Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 45

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 45 Bíldshöfða Opnum í dag kl. 12 Bakhús inni í portinu EITT af helstu áherslumálum R-list- ans í komandi borgar- stjórnarkosningum er það sem í stefnuskrá hans er kallað nútíma- legir stjórnarhættir. Erfitt er að festa hönd á því hvernig R-lista- menn hyggjast ná- kvæmlega stuðla að þessum nútímalegu stjórnarháttum enda er stefnuskrá hans afar al- mennt orðuð og óljós. Þó má ráða af textanum að það eigi meðal ann- ars að gera með traustri fjármálastjórn. Hvað felst í „traustri fjármálastjórn“ er hins vegar ósagt látið, ef undan er skilin ein setning um að auka sjálf- stæði Borgarendurskoðunar. Nú er það svo, að fáir geta beinlínis verið andvígir markmiðum um „nú- tímalega stjórnarhætti“ og „trausta fjármálastjórn“. Svipuð stefnumál hafa líka áður reynst R-listanum vel, því þessar áherslur var einnig að finna í stefnu listans fyrir kosning- arnar 1994 og 1998. Borgarbúar hljóta því að velta fyrir sér þeirri spurningu, hvernig listanum hafi gengið að ná fram þessum markmið- um sínum á síðustu átta árum og hvort mikilla breytinga sé að vænta í þeim efnum á næsta kjörtímabili. Auknar skuldir – hærri skattar Hin „trausta fjármálastjórn“ R- listans hefur birst með ýmsum hætti. Skattar og gjöld af ýmsu tagi hafa stórhækkað, lagður hefur verið á svo- kallaður holræsaskattur, hlutfall út- svars af staðgreiðslu hefur hækkað og gjaldtaka í formi margvíslegra þjónustugjalda hefur aukist veru- lega. Við þetta bætist að skatttekjur borgarinnar hafa aukist til mikilla muna vegna þess að skattstofnar stækkuðu, einkum á tímabilinu frá 1995 til 2000, vegna almenns góðæris í landinu. Hefur það meðal annars komið fram í stórauknum útsvars- tekjum vegna hækkun- ar launatekna borgar- búa og auknum tekjum af fasteignasköttum vegna endurskoðunar á fasteignamati húsnæðis í borginni. Hið aukna fjárhagslega svigrúm, sem þessar breytingar gáfu borgaryfirvöldum, hefur hins vegar hvorki verið notað til að lækka skatthlutföll né til að greiða niður skuldir, eins og til dæmis hefur verið gert af hálfu rík- isins. Þess í stað hefur borgarkerfið þanist út og skuldastaða borgar- innar stórversnað. Bókhald borgar- sjóðs er reyndar látið sýna betri skuldastöðu en í staðinn hafa skuldir einstakra borgarfyrirtækja marg- faldast. Fjölgun embætta – lengri boðleiðir Þegar R-listinn náði meirihluta í borgarstjórn 1994 var það eitt fyrsta verk hans að ráða Stefán Jón Haf- stein til að gera úttekt á stjórnskipu- lagi borgarinnar. Í kjölfar þess var farið út í ýmsar breytingar, sem með- al annars leiddu til stofnunar nýrra stjórnsýslusviða og fjölgunar emb- ættismanna. Fastanefndum borgar- stjórnar var eitthvað fækkað, en í staðinn hafa verið stofnaðir ýmsar undirnefndir og nefndarlaun hækk- uð. Niðurstaðan birtist í lengri boð- leiðum innan kerfisins og viðameiri og þunglamalegri stjórnsýslu, sem tæpast getur talist í anda „nútíma- legra stjórnarhátta“. Stóraukinn kostnaður við stjórn borgarmála Þegar litið er til útgjalda vegna æðstu stjórnar borgarinnar í valdatíð R-listans virðist ekki hafa verið gætt neinnar sérstakrar sparsemi. Sá lið- ur, sem kallaður er „stjórn borgar- innar“ í ársreikningi borgarinnar, hefur hækkað milli áranna 1994 og 2002 um sem nemur 144 milljónum króna árlega umfram almennar verð- lagshækkanir í þjóðfélaginu. Þessi upphæð er auðvitað ekki stór liður í heildarútgjöldum borgarinnar, en myndi þó duga til að standa undir ár- legum rekstrarkostnaði allstórs grunnskóla, svo dæmi sé tekið af handahófi. Þessi mikla hækkun á kostnaði við æðstu stjórn borgarinn- ar er líka athyglisverð í ljósi þess, að til hennar er stofnað af stjórnmála- afli, sem býður nú fram í þriðja sinn í anda „nútímalegra stjórnarhátta“ og „traustrar fjármálastjórnar“. Ráðdeild í ráðhúsi? Birgir Ármannsson Höfundur er lögfræðingur. Reykjavík Þegar litið er til út- gjalda vegna æðstu stjórnar