Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 26
LANDIÐ
26 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á AÐALFUNDI Ungmennafélags-
ins Þórs í Þorlákshöfn var Karen
Ýr Sæmundsdóttir valin íþrótta-
maður ársins 2001. Karen hefur
stundað badminton í mörg ár og
náð góðum árangri. Efnilegasti
íþróttamaður Þórs 2001 var valinn
Elísabet Ásta Bjarkadóttir frjáls-
íþróttakona.
Hver deild sem starfar í félaginu
velur sinn íþróttamann og annan
sem er efnilegur, úr þeim hópi er
síðan valinn íþróttamaður félags-
ins. Þeir sem valdir voru að þessu
sinni voru: Badmintondeild: Karen
Ýr Sæmundsdóttir og Heiðrún
Helga Hjörleifsdóttir og Jón Auð-
unn Haraldsson efnilegir ungling-
ar. Fimleikar: Hugrún Vignisdóttir
og efnileg Júlíana Ármannsdóttir.
Frjálsíþróttir: Jón Guðni Gylfason
og efnileg var Elísabet Ásta
Bjarkadóttir. Körfuknattleikur:
Hallgrímur Brynjólfsson og efni-
legur var valinn Grétar Ingi Er-
lendsson.
Badmintondeildin hlaut við-
urkenningu fyrir öflugt starf á
árinu. Edda Ríkharðsdóttir, sem
verið hefur gjaldkeri félagsins í
fjöldamörg ár, hlaut viðurkenningu
fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf
fyrir félagið. Stjórn félagsins var
endurkjörin.
Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson
Íþróttamaður Þórs 2001. Standandi frá vinstri: Jón Auðunn Haraldsson,
Hallgrímur Brynjólfsson, Grétar Ingi Erlendsson, Sæmundur Stein-
grímsson, Edda Ríkharðsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Elísabet Ásta
Bjarkardóttir, frjálsíþróttakona, valin efnilegur íþróttamaður Þórs,
Karen Ýr Sæmundsdóttir, badmintonkona, íþróttamaður Þórs, Júlíana
Ármannsdóttir, Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir, Hugrún Vignisdóttir.
Karen Ýr íþróttamaður Þórs
Þorlákshöfn
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
STÚLKUR úr þriðja flokki kvenna í
knattspyrnu munu hlaupa boðhlaup
frá Selfossi til Reykjavíkur í dag 4.
maí. Tilgangur hlaupsins er að afla
fjár vegna utanlandsferðar hópsins
til þátttöku í knattspyrnumóti í Dan-
mörku í júlí. Stúlkurnar hafa sinnt
æfingum vel, eru mjög áhugasamar
um íþrótt sína og náðu þeim árangri
að verða Íslandsmeistarar í keppni
sjö manna liða í fyrra. Mjög öflugt
félagsstarf er í kringum flokkinn og
vel stutt við bakið á stúlkunum af
foreldrum.
Aðalstyrktaraðili stúlknanna í
hlaupinu til Reykjavíkur er Húsa-
smiðjan og munu stúlkurnar hefja
hlaupið hjá Húsasmiðjunni á Selfossi
og enda við Húsasmiðjuna í Súðar-
vogi í Reykjavík.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Þriðji flokkur ásamt þjálfara og framkvæmdastjóra Húsasmiðjunnar.
Hlaupa til Reykjavíkur
Selfoss
UNDANFARNA daga hefur snjóað
mikið í Siglufirði og er snjórinn
sennilega heldur meiri núna en mest
varð í vetur. Það er því ekki margt
sem minnir á þá staðreynd að það er
komið sumar. Að sögn kunnugra er
það ekki einsdæmi að snjói um þetta
leyti og oft er það svo að enn er mikið
eftir af snjó vetrarins um mánaða-
mótin apríl-maí.
Það sem er á hinn bóginn óvenju-
legt er að veturinn hefur verið frem-
ur snjóléttur og snjó hafði nær alger-
lega tekið upp áður en þessi flétta
veðurguðanna hófst nú í sumarbyrj-
un. Það er enn dálítil ofankoma og
ekki búist við miklum breytingum
fyrr en um eða eftir helgina. Börnin
á Siglufirði tóku þessum veðrabreyt-
ingum nokkuð vel.
Snjór með
mesta móti
Siglufjörður
Morgunblaðið/Halldór Halldórsson
BARNFÓSTRUNÁMSKEIÐIN á
vegum Þórshafnardeildar Rauða
krossins eru jafnan vinsæl og að
þessu sinni voru átta stúlkur á nám-
skeiðinu. Kennarar voru hjúkrunar-
fræðingurinn Hjördís Gunnarsdóttir
og Hjördís Hendrikssen leikskóla-
kennari og fór kennslan fram í
grunnskólanum um helgi.
Námskeiðið var 16 klukkustundir
og í lok þess fengu nemendurnir
bakpoka með fyrstuhjálparbúnaði að
gjöf frá Þórshafnardeild Rauða
krossins og eru nú reiðubúnir í
barnagæslustörfin.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Stúlkurnar á barnfóstrunámskeiði RKÍ ásamt kennurum sínum, þeim
Hjördísi Gunnarsdóttur og Hjördísi Hendrikssen.
Gaman á
barnfóstru-
námskeiði
Þórshöfn
MEÐAL margra tónlistarviðburða
tengdra Sæluviku er vert að nefna
konset ungs kórs, Kammerkórs
Skagafjarðar, sem haldinn var í há-
tíðarsal Fjölbrautaskólans við upp-
haf gleðiviku Skagfirðinga.
Kórinn sem stofnaður var í jan-
úar árið 2000 og er því rétt tveggja
ára hefur innan sinna vébanda
rúmlega tuttugu söngvara, en
stjórnandi er Sveinn Arnar Sæ-
mundsson.
Að þessu sinni var fyrri hluti
söngskrárinnar þekkt íslensk þjóð-
lög frá ýmsum tímum, og mörg
hver sem ekki heyrast daglega en
síðari hlutinn, sem var tónlist úr
ýmsum áttum hófst á lagi eftir Odd-
geir Kristjánsson við texta eftir Ása
í Bæ, og endað á lagi eftir Eirík
Jónsson við texta Sigurðar Hansen,
en báðir eru þeir Skagfirðingar.
Gestaeinsöngvari með kórnum
var Óskar Pétursson frá Álftagerði
og urðu bæði hann og kórinn að
syngja mörg aukalög fyrir fjöl-
marga ánægða gesti.
Kammerkór
Skagafjarðar
syngur í vorið
Sauðárkrókur
Morgunblaðið/ Björn Björnsson
Óskar Pétursson og Kammerkór Skagafjarðar.