Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 10

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Álits leitað á samþykkt frumvarps Alþingi samþykkti í gær frumvarp sjávarútvegsráðherra, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að veiðigjald verði lagt á aflaheimildir. Morgunblaðið leitaði af því tilefni til nokkurra aðila, sem hafa verið framarlega í umræðunni um þessi mál á undanförnum árum. KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, LÍÚ, segir að gærdagurinn hafi verið sorgar- dagur fyrir sjáv- arútveginn þegar Alþingi hafi ákveðið sérstök gjöld á greinina með þeim hætti sem gert var í frumvarpi sjávar- útvegsráðherra. „Samtök út- vegsmanna höfðu lýst sig samþykka hógværu gjaldi ef það ætti að verða til þess að skapa frið um þessi mál og gæta jafnræðis um nýtingu auðlinda. Nú upplifir maður það að um málið verði aldrei endanleg sátt. Óábyrgir aðilar, sérstaklega í stjórnarand- stöðu, munu alltaf finna sér færi í máli sem þessu, sem er mikilvægt fyrir þjóðina í heild, til að búa til ágreining. Einnig örlar ekki á neinni skýrri hugsun um það að nýting ann- arra auðlinda verði skattlögð með sama hætti. Þær vonir hafa orðið að engu sem við höfðum bundið við að fá niðurstöðu með hógværari hætti. Hvorki kemur til sátt í málinu né samræmi um nýtingu annarra auð- linda,“ segir Kristján. Veikir atvinnustarfsemi á landsbyggðinni Formaður LÍU segist hafa áhyggj- ur af framgangi málsins, með tilliti til atvinnuástandsins víða á landsbyggð- inni. „Þessi skattur á atvinnustarfsemi á landsbyggðinni verður á þriðja millj- arð króna að uppistöðu til, á sama tíma og stjórnmálamennirnir keppast um að vandræðast yfir stöðu atvinnu- lífsins á landsbyggðinni og fólksflótt- anum þaðan. Gjald á sjávarútveginn mun veikja atvinnustarfsemina á landsbyggðinni og herða enn á fólks- flutningunum. Frumvarpið er því mistök og hefði ekki átt að koma fram með þessum hætti,“ segir Kristján. Sorgardagur fyrir sjávar- útveginn Kristján Ragnarsson Kristján Ragnarsson legt að heyra marga þingmenn, bæði stjórnarliða og stjórnarandstæð- inga, segja að engin ráð séu önnur til en við bentum á. Samt vill enginn tala fyrir þeim á þingi,“ segir Sævar en útvegsmenn og sjómenn lögðu m.a. til aukna veiðiskyldu og að framsal kvóta til fiskiskipa yrði tak- markað meira en gert hefur verið. Sævar segir að öðruvísi hafi ekki verið hægt að ráða við umgengni við auðlindina. „Auðlindagjaldið er hvorki fugl né fiskur og er eingöngu sett á til að slá ryki í augun á fólki. Verið er að slá á umræðuna um auðlindagjald,“ segir Sævar. SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, segir sam- bandið ítrekað hafa lýst andstöðu sinni við frum- varp sjávarút- vegsráðherra, það hafni alfarið auðlindagjaldi. „Við hörmum það mjög að ekk- ert skuli vera tek- ið á vandanum sem fiskveiði- stjórnunarkerfið er í, það er að segja kvótafram- salinu og sukkinu og svínaríinu sem er í kringum það. Útvegsmenn og sjómenn komu sameiginlega með til- lögur í vetur um að reyna að taka á vandanum en því var öllu vísað út í hafsauga. Þess vegna felast engin tímamót í þessu frumvarpi önnur en þau að verið er að leggja auðlinda- gjald á sjávarútveginn, einu atvinnu- greinina í landinu. Það er grátbros- Gjaldið hvorki fugl né fiskur Sævar Gunnarsson HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há- skóla Íslands, segir að Morgunblaðið geti þakkað sér það að auðlinda- gjald hafi