Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vorsýningar eldri borgara í Kópavogi
Brúa svokallað
kynslóðabil
VÍÐA um land erblómleg félags- ogtómstundastarf-
semi eldri borgara, ekki
síst í Kópavogi, þar sem nú
eru framundan vorsýning-
ar bæði í Gjábakka og í
Gullsmára. Vorsýningarn-
ar verða að þessu sinni
dagana 11. og 12. maí og
verða opnar frá klukkan 14
til 18 í báðum félagsheimil-
um. Sigurbjörg Björgvins-
dóttir svaraði nokkrum
spurningum Morgunblaðs-
ins.
Það er einhver hug-
myndafræði á bak við
eldriborgarastarfið, hver
er hún?
„Já, það eru nokkur
markmið með þessu fé-
lagsstarfi. Eitt megin-
markmiðið í hugmyndafræðinni
er að brúa svokallað kynslóðabil,
sem flestir vita af en fáir viður-
kenna í alvöru. Segja má að upp-
haf þessa félagslífs sem fram fer í
félagsheimilunum hafi verið árið
1983 þegar Hrafn Sæmundsson
útfærði hugmyndina að Hana-nú.
Það varð þó ekki veruleg breyting
á áherslum fyrr en núverandi fé-
lagsmálastjóri, Aðalsteinn Sigfús-
son, tók við og ég og Ásdís Skúla-
dóttir fórum að vinna saman eftir
að Gjábakki var opnaður árið
1993. Síðan hafa verið haldnar
fjölskylduvænar samkomur – fjöl-
skyldudagar – og samstarf við
grunn- og leikskóla hefur verið
ræktað. Nú er þetta að skila
árangri, kynslóðir eru að mætast í
Kópavogi í síauknum mæli. Til
dæmis hafa nemendur í Digranes-
skóla boðið eldra fólki í sinn hátíð-
arsal föstudaginn 10. maí til að
hlýða á fræðsluerindi og dagskrá
og leikskólinn Arnarsmári setur
upp sína vorsýningu samstiga
fólki í Gullsmára.“
Eru þessar vorsýningar árlegar
uppákomur?
„Já, það er liður í starfseminni
að gefa fólki kost á að sjá afrakst-
ur þess sem eldra fólk í Kópavogi
er að vinna. Að þessu sinni eru
vorsýningar fjölbreyttari en þær
hafa verið, m.a. vegna þess að nú
er ekki aðeins sýnt handverk
heldur er þetta eins konar
uppskeruhátíð þar sem getur að
líta alla starfsemina. Smiðjur
verða í gangi frá klukkan 15 til 16
báða dagana og áhugavinnuna
getur að líta og heyra laugardag
og sunnudag frá klukkan 14.30 til
16.30, en í vetur hafa starfað 43
hópar að sínum hugðarefnum.“
Hvað er verið að sýna og hvar
er sýnt?
„Eins og kemur fram áður er
þetta eins konar uppskeruhátíð
félagsstarfs aldraðra. Þessa daga
getur að líta sýnishorn af því fjöl-
breytta félags- og tómstunda-
starfi sem eldra fólk í Kópavogi
skapar með þátttöku sinni og
frumkvæði. Í Kópavogi hefur bæj-
arfélagið skapað þessari starfsemi
glæsilegar ytri aðstæður, sem eru
tvö félagsheimili, Gjá-
bakki og Gullsmári.
Bæjarfélagið hefur
treyst eldra fólki til að
vinna að sínum áhuga-
málum í félagsheimil-
unum jafnt á afgreiðslutíma sem
utan. Því hefur þróast fjölbreytt
áhugavinna, fjölbreytt félagslíf,
og er það m.a. ástæða þess að
starfsemin er jafn fjölbreytt og
þessir viðburðir munu væntan-
lega sýna.
Aðalsýningarsvæðið er í fé-
lagsheimilunum Gjábakka, Fann-
borg 8, og í Gullsmára, Gullsmára
13, en auk þess frumsýna Smell-
arar í Hana-nú og Nafnlausi leik-
hópurinn leikritið „Smellur 2 …
aldrei of seint“, sem Jónína Leós-
dóttir skrifaði í tilefni tíu ára af-
mælis Nafnlausa leikhópsins.
Leikritið verður frumsýnt laugar-
daginn 11. maí klukkan 14 í Hjá-
leigunni í Félagsheimili Kópavogs
og það er Ásdís Skúladóttir leik-
stjóri sem leikstýrir. Einnig flytur
bókmenntaklúbbur Hana-nú dag-
skrá tileinkaða aldarafmæli Hall-
dórs Laxness við opnun Bóka-
safns Kópavogs í nýju
menningarmiðstöðinni klukkan 15
sunnudaginn 12. maí.“
Er starfsemin í Kópavogi blóm-
leg?
