Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 41

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 41 Miðasala er í síma 595 7999 og 800 6434, virka daga á milli 9.00 og 17.00, og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Rannveig Fríða Bragadóttir, mezzósópran og Gerrit Schuil, píanó á síðasta Sunnudags-matinée starfsársins sunnudaginn 5. maí kl. 16.00 Á efnisskrá eru sönglög eftir Mozart, Schubert, Mahler og de Falla en auk þess verða frumflutt sönglög eftir Pál P. Pálsson MESSA verður að Hlíðarenda í Fljótshlíð á morgun, sunnudag, kl. 14.00. Þar verður þess minnst að 89 ár eru liðin frá því að Guðmundur Árnason „dúllari“, sem var lands- frægur maður um sinn tíma, var jarðsettur þar og að legsteinn hans hefur nú verið endurreistur eftir gagngerða viðgerð. Legstein þennan lét Guðmundur sjálfur gera rúmu ári áður en hann andaðist og fékk hann danskan mann, Júlíus Schou steinhöggvara, til þess, en hann bætti svo við and- látsdegi Guðmundar. Á steininum stendur: „Hjer undir hvilir / Guð- mundur Árnason / f 7. juli 1833 / d 20. apr 1913 / Þjóðkunn list sem þessi / gjorði þar fyrir er steinninn / reyst- ur. Átti gripi úr gulli / skæru, höndin frjáls og / heylsan góða einnig líka / afbragðs sinni / S.S.S. G. Á.“ (sjálf- um sér setti Guðmundur Árnason). Tímans tönn hafði sett það mark á steininn að ómögulegt var að lesa grafskriftina vegna veðrunar og því tóku nokkrir vandamenn Guðmund- ar að sér að láta dýpka letrið á hon- um svo nú má lesa textann að nýju. Þór Sigmundsson hjá fyrirtækinu Steinsmiðurinn ehf annaðist það verk. Legsteinn Guðmundar „dúllara“ endurreistur Langholtskirkja Vortónleikar Lög- reglukórs Reykjavíkur hefjast kl. 16. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór syngur einsöng með kórnum. Á efnisskránni verður blanda af nýj- um og gömlum lögum. Miðaverð 1.500 krónur. Félagsheimili Kópavogs Kórar Kársnesskóla verða með maraþon- tónleika frá kl. 9:00 að morgni til kl. 17:00. Fram koma Skólakór Kárs- ness, Litli kór, Miðkór, Drengjakór og Stúlknakór Kársnesskóla, alls um 250 börn á aldrinum 8-16 ára. Verð aðgöngumiða er kr. 1.000 og eru kaffiveitingar innifaldar í verðinu. Sami aðgöngumiði gildir allan dag- inn og er fólki frjálst að koma og fara að vild. Sungin verða hátt í 150 lög. Stjórnandi kóranna er Þórunn Björnsdóttir og undirleikari er Mar- teinn H. Friðriksson. Seljakirkja Kór Átthagafélags Strandamanna heldur tónleika kl. 17. Á efnisskránni eru innlend og er- lend lög, m.a. eftir Björgvin Þ. Valdi- marsson og Ingibjörgu Bergþórs- dóttur. Þá verður flutt létt lagasyrpa við texta Jónasar Árnasonar er Magnús Ingimarsson útsetti fyrir kórinn árið 1978. Einsöngvari er Anna Pálína Árnadóttir en nokkur laga hennar voru útsett af Gunnari Gunnarssyni fyrir kórinn til flutn- ings á þessum tónleikum. Gunnar leikur sjálfur á píanóið og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Einnig leikur Guðbjartur Björgvinsson, fyrrverandi félagi í kórnum, á harm- onikku í nokkrum laganna. Stjórn- andi kórsins er Þóra V. Guðmunds- dóttir. Áskirkja Árnesingakórinn í Reykja- vík heldur vortónleika kl. 16. Aðal- uppistaðan í efnisskránni eru íslensk þjóðlög, ættjarðarlög og dægurlög sem kórinn mun syngja í tónleika- ferð um England í júní nk. Kórinn hefur fengið nýjan stjórn- anda, Gunnar Ben, nýkominn heim úr námi. Hann stjórnaði kór Íslend- ingafélagsins í London á námsárum sínum. Undirleikari til margra ára er Bjarni Þ. Jónatansson. Ásgarður, Glæsibæ Hátíð harm- onikunnar hefst með tónleikum kl. 20.15. Að þeim loknum, kl. 22:15, verður harmonikudansleikur. Meðal flytjenda á tónleikunum eru m.a. Margrét Arnardóttir, Ólafur Þ. Kristjánsson, Rut Berg Guðmunds- dóttir, Sólberg Bjarki Valdimarsson, Reynir Jónasson og Tatu A. Kant- omaa. Þá koma fram þrjár stórar hljómsveitir. Það eru harmoniku- hljómsveit Ungs fólks undir stjórn Guðmundar Samúelssonar og tvær kunnar hljómsveitir Harmoniku- félags Reykjavíkur, Stormurinn undir stjórn Arnar Falkner og Létt- sveitin undir stjórn Jóhanns Gunn- arssonar og Björns Ólafs Hallgríms- sonar. Kynnir er Jóhann Gunnarsson. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Bókasafn Borgarness Sýning á verkum Elínborgar Kjartansdóttur verður opnuð kl. 15. Þar gefur að líta koparristumyndir, einnig nokkur glerlistaverk. Elínborg hefur starfað sem hönn- uður og málmlistakona frá árinu 1989 bæði hérlendis og erlendis. Verk hennar eru einnig til sölu í Galleríi Fold, Kringlunni, og List- fléttunni, Akureyri. Straumur Í tilefni þriggja ára af- mælis Fókuss, félags áhuga- ljósmyndara, standa félagsmenn fyrir ljósmyndasýningu kl. 16. Sýn- ingin, sem er sölusýning, ber yf- irskriftina „Lífið í fókus“ og sýna þar um 24 Fókusfélagar yfir 150 ljósmyndir. galleri@hlemmur.is Björk Guðna- dóttir opnar sína fyrstu einkasýn- ingu á Íslandi kl. 17. Björk útskrif- aðist úr listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð og hefur verið virkur lista- maður síðan. Á sýningu Bjarkar sem nefnist „Heilagar stundir“ verða m.a. Myndband og saumverk. Gallerí Hlemmur er að Þverholti 5. Opið er fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14-18 og stendur sýningin til 26. maí. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Lögreglukórinn í húsi Land- helgisgæslunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.