Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 57

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 57
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 57 Glæsileg vélhjólasýning um helgina Komdu ef þú þorir! Skútuvogur 12a, 104 R.vík • Sími 594 6000 Laugardag 10-17 Sunnudag 13-17 Opið: Móðurbróðir minn og vinur, Haraldur Árnason á Siglufirði, er áttræður í dag. Það er erfitt að trúa þessu því ekki ber hann það með sér – en svona er það nú samt. Þegar afi hans, Kristján Jónsson í Lambanesi, hélt upp á 100 ára afmæli sitt var mikil veisla og sú saga gekk að þegar gleð- skapurinn var kominn vel af stað hafi gestir tekið eftir því að af- mælisbarnið var ekki á staðnum. „Hvar er hann Kristján?“ var spurt. Og þá segir sagan að bræðurnir í Lambanesi, þeir Valli og Laugi, hafi svarað því til að hann hefði skotist til rjúpna en von væri á honum á hverri stundu. Ég þurfti að hafa samband við Har- ald síðastliðið haust og hringdi. Kar- olína svaraði: „Því miður, hann er ekki heima, hann fór inn á Lágheiði til rjúpna.“ Þetta er rifjað hér upp til gamans og einnig til að sýna fram á sérstakan sameiginlegan eiginleika þeirra, Kristjáns langafa míns og Halla frænda, að eldast. Það er varla hægt að sjá mun á honum Haraldi frá því ég fluttist frá Siglufirði fyrir 35 árum nema að lokkarnir eru ef til vill aðeins ljósari. Margt kemur upp í hugann þegar litið er til baka. Margir voru vísinda- leiðangrar okkar inn í Fljót og þá gjarnan komið við hjá Pétri á Hraun- um og auðvitað í Lambanesi. Ég man sjoppurnar; bæði þá á torginu og var Sumarliði skóari í hinum endanum. Og svo líka þá nýrri þar sem Verslun- arfélagið er nú til húsa. Ég man Gísla Vill skorða sig af í einu horn- inu og Halla á fullu í sér- stöku tilraunaeldhúsi sínu á bakvið þar sem margt var reynt og Gísla þótti gott. Svo og Henning Hin- riksen sem var einnig fastagestur. Þarna var bæði spilað og kokkað og stundum tekið að halla að morgni þegar upp var staðið. Ég man marga veiðitúrana. Eins og þegar við fengum 211⁄2 punda lax- inn í Bakkahyl á rauðan Frances; stærsta flugulaxinn í Fljótaá það sumarið. Einn af mörgum stórum sem hann hefur fengið í gegn um tíð- ina hvort sem er á flugu eða maðk. Þau eru ófá sumrin sem hann hefur bæði fengið þá stærstu og flesta lax- ana í Fljótaá. Og ekki má heldur gleyma skurðinum góða á Hraunum... Og allar skotveiðiferðirnar. En það er nú önnur saga. Kæri vinur og frændi. Ég leyfi mér, fyrir hönd okkar allra sem hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að vera þér samferða í gegnum lífið, að óska þér innilega til hamingju með daginn. Ottó Jörgensen. HARALDUR ÁRNASON FRÉTTIR ÁÆTLAÐ er að beint fjárhagslegt tjón þjóðarinnar af völdum snjóflóða á síðustu 26 árum sé um 3,3 millj- arðar króna. Þá er hvorki reiknað með skaða vegna mannslífa né kostn- aði við varnarframkvæmdir eða rannsóknir, en sé það gert, þá er beint efnahagslegt tjón vegna snjó- flóða og skriðufalla á Íslandi á síðustu 26 árum um 13 milljarðar króna. Þetta kemur m.a. fram í nýútkominni skýrslu ofanflóðanefndar. Á tuttugustu öld voru skráð 164 dauðsföll af völdum snjó- og krapa- flóða á Íslandi. Þar af létust 107 í snjóflóðum í byggð og 57 á ferðalög- um eða í óbyggðum. Þetta er fyrsta skýrsla ofanflóða- nefndar um starfsemi nefndarinnar frá því hún hóf störf 1. janúar 1996, en nefndin var sett á laggirnar í kjöl- far mikilla breytinga á opinberri stjórnsýslu varðandi varnir gegn of- anflóðum. Skýrslan tekur til fyrstu fimm ára í starfsemi nefndarinnar og er skýrslunni ætlað að varpa nokkru ljósi á þau margvíslegu verkefni, sem nefndin hefur fengist við á þessu tímabili. Víða unnið að snjóflóðavörnum Víða á snjóflóðahættusvæðum í þéttbýli er unnið að framkvæmdum við varnaraðgerðir eða að undirbún- ingi þeirra. Í Bolungarvík er verið að leggja síðustu hönd á hönnun varn- arframkvæmda til útboðs. Í tengslum við varnaraðgerðir er unnið mat á umhverfisáhrifum og að undirbún- ingi uppkaupa á húseignum. Á Siglu- firði er unnið að frumathugun vegna snjóflóðavarna fyrir þann hluta bæj- arins sem enn er óvarinn, og unnið er að undirbúningi útboðs vegna fyrir- hugaðra varnarframkvæmda. Í Neskaupstað er varnarfram- kvæmdum undir Drangagili nánast lokið, en unnið er að uppgræðslu um- hverfis varnarmannvirkin sam- kvæmt þriggja ára áætlun. Varnar- aðgerðir fyrir Seyðisfjörð hafa verið í biðstöðu. Fyrir