„Já, ég tel svo vera. Allt fé-
lagsstarf óháð aldri er fyrst og
fremst þátttaka fólksins sjálfs. Sú
hugmyndafræði sem unnið er eft-
ir í félagsstarfi aldraðra í Kópa-
vogi gerir ekki ráð fyrir að fólk
breytist við að verða 67 ára heldur
sé það andleg og líkamleg heilsa
fólks og færni sem skipti mestu
máli í athöfnum daglegs lífs. Hug-
myndafræðin gerir ráð fyrir að
fólk haldi áfram að axla ábyrgð og
taka þátt í því samfélagi sem það
skóp og er hluti af. „Áhyggjulausa
ævikvöldið“, þar sem sjálfráða
einstaklingar eru gerðir óvirkir,
rúmast því ekki innan þessarar
hugmyndafræði heldur er ýtt
undir virkni einstaklinga. Því iða
félagsheimilin af lífi
alla daga og þar er fólk
að skapa sínar afurðir
og stunda mannrækt
með því að hafa hlut-
verk og njóta samvista
við aðra, en margsannað er að
„maður er manns gaman“.“
Hversu mikil er þátttakan?
„Það koma um 600 manns að
þessari helgi á beinan eða óbeinan
hátt þannig að það verður hver að
svara fyrir sig um hvað honum
finnst, en í Kópavogi eru um 2.400
íbúar eldri en 67 ára eða um 9,9%
af íbúunum, sem eru nú nær
25.000.“
Sigurbjörg Björgvinsdóttir
Sigurbjörg Björgvinsdóttir
fæddist í Fljótum í Skagafirði 1.
nóvember 1941. Hún útskrifaðist
úr Kvennaskólanum 1959 og
varð stúdent frá öldungadeild
MH 1989. Stundaði eftir það nám
í félagsfræði og félagsráðgjöf við
HÍ uns hún varð forstöðumaður
Gjábakka 1993. Forstöðumaður
Félagsstarfs aldraðra í Kópavogi
frá 1999. Hefur lokið mörgum
námskeiðum í faginu frá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Ís-
lands. Vann áður margvísleg
störf. Eiginmaður Sigurbjargar
er Haukur Hannibalsson, starfs-
maður Delta, og eiga þau saman
fimm börn, fimm tengdabörn og
níu barnabörn.
Fólk haldi
áfram að axla
ábyrgð
Þá er nú enn eitt skóflustungu-tímabil hafið.
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur undirritað samstarfs-
samning til fjögurrra ára við hand-
verkstæðið Ásgarð í Kópavogi. Auk
ráðuneytisins standa að samn-
ingnum svæðisskrifstofur fatlaðra í
Reykjavík og á Reykjanesi. Hand-
verkstæðið Ásgarður var stofnað
árið 1993 og starfa þar nú 20 fatl-
aðir einstaklingar við smíði á leik-
föngum og munum úr tré. Í desem-
ber síðastliðnum missti Ásgarður
húsnæði sitt í bruna og hefur staðið
yfir söfnun til styrktar verkstæðinu
og nýju húsnæði sem fyrirhugað er
að reisa á næstunni. Þeirri söfnun
lauk í gær á hátíð sem forsvarsmenn
Ásgarðs héldu á skemmtistaðnum
Broadway. Alls söfnuðust rúmar 5,6
milljónir króna auk verkfæra og
tækja að andvirði ein og hálf milljón
króna. Þá hafa ýmsir aðilar lýst sig
reiðubúna að gefa vinnu og bygg-
ingarefni til nýbyggingarinnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páll Pétursson félagsmálaráðherra undirritaði samstarfssamning við
Ásgarð á skemmtun sem haldin var á Broadway.
Ráðherra undirritar samstarfssamning við Ásgarð
5,6 milljónir
söfnuðust
til nýbygg-
ingar
JÓN Pálsson, framkvæmdastjóri
Hins íslenska Biblíufélags, afhenti
nýlega Jóhannesi Páli páfa II við-
hafnarútgáfu af íslensku biblíunni.
Jón var staddur í Róm á fundi Sam-
einuðu biblíufélaganna og var fund-
armönnum boðið til áheyrnar hjá
páfanum í Vatíkaninu. Þar fengu
þeir tækifæri til að færa honum bibl-
íu, hver á sínu tungumáli, en kaþ-
ólska kirkjan styður starf sameinuðu
biblíufélaganna í útgáfu biblíunnar á
mörgum mismunandi tungumálum.
Jón færði páfa viðhafnarbiblíu
sem gefin var út í tilefni af þúsund
ára afmæli kristni á Íslandi. Biblían
var gefin út í 2000 tölusettum eintök-
um og fékk páfinn eintak númer
þrjú. Fyrir brottförina hafði Jón
beðið nunnurnar í Karmelklaustrinu
í Hafnarfirði að skrifa kveðju til páfa
á pólsku í bókina.
„Þúsund ár"
Páfi hefur átt við veikindi að stríða
en Jón segir að hann sé greinilega
vel með á nótunum. Eftir að Jón
hafði fært páfa biblíuna og tekið í
hönd hans sagði páfi „þúsund ár“ á
ensku og var þar að vísa í kristni-
tökuafmælið á Íslandi. Jón segir að
þetta hafi komið sér mjög á óvart, en
þarna hafi hann fengið tækifæri til
að ræða betur við páfa og segja hon-
um að biblían sem honum var færð
hafi einmitt verið gefin út í tilefni af
þúsund ára afmæli kristnitöku á Ís-
landi.
Jón var eini fulltrúi Íslands á
fundinum, en alls voru þar saman-
komnir um 70 fulltrúar frá 35 lönd-
um.
Jón fékk tækifæri til að sýna páfa biblíuna sem var gefin út í tilefni
kristnitökuafmælisins. Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði
skrifuðu kveðju til páfa í biblíuna á móðurmáli hans, pólsku.
Gaf páfanum íslenska biblíu