Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 64

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 64
Hörður Torfason Morgunblaðið/Kristinn ÝMSIR hafa keppst við að halda merki Halldórs Laxness á lofti að undanförnu, í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu meistarans á dögunum. Skáld- sögurnar, leikrit- in, ljóðin, pólitík- in … Allt hefur þetta verið til um- ræðu og er það vel. Hörður Torfa- son er einn þeirra sem minnast Nób- elsskáldsins; á geislaplötunni Söngva- skáld flytur hann tólf frumsamin lög við kvæði Laxness og eitt að auk (eins og skáldið hefði hugsanlega orðað það) og fer það í stuttu máli afskap- lega vel úr hendi. Kvæði Laxness þóttu sum hver skrýtin á sínum tíma, svo ekki sé meira sagt, enda maðurinn ekki fyrir að feta troðnar slóðir. Þjóðin hefur hins vegar fyrir löngu sæst við kveð- skapinn, tónskáld hafa samið ógleym- anlegar perlur við sum ljóðanna og verk Harðar er afar góð viðbót við þær tónsmíðar. Á plötunni leynast lög sem örugglega eiga eftir að festa sig í sessi. Það skal viðurkennt að undirrituð- um fannst platan ekki sérlega gríp- andi í fyrstu, en við ítarlega hlustun kemur í ljós að hér er um listagóðan grip að ræða. Of vægt er að segja að platan batni við hverja hlustun; frá því að venjast vel í byrjun finnst mér lögin nú hvert öðru betra. Gott dæmi er fyrsta lagið; „Um hina heittelskuðu“, en þar er um að ræða eitt þekktasta kvæði Halldórs sem hann samdi í nafni Ólafs Kára- sonar Ljósvíkings – „Líneik veit ég lángt af öðrum bera …“ Líklega hef- ur það truflað undirritaðan að hafa oft hlustað á Laxness sjálfan lesa umrætt kvæði af spólu, en þegar oftar er hlustað á sönginn virðist mér aftur á móti að lagið falli eins og flís við rass að textanum. Hörður flytur lagið eins og á að gera! Tuttugu ár eru síðan Hörður Torfason flutti söngva þessa fyrst, á hausttónleikum í Jónshúsi í Kaup- mannahöfn tileinkuðum Halldóri Laxness, árið 1982. Söngvaskáldið flutti nokkur laganna einnig á hátíð- ardagskrá sem haldin var Halldóri til heiðurs að honum viðstöddum, níræð- um, í Hlégarði í Mosfellsbæ í apríl 1992. Vegna þess er ekki að undra þótt lögin falli jafnvel að textunum og raun ber vitni; Hörður hefur gefið sér góðan tíma til að nostra við verkefnið. Hann hefur unnið af alúð við hvert smáatriði. Öll lögin eru smíð Harðar sjálfs, ut- an eitt, sem fyrr segir, og ber að þakka að hann skuli nota lag C.C. Converse við „Erfiljóð Einars í Und- irhlíð eftir Rósu“, úr Sjálfstæðu fólki. Lag og ljóð falla svo vel saman. Flutn- ingur Harðar er jafnframt yndisleg- ur. Hægt er að taka undir orð Guð- mundar Andra Thorssonar í bæklingi sem fylgir með plötunni. Þar segir hann Hörð hafa innleitt hér nýjan skilning á sambandi ljóðlistar og söngs og heldur svo áfram: „Það er vegna þess að Hörður er trúbador, söngvaskáld eins og hann nefnir það sjálfur, samkvæmt ævafornri hefð, þar sem flytjandinn er ekki umfram allt söngvari og ekki umfram allt skáld, heldur umfram allt söngva- skáld. Hann stendur því í sérstöku sambandi við ljóðlistina, skynjar hana á frumlegan hátt, dregur fram söng- inn sem býr í allri ljóðlist og ljóðið sem býr í öllum söng. Trúbadorinn er alltaf að flytja okkur ljóð, gleymir aldrei að orðin verða ekki bara að heyrast, líka að njóta sín.“ Við þetta er í raun ekki miklu að bæta. Flutningur er allur til fyrir- myndar, bæði söngur og hljóðfæra- leikur. Söngvaskáld er ómissandi gripur í safn unnenda verka Laxness. Tónlist Laxness að hætti söngvaskálds Hörður Torfason Söngvaskáld Fljúgandi diskar/Edda – miðlun og útgáfa Hörður Torfason flytur eigin lög við kvæði Halldórs Laxness. Hljóðfæraleikarar auk Harðar eru Einar Valur Scheving og Vil- hjálmur Guðjónsson. Vilhjálmur stjórnaði upptökum í eigin hljóðveri á tímabilinu 15. desember 2001 til 6. mars 2002. Skapti Hallgrímsson Halldór Kiljan Laxness FÓLK Í FRÉTTUM 64 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ARSENALKLÚBBURINN Í tilefni af bikarúrslitaleiknum enska milli Ars- enal og Chelsea ætla félagar í Arsen- alklúbbnum að koma saman á öld- urhúsum um land allt; í Ölveri Reykjavík, Pakkhúsinu Selfossi, Kristjáni X Hellu, Hótel Höfn, á Pizza 67 Vestmannaeyjum, Hótel Framtíð Djúpavogi, Orminum Egils- stöðum, Sölku Húsavík, Mongó sportbar Akureyri, Allanum sport- bar Siglufirði, Doddabíói