verið tekið upp. Þetta sé sigur blaðsins og ósigur „okkar hinna, sem teljum eðli- legast, að allar náttúruauðlindir séu í hendi einka- aðila, enda fari þannig sérhags- munir og al- mannahagsmunir saman“. Hannes segir að öll tuttugasta öld- in hafi verið ein samfelld tilraun sem leitt hafi til skýrrar niðurstöðu. Hún sé að séreignarréttur á náttúruauð- lindum og öðrum gæðum sé miklu hagkvæmari og lýðræðislegri en sameignarréttur. „Ég segi lýðræðislegri vegna þess, að slíkur réttur tryggir víðtækari valddreifingu. Það er betra, að 20 þúsund útgerðaraðilar eigi kvótana og ráðstafi arðinum af þeim en að 33 manna meirihluti á Alþingi ráðstafi þessum arði til viðbótar við þá 300 milljarða, sem þetta fólk hefur nú þegar til ráðstöfunar. Auðlindagjald hittir þá, sem voru kyrrir í greininni, en ekki þá, sem hafa selt kvótana og farið út. Meira en 80% kvótanna hafa skipt um hendur, frá því að kvótum í botnfiski var fyrst úthlutað í árslok 1983,“ segir Hannes. Hann segir að auðlindagjald sé líka gjald á landsbyggðina, því að 75% kvótanna séu úti á landi en 75% landsmanna á suðvesturhorninu. Þetta sé því tilfærsla frá lands- byggðinni til suðvesturhornsins. „Það er líka auðvelt að sjá, að auð- lindagjald minnkar þjóðarfram- leiðslu, þegar til langs tíma er litið, því að hinir 20 þúsund eigendur í út- gerðarfyrirtækjum fjárfesta áreið- anlega meira, og raunar líka skyn- samlegar, en þingmennirnir 33 í meirihluta á Alþingi hverju sinni.“ Hlynntur kostnaðargjaldi Hannes segist hins vegar taka fram að hann sé hlynntur kostnaðar- gjaldi á útgerðina. „Auðvitað eiga handhafar kvót- anna að greiða þann kostnað, sem fellur á ríkið vegna reksturs kvóta- kerfisins, þar á meðal rannsóknir. Sjálfur hefði ég talið rétt að stefna í þveröfuga átt. Eðlilegt hefði verið að skilgreina kvótana sem séreign handhafa þeirra og auka síðan sjálf- stýringu í útgerð. Leysa hefði mátt vanda brottkastsins með því að út- hluta sérstökum kvóta í smáfiski,“ segir Hannes Hólmsteinn. Sigur Morg- unblaðsins og ósigur okkar hinna Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes H. Gissurarson RAGNAR Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að helstu rökin fyrir því að leggja á veiðigjald hafi verið þau að skapa sátt um sjávarútvegs- stefnuna, og auð- velda fyrirtækj- unum þar með sinn rekstur. Engin marktæk hagræn rök séu hins vegar fyrir því að leggja á veiðigjald. Ekk- ert bendi til þess að gjaldið sem slíkt skapi aukna hagkvæmni í hag- kerfinu. „Nú liggur fyrir að þessi tilraun til sáttar hefur mistekist. Stjórn- arandstaðan og einhverjir aðrir hagsmunaaðilar hafa lýst því að þetta veiðigjald, sem í frumvarpinu felst, skapi enga sátt um sjávarút- vegsstefnuna. Þar með sýnist mér vera fallin helstu rökin fyrir því að leggja slíkt gjald á. Þá hlýtur mað- ur að spyrja sig um tilganginn með frumvarpinu. Veruleg hætta er á að veiðigjald, sem er eins og hver annar skattur til ríkisins, verði fórnarlamb sömu sóunar og að- haldsleysis í notkun fjármuna og allir aðrir skattar. Þar með eru umtalsverðar líkur á að þessir pen- ingar í höndum hins opinbera nýt- ist samfélaginu miklu lakar heldur en í höndum þeirra einkaaðilar sem hefðu haft þá að öðrum kosti. Þá er ekki búið að taka tillit til kostn- aðarins við að innheimta gjaldið,“ segir Ragnar. Fellur með misjöfnum hætti á byggðir landsins Hann segir að þar við bætist að gjaldið falli með mjög misjöfnum hætti á byggðir landsins. Það sé