Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 27

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 27
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 27 LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands (LSN) hefur ásamt fjárfestingar- félaginu Nordica S.A. í Lúxemborg höfðað mál gegn iDigi Communica- tions í Flórída í Bandaríkjunum. Ástæður málaferlanna eru meint óvönduð vinnubrögð stjórnenda iDigi og meint færsla á verðmætum úr iDigi í félag í eigu framkvæmda- stjóra iDigi. Fyrirtækið iDigi vinnur að því að þróa tækni til að auka hraða í fjar- skiptum, sérstaklega að því er við- kemur Netinu. LSN fjárfesti í fyr- irtækinu í útboði sem haldið var fyrir tveimur árum og var meðal annars kynnt fjárfestum hér á landi. LSN seldi síðan hlut sinn inn í Nor- dica, þar sem sjóðurinn á 15% hlut en afgangurinn er í eigu breskra að- ila. Sjóðurinn á nú ekkert beint í iDigi, en Nordica á tæplega 5 millj- óna dollara hlut, eða sem svarar til ríflega 400 milljóna króna. Þetta er innan við 1% af heildarhlutafé iDigi. Þessu til viðbótar hefur Nordica lánað félaginu 5 milljónir dollara og er það lán nú í vanskilum. Ekki mikil hætta á að fjármunir tapist Í samtali við Morgunblaðið sagði Kári Arnór Kárason, framkvæmda- stjóri LSN, að hann teldi ekki mikla hættu á að fjármunirnir sem settir hefðu verið í þetta fyrirtæki og lán- aðir því myndu tapast. Tæknin sem fyrirtækið ætti væri það verðmæt að fyrirtækið stæði undir þessum kröfum, en vegna lélegrar stjórn- unar, rangrar upplýsingagjafar og vegna þess að verðmætasta tækni- lausn fyrirtækisins hefði verið færð út úr fyrirtækinu, að því er talið sé með ólöglegum hætti, hefði verið talið nauðsynlegt að höfða mál til að tryggja rétt fjárfestanna. Hann sagði að nú hefði verið skipaður um- sjónarmaður yfir fyrirtækið sem sæi tímabundið um rekstur þess og myndi kanna þetta mál. Málið yrði síðan væntanlega dómtekið 13. þessa mánaðar og þá færi að skýr- ast hverjar lyktirnar yrðu. Fjárfestingarstefnunni hefur verið breytt Spurður að því hversu miklu fé LSN gæti tapað ef allt færi á versta veg sagði Kári Arnór erfitt um það að segja nákvæmlega, en þar sem eignin og krafan væri óbein og í gegnum Nordica væri það mun lægri tala en þær 10 milljónir doll- ara sem eru í spilinu. Vissulega gæti þó farið svo að LSN tapaði í gegn- um eign sína í Nordica ef illa færi. Spurður að því hvort eðlilegt væri fyrir lífeyrissjóði að fjárfesta í óskráðum og áhættusömum fé- lögum sagði Kári Arnór að á þeim tíma sem ákvörðun var tekin um fjárfestinguna hefði hún ekki þótt mjög áhættusöm og að bitist hefði verið um að fá að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. Útboð þessa fyrirtæk- is hefði verið kynnt hér á landi og LSN væri ekki eini stofnanafjár- festirinn eða lífeyrissjóðurinn sem tekið hefði þátt í því. Síðan hefði margt breyst og nú hefði LSN tekið þá stefnu að fjárfesta ekki í óskráð- um fyrirtækjum. Hann benti jafn- framt á að fjárfestar hefðu ekki ein- göngu tapað á óskráðum bréfum, mikið tap hefði líka orðið við geng- islækkun skráðra félaga við verðfall markaða. Kári Arnór segir þá taphættu sem þarna sé vera óverulega miðað við lækkun markaðsbréfa. Sjóður- inn telji óverulegar líkur á að fjár- munir tapist í þessu máli, hins veg- ar hafi verið talið nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða til að vernda hagsmuni. Fjármálaeftirlitið hafi verið upplýst um stöðu málsins og því verði haldið upplýstu um framvindu þess. Óvíst hve miklir fjár- munir gætu tapast Fjárfesting Lífeyrissjóðs Norðurlands á Flórída í hættu LANDSBANKI Íslands hf. hefur ákveðið að lækka vexti af óverð- tryggðum inn- og útlánum í kjöl- far ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti. Landsbank- inn telur brýnt að almennur sparnaður aukist og hefur því ákveðið að bjóða bestu mögulegu innlánsvexti. Því munu innláns- vextir lækka minna en útlánsvext- ir. Þannig lækka óverðtryggð út- lán um 0,3%, en óverðtryggð innlán nokkru minna eða um 0,1- 0,3%. Innlánsvextir á tékka- reikningum viðskiptavina í Vörð- unni miðað við fyrsta þrep hækka um 1,75%. Þannig vill bankinn láta sína bestu viðskiptamenn njóta enn betri kjara en verið hef- ur. Þá haldast vextir óverð- tryggðra lífeyrisreikninga óbreyttir 