessu verkefni vor-
um við að stilla upp fólki til að
horfa á listina, öfugt við það sem
er í galleríum, þar sem listin er
kyrr, en fólkið gengur um og inn
og út. Verkið sem við unnum sam-
an og er hérna í Klefanum er svo-
lítið tengt þessu. Þú sest niður og
þú verður að horfa á verkið fyrir
framan þig. Ef þú hins vegar sest
öfugt á stólinn, þá er listin bara
bakgrunnur fyrir þig.“
Gulleik: „Við höfum mikið verið
að spá í hvað list sé, og hvar mörk-
in við eitthvað annað liggja, eins
og milli listaverksins og hönnunar-
innar. Við leikum okkur með það í
þessum verkum, en erum alveg
meðvitaðir um það að annar okkar
er hönnuður og hinn listamaður.
En verkin mín hérna eru þessir
stólar, viðarstólar og einn úr
steypu. Mig langaði að búa til stóla
sem gæfu fólki tækifæri til að sitja
pínulítið öðruvísi en venjulega. En
þetta er líka leikur með form og
tækni. Aðferðin sem ég nota við að
beygja viðinn er ný, en þó gömul.
Alvar Aalto notaði hana talsvert,
en hún er ekki mikið notuð í dag.
Steypustóllinn varð þannig til að
ég var að hugsa um að hægt væri
að gera hvað sem er úr steypu.
Steypan er hörð og stíf, en með
svona stól er hægt að einfalda
hlutina þannig að allur óþarfi er
tekinn burt.“
Ólík áferð viðar og steypu er
nokkuð sem liggur í augum uppi í
stólum Gulleiks, en áferð er líka
mikilvægt atriði í list Kristins.
Tvær stórar dökkar myndir, and-
spænis hvor annarri og ein minni,
spegill, með krómkenndri áferð
striga; maður gæti verið að horfa á
sjálfan sig á striga; sjálfan sig sem
málverk, en sýnin er þó ekki skýr.
Kristinn: „Það er stutt á milli
áferðar og mynsturs. Stóru verkin
vildi ég hafa mjög lík, en ekki eins.
Hver lína er eins og fjölfölduð, en
er ekki eins. Ég er að velta fyrir
mér spurningunni um það sem er
einstakt, kannski listaverkinu and-
spænis því sem er fjöldaframleitt;
– eins og hönnun. Spegilverkið er
öðruvísi, en samt tengt hinum.
Áferðin á því er einhvers konar
myndlíking fyrir málverk. Er
þetta málverk, eða eitthvað allt
annað? Þetta er aðferð sem ég hef
verið að prófa mig áfram með. Ég
set striga á spegilinn og spreyja
yfir með krómmálningu. Þegar ég
tek strigann svo af verður áferð
hans eftir í króminu og skapar
þessi áhrif. Það er líka spurning
um hvort þessi verk mín séu fí-
gúratív eða abstrakt. Þau eru ab-
strakt, en fígúratív upp að vissu
marki. Element fígúrunnar er þó í
þeim.
Þegar fer að rökkva fer maður
að sjá alls kyns hluti í stóru verk-
unum og sama má segja um speg-
ilverkið. Um leið og þú lítur í verk-
ið, ert þú orðin hluti af því.“
Sýningin í Skugga stendur til 5.
maí og galleríið er opið alla daga
frá kl. 13-17.
Kristinn Pálmason og Gulleik Lövskar sýna í Skugga
Að horfa á málverk eða
hafa það sem bakgrunn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristinn Pálmason og Gulleik
Lövskar við verk sitt í Klefanum.
SIGTRYGGUR Bjarni Baldvinsson
opnar í dag sýningu á þrettán nýjum
málverkum í Englaborg, Flókagötu
17. Sýninguna nefnir listamaðurinn
Treemix-Remix og leitast hann við
að fanga á óhefðbundinn hátt það líf-
ræna hljómfall sem svo mörgum
ljóðrænum landslags- og afstrakt-
málurum hefur verið hugstætt sl.
áratugi. Málverkin eru unnin út frá
ljósmynum af vorbrumi trjánna í
Norðurmýrinni. Ljósmyndirnar eru
endurunnar í tölvu. Enn frekari úr-
vinnsla fer svo fram í málunarferlinu
sjálfu. Þessu ferli má líkja við endur-
hljóðblöndun eða remix og skýrir
það yfirskrift sýningarinnar, segir
listamaðurinn.