Sauð- árkróki, Eyrinni Ísafirði, Gistiheim- ilinu Ólafsvík, Barbró Akranesi og Casino/Strikinu Keflavík. ÁRSEL: Hljómsveitin Buttercup leikur á lokaballi fyrir fatlaða frá kl. 20:00 til 23:00. Elvis sjálfur mætir á svæðið og spilar nokkur lög. 13 ára aldurstakmark, aðgangseyrir 500 kr. BREIÐIN, Akranesi: Hljómsveitin Sixties. BROADWAY: Stórsýningin Viva Lat- ino. Dansleikur með Spútnik frá mið- nætti. BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Her- sveitin. CAFÉ 22: Plötusnúðarnir Benni og Krummi. CAFÉ AMSTERDAM: Hljómsveitin Gos. CAFÉ CATALÍNA: Lúdó og Stefán. CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða 17: Hljómsveitin Léttir sprettir. FJÖRUKRÁIN: Cos spilar. GAUKUR Á STÖNG: Sóldögg. GRANDROKK: Tónleikar með hljóm- sveitunum Hemúl og Whool kl. 22:00. HLÉGARÐUR, Mosfellsbæ: Ball með Á móti sól. KAFFI REYKJAVÍK: Bítlasveitin Hjómar frá Keflavík. KRINGLUKRÁIN: Mannakorn flytur alla smellina og meira til. O’BRIENS, Laugavegi 73: Dúettinn Moggadon skemmtir. ODD-VITINN, Akureyri: BSG laug- ardagskvöld. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: Hálft í hvoru. SKAFTAFELL, Seyðisfirði: Tón- leikar með KK. SJALLINN, Akureyri: Írafár. SPOTLIGHT: DJ-CESAR. TÓNLEIKAHÚSIÐ ÝMIR: Vor- tónleikar laugardagskvöld kl. 20:30 til styrktar Samtökum um kvenna- athvarf. Tena Palmer söngur, Kjart- an Valdemarsson píanó. Bluegrass- hljómsveitin GRAS: Tena Palmer söngur, Daniel Cassidy fiðla, söngur, Guðmundur Pétursson gítar, Magn- ús Einarsson mandólín, gítar, söng- ur, Jón Skuggi kontrabassi, söngur. VAGNINN, Flateyri: Gabríel frá kl. 23:00 til 3:00. VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Úlfarnir. VÍDALÍN: Dj Óli Palli. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Suðræna bandið hennar Tenu Felicidade mun m.a. taka lagið í Ými í kvöld. M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540 Ódýrari orðabækur Laugard. 4. maí kl. 20.30 Guð blessi börnin! Tena Palmer, Kjartan Valdimars- son og hljómsveitin Gras flytja jazz- og popptónlist og ekta „bluegrass". Skógarhlíð 20 ● 105 Reykjavík Miðasala: 595 7999 ● 800 6434 eða í símsvara 551 5677. www.kkor.is/ymir.html Miðasala í húsinu klukkutíma fyrir tónleika KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Í kvöld kl 20 - UPPSELT Su 5. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 12. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 18. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Fö 10. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Su 26. maí kl 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 11. maí kl 20 - AUKASÝNING ATH: Síðasta sýning SALKA VALKA á Listahátíð í Reykjavík Nýtt dansverk eftir Auði Bjarnadóttur við tónlist Úlfars Inga Haraldssonar Frumsýning lau 11. maí - kl 16.00 ÖRFÁ SÆTI 2. sýn fi 16. maí kl 20.00 3. sýn fö 17. maí kl 20.00 Ath: Aðeins þessar þrjár sýningar AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Í kvöld kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 5. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Fö 10. maí kl 20 - LAUS SÆTI Su 12. maí kl 20 - LAUS SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Lau 25. maí kl 20 - AUKASÝNING ATH: síðasta sinn PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 5. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma Su 12. maí kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma SUMARGESTIR e. Maxim Gorki Nemendaleikhús Listaháskólans og LR Frumsýning í dag kl 14 - UPPSELT 2. sýn fi 9. maí kl 20 - NOKKUR SÆTI lau 11. maí kl 20 - LAUS SÆTI JÓN GNARR Fö 10. maí kl. 20 - LAUS SÆTI GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Í kvöld kl 20 - NOKKUR SÆTI Su 5. maí kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 10 maí kl 20 - NOKKUR SÆTI Sýningum lýkur í maí Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið 3. hæðin     3 -, -. -.   07 -.            -3 -8%.      ! "    ###    $                                                              %    &   '   *     9 #   :+ 1  *  +    9  "    4 +  6 '   :+ 1 --  ;    :+ 1 * 33--..         ! " #   $ %&      &    !    $ '      (   ()*+((,-&.( +  Sun. 5. maí kl. 20 lokasýn. Uppselt. Vegna fjölda áskorana: Aukasýning fös. 10. maí kl. 20.                          

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.