Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isRainieri í fótspor
Viallis / B3
Við erum með betra lið
en fyrir fjórum árum / B2
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á LAUGARDÖGUM
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðinu
í dag fylgir
auglýsingablað
frá Tali.
Blaðinu verður
dreift um
allt land.
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur
um að hafna beri kröfu tveggja olíu-
félaga um að Samkeppnisstofnun
verði gert skylt að eyða öllum afrit-
um skjala á rafrænu formi sem hald
var lagt á við húsleit hjá olíufélögun-
um í desember 2001. Einnig kröfð-
ust olíufélögin tvö, Skeljungur og
Olíuverslun Íslands, að viðurkennt
væri að Samkeppnisstofnun væri
óheimilt að opna þessi skjöl.
Hæstiréttur segir í dómum sínum
að ekki hafi verið bornar brigður á
aðgerðir Samkeppnisstofnunar við
leit að tölvutækum gögnum og hald-
lagning þeirra hafi snúið að tækja-
búnaði, sem var í eigu olíufélaganna
og staðsettur á skrifstofum þeirra,
en ekki að tölvubúnaði í eigu starfs-
manna eða í híbýlum þeirra. Þótt
starfsmenn olíufélaganna kunni að
hafa varðveitt á vinnustöðum sínum
tölvutæk gögn, sem tilheyrðu þeim
persónulega og komu starfseminni
ekki við, getur það engu breytt um
að Samkeppnisstofnun var rétt
vegna rannsóknar sinnar og í skjóli
húsleitarheimildar að taka afrit af
öllum gögnum í tölvubúnaði olíufé-
laganna. Er þá horft til þess að ef
starfsmenn þeirra hafa varðveitt
persónuleg gögn sín í þeim búnaði, í
stað þess að geyma slík gögn heima
hjá sér eða á öðrum stað, sem frið-
helgi þeirra sjálfra skv. 71. gr.
stjórnarskrárinnar tekur til, er
óhjákvæmilegt að þeir beri áhættu
af því að þau komist í hendur ann-
arra vegna lögmætra aðgerða hand-
hafa opinbers valds í garð olíufélag-
anna.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni
Kolbeinsson og Gunnlaugur Claess-
en.
Lögmaður Samkeppnisstofnunar
var Karl Axelsson hrl. og lögmenn
olíufélaganna voru Gestur Jónsson
hrl. fyrir Skeljung og Gísli Baldur
Garðarsson hrl. fyrir Olíuverslun Ís-
lands.
Hæstiréttur staðfestir réttmæti
húsleitar Samkeppnisstofnunar
STJÓRN Félags ungra lækna mót-
mælir harðlega nýjum kjarasamn-
ingi sem sjúkrahúslæknar og fulltrú-
ar ríkisins undirrituðu í fyrradag.
Fulltrúi ungra lækna í samninga-
nefnd sjúkrahúslækna hefur sagt sig
úr nefndinni og neitað að skrifa und-
ir drög samningsins. Jafnframt hef-
ur stjórn Félags ungra lækna hvatt
félagsmenn sína til að sniðganga at-
kvæðagreiðslu um samninginn enda
sé hvorki tekið tillit til vinnuálags né
kjara. Nýr aðalfundur félagsins hef-
ur verið boðaður eftir viku þar sem
þessi mál verða rædd og meðal ann-
ars kannað hvort félagsmenn séu
reiðubúnir að óska eftir að félagið fái
heimild til að semja fyrir hönd fé-
lagsmanna sinna.
Algengar vaktir
eru 26 klukkustundir
Að sögn Odds Steinarssonar, for-
manns Félags ungra lækna, eru
einkum þrjú atriði í samningnum
sem þeir eru ósáttir við. Í fyrsta lagi
hafi ekki verið settar hömlur á hvað
sjúkrahúsin geti krafið þá um að
vinna mikið eða lengi í einu. Algengt
sé að hámarksvakt sé í kringum 26
tímar en læknar óskuðu eftir því að
tekið væri mið af EES-sáttmálanum
hvað varðaði hámarksvinnustundir á
viku.
Í öðru lagi eru ungir læknar þeirr-
ar skoðunar að kjarabót þeirra sam-
kvæmt samningnum sé mun minni
en sú meðaltalshækkun sem sér-
fræðingar fái. Þá eru þeir ósáttir við
að vaktafrí í samningnum skuli seld
út til að hækka yfirvinnu.