liggja tillögur sér- fræðinga um aðgerðir sem bæjar- stjórn vildi gera verulegar breyting- ar á og var því ákveðið að bíða eftir nýju hættumati fyrir bæinn. Frum- athugun, verkhönnun og mat á um- hverfisáhrifum vegna byggingar leiðigarðs í Seljalandshlíð á Ísafirði, er fullunnin en sveitarstjórn hefur ekki ákveðið hvenær ráðist skuli í framkvæmdir. Flutningi byggðar í Súðavík er lokið ef undan eru skilin tvö hús á hættusvæði sem enn er búið í. Unnið er að frágangi í og við nýju byggðina og hefur Ofanflóðasjóður styrkt það verkefni að hluta, segir meðal annars í skýrslu Ofanflóða- nefndar. Tjón af völdum snjóflóða undanfarin tuttugu og sex ár Beint fjárhagslegt tjón 3,3 milljarðar ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi í gær landsliðs- hópinn sem mætir Norðmönnum í vináttulandsleik í Bodö í Noregi 22. maí. Hópurinn lítur þannig út, landsleikir í sviga: Birkir Kristinsson, ÍBV (71) Árni G. Arason, Rosenborg (20) Rúnar Kristinsson, Lokeren (92) Hermann Hreiðarsson, Ipswich (41) Tryggvi Guðmundsson, Stabæk (27) Heiðar Helguson, Watford (20) Arnar Þór Viðarsson, Lokeren (17) Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík (10) Andri Sigþórsson, Molde (7) Jóhann B. Guðmundsson, Lyn (6) Marel Baldvinsson, Stabæk (6) Indriði Sigurðsson, Lilleström (5) Haukur Ingi Guðnason, Keflavík (4) Jóhannes K. Guðjónsson, Real Betis (4) Ólafur Stígsson, Molde (4) Gylfi Einarsson, Lilleström (3) Hjálmar Jónsson, Gautaborg (3) Ívar Ingimarsson, Brentford (3) Landsliðið gegn Norð- mönnum valið Blindrabóka- safnið 20 ára ÞRIÐJUDAGINN 7. maí eru liðin tuttugu ár frá því Blindrabókasafn Íslands var stofnað með lögum frá Al- þingi. Starfsemin hefur eflst ár frá ári og má áætla að safnið þjóni nú hátt á þriðja þúsund manns um allt land. Blindir og sjónskertir og þeir sem af öðrum ástæðum geta ekki fært sér hefðbundið letur í nyt eiga rétt á að fá lánaðar hljóðbækur í safninu. Not- endur blindraleturs fá efni við hæfi og eftir þörfum hvers og eins. Skólafólki er þjónað í sérstakri deild, bæði með hljóðbækur og blindraletursbækur. Allt efni safnsins er framleitt á staðnum, segir í frétta- tilkynningu. Haldið verður upp á afmælið með opnu húsi þar sem starfsmenn safns- ins taka á móti gestum þriðjudaginn 7. maí frá kl. 16–18 og sýna safnið og starfsemina. Veitingar verða á boð- stólum. Allir eru velkomnir. Í tilefni dagsins verður kynntur nýr vefur safnsins, www.bbi.is, og stafræn hljóðtækni sem safnið er í þann mund að taka upp og nefnist Daisy og fleira markvert. Vefurinn er sérstaklega sniðinn að þörfum blindra og sjónskertra. Við skoðun vefjarins er hægt að velja sér leturstærð og liti bakgrunns og let- urs, en litir geta skipt sköpum fyrir sjónskerta. Vefurinn er settur upp með einföldum hætti til þess að auð- velda blindum og sjónskertum og fólki með dyslexíu að ferðast um hann. Hann gefur ýtarlegar upplýs- ingar um þjónustu og bókakost Blindrabókasafns. KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Stimpil Vefsíða: www.oba.is Yfirlýsing frá starfsfólki X-18 EFTIRFARANDI yfirlýsing, undir- rituð af sextán starfsmönnum fyrir- tækisins X-18, hefur borist Morgun- blaðinu: „Að gefnu tilefni vill starfsfólk X-18 The Fashion Group koma eftirfarandi á framfæri. Frá því að X-18 var stofnað fyrir rúmum fjórum árum hefur starfsfólk fylkt sér á bak við Óskar Axel [Ósk- arsson] framkvæmdastjóra og leið- toga hópsins. Þegar ljóst var fyrir nokkru að víðtækrar endurskipulagn- ingar var þörf, m.a. til að styrkja dag- lega stjórnun fyrirtækisins eftir stjórnartíð Óskars, var starfsfólk al- gerlega fylgjandi ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra Alberts Sveinssonar og mun starfsfólkið fylkja sér á bak við hann í komandi verkefnum. Starfsfólk X-18 gagnrýnir harðlega yfirlýsingar Óskars Axels sem hafa birst í fjölmiðlum undanfarna daga og telur ómaklega að sér vegið. Óskar Axel er vísvitandi margsinnis að fara með rangt mál sem gerir m.a. lítið úr þeirri gríðarlegu vinnu sem starfsfólk X-18 hefur lagt á sig undanfarin ár. Einnig vill starfsfólk X-18 taka fram að enginn af núverandi starfs- mönnum hyggst ganga í lið með Ósk- ari Axel í nýju fyrirtæki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Óskars í þá veruna. Við lýsum því hryggð okkar yfir því hvernig málum er komið fyrir hjá Óskari.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.