Sýningin er opin daglega kl. 14–18
og henni lýkur 19. maí.
Í Hallgrímskirkju stendur nú yfir
sýning á verkum Sigtryggs og lýkur
henni 20. maí.
Verk eftir Sigtrygg
Bjarna Baldvinsson.
Ný málverk
í Englaborg
SÝNING á verkum Helga Þorgils
Friðjónssonar verður opnuð í Gall-
erí Kambi, Rangárvallasýslu, í
dag, laugardag. Á sýningunni eru
teikningar og landslagsmyndir og
nefnist hún Hugsólir.
Um verkin á sýningunni segir
listamaðurinn m.a.: „Þetta er sam-
ansafn teikninga eða mynda sem
unnar eru á pappír með mismun-
andi efni frá hinum og þessum
tímum, sem eru kannski frekar
hugrenningar en það sem flestir
skilja sem teikningar, sem kveikja
á örskömmum tíma neista sem er
kviksettur á pappírnum á þeirri
stundu sem sindraflóðið á sér stað
í vitundinni. Með langri þjálfun er
komið beintengi fingurgóma við
heilann. Það verður eins og gamla
símamiðstöðin, þar sem símastúlk-
urnar gáfu beint samband við
þann sem maður vildi tala við, með
því að stinga tengi í samband á
skiptiborðinu. Þá var maður hvar
sem verða vildi á hnettinum, eða í
sýslunni eða á landinu. Kannski í
allt öðrum menningarheimi. Allt
öðru umhverfi. Þannig er það ein-
mitt þegar þú ert fyrir framan
teikningarnar, þú ert þar og ein-
hvers staðar annars staðar á sama
tíma.
Málverkin á sýningunni eru
landslagsmyndir. Ég hef gert eina
og eina landsagsmynd á hverju ári,
í áraraðir, ef að undan eru skilin
nokkur ár í kringum skólagönguna
og fyrst á eftir.“
Sýningin er opin alla daga, nema
miðvikudaga, og stendur til 2. júní.
Eitt verka Helga
Þorgils Friðjónssonar.
Helgi Þorgils
sýnir í Kambi
FALLEGUR þýddi upprunalega
sölulegur og segja má að verk Bjarna
Þórs lúti fyllilega þeim lögmálum.
Hann reynir hvorki að bregða nýju
ljósi á myndlistina né gerast of per-
sónulegur í tjáningu heldur kýs að
halda sig í einu öllu við viðtekin mið í
tækni og tjáningu. Myndefnið er létt
og ljúft – ljótar tungur mundu segja
það ísætt og pempíulegt – og lýsir oft-
ast manni og konu í sólskini, eða hesti
á ferð.
Það er í sjálfu sér merkilegt að
myndefni Bjarna Þórs skuli einmitt
vera það sama og Marcel heitinn Du-
champ dró upp árið 1911, af Pilti og
stúlku fagna vorinu. Spyrja má hver
staða Duchamp hefði orðið í listasög-
unni væri sú mynd hans síðasta?
Segja má að slík hugdetta sýni það
eitt hve samhengi í þróun höfundar-
verks skiptir miklu máli.
Hér skal því ekkert fullyrt um það
hvort Bjarni Þór nái flugi í framtíð-
inni eður ei. Hann býr yfir lipurri
tækni sem sannar að hann þarf ekki
að hafa áhyggjur af aðferðarfræðinni.
Hitt er verra að inntakið er harla rýrt.
Það er því spurning hvort hann sé
reiðubúinn að draga eilítið niður í
hinu fallega í myndum sínum og fita í
staðinn önnur og marktakari gildi.
Það gæti að vísu kostað hann eitthvað
af rauðum punktum en í staðinn
mundu verk hans öðlast þroska sem
þau búa ekki yfir að öllu óbreyttu.
MYNDLIST
Gallerí List, Skipholti
Til 4. maí. Opið mánudaga–föstudaga frá
kl. 11–18, en laugardaga frá kl. 11–16.
MÁLVERK
BJARNI ÞÓR
Falleg verk
Halldór Björn Runólfsson
Verk á sýningu Bjarna Þórs.