Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 50

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn Erlend-ur Þorsteinsson frá Siglufirði fæddist 6. ágúst 1938. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Z. Aðal- björnsson, d. 18. jan- úar 1982, og Guð- björg Valdadóttir á Garðvangi í Garði. Kristinn kvæntist Ástu Tryggvadóttur, f. 7. júlí 1939, d. 25. september 1982. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, maki Jörundur Kristjánsson, þau eiga þrjár dætur, fyrir á Guðbjörg son og Jörundur dóttur. 2) Sigurður, maki Agnes Georgsdóttir, þau eiga þrjú börn. 3) Aðalbjörn, sambýlis- kona Sólrún Krist- insdóttir, þau eiga tvær dætur. 4) Björg, sambýlismað- ur Kristján Jónsson, þau eiga tvö börn, fyrir á Björg dóttur. 5) Guðrún, sambýlis- maður Kristján Gunnarsson, þau eiga eina dóttur. Útför Kristins verður gerð frá Útskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku pabbi, það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki meðal okkar lengur en nú veit ég að þér líður vel eftir allt sem þú hefur gengið í gegnum undanfarin ár og að nú munt þú hitta mömmu sem þú hefur saknað svo mikið síðan hún kvaddi okkur langt um aldur fram. Við vorum búin að tala um að þú kæmir upp í bústað til okkar og Alla og Sólrúnar þegar þú myndir hress- ast, en nú ferð þú í annað og lengra ferðalag þar sem við munum hittast síðar. Það var dýrmætur tími sem við áttum saman síðustu dagana þína á sjúkrahúsinu, þegar ég var að nostra við þig eins og þú orðaðir það. Þú gladdist líka pabbi minn þegar krakkarnir okkar komu með frímerkjabækurnar og sýndu afa sínum þær, þetta var jú eitt af aðal- áhugamálum þínum og sýndir þú þeim fullan áhuga eins og þú best gast. Margar minningar skjóta upp kollinum á þessari sorgarstundu sem við munum geyma í hjarta okk- ar um ókomna tíð. Elsku amma Bubba, megi guð veita þér styrk á þessari sorgarstundu og einnig að- standendum hins látna. Sigurður og Agnes. Jæja pabbi minn, nú ertu farinn og búinn að sameinast mömmu aft- ur. Það hafa verið fagnaðarfundir, en við systkinin eigum eftir að sakna þín mjög mikið. Það verður erfitt að geta ekki heimsótt þig eða farið með þér á rúntinn út á skaga eða upp í heiði eða leita ráða hjá þér, því margt vissir þú. Baráttan við veikindin tóku lang- an tíma hjá þér pabbi minn og voru þær margar sjúkrahúsvistirnar sem þú þurftir að sækja, sumar báru ár- angur, aðrar ekki og það var gott að fá þig heim, þegar heilsa leyfði. Þá var nú Heiðar bróðir þinn fljótur til að kíkja í kaffi. Það verður sárt fyrir 13 afabörn, sum ung, önnur eldri, að geta ekki séð afa sinn meir. Við kveðjum þig með sárum söknuði, elsku pabbi, en vitum að þér líður vel núna. Blessuð sé minning þín, Aðalbjörn, Sólrún og dætur. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín en vitum að þú ert komin til ömmu og þér líður vel. Við gleymum þér aldrei. Kveðja, Georg Kristinn, Ágústa og Brynjar. KRISTINN ERLENDUR ÞORSTEINSSON ✝ Þuríður Har-aldsdóttir fædd- ist á Svalbarðseyri 6. desember 1924. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Gunnlaugsson síld- areftirlitsmaður og verkstjóri, f. á Stóru-Borg í Vest- ur-Húnavatnssýslu 4. desember 1898, d. 2. mars 1992, og kona hans Guðný Guðlaug Jóns- dóttir húsmóðir, f. 21. júlí 1884 í Gilsárteigshjáleigu í Eiðaþinghá, d. 11. janúar 1977. Þuríður ólst upp í foreldrahúsum á Sval- barðseyri til sex ára aldurs og flutti þá með fjölskyldunni til móðir í Hafnarfirði, f.12. júlí 1927, gift Árna Guðmundssyni skrifstofumanni; Gunnlaugur Ingi Haraldsson, matsmaður f. 7. september 1928, d. 23. mars 1992, kvæntur Önnu Vignisdótt- ur; Lóreley Haraldsdóttir sjúkra- liði í Reykjavík, f. 21. febrúar 1932, gift Sigþóri Lárussyni kennara; Kolbrún Haraldsdóttir, f. 6. júlí 1934, gift Hafsteini Sölvasyni; Regína Haraldsdóttir, f. 26. desember 1936, d. 31. des- ember 1936; Herdís Haraldsdótt- ir sérkennari, f. 21. apríl 1938. Hinn 4. desember 1948 giftist