Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 16

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 16
FRÉTTIR 16 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landverndar, segir að orku- vinnsla og náttúruvernd fari aldrei saman og gagnrýnir matsskýrslu Landsvirkjunar varðandi umhverfis- áhrif Norðlingaölduveitu. Að sögn Ólafar Guðnýjar Valdi- marsdóttur hefur stjórn Landvernd- ar ekki enn fjallað um matsskýrsl- una, en hún segist ætla að reyna að beita sér fyrir því að Landvernd geri faglega úttekt á skýrslunni á svip- aðan hátt og gert hafi verið með matsskýrsluna um Kárahnjúkavirkj- un. „Sú vinna mæltist mjög vel fyr- ir,“ segir hún. „En hvort hún hefur áhrif á ferlið eða niðurstöðu um- hverfisráðherra tel ég óvíst. Ég held að það sé samt mjög mikilvægt, vegna ummæla forstjóra Lands- virkjunar, Friðriks Sophussonar, í fjölmiðlum, að fram komi að orku- vinnsla og náttúruvernd fara aldrei saman. Orkuvinnsla er alltaf á kostn- að náttúrunnar. Það er hins vegar hægt að lágmarka umhverfisáhrifin og það er meðal annars tilgangurinn með lögunum um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda.“ Hún segir að það sé einnig mikilvægt að fram- kvæmdaraðili sé ekki sjálfur að draga saman niðurstöður um um- hverfisáhrif framkvæmda í inngangi, eins og Landsvirkjun geri bæði í matsskýrslunni um Kárahnjúka- virkjun og Norðlingaölduveitu. Það sé annarra að gera það. Landsvirkj- un hljóti alltaf að reyna að réttlæta framkvæmdir sem fyrirtækið hygg- ist ráðast í, því annað væri óeðlilegt, en í þessu máli sé Landsvirkjun alls ekki hlutlaus aðili. Ólöf Guðný segir að Þjórsárverin séu eitt verðmætasta svæði landsins út frá náttúruverndarsjónarmiðum og séu friðlýst. Náttúruverðmæti þeirra sé á alþjóðavísu eins og Ís- lendingar viti mæta vel. Spyrja megi hvers virði sé að friðlýsa svæði ef friðlýsingin hefur ekkert gildi? „Er okkur ekkert heilagt lengur þegar peningasjónarmið eru annars veg- ar,“ spyr hún og bætir við að það sé líka eins líklegt að um keðjuverkun verði að ræða og Landsvirkjun seil- ist enn lengra inn í friðlandið næst, „því með þessari framkvæmd hefur friðlandið þegar verið rýrt og það mætti þá nýta það sem rök. Það má líka spyrja hvers virði rödd okkar er í alþjóðasamfélaginu ef alþjóðasam- þykktir hafa lítið sem ekkert gildi heima fyrir.“ Viss ótti Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og formað- ur Umhverfisverndarsamtaka Ís- lands, segist ekki hafa séð skýrsluna enn og eigi því erfitt með að úttala sig um málið. Samt sem áður verði að fara ákaflega varlega að Þjórsárver- um, því um sé að ræða eitt viðkvæm- asta hálendissvæði landsins. Það sé auk þess friðað og allt sem spilli því nokkuð verði mjög illa séð. „Hins vegar er því ekki að neita að Lands- virkjun hefur teygt sig eitthvað til móts við slík sjónarmið með því að lækka yfirborðið um sex metra. Það er vitanlega strax spor í áttina,“ seg- ir hann og spyr hvort hægt sé að gera eitthvað meira í því efni. Meirihluti hreppsnefndar Gnúp- verjahrepps lagðist gegn Norðlinga- ölduveitu á fundi sínum í desember sem leið. Þá greiddu þrír hrepps- nefndarmanna atkvæði gegn Norð- lingaölduveitunni, en tveir greiddu atkvæði með henni. Bjarni Einars- son, oddviti, var í hópi þeirra fyrr- nefndu. Hann segist ekki hafa lesið alla skýrsluna en hann sjái lítið nýtt í henni umfram það sem hafi verið vit- að. Hann segist samt eiga eftir að skoða skýrsluna betur, en hann óttist aurmyndunina og hækkun landsins. Þrándur Ingvarsson greiddi at- kvæði með framkvæmdinni, en hann segist ætla að bíða eftir kynningar- fundi Landsvirkjunar í Árnesi á þriðjudag. Hann er á lista framfara- sinna og segir að þar hafi verið álykt- að þannig í málinu að það yrði