Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 46

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 46
UMRÆÐAN 46 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGARBÚAR eru nú að átta sig á að ekki er allt með felldu við fjármálastjórn borgarinnar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undan- förnu hafa hreinar skuldir borgarinnar áttfaldast á sl. átta ár- um eða úr 3,9 millj- örðum í 32 milljarða. Hreinar skuldir pr. íbúa hafa á sama tíma hækkað úr 39 þús. í 286 þús. kr. Inni í þessum tölum eru þó ekki lífeyrisskuldbind- ingar. Í stað þess að viðurkenna fyr- irliggjandi staðreyndir um áttföldun skulda herðir borgarstjóri enn á fyrri staðhæfingum um að skulda- söfnunin hafi verið stöðvuð. Í rök- ræðum hefur borgarstjóri þó þurft að viðurkenna að skuldir borgarinn- ar í heild hafi aukist. Sú skulda- aukning sé hins vegar eingöngu vegna arðbærra fjárfestinga hjá Orkuveitunni, einkum á Nesjavöll- um. Borgarstjóri leggur jafnan höf- uðáherslu á að eingöngu skuli horfa á borgarsjóð þegar árangur af fjár- málastjórn R-listans er metinn og bendir á að skuldir borgarsjóðs fari stöðugt lækkandi. Borgarstjóri greinir hins vegar ekki frá því að þessi svokallaði „árangur“ hefur verið fenginn með því að færa tæp- lega 24 milljarða af skuldum borg- arsjóðs yfir á eigin fyrirtæki, Orku- veituna og Félagsbústaði hf., sem eru 100% í eigu Reykjavíkurborgar. Því fer því fjarri að um raunveru- lega niðurgreiðslu skulda borgar- sjóðs sé að ræða, eins og reynt er að láta í veðri vaka. Árbók sveitarfélaga Samband íslenskra sveitarfélaga gefur árlega út ritið Árbók sveitar- félaga. Þar er að finna gagnlegan samanburð á rekstri og fjárhags- stöðu allra sveitarfélga á landinu. Gallinn við þennan samanburð er hins vegar sá að þar er einungis horft á rekstur og fjárhagsstöðu sveitarsjóðanna sjálfra en ekki á sveitarsjóði og fyrirtæki þeirra í heild sinni (samstæðureikning). Með því að flytja skuldir yfir á fyr- irtæki í eigu sveitarsjóða er hægt að láta líta svo út sem náðst hafi um- talsverður árangur við niður- greiðslu skulda, þ.e. eins og þær birtast í Árbók sveitarfélaga. Þetta veit borgarstjórinn í Reykjavík og hefur svo sannarlega nýtt sér ótæpilega. Fyrir bragðið telja margir sem byggja mat sitt á upp- lýsingum úr Árbók sveitarfélaga að skuldir Reykjavíkurborgar séu sí- fellt að lækka, rétt eins og borg- arstjóri fullyrðir í sífellu. Lítum að- eins nánar á fjármálasnilld borgar- stjórans. 10 m.kr. auknar arðgreiðslur Þegar R-listinn tók við stjórn borgarinnar var það eitt hans fyrsta verk að tvöfalda árleg- ar arðgreiðslur Orku- veitunnar til borgar- sjóðs frá því sem áður hafði tíðkast. Á árinu 1993 voru arðgreiðsl- urnar t.d. 953 milljónir króna (m.v. ársloka- verðlag 2001) en voru hækkaðar í tæpa 2 milljarða á árinu 1995. Með þessum hætti hafa verið teknir rúmir 10 milljarðar út úr Orkuveitunni og færðir yfir til borgarsjóðs. Með öðr- um orðum hefur Orkuveitan þurft að taka um 10 milljarða í lán vegna þessara auknu arðgreiðslna. Og eins og til stóð hafa bókfærðar skuldir borgarsjóðs lækkað að sama skapi. Fjármagnskostnaður, vextir og gengistap, sem fylgir þessum skuld- um, lendir því nú á Orkuveitunni en ekki á borgarsjóði. Skuldaaukning Orkuveitunnar