Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 53
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 53
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
MORGUNBLAÐSSKEIFUNA
hlaut að þessu sinni Agnar Snorri
Stefánsson frá Dalvík fyrir bestan ár-
angur úr bóklegri og verklegri reið-
mennsku I til II. Hlaut hann í aðal-
einkunn 8,66. Í reiðmennsku eru tvö
bókleg próf og sjö verkleg próf. Í
reiðmennsku I er tekið próf í hring-
teymingu, hindrunarstökki og grunn-
reiðmennsku auk sérstaks ásetu-
prófs. Í reiðmennsku II er tekið próf í
sniðgangi, fimi og gangtegundum. Á
skeifudaginn mættu tíu efstu í gang-
tegundaprófinu í sérstaka úrslita-
keppni sem skiptist í A- og B-úrslit
eins og tíðkast á íþróttamótum. Það
er niðurstaðan úr forkeppni sem gild-
ir til prófs en úrslitin eru áhorfendum
til skemmtunar og nemendum til
reynsluaukningar. Í öðru sæti varð
Auður Ástvaldsdóttir frá Egilsstöð-
um með 8,45 og Ida Haugen frá Nor-
egi varð þriðja með 8,34.
Sunna og Aníta í sérflokki
Ásetu- og reiðmennskuverðlaun
Félags tamningmanna hlaut Aníta
Aradóttir frá Reykjavík og hlaut hún
8,70 í einkunn fyrir ásetu og stjórnun.
Eiðfaxabikarinn sem veittur er fyrir
besta hirðingu hlaut Sunna Birna
Helgadóttir frá Reykjavík. Aníta
sigraði einnig í gangtegundakeppn-
inni sem var eins og oft áður fjór-
gangur. Keppti hún á hryssu sinni
Sunnu frá Reykjum og hlutu þær 8,65
í einkunn. Sunna er afar vel þjálfuð
hjá Anítu enda hafa þær náð góðum
árangri á mótum í Svaðastaðahöllinni
á Sauðárkróki í vetur og vafalaust
eiga þær eftir að gera garðinn frægan
á næstu árum.
Agnar Snorri varð annar á Fræg
frá Þingeyrum, prýðisgóðum hesti
sem hefur frábært íþróttastökk eins
og það er kallað þegar hestar fara vel
á hægu eða milliferðarhraða á stökki.
Agnar og Frægur hlutu 8,35. Í þriðja
sæti varð svo Nadía Nielsen frá Dan-
mörku á Glæsi frá Stóra-Dal með
7,85, Þórdís Sigurðardóttir frá Gull-
berastöðum fjórða á Eini frá Gull-
berastöðum með 7,35 en þau sigruðu í
B-úrslitum og unnu sér rétt til þátt-
töku í A-úrslitum. Rikke Wolff frá
Danmörku varð fimmta á Yrpu frá
Ánabrekku með 7,55 og jafnar í sjö-
unda og áttunda sæti urðu Ida Haug-
en frá Noregi á Herði frá Hofsstöðum
og Mille Kyhl frá Danmörku á Fálka
frá Dalsmynni, báðar með 7,55. Helle
Laks frá Svíþjóð varð níunda á Birtu
frá Akranesi með 7,45 og Friðrik Már
Sigurðsson frá Reykjavík varð tíundi
á Þokkabót frá Hólum með 7,15. Ein-
kunnir eru úr forkeppni en í úrslitum
var einungis raðað í sæti.
Að venju var kvenþjóðin í miklum
meirihluta nemenda á Hólum, aðeins
fjórir piltar, allir íslenskir, á móti
sautján stúlkum og af þeim voru níu
þeirra íslenskar. Kvennaríkið stend-
ur því enn með miklum blóma á Hól-
um.
Þolinmæði og þrautseigja
Gangtegundakeppnin á Hólum
gefur nokkuð glögga mynd af því
hvaða leiðir er verið að fara í kennsl-
unni á Hólum og sömuleiðis er hún
nokkuð góð mælistika á þróunina í
getu nemenda. Óhætt er að segja að
Hólaskóli hafi gengið í gegnum þykkt
og þunnt hvað gagnrýni varðar og oft
mátt heyra menn gera drýgindalegt
grín að stefnunni í reiðmennskunni
þar á bæ. Rökstudd og málefnaleg
gagnrýni er vafalítið einn af horn-
steinunum í þeirri þróun sem þarna á
sér stað ár frá ári og vonandi verður
Hólaskóli aldrei svo merkileg stofnun
að hún verði yfir alla gagnrýni hafin.
Það sem helst vekur athygli nú eins
og reyndar oft áður er hversu góðu
valdi nemendur skólans eru að ná yfir
mótun höfuðburðar hrossanna. Þar
er ótvíræð framför á ferðinni. Var til
dæmis afar skemmtilegt að sjá hross-
in á brokki í úrslitum og var það þá
ekki síðra í B-úrslitum hvað höfuð-
burði viðkemur. Þessi jákvæða þróun
er vísast framlenging af því að kenn-
arar skólans eru, eins og margir aðrir
íslenskir reiðmenn, að ná sífellt betra
valdi yfir þessum þætti reiðmennsk-
unnar. Að baki góðum höfuðburði
liggur annað og meira en það eitt að
ríða nokkra hringi með felldan háls
og höfuð í lóð. Þar kemur til tækni og
kunnátta, þolinmæði og þrautseigja
og af því virðist vera nóg á Hólum.
Á annan tug hestafræðinga mun útskrifast frá Hólum í vor og mættu þau prúðbúin til leiks á skeifudaginn, sem skartaði fögru veðri rétt á meðan dagskráin stóð yfir.
Skeifukeppnin á Hólum
Öruggur
sigur Agn-
ars Snorra
Morgunblaðið/Valdimar
Hólanemar héldu skeifudaginn hátíðlegan 1. maí
þar sem fram fóru úrslit í fjórgangi og hluti nem-
enda sýndi munsturreið á glæstum gæðingum.
Valdimar Kristinsson brá sér norður í nepjuna en
öllum á óvart rofaði til rétt áður en dagskráin hófst
og hélst hið besta veður á meðan hún stóð yfir.
Agnar Snorri Stefánsson vann Morgunblaðsskeifuna að þessu sinni á
Hólum og situr hann hér hestinn sem fylgdi honun gegnum gangteg-
undaverkefni skeifukeppninnar en sá er Frægur frá Þingeyrum.