lagt í hendur Skipulagsstofnunar hvort framkvæmdir yrðu leyfðar eða ekki. Hann segist alla tíð hafa verið því fylgjandi að fara eftir áliti fræði- manna í þessu máli því það sé svo margþætt, bæði sé um kosti og galla að ræða, og ekki á færi leikmanna að skera úr um hvað eigi að gera. Hann segist gera sér grein fyrir að eitt- hvað fari undir vatn en líka verði að spyrja hvað fáist í staðinn. Listi framfarasinna sé frekar hlutlaus í málinu, en telji sig ekki hafa efni á því að stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Þó hafi ekki allir sömu skoðanir á því hvað langt eigi að ganga, en menn verði að átta sig á því að Landsvirkjun með tvær virkj- anir innan sveitarfélagsins hafi tölu- vert mikla þýðingu í lífi fólksins á svæðinu. „Þetta er ekki svo einfalt að berja í borðið og segja nei,“ segir hann og áréttar að hann taki mið af matinu og niðurstöðu Skipulags- stofnunar, þegar hann myndi sér skoðun á málinu. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, um matsskýrslu Landsvirkjunar Orkuvinnsla og náttúruvernd fara aldrei saman STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir Reykjavíkurflugvöll lykilinn að viðskiptum og vel- gengni fyrirtækja á Vestfjörðum sem sækja á stærsta markað landsins, á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sagði hann við opnun sýn- ingarinnar Perlan Vestfirðir í gær. Hann sagði Vestfirðinga líklega gera sér betur grein fyrir veiga- miklu hlutverki Reykjavíkurflug- vallar í samgöngukerfi landsins en aðrir landsmenn. „Höfuðborg verður að vera reiðubúin til að hýsa eitt mikil- vægasta samgöngumannvirki allra landsmanna,“ sagði Sturla. Hann sagði góðar flugsamgöngur við höfuðborgina skipta miklu máli fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum, einnig væru þær forsenda þess að ferðaþjónustan geti byggt upp ferðir til Vestfjarða og eflt þannig ferðaþjónustuna á svæðinu auk þess sem flugvöllurinn veiti íbúum Vestfjarða nauðsynlega þjónustu. Sturla sagði að með sama hætti væru flugvellirnir á Ísafirði, Þing- eyri, Bíldudal, Patreksfirði og Gjögri mikilvægir hlekkir í sam- gönguneti Vestfjarða. Þess vegna væri gert ráð fyrir mikilvægum úrbótum á flugvöllum í þágu inn- anlandsflugs í nýsamþykktri flug- áætlun. Forsenda ferðaþjón- ustu og at- vinnulífs Samgönguráðherra um Reykjavíkurflugvöll ILMVATN fyrir víkinga ættað frá Vestfjörðum og galdrastafir frá Ströndum er meðal þess sem gefur að líta á sýningunni Perlan Vestfirð- ir sem Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, opnaði í Perlunni síð- degis í gær að viðstöddu fjölmenni. Sýningin er viðamesta kynningin á Vestfjörðum sem efnt hefur verið til, þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin en fyrri sýningar hafa verið haldnar á Ísafirði. Aðalsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélags Vestfjarða sem stendur að sýningunni, sagði að oft hefði verið einblínt á vanda Vestfjarða og Vest- firðingar hefðu dregið sig inn í skel. „Nú er tími til kominn að opna skel- ina og láta skína í perluna Vest- firði!“ sagði Aðalsteinn. Forseti sagði sýninguna vera tákn um þá atorku sem Vestfirðingum er í blóð borin. Sýningin væri kröftug viljayfirlýsing og staðfesting íbúa á eigin getu og vitnisburður um auð- lindir svæðisins. Hann sagðist von- ast til að sýningin yrði til að auka öllum Vestfirðingum bjartsýni og sóknarhug á komandi árum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra fagnaði sömuleiðis þessu átaki. „Það er von mín að sókn ykk- ar Vestfirðinga á þau mið sem okkar ágæta höfuðborg hefur upp á að bjóða verði til heilla vestfirskum byggðum og því öfluga atvinnulífi með nýsköpun að leiðarljósi sem birtist hér á sýningunni,“ sagði Sturla. Galdrastafir og kukl