borgarinnar í valdatíð R-listans, segir Birgir Ármannsson, virðist ekki hafa verið gætt neinnar sérstakrar sparsemi. NÚ ER kosninga- baráttan í Reykjavík að taka á sig skýra mynd. Sjálfstæðismenn standa fast í fæturna með markvissa stefnu- skrá sem allir skilja, en stefna R-listans virðist óljós og loðin og að nokkru leyti endur- vinnsla á óefndum kosningaloforðum. Sjálfstæðismenn beina spjótum sínum óspart að skuldastöðu Reykja- víkurborgar, en fram- bjóðendur R-listans virðast hrekjast úr einu víginu í ann- að. Ekki er til skelfilegri hugsun með- al R-listafólks en að kjósendur geri sér grein fyrir skuldastöðu borgar- innar. Höfuðmarkmið R-listans er því að drepa á dreif allri umræðu um fjármál borgarinnar. Til þess hefur R-listinn búið sér til þrjú höfuðvígi blekkinga sem hann hoppar á milli eftir því sem vindar blása og stund- um berst hann úr þeim öllum sam- tímis. Þetta er sem sagt úthugsuð baráttuaðferð til að koma í veg fyrir málefnalega umræðu. Úr einu víginu er beitt þeim vopnum að tala um „góða stöðu borgarsjóðs“ eins og R- listanum sé gersam- lega óviðkomandi hvernig Ingibjörg Sól- rún hefur skuldsett fyrirtæki borgarinnar til að fegra stöðu borg- arsjóðs. Þessum sjón- hverfingum á greini- lega að halda áfram því Sólrún finnur að hún kemst upp með þær. Úr öðru vígi er sjón- um beint að „fjárfest- ingum“ borgarinnar. Þá er reynt að telja fólki trú um að það sé sérstakt afrek að sinna lögboðnum verkefn- um sveitarfélaga. Hingað til hafa verið byggðir skólar og götur mal- bikaðar í Reykjavík án þess að borg- arbúar sætu eftir með 30 milljarða króna skuld á bakinu. R-listinn hreykir sér jafnvel af skuldunum með því að kalla þær „nestispakka“ unga fólksins inn í framtíðina! Þetta ruglar fólk í ríminu svo það gleymir um stund hinum óhugnanlegu skuldaböggum sem R-listinn hefur bundið kynslóðum framtíðarinnar. Úr þriðja víginu er skotið villt. Þá er öllum aðfinnslum og ábendingum svarað með árás. Þegar til dæmis er minnst á skuldastöðu borgarinnar er undireins spurt hvað það muni kosta að framkvæma stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins. Síðan er tilbúnum tölum kastað fram til að slá ryki í augu kjósenda. Ingibjörg Sólrún hefur haldið því blákalt fram að það kosti 15–20 milljarða að framkvæma stefnuskrá sjálfstæðismanna, þótt hún viti fullvel að það eru ekki nema 670 milljónir á ári. En með þessum hætti sáir hún tortryggni og efa í huga óákveðinna kjósenda og til þess er leikurinn gerður. Þessi vígstaða hefur dugað R-list- anum vel. Fólk gerir sér greinilega ekki enn almennt grein fyrir hvernig fjárhag Reykjavíkurborgar er kom- ið. En þegar R-listinn fann um dag- inn að hreyfing var komin á kjós- endur fór hann á taugum og bjó til grýlu. Það er jafnan þrautaráðið þegar fokið er í flest skjól í kosninga- baráttu. Hinn seinheppni Stefán Jón lýsti því yfir að Hannes Hólmsteinn Gissurarson væri „varaborgar- stjóraefni“ Sjálfstæðisflokksins! Hannes hefur verið grýla vinstri- sinna í aldarfjórðung og það er greinilegt að hann skýtur þeim enn miklum skelk í bringu. Hugmyndin um „varaborgar- stjóra“ er alveg ný af nálinni, en hún mun tengjast valdabaráttu innan R- listans um hver eigi að taka við af Sólrúnu þegar hún vippar sér yfir í landsmálin. Stefán Jón hélt að hann væri erfðaprinsinn, en nú mun komið á daginn að það verður þríhöfða fyr- irbæri sem ríkir í Ráðhúsinu ef R- listinn fer með sigur af hólmi. Stefán Jón þyrfti þá að deila völdunum með Alfreð orkuskuldastjóra og unga manninum sem settist við fótskör Steingríms Hermannssonar. Vond hefur fjármálastjórnin verið undir Sólrúnu en taka mun í hnúk- ana ef þessir þrír fá lyklavöld í Ráð- húsinu. Úr einu víginu í annað Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er rithöfundur. Reykjavík Vond hefur fjármála- stjórnin verið undir Sól- rúnu, segir Jakob F. Ásgeirsson, en taka mun í hnúkana ef þessir þrír fá lyklavöld í Ráð- húsinu. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.