„Við teljum að frí eigi ekki að selja
út nema mjög dýru verði og helst
eigi ekki að selja það út. Það er skref
í ranga átt.“
Ungir læknar ósáttir
við nýjan kjarasamning
Ekki tekið
tillit til
vinnuálags
SENN líður að Listahátíð í Reykja-
vík en í Listasafni Reykjavíkur –
Hafnarhúsi er verið að undirbúa
viðamestu myndlistarsýningu há-
tíðarinnar, Mynd, íslensk sam-
tímalist, sem verður opnuð sunnu-
daginn 12. maí. Á myndinni er
listamaðurinn Bjarni Sigurbjörns-
son ásamt aðstoðarmönnum að
reisa upp verk sitt, Óskilgreint –
ekkert, sem er rúmir átta metrar á
hæð og fjórir metrar á breidd.
Verkið er olíumálað plexigler en
vegna stærðarinnar mun það
standa úti í porti Hafnarhússins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Átta
metra hátt
listaverk
BRUNAÆFING var haldin á Rad-
isson SAS – Hótel Sögu í Reykjavík
í gær og þótti takast vel að sögn
Hrannar Greipsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Radisson SAS. Æf-
ingin var tvískipt og hófst fyrri
hluti hennar kl. 13.30 þar sem sett-
ur var upp ímyndaður reykur í
Súlnasal og kl. 15 var á sama hátt
líkt eftir eldsvoða á gistiherbergi
hótelsins. Hótelið var rýmt og tóku
hótelgestir raskinu mjög vel.
„Það tóku allir starfsmenn húss-
ins þátt í æfingunni og starfsfólk
Bændasamtakanna og einnig
mættu lykilstarfsmenn sem ekki
voru á vakt,“ sagði Hrönn.
Aðspurð sagði hún að Jón Gestur
Ófeigsson næturvörður, sem fyrir
nákvæmlega ári afstýrði stórbruna
í hótelinu með snarræði sínu, hefði
ekki verið með í æfingunni enda
farinn til sjós. Fyrir afrek sitt var
hann sérstaklega heiðraður af VÍS
og hótelinu.
Fyrir brunaæfinguna í gær var
haldinn kynningarfundur þar sem
farið var yfir viðbragðsáætlanir.
„Við vinnum eftir brunaviðvör-
unarbók og farið var yfir starfssvið
hvers og eins. Fyrst og fremst er
æfingin til að minna fólk á hvernig
ber að haga sér og hverjir bera
ábyrgð á að koma fólki út,“ segir
Hrönn. Valinn var sá tími sem hvað
minnstur gestagangur er á hótelinu
og voru á milli 50 og 60 manns kom-
in út á stétt eftir rýminguna.
Spurð um áhrif fundar utanrík-
isráðherra Atlantshafsbandalags-
ins á starfsemi Bændasamtakanna,
en hótelið verður notað til funda-
halda ásamt fleiri stöðum dagana
14.–15. maí, segir Hrönn að Bænda-
samtökin fari í frí og leigi fund-
argestum skrifstofur sínar á með-
an. Hins vegar muni fundurinn
engin áhrif hafa á starfsemi jap-
anska sendiráðsins sem er í bygg-
ingunni. Þá verða veitingasölu á
hótelinu ekki settar skorður á með-
an á fundinum stendur og geta al-
mennir gestir á Grillinu og Skrúð
komið í mat óhindrað, að því und-
anskildu að fara verður í gegnum
öryggishlið.
Brunaæfing á
Hótel Sögu
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Slökkviliðsmenn könnuðu hvort allt væri í lagi á barnum.
NÍTJÁN ára piltur var í gær
dæmdur til að greiða 218.000
krónur í sekt og var sviptur
ökurétti í eitt ár. Á gamlársdegi
1999 var hann sviptur ökurétt-
indum í eitt ár og aftur til
þriggja ára með dómi í júlí
2000. Ökuleyfissviptingin nú
tekur gildi frá og með 31. des-
ember árið 2003.
Við meðferð málsins fyrir
Héraðsdómi Reykjaness játaði
pilturinn brot sín greiðlega en
hann var ákærður fyrir ölvun-
arakstur, sviptingarakstur og
hraðakstur, með því að hafa í
byrjun nóvember sl. ekið bif-
reið í Njarðvík undir áhrifum
áfengis, sviptur ökurétti og á
allt að 86 km hraða á klst. þar
sem leyfilegur hámarkshraði er
50 km á klukkustund. Sömu-
leiðis var hann ákærður fyrir
fíkniefnalagabrot með því að
hafa í janúar sl. haft í fórum
sínum 0,48 g af tóbaksblönduðu
hassi í bifreið, sem hann var
farþegi í.
Finnbogi H. Alexandersson
kvað upp dóminn.
Ökuleyfis-
svipting
framlengd