Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 30

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 30
ERLENT 30 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KANNANIR gefa til kynna að Jacq- ues Chirac Frakklandsforseti sigri andstæðing sinn, Jean-Marie Le Pen, með yfirburðum á morgun í seinni umferð forsetakosninganna, fái jafn- vel um 80% atkvæða. Erfitt er hins vegar að fullyrða mikið um stöðuna undir lok baráttunnar þar sem bann- að er að gera kannanir síðustu vikuna fyrir kosningar í Frakklandi. Sumir fjölmiðlar sögðu að franska leyni- þjónustan hefði nýlega gert leynilega könnun sem gæfi til kynna að Le Pen, sem er 73 ára gamall, fengi 42% fylgi og ekki væri hægt að útiloka að hann ynni. Og stjórnmálafræðingurinn Jean-Luc Parodi var ekki bjartsýnn að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende. Hann segir það „vitfirr- ingu“ að gera ráð fyrir að 80% muni styðja Chirac. „Menn ættu ekki að misskilja kjósendur. Mikill ótti ríkir í þjóðfélaginu og viðmiðanir þess hafa sumar hverjar farið forgörðum,“ sagði Parodi. Fréttaskýrendur töldu ljóst að al- mennur stjórnmálaleiði og óánægja með þá Chirac og Lionel Jospin, for- sætisráðherra og frambjóðanda sósí- alista, hefði tryggt Le Pen annað sætið í fyrri umferðinni. En margir benda einnig á að hefðbundnir franskir stjórnmálaleiðtogar hafi misst allt jarðsamband við kjósendur og dagleg vandamál þeirra, einkum er í því sambandi átt við málefni eins og vaxandi glæpafár og andúð á inn- flytjendum, óöryggi vegna heims- væðingar og rótgróið atvinnuleysi meðal ungra Frakka. Margir Frakk- ar eru einnig ósáttir við samruna- stefnu Evrópusambandsins. Landsfaðir eða flokkspólitíkus Almennt er þó, að sögn AFP- fréttastofunnar, gert ráð fyrir því að Chirac sigri með yfirburðum en liðs- menn gaullistaflokks hans, RPR, eru margir farnir að velta fyrir sér eft- irleiknum. Hver verður staða forset- ans og hægriflokkanna þegar þing- kosningar verða haldnar í júní? Formleg völd fransks forseta eru ekki mikil en hann getur þó haft úr- slitaorðið í utanríkismálum og að sjálfsögðu mikil óbein áhrif á almenn- ingsálitið. Forsætisráðherrann og sósíalist- inn Lionel Jospin hefur ákveðið að segja af sér strax að loknum forseta- kosningunum og samkvæmt lögum á Chirac þá að skipa nýjan forsætisráð- herra er myndar ríkisstjórn sem þarf að njóta stuðnings á þingi. Ef hann velur til þess hægri- eða miðjumann getur orðið þrautin þyngri að finna einhvern sem borgaraflokkarnir sameinast um. Og forsetinn hefur reynt að tryggja sér sigur á Le Pen með því að sameina alla gegn öfga- manninum, sem margir álíta að sé ný- fasisti. Flestir leiðtogar vinstrimanna, Jospin og aðrir, hafa hvatt kjósendur sína til að velja Chirac fremur en Le Pen, nú verði allir að leggjast á eitt til að stöðva fram- gang kynþáttahaturs og hægriöfga. En spurningin er hvort Chirac getur þá leyft sér að reyna að efla hægriflokkana fyrir þingkosningarnar með því að fela manni úr þeirra röðum stjórnar- forystuna í nokkrar vik- ur fram að kosningum. Er landsfaðirinn þá ekki farinn að blanda sér um of í deilur flokk- anna? Hefðbundnar deilur vinstri- og hægriflokkanna um völdin gætu orð- ið vatn á myllu Le Pens og annarra öfgamanna. Sósíalistar eru einnig í vanda, þeir þurfa að finna í snatri nýj- an leiðtoga í stað Jospins og fái Le Pen meira fylgi en flestir búast við, jafnvel 30%, gæti það þýtt vind í segl- in fyrir þjóðernisöfgamennina í Þjóð- fylkingu (FN) hans. Chirac á erfitt val fyrir höndum ef hann vinnur og getur ekki látið duga að baða sig í ljóma embættisins sem hann loks hreppti 1995 eftir að hafa verið áratugum saman meðal þekkt- ustu leiðtoga Frakka. Hvað gerist hins vegar ef svo ótrúlega fer að Le Pens sigri virðist ekki vera ofarlega á baugi meðal fréttaskýrenda. Nokkrir svartsýnismenn sögðu þó þegar eftir fyrri umferðina