Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 42
LISTIR
42 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HRINGBROT, nefnir Bjarni
Sigurðsson fyrstu mikilsháttar
frumraun sína á íslenzkum mynd-
listarvettvangi. Vísar til þess að
hann brýtur upp hringformið og
þróar á þrjá vegu; vasa, margfætlu
og eldfjall. Listamaðurinn gæti svo
allt eins gefið vinnuferlinu nafn
sem tengist margþættri áferð end-
urtekinna formstefja, því sjálfur
glerungurinn er annar meginveig-
ur þess. Bjarni er búsettur í Árós-
um og rekur þar verkstæði ásamt
fleirum, þar nam hann nam við
leirlistadeild myndlistarakademí-
unnar og útskrifaðist árið 2000, áð-
ur hafði hann stundað nám við
Myndlistarskólann í Reykjavík í
eitt ár og tekið þátt í einu leirlist-
arnámskeiði.
Fáguð vinnubrögðin, jafnt um
form og áferð, upplýsa að enn er
hægt að nema þessar greinar inn-
an veggja listaháskóla, að þeir í út-
landinu eru þannig ekki komnir
jafn langt og við Íslendingar um að
kústa burt síðustu leifar arfleifðar
aldanna, allra þeirra er vísa til
grunnþátta og handverks. Enn
betra að gerandinn er ekki að full-
vissa gestinn um að hann sé vígður
nústraumum dagsins og handhafi
virðulegrar prófgráðu í listum. Tel-
ur sig á upphafsreit ferils síns og er
ekkert að fela það, nokkuð sem
verður stöðugt sjaldgæfara á síð-
ustu tímum, öllu algengara að lík-
ast er sem viðkomandi séu að setja
punktinn yfir langan starfsferil.
Í stuttu máli kemur Bjarni til
dyranna eins og hann er klæddur,
villir á engan hátt á sér heimildir,
og hið eina sem er burthreinsað
hér er eru öll ódýr áhrifameðöl og
tilraunir til frumleika. Um að ræða
yfirmáta verðmæt og skilmerkileg
vinnubrögð í einfalfdleika sínum og
látleysi. Auðvitað má einnig halda
því fram að framkvæmdina skorti
óstýrilæti æskunnar, áhrif úr öll-
um áttum og slagsmál við viðfangs-
efnin. Einnig háttur síðari tíma
þótt frekar að viðkomandi hafa
þrengt sér út í horn í ímyndaðri
vissu um að hafa höndlað persónu-
einkenni sín. Væri að vissu marki
hægt að röstyðja framsláttinn, en
um leið andmæla honum með vísun
til hinna fjölþættu tilrauna með
glerunga sem bera einnig í sér
mikil og fullgild átök við sköpunar-
ferlið. Hér er nefnilega einnig um
hugmyndafræði efnistakanna að
ræða sem er framlenging sjálfs
handverksins og um leið ígildi hug-
taksins list eins og það var formað
og skilgreint á tímum endurfæð-
ingarinnar.
Bjarni gengur út frá íslenzkum
náttúruhrifum við mótun verka
sinna, bæði hinar grófu og fínu
hliðar, notast við svonefnda muffel-
brennslu, þar sem hverju verki fyr-
ir sig er vafið inn í leirböggul sem
fylltur er með þangi og yfir stráð
með til dæmis salti og ösku, þar
næst lokað kirfilega og brennt upp
í 1.156ºC.
Litbrigði íslenzkrar náttúru eru
þó öllu meiri en möguleikarnir sem
sjálf brennsluaðferðin býður upp á
og þess vegna hefur gerandinn
þróað hana með aðstoð hundraða
glerungaprufa, gljáleitra og leir-
litra. Eru margar þessar prufur til
sýnis í dyraganginum er vísar að
Strandgötu sem upplýsandi viðbót.
Öll sýningi verður þar af leiðandi
nokkurs konar samræða milli mis-
munandi glerunga, frekar en leik-
ur með rými, hreyfingu og mótun.
Þótt formin komi kunnuglega
fyrir sjónir er ekki gengið út frá
notagildi þeirra heldur hlutleys-
andi fegurðargildi grunnformsins,
í þessu tilviki hringsins.
Eðlilega má greina dönsk áhrif í
vinnuferlinu, en Danir hafa af ríkri
arfleifð að ausa hvað tilraunir með
glerunga og einföld samstæð form
áhrærir.
Eins og fram kemur er hér um
frumrun listamanns á þroskabraut
að ræða og enn er ósvarað spurn-
ingunni hvaða leið hann muni
marka sér í sjálfri formgerðinni.
Hringformið stendur vitanlega
fyrir sínu sem fullnægjandi upp-
hafsreitur og býður upp á fjölþætta
möguleika líkt og öll samanlögð
frumformin, úreldist ekki frekar
en lífið sjálft. En í ljósi hinna fjöl-
þættu tilrauna með glerunga má
allt eins búast við að Bjarni leggi
fyrr en varir í víking á vit marg-
víslegra formana, nálgist hvert
frumform fyrir sig frá ólíkum hlið-
um og sjónarhornum. Hvað sem
framtíðin ber í skauti sér hefur
hann aflað sér góðs veganestis í
þann vandasama pataldur.
Mjög er vandað til framkvæmd-
arinnar hvað alla skilvirkni á vit
skoðandans snertir, verkunum vel
komið fyrir þannig að úr verður
samstæð og lífræn heild. Væri
æskilegt að fleiri fylgdu fordæmi
hins unga manns og ekki kæmi
mér hið minnsta á óvart að það
myndi auka aðstreymi að sýning-
um almennt.