11,75%, en með því vill Landsbankinn leggja áherslu á mikilvægi langtímasparnaðar ásamt því að jafna mun á vaxta- kjörum óverðtryggðra og verð- tryggðra lífeyrisreikninga. Landsbankinn lækkar vexti af óverðtryggðum lánum SJÁVARÚTVEGURINN þarf að vera sýnilegri í alþjóðlegri umræðu um sjávarútvegsmál, til að hafa áhrif á þróun umræðunnar og reyna að koma sjónarmiðum eðlilegrar nýtin- ingarstefnu auðlinda hafsins á fram- færi. Þetta kom fram í máli Péturs Bjarnasonar, formanns stjórnar Fiskifélags Íslands, á Fiskiþingi sem fram fór í gær. Pétur minnti á að fyrir fáum árum hafi Íslendingum, Norðmönnum, Færeyingum og fleiri þjóðum þótt álíka fáránlegt að heyra að margra ára bann við hvalveiðum væri á næsta leiti eins og Íslendingar skip- uðu sér í forystusveit í geimrann- sóknum. Engu að síður væri það staðreynd að flestar þjóðir byggju við algert bann við hvalveiðum. „Ástæðan er alveg óháð stofnstærð hvalategunda. Hún er einnig alveg óháð þeim nýtingarmöguleikum hvalastofna og því álagi sem þeir hafa á vistkerfið. Ástæðan er ein- göngu að finna í tilfinningalífi fjölda fólks í hinum „upplýsta hluta heims- ins“ sem meðal annars hefur boðið okkur upp á skrípaleik eins og við verðum vitni að í kringum Keikó, sem er að verða fastur íbúi þessa lands.“ Sagan að endurtaka sig Pétur sagði að á sama hátt þætti þorra almennings nú fáránlegt að einhverntíma verði bannað að veiða þorsk. Því væri lærdómsríkt að verða vitni að því að umhverfissam- tökin World Wildlife Fund for Nat- ure hefðu nú ráðlagt neytendum í Svíþjóð að kaupa ekki þorsk og leggja þar með mikilvægt lóð á vog- arskálarnar til verndar hinni villtu náttúru. „Þannig virðist sagan vera að endurtaka sig. Það sem var fárán- legt fyrir örfáum árum er nú raun- veruleiki. En hvað hefur sjávarút- vegurinn verið að gera meðan heimsmyndin er að breytast á þenn- an hátt? Hann hefur vissulega verið upptekinn við mikilvæg mál. Barátt- an um kaup og kjör er ekki smámál. Baráttan um fiskveiðistjórnkerfi er ekki smámál. Baráttan um skiptingu arðs af auðlindinni er ekki smámál. En baráttan um réttinn til eðlilegrar nýtingar auðlindarinnar er ekki heldur smámál. Baráttan um hvern- ig hin alþjóðlega umræða um skil- yrði sjávarútvegsins er ekki heldur smámál. Baráttan um að samræma sjónarmið innanlands og utan um nýtingu sjávarfangs er ekki heldur neitt smámál.“ Pétur sagði að þrátt fyrir bætta upplýsingatækni og aukin samskipti milli landa og heimsálfa væri Ísland tiltölulega einangrað. Svokölluð um- hverfissamtök hefðu hinsvegar vax- andi áhrif í hinu alþjóðlega umhverfi. Þó mörg þessara samtaka ættu hið besta skilið væri umhverfisvernd engu að síður stór iðnaður og oftar en ekki væri fagurgali í umhverfis- málum árangursrík leið til þess að fá fólk til að opna buddur sínar og sýna örlæti sitt í verki. „Og þá eru göfug markmið í umhverfismálum ekki alltaf efst á blaði. Keikó er gott dæmi um hvernig má hafa fávíst fólk og einfalt að féþúfu í nafni umhverfis- mála. Og dæmin eru allt í kringum okkur,“ sagði Pétur Morgunblaðið/Ásdís Frá 61. Fiskiþingi Fiskifélags Íslands sem haldið var í gær. Sjávarútveg- urinn þarf að vera sýnilegri Formaður Fiskifélags Ísland varar við vaxandi áhrifum umhverfissamtaka EINS og fram hefur komið hefur Femin.is keypt Vísi.is. Í framhaldi af kaupunum hefur komið fram að Viðskiptavefurinn, sem rekið hefur viðskiptahlutann á Vísi.is, hefur í hyggju að verja hagsmuni sína ef fjármunir koma inn vegna kaup- anna, enda eigi hann ógreiddar kröfur vegna vinnu við að setja við- skiptafréttir inn á Vísi.is. Stærstu eigendur Viðskiptavefjarins eru Viðskiptablaðið og Tölvumyndir, en Vísir.is og Leit eiga einnig í fyr- irtækinu. Írís Gunnarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Femin.is og segir hún að þær kröfur sem hér um ræðir komi Femin.is ekki við. Kröfurnar séu gerðar á hendur fyrri eiganda og rekstraraðila Vísi- s.is, en Femin.is hafi aðeins keypt vefinn Vísi.is en ekki fyrirtækið sem átti hann og rak, Frjálsa fjöl- miðlun. Íris segist ekki vilja á þessari stundu upplýsa hvernig greitt hafi verið fyrir Vísi.is, enda séu kaupin ekki að fullu frágengin. Kaup Femin.is á Vísi.is Femin.is ber ekki ábyrgð á skuldum fyrri eiganda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.