Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 59
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 59
WWWW.XR.IS • XR@XR.IS
Ágæti Reykvíkingur
Undanfarin átta ár hefur Reykjavíkurlistinn gert fla› a› forgangsverkefni a› bæta fljónustu og fjárfestingu í
flágu fjölskyldnanna í borginni. Allt okkar starf hefur mi›a› a› auknum lífsgæ›um og fjölbreytileika í borgarlífinu.
Á fleim grunni sem lag›ur hefur veri› munum vi› byggja hi› reykvíska samfélag framtí›arinnar.
Nú um helgina munum vi› bera í hvert hús borgarinnar bækling sem s‡nir flær grí›arlegu breytingar sem or›i›
hafa á ás‡nd borgarinnar, fljónustu hennar og rekstri undanfarin átta ár. Vi› hvetjum flig til a› kynna flér efni
hans og erum stolt af fleim árangri sem ná›st hefur.
Frambjó›endur Reykjavíkurlistans
GUÐJÓN Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands banka og
verðbréfafyrirtækja, hefur óskað
eftir að koma á framfæri athuga-
semdum vegna gagnrýni sem fram
kom á banka á blaðmannafundi
Vímulausrar æsku og fleiri aðila,
þar sem fram koma að fíklar geti
auðveldlega útvegað sér yfirdrátt,
ekki sé gerð krafa um tekju- eða
eignayfirlit, sjaldnast beðið um
ábyrgðarmenn og fíklar gangist
jafnvel í ábyrgð hver fyrir annan.
Guðjón segir að um yfirdráttar-
reikninga hjá bönkum gildi almennt
sú regla að viðskiptavinur þarf að
vera orðinn lögráða (18 ára). Heim-
ildir byggjast á viðskiptasögu, enda
slík lán án trygginga og mikilvægt
að geta treyst því að viðskiptavinur
standi undir greiðslubyrðinni. Þann-
ig fá ungir viðskiptamenn lágmarks-
heimild, sem nemur 100–200 þ.
krónum. Hærri heimildir eru síðan
veittar eftir því sem viðskiptavinur
er lengur hjá sínum banka, en fara
þó ekki hærra en 500–750 þ.
Hann segir einnig að næsta
ómögulegt geti verið fyrir viðkom-
andi banka að vita hvort viðskipta-
maður hafi ánetjast fíkniefnum. Þar
hljóti ábyrgðin að liggja annars
staðar. Þó sé ljóst að ef viðkomandi
kemur þannig fyrir, t.d. í annarlegu
ástandi, að megi telja víst að um það
sé að ræða er ekki veitt heimild.
Ennfremur kemur fram hjá Guð-
jóni að neyslulán einstaklinga hafi
verið að færast í auknum mæli í yf-
irdráttarlán, sökum þess hve þægi-
legt lánsform það er. Er þá einvörð-
ungu greitt af þeim yfirdrætti sem
nýttur er á hverjum tíma. Spurn-
ingin hljóti að vera sú hvort hægt sé
að láta tiltölulega fáa einstaklinga í
efnamisnotkun eða öðrum vandræð-
um hindra að aðrir njóti opins að-
gangs að sjálfsagðri bankaþjónustu.
Ljóst er að sá sem misnotar sinn
reikning er tiltölulega fljótt stopp-
aður af og væntanlega er yfirdrátt-
ur aldrei frumástæða eiturlyfja-
neyslu.
Loks segir Guðjón að í nýjustu
könnun evrópsku ánægjuvogarinn-
ar, sem birt var í vikunni, komi ís-
lenskir bankar mjög vel út. Einn
lykillinn að því hljóti að vera að fólki
sé treyst þangað til það sýnir að því
sé ekki treystandi.
Bankaþjónusta miðast
við að fólki sé treyst
OPIÐ hús verður á löngum laugar-
degi í kosningaskrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins á Laugavegi 70 í dag,
laugardaginn 4. maí, kl. 14–16. Allir
eru velkomnir.
Dagskráin hefst kl. 14 með söng
kvennakórs, Gospelsystra Reykja-
víkur, undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur. Einnig verður harm-
onikuleikur og eitthvað fyrir börnin.
Heitt á könnunni og bakkelsi, fram-
bjóðendur flokksins mæta á staðinn,
segir í fréttatilkynningu.