og óvænt annað sæti Le Pens að borgarastyrjöld gæti orð- ið í landinu. Spilling og trúverðugleiki Ímynd Chiracs í hugum flestra kjósenda er honum ekki að öllu leyti til framdráttar í baráttunni við þjóð- ernisöfgamanninn Le Pen. Þorri landsmanna trúir ekki forsetanum þegar hann segist gjarnan vilja bera vitni í málaferlum vegna fjársvika flokksmanna hans í embættistíðinni sem borgarstjóri Parísar en geti það ekki: forseti geti nefnilega ekki staðið í vitnastúkunni. Sjálfur neitar hann einlæglega að hafa vitað nokkuð um ólöglegt athæfi undirmanna sinna en fáir trúa honum, þrátt fyrir sárt augnaráð hans og hneykslunarsvip- inn í viðtölum þegar hann er vændur um spillingu. Og þótt Frakkar við- urkenni að hin 69 ára gamli Chirac hafi ákveðinn þokka til að bera, kalli hann jafn- vel „góðan strák“ hafa skoptímarit gefið hon- um auknefnið „Ofurlyg- arinn“ og kalla hann vindhana. Svo oft hefur hann skipt um skoðun að því er virðist fyrir- hafnarlaust. Hægrimaðurinn Chirac var eitt sinn andvígur Evrópusam- bandinu en er nú ákafur stuðningsmaður. Hann mælti með því að Frakkar fleygðu frank- anum og tækju upp evru. Er hann var forsætisráðherra lagði hann áherslu á vilja sinn til að beita málamiðlunum og koma í veg fyrir félagslegan klofning í samfélag- inu en gerði síðan eindreginn frjáls- hyggjumann að fjármálaráðherra. Hann veitti heimild til að franskir vís- indamenn sprengdu í tilraunaskyni kjarnorkusprengjur á frönskum kóraleyjum á Kyrrahafi en síðar lýsti hann sjálfum sér sem dyggum um- hverfisverndarsinna. Og enn eitt málið hefur varpað skugga á trúverðugleika Chiracs og manna hans. Dagblaðið Le Monde fullyrðir að nánir samstarsfmenn Chiracs hafi aðstoðað Le Pen við að afla undirskrifta þeirra 500 háttsettu embættismanna sem forsetaefni þarf að sýna til að mega bjóða sig fram. Vitað var að Le Pen gekk illa að fylla töluna en blaðið segir að um 90 emb- ættismenn hafi skrifað undir vegna þrýstings frá talsmanni Chiracs á fundi í París fyrir páska. Ekki er al- veg ljóst hvert markmiðið var en þess ber að geta að varla trúði því nokkur maður utan Þjóðfylkingar Le Pens að hann yrði annar tveggja í seinni um- ferð forsetakjörsins. Blaðið segir að menn hafi óttast viðbrögð almenn- ings ef „Kerfið“ meinaði þannig Le Pen að bjóða sig fram, hann gæti hagnast á því pólitískt þegar upp væri staðið. „Frakkar eru í mikilli klípu ogh hún mun valda miklum erf- iðleikum næstu árin.“ Le Pen hefur ekki síst valdið ótta marga vegna ummæla sinna um út- lendinga í Frakklandi og er þá fyrst og fremst átt við múslima frá Norð- ur-Afríku. Milljónir fólks frá fátæk- um Afríkulöndum hafa sest að í Frakklandi og sums staðar er mikil spenna í sambúð þeirra við innfædda Frakka. Þótt atvinnuleysi hafi minnkað nokkuð síðustu árin er það enn hátt í 10% og hlutfallið mun hærra meðal ungs fólks og innflytj- enda. Árekstrar eru tíðir og kenna Frakkar innflytjendum um háa glæ- patíðni í nokkrum stærstu borgum landsins, bent er á tölulegar upplýs- ingar því til sönnunar. Fólk krefst „laga og reglu“ og margir hafa misst trú á aðferðum hefðbundinna stjórn- málamanna sem ekki hafa getað dregið úr glæpum. Le Pen lofar að leysa vandann með því að innflytj- endur verði hreinlega reknir úr landi. Hann spilar einnig hiklaust á kyn- þáttafordóma sem vitað er að ekki eru síður útbreiddir meðal Frakka en annarra Evrópuþjóða. Ekki flekklausir skildir En Chirac er ekki heldur með hreinan skjöld heldur í þeim efnum og 1992 andmælti hann því að fólk frá þriðja heiminum fengi landvistarleyfi fyrir ættingja sem oft reyndust ótelj- andi og auk þess fylgdi þessu fólki „fnykur“, að sögn sagnfræðingsins Marks Masowers í bókinni The Dark Continent. Enn aðrir sóttu á sömu mið og Le Pen, um þetta leyti var byrjað að fjara undan franska komm- únistaflokknum vegna hrunsins í austri og nú olli það uppnámi er