fyrst og fremst borgað af fólki og fyrirtækjum á þeim svæðum lands- ins sem mest eigi undir högg að sækja í byggða- og atvinnuþróun. „Því er ekki ósennilegt að til- koma veiðigjaldsins muni leiða til gagnráðstafana, svo jafna megi áhrif þess á byggðaþróun. Þessar gagnráðstafanir, sem þegar hafa verið nefndar í hinni pólitísku um- ræðu, munu valda viðbótar þjóð- hagslegum kostnaði. Það er afar líklegt að þessi nýja skattheimta á sjávarútveg, og þar með atvinnu- lífið í landinu, muni draga úr hag- vexti og þess vegna minnka al- menna velferð í landinu, einkum þegar til lengri tíma er litið,“ segir Ragnar. Sáttatilraun sem hefur mistekist Ragnar Árnason Ragnar Árnason ÞORVALDUR Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að samkvæmt lög- unum sé veiði- gjaldið of lágt og komi of seint. Nú sé bara eftir að „þjarka svolítið um verðið“, eins og hann orðar það og vitnar þar til eftirfarandi sögu af írska leikrita- skáldinu Bernand Shaw: „Hann sneri sér að virðulegri frú í samkvæmi og sagði við hana: ,,Náð- uga frú, gæti ég náð ástum yðar fyrir til að mynda milljón pund?“ Konan kafroðnaði og sagði: ,,Herra Shaw, þér kunnið aldeilis að slá gullhamr- ana!“ Þá sagði Shaw: ,,En kæra frú, hvað segið þér þá um einn skilding fyrir sama?“ Konan varð reið og hvæsti: ,,Herra Shaw! Hvað haldið þér eiginlega, að ég sé?“ Shaw: ,,Lög- málið liggur fyrir. Við eigum bara eft- ir að þjarka svolítið um verðið. Líku máli gegnir um auðlinda- gjaldsfrumvarpið, sem nú hefur verið samþykkt á Alþingi,“ segir Þorvald- ur. Eftir er að þjarka svolít- ið um verðið Þorvaldur Gylfason ÞÓRÓLFUR G. Matthíasson, dós- ent í hagfræði við Háskóla Íslands, segist almennt vera hlynntur þeirri leið að taka gjald af þeim sem nota sameiginlegar auðlindir lands- manna eins og fiskinn í sjónum. En um frumvarp sjávarútvegsráð- herra megi segja að það skili of litlu og hafi kom- ið of seint fram. Þórólfur telur veiðigjaldið ekki skila þeim tekjum í þjóðarbúið sem vonir hafi verið bundnar við. Þær geri vart meira en að vega upp á móti tekjuskatts- lækkun á sjávarútveginn úr 30 nið- ur í 18%. Almenningur sé því að borga áfram með greininni í gegn- um framlög til Hafrannsóknar- stofnunar og Fiskistofu og vegna sjómannaafsláttar. Þórólfur segist frekar hafa viljað sjá fyrningarleið- ina, þ.e. að útgerðirnar skiluðu inn ákveðnum hluta veiðiheimilda sinna á hverju ári og þær yrðu svo leigðar út aftur á frjálsum mark- aði. Sú leið sé sjálfri sér samkvæm- ari, auðveldari í framkvæmd og opnari fyrir nýliðun í greininni. Hið jákvæða að „prinsippið“ er komið inn „Hið jákvæða við þetta frumvarp er að „prinsippið“ er komið inn og ríkisstjórnir framtíðarinnar geta þá tekið meira af greininni. Það sem nú hefur verið gert er ekki nóg til að standa straum af þeim kostnaði sem ég hef áður nefnt. Útgerðin finnur enn sem komið er lítið fyrir þessari gjaldtöku og er að fá meira til baka frá samfélag- inu heldur en hún leggur inn til þess,“ segir Þórólfur og bendir á að frumvarpið reikni með tveggja milljarða króna tekjum af auðlinda- gjaldinu. Á móti sé kostnaður Hafró um 940 milljónir og 400 milljónir fari til Fiskistofu. Þá vanti um 1,2 milljarða vegna sjó- mannaafsláttarins. Ekkert komi heldur til baka til þjóðfélagsins fyrir fjárfestingar í hafnarmann- virkjum. Því séu enn drjúg rök fyrir því að gjaldið sé of lágt til að standa straum af útlögðum kostnaði rík- isins vegna greinarinnar. Þá standi eftir að með