Opið hús hjá
Sjálfstæðis-
flokknum
KRAFTUR hf. við Vagnhöfða í
Reykjavík kynnir í dag vinnuvélar
frá Fiat-Hitachi. Fer hún fram í hús-
næði fyrirtækisins og stendur milli
kl. 14 og 17.Á sýninguna er boðið fé-
lögum í Félagi vinnuvélaeigenda og
Verktakasambandi Íslands. Sýndar
verða smágröfur, traktorsgrafa, 19
tonna hjólaskófla og 22 tonna jarð-
ýta sem er ný og endurbætt, að því
er fram kemur í frétt frá Krafti.
Orkubú Vestfjarða
og sveitarfélögin
Vegna umfjöllunar um orkufyr-
irtækin í miðopnu blaðsins á
fimmtudag skal það áréttað að rík-
ið keypti Orkubú Vestfjarða af
sveitarfélögunum aðallega vegna
rekstrarerfiðleika þeirra sjálfra en
ekki orkubúsins, eins og skilja
mátti af umfjölluninni. Um var að
ræða missögn blaðamanns en ekki
Sveins Þórarinssonar, stjórnarfor-
manns RARIK, og eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar.
Eftirlíking af
18. aldar byssu
Fallbyssan á Skansinum í Vest-
mannaeyjum mun ekki vera eft-
irlíking af byssu sem sett var upp
eftir Tyrkjaránið, eins og fram
kom í frétt blaðsins 2. maí, heldur
mun vera um að ræða eftirlíkingu
af 18. aldar fallbyssu. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
F-LISTI frjálslyndra og óháðra
verður með bás í Kolaportinu
næstu helgar. Ætlunin er að selja
notaðan og nýjan varning gegn
mjög vægu verði til styrktar fram-
boðinu.
Sjálfboðaliðar verða við af-
greiðslu, frambjóðendur koma við
og taka jafnvel lagið, segir í frétta-
tilkynningu.
Flóamarkaður F-
lista í Kolaportinu
ÍSLENSKA brúðkaupsveftímaritið
Brúðkaupsvefur.com verður form-
lega opnað í dag, laugardaginn 4. maí,
kl. 15. Brúðkaupsvefur.com var sett-
ur upp fyrst í tilraunaútgáfu 21. jan-
úar síðastliðinn. Vefstjóri er Dóra
Ósk Bragadóttir.
Meðal efnis er svokölluð Brúð-
kaupsdagbók sem er skipulagsbók
með gátlista í tímaröð.
Einnig má nefna tengla á síður
brúðarkjólaframleiðenda, spjall-
þræði, veisluleiki, lista yfir veislu-
staði, sölu- og þjónustuaðila er tengj-
ast brúðkaupshaldi. Nú bætist svo við
ný vefbók sem heitir Handbók veislu-
stjórans, segir í fréttatilkynningu.
Íslenskt
brúðkaups-
veftímarit
Vinnuvélasýning
hjá Krafti
Opinn fundur
á Akranesi
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á
Akranesi heldur opinn fund í dag,
laugardag kl. 11 í kosningaskrifstofu
flokksins að Stillholti 18. Frambjóð-
endur munu kynna stefnuskrá
flokksins fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar.
Að fundi loknum verður stefnu-
skránni dreift meðal bæjarbúa á
Akranesi, segir í fréttatilkynningu.
LEIÐRÉTT
TILGÁTUHÚSIÐ á Eiríksstöðum í
Haukadal verður opið á morgun,
sunnudaginn 5. maí, kl. 13–16 til að
fagna sumri og hækkandi sól. Þar
munu norskir og enskir sérfræðing-
ar auk starfsmanna á Eiríksstöðum
fræða gesti um daglegt líf, handverk
og matargerð á víkingaöld; tímum
Eiríks rauða, Þjóðhildar og Leifs
heppna.
Þeir hafa á undanförnum árum
séð um rekstur á endurgerð af lang-
húsi í Karmöy í Vestur-Noregi, nán-
ar til tekið á Avaldsnesi skammt frá
Haugasundi. Lögð verður áhersla á
að gestir á Eiríksstöðum fái að taka
þátt í lífinu á bænum, handverki,
vopnfimi, leikjum o.fl.
Gestum verður boðið að smakka á
Leifssúpu og Þjóðhildarbrauði. Auk
þess mun Árni Björnsson þjóðhátta-
fræðingur koma og miðla af þekk-
ingu sinni og Guðmundur Ólafsson,
fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni
Íslands, upplýsir gesti um uppgröft-
inn á Eiríksstöðum, en honum mun
fram haldið í sumar, segir í frétta-
tilkynningu. Aðgangur að Eiríks-
stöðum er kr. 400 en frítt er fyrir
börn að 16 ára aldri.
Fjölskyldu-
dagur á
Eiríksstöðum