Þuríður Bjarna Sigurðssyni, f. 16 apríl 1921. Þau eignuðust fimm börn: Sigurð Þór, f. 23. júní 1948, Karl Harald, f. 24. ágúst 1949, Kristján Elís, f. 20. apríl 1952, Óttar Bjarkan, f. 29. sept- ember 1955, og Kristbjörn Jökul, f. 31. janúar 1965. Elsta barna- barni sínu, Auði, f. 3. janúar 1967, gengu þau einnig í for- eldrastað. Útför Þuríðar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Akureyrar. Fjöl- skyldan flutti til Siglufjarðar árið 1936 og bjó Þuríður þar æ síðan. Systkin Þuríðar voru: Unnur Valdimarsdóttir, f. 24. nóvember 1914, d. 25. nóvember 1918; Ásta Þóra Valdimarsdóttir, f. 11. október 1915, d. 28. desember 1996; Hörður Haraldsson skipasmiður, f. 25. janúar 1921, d. 2. ágúst 1995, hann var kvæntur Svövu Jónsdóttur; Unn- ur Haraldsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 26. september 1923, gift Þórði Kristjánssyni húsa- smiði; Gunnlaugur Haraldsson, f. 4. desember 1925, d. 17. júní 1926; Ágústa Haraldsdóttir hús- Elsku mamma, mínar innilegustu þakkir fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja. Þín, Auður. Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur en við munum ávallt geyma minningu þína í hjarta okkar. Þær eru ófáar stundirnar sem við amma áttum saman, sérstaklega þegar hún og afi áttu heima á Hvanneyrarbrautinni beint á móti okkur. Við gátum talað endalaust saman um lífið og tilveruna og oft á kvöldin sátum við og föndruðum og spiluð- um. Og eftir að þau fluttu á Hlíð- arveginn tókum við yfirleitt spil þeg- ar ég kom í heimsókn. Amma var mjög handlagin og þeg- ar ég var yngri þá saumaði hún og prjónaði föt á dúkkurnar mínar og þegar von var á nýju barni í fjöl- skyldunni var amma fljót að taka upp prjónana. Amma var einnig mjög dugleg við baksturinn og bakaði heimsins bestu brúnkökur og kleinur. Þegar ég hugsa til baka koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Þegar heitt var í veðri en það var nú oft! Þá safnaðist fjölskyldan saman á sólpallinum og þá var oft glatt á hjalla. Amma hafði mikinn áhuga á skóla- göngu okkar barnanna og ljómaði af stolti þegar okkur gekk vel. Ég vil þakka ömmu fyrir allt sem hún kenndi mér. Hennar er sárt saknað. Megi Guð styrkja afa og fjölskyld- una í sorg sinni. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (M. Jak.) Þín sonardóttir, Oddný Þóra. Elsku amma mín. Minningarnar um þig eru margar og góðar og þótt söknuðurinn sé mikill þá er gott að vita til þess að þú ert á góðum stað og þér líður vel. Það verður skrýtið að fara aftur til Sigló þegar þú ert ekki þar. Ég man alltaf eftir hvað var gaman að koma þangað því það fyrsta sem maður sá þegar maður kom í bæinn var húsið ykkar afa. Maður var svo ekki fyrr kominn inn en að það var byrjað að dæla í mann alls kyns kökum og heimabökuðum kleinum. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til ykkar og aldr- ei vantaði hlýjuna og faðmlögin. Það er skrýtið hvaða hluti maður man frá því að maður var lítill. Ég gleymi því aldrei þegar þú misstir heilan krydd- bauk í matinn og reifst svo og skammaðist út af því, eða hvað þú varst alltaf að raula þegar þú sast við saumavélina. Ég man líka alltaf hvað það var gaman að koma heim til þín á kvöldin eftir að hafa verið úti að leika því þá biðu eftir manni kökur og djús á eldhúsborðinu. Þessar minningar á ég alltaf eftir að geyma. Ég mun heldur aldrei gleyma því hvað þú varst okkur öllum góð og alltaf reiðubúin að hjálpa ef eitthvað bját- aði á. Það var líka alltaf svo gaman að segja þér ef manni gekk vel í ein- hverju því þú varðst alltaf svo ánægð og hvattir mann áfram. Ég er feginn að hafa fengið þennan yndislega tíma með þér og þú munt vera í hjarta mér um ókomna tíð. Það er erfitt að kveðja þig, elsku amma mín, en ég vildi bara þakka þér fyrir tímann sem við áttum sam- an. Ég mun alltaf sakna þín. Dagný Rut Haraldsdóttir. Amma Úbba er dáin. Það streyma að okkur systrum minningabrot sem tengjast ömmu okkar. Við eyddum mörgum stundum