Í stuttu máli er hér um mikils-
verða frumraun að ræða sem vert
er að vekja sérstaka athygli á.
Lífrænn glerungur
Bjarni Sigurðsson: Vasi.
MYNDLIST
Hafnarborg
Sverrissalur/Apótek
Opið alla daga frá kl. 11–17. Lokað
þriðjudaga. Til 6. maí. Aðgangur 300
krónur í allt húsið.
LEIRVERK
BJARNI SIGURÐSSON
Bragi Ásgeirsson
KVENNAKÓR Reykjavíkur
efndi til tónleika í Langholtskirkju
um helgina. Kórinn er á leið til Tékk-
lands í kórakeppni og eru tónleik-
arnir liður í undirbúningi fyrir þá
ferð. Efnisskrá tónleikanna var stór
og viðamikil; útsetningar á íslensk-
um þjóðlögum, íslensk kórlög og er-
lend lög úr ýmsum áttum. Fyrstu
þrjú lögin sem kórinn söng voru það
besta á tónleikunum: þjóðlagið
Gefðu að móðurmálið mitt, Ó, undur
lífs eftir Jakob Hallgrímsson og Til
þín Drottinn hnatta og heima eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Hljómur
kórsins var hreinn, tær og lifandi. Í
fjórða lagi, Gloria tibi eftir Jón Ás-
geirsson, var fyrsti sópran ekki nógu
góður, flatur og hljómlítill í hæðinni
og vantaði þá klingjandi birtu sem
þarf í litla flúrstefið í gloríunni. Það
er ómögulegt fyrir gagnrýnanda að
geta sér til um hversu upplagðir
flytjendur eru á tónleikum. Söngur
Kvennakórsins hljómaði þó eins og
mikil þreyta væri í kórnum; söng-
urinn var daufur og litlaus, og um-
fram allt hljómlítill. Áttatíu og fimm
konur kvennakórsins höfðu varla
meiri hljóm en lítill kammerkór. Það
vantaði meiri einbeitingu, meiri
þindarstuðning, meiri kraft og meira
drif. Þessi kór hefur áður sýnt og
sannað að þessa eiginleika á hann til,
þess vegna voru tónleikarnir tals-
verð vonbrigði. Fyrir svo daufan
söng var prógrammið líka allt of
langt og reyndi hreinlega á þolrifin.
En Kvennakór Reykjavíkur er þó
margt gott til lista lagt. Kórhljóm-
urinn, þótt lítill sé, er heilsteyptur og
jafnvægi milli raddanna ágætt. Um-
fram allt syngur kórinn líka hreint,
þótt fyrsti sópran verði stundum
flatur á efsta raddsviði og tónninn
stundum sár. Það er auðheyrt að
mikil vinna hefur verið lögð í und-
irbúning tónleikanna; lögin vel æfð
og kórinn klár á sínu. Sigrún Þor-
geirsdóttir er músíkalskur stjórn-
andi og getur auðveldlega laðað fram
mjög fallegan og dýnamískan söng,
eins og í fyrrnefndu lagi Jakobs
Hallgrímssonar. Hins vegar svarar
kórinn ekki nógu vel, það var hrein-
lega eins og þreyta eða einbeiting-
arskortur lægju yfir kórnum eins og
álög. Það vantaði alla sönggleði.
Einsöngvari kórsins, Soffía Stef-
ánsdóttir, var ekki nógu burðug til
að rífa upp stemmningu. Saffóaróður
Brahms var þó virkilega vel sunginn
og píanóleikur Þóru Fríðu með söng-
konunni fallegur.
Kvennakór Reykjavíkur er ágæt-
ur kór, en þarf að taka sig taki ef vel
á að ganga í Tékklandi. Það dugar
ekki annað en að hrista af sér slenið
og taka til við að syngja og leyfa
söngnum að hljóma. Undirbúnings-
vinnan hefur verið unnin og grunn-
urinn er góður. Það sem á vantar eru
atriði sem þarf ekki langan tíma til
að ná, og kannski eru þau fyrir
hendi, þótt ekki hafi þau skilað sér á
tónleikunum í Langholtskirkju.
Meira líf, meiri gleði, meiri kraftur;
það er það sem Kvennakórinn þarf
fyrst og fremst að nesta sig með áður
en haldið verður til Tékklands.
Meiri gleði,
meira líf
Bergþóra Jónsdóttir
TÓNLIST
Langholtskirkja
Kvennakór Reykjavíkur söng íslensk og
erlend lög: einsöngvari var Soffía Stef-
ánsdóttir mezzósópran, píanóleikari Þóra
Fríða Sæmundsdóttir og stjórnandi Sig-
rún Þorgeirsdóttir.
Sunnudag kl. 17.00.
KÓRTÓNLEIKAR
KVÖLDVÖKUKÓRINN og Glæð-
ur, kór Kvenfélags Bústaðasóknar,
halda tónleika á morgun kl. 17 í Há-
teigskirkju. Stjórnandi Kvöldvöku-
kórsins er Jóna Kristín Bjarnadóttir
og undirleikari Douglas A. Brotchie.
Einsöngvarar eru Þórður Búason og
Jóna Kristín Bjarnadóttir, sem jafn-
framt er stjórnandi. Stjórandi
Glæðnanna er Sigurbjörg Petra
Hólmgrímsdóttir og munu þær m.a.
flytja lög eftir hana. Undirleikari er
Arnhildur Valgarðsdóttir.
Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og
einnig saman.
Kvennakórar
í Háteigskirkju
i8, Klapparstíg 33
Sýningu á límbandsverkum Harð-
ar Ágústssonar lýkur á sunnudag.
Eitt verka Harðar.
Sýningu lýkur