Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2002, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, for- maður Landverndar, segir að orku- vinnsla og náttúruvernd fari aldrei saman og gagnrýnir matsskýrslu Landsvirkjunar varðandi umhverfis- áhrif Norðlingaölduveitu. Að sögn Ólafar Guðnýjar Valdi- marsdóttur hefur stjórn Landvernd- ar ekki enn fjallað um matsskýrsl- una, en hún segist ætla að reyna að beita sér fyrir því að Landvernd geri faglega úttekt á skýrslunni á svip- aðan hátt og gert hafi verið með matsskýrsluna um Kárahnjúkavirkj- un. „Sú vinna mæltist mjög vel fyr- ir,“ segir hún. „En hvort hún hefur áhrif á ferlið eða niðurstöðu um- hverfisráðherra tel ég óvíst. Ég held að það sé samt mjög mikilvægt, vegna ummæla forstjóra Lands- virkjunar, Friðriks Sophussonar, í fjölmiðlum, að fram komi að orku- vinnsla og náttúruvernd fara aldrei saman. Orkuvinnsla er alltaf á kostn- að náttúrunnar. Það er hins vegar hægt að lágmarka umhverfisáhrifin og það er meðal annars tilgangurinn með lögunum um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda.“ Hún segir að það sé einnig mikilvægt að fram- kvæmdaraðili sé ekki sjálfur að draga saman niðurstöður um um- hverfisáhrif framkvæmda í inngangi, eins og Landsvirkjun geri bæði í matsskýrslunni um Kárahnjúka- virkjun og Norðlingaölduveitu. Það sé annarra að gera það. Landsvirkj- un hljóti alltaf að reyna að réttlæta framkvæmdir sem fyrirtækið hygg- ist ráðast í, því annað væri óeðlilegt, en í þessu máli sé Landsvirkjun alls ekki hlutlaus aðili. Ólöf Guðný segir að Þjórsárverin séu eitt verðmætasta svæði landsins út frá náttúruverndarsjónarmiðum og séu friðlýst. Náttúruverðmæti þeirra sé á alþjóðavísu eins og Ís- lendingar viti mæta vel. Spyrja megi hvers virði sé að friðlýsa svæði ef friðlýsingin hefur ekkert gildi? „Er okkur ekkert heilagt lengur þegar peningasjónarmið eru annars veg- ar,“ spyr hún og bætir við að það sé líka eins líklegt að um keðjuverkun verði að ræða og Landsvirkjun seil- ist enn lengra inn í friðlandið næst, „því með þessari framkvæmd hefur friðlandið þegar verið rýrt og það mætti þá nýta það sem rök. Það má líka spyrja hvers virði rödd okkar er í alþjóðasamfélaginu ef alþjóðasam- þykktir hafa lítið sem ekkert gildi heima fyrir.“ Viss ótti Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra og formað- ur Umhverfisverndarsamtaka Ís- lands, segist ekki hafa séð skýrsluna enn og eigi því erfitt með að úttala sig um málið. Samt sem áður verði að fara ákaflega varlega að Þjórsárver- um, því um sé að ræða eitt viðkvæm- asta hálendissvæði landsins. Það sé auk þess friðað og allt sem spilli því nokkuð verði mjög illa séð. „Hins vegar er því ekki að neita að Lands- virkjun hefur teygt sig eitthvað til móts við slík sjónarmið með því að lækka yfirborðið um sex metra. Það er vitanlega strax spor í áttina,“ seg- ir hann og spyr hvort hægt sé að gera eitthvað meira í því efni. Meirihluti hreppsnefndar Gnúp- verjahrepps lagðist gegn Norðlinga- ölduveitu á fundi sínum í desember sem leið. Þá greiddu þrír hrepps- nefndarmanna atkvæði gegn Norð- lingaölduveitunni, en tveir greiddu atkvæði með henni. Bjarni Einars- son, oddviti, var í hópi þeirra fyrr- nefndu. Hann segist ekki hafa lesið alla skýrsluna en hann sjái lítið nýtt í henni umfram það sem hafi verið vit- að. Hann segist samt eiga eftir að skoða skýrsluna betur, en hann óttist aurmyndunina og hækkun landsins. Þrándur Ingvarsson greiddi at- kvæði með framkvæmdinni, en hann segist ætla að bíða eftir kynningar- fundi Landsvirkjunar í Árnesi á þriðjudag. Hann er á lista framfara- sinna og segir að þar hafi verið álykt- að þannig í málinu að það yrði lagt í hendur Skipulagsstofnunar