við eldhúsborðið úti í Bakka til að læra að lesa, þylja upp margföldunartöfl- una og spila. Einnig var alltaf fullt borð af kræsingum þegar við komum í heimsókn og þá hámuðum við í okk- ur pönnsur, vöfflur og hjónabands- sælu sem amma bakaði og okkur þótti svo góð. Oft fórum við í berjamó á sumrin og þá voru heilu lítrarnir tíndir, en það voru aðallega afi og amma sem sáu um það, við stelpurnar tíndum mestmegnis ofan í okkur sjálfar, svo var farið niður í bæ og okkur gefinn bíóís. Elsku amma, við þökkum fyrir all- ar gleðistundirnar sem við áttum saman, við munum sakna þín, Guð blessi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Rebekka, Þuríður og Eygló Óttarsdætur. Elsku amma Úbba, með hvíta englahárið. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér um fuglana og blómin. Og takk fyrir að kenna mér að lita og vera góður strákur, ég reyni eins og ég get. Þakka þér fyrir allar góðu pönnukökurnar sem þú bakaðir handa mér. Einn glaðan dag þú gróðursettir tré í garði þínum, lítinn viðaranga. Hann óx, þótt moldin væri grunn og grýtt, því góðar rætur sækja vítt til fanga. (Heiðrekur Guðm.) Þinn ömmustrákur, Pálmi Bjarni Óttarsson. Elsku Úbba amma. Það er erfitt að koma upp orði á stundu sem þess- ari. En tilhugsunin um að þú sért komin á betri stað léttir manni lífið um stund. Ég vil þakka þér fyrir að hafa verið góður vinur. Þú hugsaðir alltaf vel um allt og alla og ég veit að þú munt halda áfram að gæta okkar allra og vernda með kærleika þínum. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brottfall söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Fyrir mína hönd og systra minna kveð ég þig í hinsta sinn. Blessuð sé minning þín. Þín mun verða sárt saknað um alla eilífð. Bragi Freyr Kristbjörnsson. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur eftir löng og erfið veikindi og þín verður sárt saknað. Á stundum sem þessari eru margar góðar minn- ingar sem streyma í gegnum hug- ann. Alltaf varstu til staðar ef ein- hver þurfti á þér að halda og aldrei kom maður að tómum kofunum á Hvanneyrarbraut 78. Alltaf var svo notalegt að koma til ykkar afa, hlýjar móttökur með söngli og heimabak- aðri hjónabandssælu eru mér ofar- lega í huga. Gott var að eiga þig að ef eitthvað bjátaði á eða bara til þess að spjalla um heima og geima. Þú hafðir alltaf tíma til að hlusta. Svo fluttuð þið afi í Skálahlíð og er ég viss um að það hafi verið viðbrigði fyrir þig sem varst vön að vera með stórt og mikið heimili og alltaf á fullu. En þú varst lagin við að gera það besta úr hlut- unum og finna ráð við öllu. Sem fyrr voru komnar myndir af fjölskyldunni upp um alla veggi og allir velkomnir, bæði stórir og smáir. Það er svo einkennilegt og svo sárt að horfa upp á manneskju sem fylgdist með einu og öllu, hafði gam- an af lífinu og er manni svo kær, smám saman verða að sætta sig við að vera ekki fær um að taka þátt eins og áður, líkt og svipt sé burt öllum lífs- og sálarkröftum, en svona er líf- ið. Við eigum fullt af góðum minn- ingum um þig sem við munum geyma og rifja upp þegar við þurfum á að halda. Ég er einstaklega þakk- látur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að kveðja þig, spjalla við þig í síðasta skipti. Eins og svo oft áður barstu þig vel og sagðist vera á leið- inni í ferðalag. Elsku amma, ég trúi því að þér líði betur, ég veit að þú ert hjá okkur og fylgist með sem fyrr. Þín verður ætíð minnst með gleði og þakklæti og við sendum afa og börnum þínum inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með þeim í sorginni. Guð geymi þig og verndi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Róbert og fjölskylda. ÞURÍÐUR HARALDSDÓTTIR                )-55?   "2 @-0*  $8    $     * +       #   +   * +  +         , -,.. %& ! *  ! *! ) %&   .- +! %&    "&@  0%&     - +""  "" %& %&   !* = (.' +""   "&' /.%&   )! 0*! %  +""  5!*! - ++""  ! %&' '  +   '   ' . Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.