Vestfirðingar hafa fjölmennt suð- ur í tilefni sýningarinnar, en um eitt hundrað sýnendur taka þátt í sýn- ingunni. Má þar nefna Sindraberg sem framleiðir frosið sushi til út- flutnings, Bíldudalskaffi, Vestfirska forlagið, Fjarvinnsluna Suðureyri, Fjölmenningarsetur, Þróunarsetur Vestfjarða, Rammagerðina Ísafirði, Íslenska kalkþörungafélagið og marga fleiri. Á sýningarsvæði Strandamanna má sjá part af galdrasýningunni á Ströndum og leiðir galdramaður klæddur í feld almenning í allan sannleika um galdrastafi og vernd- argripi. Jón Jónsson þjóðfræðingur segir að feldurinn atarna sé af Frumsaketti, sem er afkvæmi sækýr og hests og um hálsinn ber galdra- maðurinn, sem reynist heita Arnar Jónsson börk úr rekaviði þar sem á hefur verið málaður galdrastafurinn Kaupaloki sem á að hjálpa mönnum að vegna vel í viðskiptum. Enda von- ast Strandamenn til að þeir nái á sýningunni að vekja áhuga almenn- ings á að sækja svæðið heim. Svínsbelgur með galdrastafnum Angurgapa sem á að hjálpa mönn- um að finna þjóf og mundlaug með sama merki er einnig til sýnis. Jón upplýsir að galdramenn fylltu mundlaugar á borð við þessa af vatni og gátu með því að þylja upp þulur séð þjóf birtast í vatninu. Hægt var að gera galdurinn enn hræðilegri með því að setja Þórs- hamar úr þrístolnum kirkjuklukku- kopar á auga í galdrastafnum, slá í og kyrja orðin „Ég set úr honum augað sem stal frá mér“. Þetta var gert vildu menn hefna sín á þjófi. Þá átti þjófurinn að fá óþolandi verk og missa augað ef hann skilaði ekki gripnum sem hann stal. Jón segir mikinn áhuga vera á galdrasögu þjóðarinnar, hið óvenju- lega og skringilega veki alltaf áhuga sem og hryllingur og viðbjóður líka. „Svo tökum við þessu svona mátu- lega alvarlega,“ segir Jón og hlær. Vellyktandi fyrir víkinga Á öðrum bás er Hallvarður Aspelund með ilmvatn og rakspíra fyrir herra sem hann hefur sett á markað í glösum sem hann hannaði og minna á kýrhorn. Hallvarður og kona hans Eyleif Björg Hauksdóttir setja ilminn á flöskur og pakka í um- búðir á Ísafirði. Flöskurnar eru framleiddar í Taívan og kemur ilm- efnið frá Frakklandi, en því er blandað í Tandri í Reykjavík. Framleiðslan, sem ber nafnið True Viking, eða hinn sanni vík- ingur, var markaðssett fyrir síðustu jól og segir Hallvarður að mark- aðurinn hafi tekið vel við sér. „Ég er sannfærður um að víkingarnir hefðu viljað þennan ilm,“ segir Hallvarður og hlær. Framleiðslan er seld í Bláa lóninu, Fríhöfninni, Saga Boutique og í nokkrum snyrtivörubúðum um land allt. Hallvarður segir að mikill kostnaður sé því fylgjandi að setja ilminn á markað, en að hugmyndin sé að markaðssetja hann erlendis. Hallvarður segir að ilmurinn sé mildur og góður og sé samansettur úr sítrónu-, krydd- og viðarilmi. Sýning er opin almenningi og verður opin frá kl. 11–17 í dag og á morgun, sunnudag. Viðamesta kynning Vest- fjarða til þessa Morgunblaðið/Ásdís Fjölmenni var við opnun sýningarinnar í Perlunni í gær. Hér eru Dorrit Moussaieff, Vestfirðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hallvarður Aspelund við víkingailminn True Viking sem er settur á flöskur og pakkað á Ísafirði. Galdramaðurinn Arnar Jónsson sveipaður feldi Frumsakattar og Jón Jónsson guðfræðingur á bás Strandamanna. SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var um tvo tíma að slökkva sinu- eld í Fossvogsdalnum í fyrrinótt. Kargaþýfi gerði slökkviliðsmönn- um erfitt fyrir en þeir notuðu vatn til að ráða niðurlögum eldsins. Mikinn reyk lagði um Fossvogs- dalinn og alla leið út á Ægisíðu. Trjá- gróður skemmdist ekki. Slökkviliðið fór í nokkur útköll vegna sinubruna í gær víðsvegar um höfuðborgarsvæð- ið. Sinueldar á höfuðborg- arsvæðinu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.