hvort framkvæmdir yrðu leyfðar eða ekki. Hann segist alla tíð hafa verið því fylgjandi að fara eftir áliti fræði- manna í þessu máli því það sé svo margþætt, bæði sé um kosti og galla að ræða, og ekki á færi leikmanna að skera úr um hvað eigi að gera. Hann segist gera sér grein fyrir að eitt- hvað fari undir vatn en líka verði að spyrja hvað fáist í staðinn. Listi framfarasinna sé frekar hlutlaus í málinu, en telji sig ekki hafa efni á því að stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Þó hafi ekki allir sömu skoðanir á því hvað langt eigi að ganga, en menn verði að átta sig á því að Landsvirkjun með tvær virkj- anir innan sveitarfélagsins hafi tölu- vert mikla þýðingu í lífi fólksins á svæðinu. „Þetta er ekki svo einfalt að berja í borðið og segja nei,“ segir hann og áréttar að hann taki mið af matinu og niðurstöðu Skipulags- stofnunar, þegar hann myndi sér skoðun á málinu. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, um matsskýrslu Landsvirkjunar Orkuvinnsla og náttúruvernd fara aldrei saman STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir Reykjavíkurflugvöll lykilinn að viðskiptum og vel- gengni fyrirtækja á Vestfjörðum sem sækja á stærsta markað landsins, á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sagði hann við opnun sýn- ingarinnar Perlan Vestfirðir í gær. Hann sagði Vestfirðinga líklega gera sér betur grein fyrir veiga- miklu hlutverki Reykjavíkurflug- vallar í samgöngukerfi landsins en aðrir landsmenn. „Höfuðborg verður að vera reiðubúin til að hýsa eitt mikil- vægasta samgöngumannvirki allra landsmanna,“ sagði Sturla. Hann sagði góðar flugsamgöngur við höfuðborgina skipta miklu máli fyrir atvinnulíf á Vestfjörðum, einnig væru þær forsenda þess að ferðaþjónustan geti byggt upp ferðir til Vestfjarða og eflt þannig ferðaþjónustuna á svæðinu auk þess sem flugvöllurinn veiti íbúum Vestfjarða nauðsynlega þjónustu. Sturla sagði að með sama hætti væru flugvellirnir á Ísafirði, Þing- eyri, Bíldudal, Patreksfirði og Gjögri mikilvægir hlekkir í sam- gönguneti Vestfjarða. Þess vegna væri gert ráð fyrir mikilvægum úrbótum á flugvöllum í þágu inn- anlandsflugs í nýsamþykktri flug- áætlun. Forsenda ferðaþjón- ustu og at- vinnulífs Samgönguráðherra um Reykjavíkurflugvöll ILMVATN fyrir víkinga ættað frá Vestfjörðum og galdrastafir frá Ströndum er meðal þess sem gefur að líta á sýningunni Perlan Vestfirð- ir sem Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, opnaði í Perlunni síð- degis í gær að viðstöddu fjölmenni. Sýningin er viðamesta kynningin á Vestfjörðum sem efnt hefur verið til, þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin en fyrri sýningar hafa verið haldnar á Ísafirði. Aðalsteinn Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélags Vestfjarða sem stendur að sýningunni, sagði að oft hefði verið einblínt á vanda Vestfjarða og Vest- firðingar hefðu dregið sig inn í skel. „Nú er tími til kominn að opna skel- ina og láta skína í perluna Vest- firði!“ sagði Aðalsteinn. Forseti sagði sýninguna vera tákn um þá atorku sem Vestfirðingum er í blóð borin. Sýningin væri kröftug viljayfirlýsing og staðfesting íbúa á eigin getu og vitnisburður um auð- lindir svæðisins. Hann sagðist von- ast til að sýningin yrði til að auka öllum Vestfirðingum bjartsýni og sóknarhug á komandi árum. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra fagnaði sömuleiðis þessu átaki. „Það er von mín að sókn ykk- ar Vestfirðinga á þau mið sem okkar ágæta höfuðborg hefur upp á að bjóða verði til heilla vestfirskum byggðum og því öfluga atvinnulífi með nýsköpun að leiðarljósi sem birtist hér á sýningunni,“ sagði Sturla. Galdrastafir og kukl Vestfirðingar hafa fjölmennt suð- ur í tilefni sýningarinnar, en um eitt hundrað sýnendur taka þátt í sýn- ingunni. Má þar nefna Sindraberg sem framleiðir frosið sushi til út- flutnings, Bíldudalskaffi, Vestfirska forlagið, Fjarvinnsluna Suðureyri, Fjölmenningarsetur, Þróunarsetur Vestfjarða, Rammagerðina Ísafirði, Íslenska kalkþörungafélagið og marga fleiri. Á sýningarsvæði Strandamanna má sjá part af galdrasýningunni á Ströndum og leiðir galdramaður klæddur í feld almenning í allan sannleika um galdrastafi og vernd- argripi. Jón Jónsson þjóðfræðingur segir að feldurinn atarna sé af Frumsaketti, sem er afkvæmi sækýr og hests og um hálsinn ber galdra- maðurinn, sem reynist heita Arnar Jónsson börk úr rekaviði þar sem á hefur verið málaður galdrastafurinn Kaupaloki sem á að hjálpa mönnum að vegna vel í viðskiptum. Enda von- ast Strandamenn til að þeir nái á sýningunni að vekja áhuga almenn- ings á að sækja svæðið heim. Svínsbelgur með galdrastafnum Angurgapa sem á að hjálpa mönn- um að finna þjóf og mundlaug með sama merki er einnig til sýnis. Jón upplýsir að galdramenn fylltu mundlaugar á borð við þessa af vatni og gátu með því að þylja upp þulur séð þjóf birtast í vatninu. Hægt var að gera galdurinn enn hræðilegri með því að setja Þórs- hamar úr þrístolnum kirkjuklukku- kopar á auga í galdrastafnum, slá í og kyrja orðin „Ég set úr honum augað sem stal frá mér“. Þetta var gert vildu menn hefna sín á þjófi. Þá átti þjófurinn að fá óþolandi verk og missa augað ef hann skilaði ekki gripnum sem hann stal. Jón segir mikinn áhuga vera á galdrasögu þjóðarinnar, hið óvenju- lega og skringilega veki alltaf áhuga sem og hryllingur og viðbjóður líka. „Svo tökum við þessu svona mátu- lega alvarlega,“ segir Jón og hlær. Vellyktandi fyrir víkinga Á öðrum bás er Hallvarður Aspelund með ilmvatn og rakspíra fyrir herra sem hann hefur sett á markað í glösum sem hann hannaði og minna á kýrhorn. Hallvarður og kona hans Eyleif Björg Hauksdóttir setja ilminn á flöskur og pakka í um- búðir á Ísafirði. Flöskurnar eru framleiddar í Taívan og kemur ilm- efnið frá Frakklandi, en því er blandað í Tandri í Reykjavík. Framleiðslan, sem ber nafnið True Viking, eða hinn sanni vík- ingur, var markaðssett fyrir síðustu jól og segir Hallvarður að mark- aðurinn hafi tekið vel við sér. „Ég er sannfærður um að víkingarnir hefðu viljað þennan ilm,“ segir Hallvarður og hlær. Framleiðslan er seld í Bláa lóninu, Fríhöfninni, Saga Boutique og í nokkrum snyrtivörubúðum um land allt. Hallvarður segir að mikill kostnaður sé því fylgjandi að setja ilminn á markað, en að hugmyndin sé að markaðssetja hann erlendis. Hallvarður segir að ilmurinn sé mildur og góður og sé samansettur úr sítrónu-, krydd- og viðarilmi. Sýning er opin almenningi og verður opin frá kl. 11–17 í dag og á morgun, sunnudag. Viðamesta kynning Vest- fjarða til þessa Morgunblaðið/Ásdís Fjölmenni var við opnun sýningarinnar í Perlunni í gær. Hér eru Dorrit Moussaieff, Vestfirðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Hallvarður Aspelund við víkingailminn True Viking sem er settur á flöskur og pakkað á Ísafirði. Galdramaðurinn Arnar Jónsson sveipaður feldi Frumsakattar og Jón Jónsson guðfræðingur á bás Strandamanna. SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var um tvo tíma að slökkva sinu- eld í Fossvogsdalnum í fyrrinótt. Kargaþýfi gerði slökkviliðsmönn- um erfitt fyrir en þeir notuðu vatn til að ráða niðurlögum eldsins. Mikinn reyk lagði um Fossvogs- dalinn og alla leið út á Ægisíðu. Trjá- gróður skemmdist ekki. Slökkviliðið fór í nokkur útköll vegna sinubruna í gær víðsvegar um höfuðborgarsvæð- ið. Sinueldar á höfuðborg- arsvæðinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.