gildandi útfærslu veiðigjaldsins sé almenningur ekki að fá neinar greiðslur fyrir nýtingu útgerðarinnar á sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar. Frumvarpið skilar of litlu Þórólfur G. Matthíasson Þórólfur G. Matthíasson Sævar Gunnarsson Þorvaldur Gylfason  SIGURJÓN Árni Eyjólfsson héraðsprestur varði rit sitt; Guð- fræði Marteins Lúthers í ljósi túlkunar hans á Jóhannesarguð- spjalli 1535–1540 16. mars sl. Var þetta fjórða doktorsvörnin frá upphafi sem fór fram við guðfræðideild Háskóla Íslands. Andmælendur af hálfu guð- fræðideildar voru dr. Hjalti Hugason prófessor og dr. Sig- urður Árni Þórðarson verkefn- isstjóri. Forseti guðfræðideildar, dr. Gunnlaugur A. Jónsson pró- fessor, stýrði athöfninni. Þetta var önnur doktorsvörn dr. Sigurjóns en sú fyrri var við háskólann í Kiel árið 1991. Um efni ritsins segir m.a.: Enda þótt guðfræði Marteins Lúthers hafi haft mikil áhrif á íslenska menningu og þjóð, er óhætt að segja að hún hafi verið almenningi nokkuð óljós. Í ritverkinu er leit- ast við að veita innsýn í guðfræði Lúthers og gera henni trúverðug skil. Lúther hefur haft geysileg áhrif á sjálfsskilning fólks sem til- heyrir vestrænni menningu, eink- um þeirra sem kenna trú sína við hann og kallast evangelísk- lútherskir. Í þessu sambandi eru hug- myndir hans um einstaklinginn og stöðu hans í samfélaginu og gagn- vart Guði fyrirferðarmestar, en þær ollu stórbrotnum breytingum á skilningi manna, m.a. á sam- viskuhugtakinu, einstaklingnum og frelsi hans. Að þessum þáttum beinist kjarninn í guðfræði Lúth- ers, þar sem er kenningin um réttlætingu af trú, en um hana snýst guðfræðihugsun hans. Í rannsókninni er leitast við að draga fram hvernig Lúther skil- greinir sjálf mannsins í ljósi kenn- ingarinnar um réttlætingu af trú. Spurningarnar sem stuðst er við og reynt er að svara eru einkum þrjár: 1) Hvernig skilgreinir Lúther reynslu einstaklingsins af heimi og Guði? Um þetta efni fjallar fyrsti hluti ritsins þar sem gerð er grein fyrir umfjöllun Lúthers um stöðu mannsins og einsemd í hringiðu lífsins. 2) Hvernig grundvallar Lúther frelsun mannsins í Kristi? Þessari spurningu er reynt að svara í öðr- um hluta ritsins, en í honum er m.a. fjallað um þá nýju sýn á lífið sem maðurinn öðlast í Kristi. 3) Hvernig skilgreinir Lúther einstaklinginn í daglegri trúarbar- áttu hans sem syndara annars vegar og réttlátan hins vegar? Um þetta efni fjallar þriðji hluti rits- ins, en þar er lýst trúarbaráttu og lífsgleði einstaklingsins í þver- stæðukenndum heimi. Í leit að svari við ofangreindum spurningum er m.a. skoðuð hin lit- skrúðuga mynd sem Lúther dró upp af manninum andspænis heiminum og frammi fyrir Guði. Sögu Lúthersrannsókna eru því gerð nokkur skil í verkinu svo og helstu hugtökum í guðfræði Lúth- ers. Bókin er nokkurs konar „leið- arvísir“ um sali guðfræði Lúthers þar sem hugmyndir hans eru út- skýrðar og tengdar guðfræðium- ræðu nútímans. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur er fædd- ur f. 1957. Hann lauk embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla Ís- lands og doktorsprófi frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1991. Hann er héraðsprestur í Reykjavíkurprófastdæmi eystra og hefur verið stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands undanfarin ár. Sigurjón er kvænt- ur Martinu Brogmus og eiga þau tvær dætur. Doktor í guðfræði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.