flokksmálgagnið L’Humanité birti grein þar sem varað var við óheftum innflutningi vegna þess að innflytj- endur rændu störfum frá Frökkum. Ekki hefur framtak blaðsins dugað til að stöðva Le Pen en fylgi hans í fyrri umferð forsetakjörsins reyndist einmitt óvenju mikið í hefðbundnum kjördæmum verkamanna. Flokkur hans er eftir úrslitunum að dæma orðinn öflugastur franskra flokka meðal verkamanna. AP Jacques Chirac var vel fagnað er hann hélt fund í gær í Chalons en Champagne í Austur-Frakklandi. Jean-Marie Le Pen Sameiningartákn- ið Chirac í vanda ’ Hefðbundnar deilur vinstri- og hægriflokkanna um völdin gætu orðið vatn á myllu Le Pens og annarra öfgamanna. ‘ Flestir gera ráð fyrir að Jacques Chirac forseti sigri Jean-Marie Le Pen í forsetakosningunum í Frakklandi. En fái hinn síðarnefndi verulegan stuðning umfram flokksfylgið í síðari um- ferðinni gæti staða Þjóðfylkingar hans orð- ið mun sterkari en ella í þingkosningunum í júní. TVEIMUR mánuðum fyrir hryðju- verkin í Bandaríkjunum vakti starfs- maður FBI, bandarísku alríkislög- reglunnar, í Arizona athygli höfuðstöðvanna í Washington á því, að allmargir menn frá Miðaustur- löndum væru við flugnám í banda- rískum flugskólum. Lagði hann til, að það yrði skoðað nánar. Í höfuðstöðvunum voru þessar upplýsingar sendar til athugunar hjá hryðjuverkasérfræðingum í Wash- ington og New York og var verið að ræða allsherjareftirlit með skólun- um þegar hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða 11. september. Er þetta haft eftir ónefndum, banda- rískum embættismönnum. Upplýsingar um það, sem Banda- ríkjamenn vissu fyrir hryðjuverkin, hafa verið að koma fram að undan- förnu. Fyrir mánuði var upplýst, að yfirvöld á Filippseyjum hefðu varað FBI við því strax 1995, að nokkrir menn frá Miðausturlöndum væru við flugnám í Bandaríkjunum og að minnsta kosti einn þeirra hefði haft á orði að ræna farþegaþotu og fljúga henni á stórbyggingu. Mánuði eftir viðvörunina frá Ariz- ona og nokkru fyrir hryðjuverkin handtóku FBI-menn í Minnesota franskan borgara, Zacarias Moussa- oui, en þá hafði löngun hans til að læra að fljúga farþegaþotu vakið grunsemdir hjá kennara við flug- skóla. Hefur nú verið krafist dauða- dóms yfir honum vegna aðildar að hryðjuverkasamsærinu. FBI var varað við arabískum flugnemum Washington. AP. AÐ minnsta kosti 140 skæruliðar maóista féllu er nepalski stjórnar- herinn réðst á tvennar búðir þeirra í fjöllunum. Kom þetta fram hjá nep- ölskum embættismönnum í gær. Sagt er, að skæruliðar hafi veitt hermönnum fyrirsát í héraðinu Rolpa sl. fimmtudag og hafi þá her- inn svarað fyrir sig með árásum á einar skæruliðabúðir. Þar hafi um 100 skæruliðar verið felldir. Í árás á aðrar búðir í Doti-héraði hafi 40 fall- ið. Ef rétt er frá hermt er um að ræða mestu átök eða mesta mannfall í stríðinu við skæruliða maóista frá því þeir hófu uppreisn gegn stjórn- völdum fyrir sex árum. 140 maóistar felldir í Nepal Katmandú. AFP. BARBARA Castle, fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn breska Verka- mannaflokksins, lést í gær 91 árs að aldri. Frá þessu var greint á fréttasíðu BBC. Castle þótti mikill skörungur á sinni tíð og setti hún alla tíð á odd- inn jafnari kjör í samfélaginu og aukin réttindi til handa þeim sem minnst máttu sín. Hún gegndi emb- ætti bæði samgöngu- og félags- málaráðherra í ríkisstjórnum Ha- rolds Wilsons á sjöunda og áttunda áratugnum. Tony Blair forsætisráðherra minntist Castle í gær sem eins af mikilhæfustu leiðtogum breska Verkamannaflokksins undanfarin fimmtíu ár og sagði hana hafa gef- ið konum gott fordæmi með fram- göngu sinni í stjórnmálum. „Hún var hugrökk, einbeitt, óþreytandi og staðföst. Hún hikaði aldrei við að segja hug sinn og berjast fyrir því sem hún taldi rétt,“ sagði Blair. Barbara Castle látin Barbara Castle ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.