vegna stóraukinna arðgreiðslna til borgarsjóðs verður því vart skýrð með „arðsömum framkvæmdum á Nesjavöllum“, eins og borgarstjóri heldur sífellt fram. Sérstök 6,9 m.kr. viðbótargreiðsla Vegna stöðugs hallarekstrar borgarsjóðs var ákveðið á árinu 1999 að láta Orkuveituna greiða 4 milljarða til borgarsjóðs, til viðbótar stórhækkuðum árlegum arð- greiðslum. Bókfærðar skuldir borg- arsjóðs voru þannig lækkaðar um fjóra milljarða en skuldsetning Orkuveitunnar aukin samsvarandi. Fjármagnskostnaður af þessum fjórum milljörðum hefur því síðan færst hjá Orkuveitunni en hefði ella lent á borgarsjóði. Ætla má að þessi fjögurra milljarða millifærsla á árinu 1999 verði í árslok 2002 orðin um 6,9 milljarðar að teknu tilliti til áfallins fjármagnskostnaðar og gengistaps (á árslokaverðlagi 2001). Varla er hægt að skýra þessa 6,9 milljarða skuldaaukningu Orkuveit- unnar með „arðsömum fram- kvæmdum á Nesjavöllum“. 6,6 m.kr. skuldir Á árinu 1997 ákvað R-listinn að stofna hlutafélag um félagslegar leiguíbúðir borgarinnar. Íbúðirnar ásamt áhvílandi skuldum voru færð- ar yfir í nýja félagið. Áður höfðu skuldir vegna þessara íbúða verið færðar hjá borgarsjóði. Skuldsetn- ing vegna kaupa á nýjum leiguíbúð- um, u.þ.b. einn milljarður á ári, hef- ur síðan verið færð hjá Félagsbústöðum en hefði að óbreyttu komið fram í hærri skuld- um hjá borgarsjóði. Í árslok 2002 eru hreinar skuldir Félagsbústaða hf. áætlaðar 6,6 milljarðar króna. Skuldir borgarsjóðs í árslok 2002 verða því samsvarandi lægri. R-listinn hefur „dúxað“ Í valdatíð R-listans hafa sam- kvæmt þessu um 23,6 milljarðar verið millifærðir frá borgarsjóði yfir á fyrirtæki sem eru 100% í eigu Reykjavíkurborgar. Þessar HÓK- US PÓKUS-millifærslur breyta hins vegar engu um heildarskuldir borgarinnar. Þær hvíla eftir sem áð- ur á Reykvíkingum. Ætla má að þessar bókhaldskúnstir lækki bók- færðan fjármagnskostnað borgar- sjóðs um 1,5 milljarða á ári. Með þessum sjónhverfingum hef- ur borgarstjóra tekist að „lækka“ skuldir borgarsjóðs um 23,6 millj- arða króna. Að auki næst sá frábæri árangur að „lækka“ árlegan fjár- magnskostnað borgarsjóðs um 1,5 milljarða. Eins sjá má af yfirlitinu hér að of- an breyta þessar bókhaldsblekking- ar engu um heildarskuldir Reykja- víkurborgar. Ef ekki hefði komið til þessara bókhaldskúnsta hefðu hreinar skuldir Borgarsjóðs í árslok 2002 verið um 31 milljarður króna í stað 7,5 milljarða eins og áætlun gerir ráð fyrir. Borgarstjóra hefur með þessum bókhaldsmillifærslum tekist að „lækka“ skuldir borgar- sjóðs um 76%. Athyglisvert er líka að ef ekki hefði komið til þessara bókhaldskúnsta væri hrein skuld Orkuveitunnar ENGIN! Staðreynd- in er nefnilega sú að skuldasöfnun Orkuveitunnar er ekki til komin vegna „arðbærra fjárfestinga á Nesjavöllum“, heldur vegna þess að skuldum borgarsjóðs hefur verið mokað yfir til Orkuveitunnar. Með þessum snilldarráðstöfunum telur borgarstjóri sig hafa dúxað í fjármálastjórn. Því til sönnunar get- ið þið bara skoðað samanburð við önnur sveitarfélög sem settur er fram í Árbók sveitarfélaga! Bókhaldskúnstir R-listans Guðlaugur Þór Þórðarson Reykjavík Ef ekki hefði komið til þessara bókhalds- kúnsta, segir Guð- laugur Þór Þórðarson, væri hrein skuld Orku- veitunnar engin. Höfundur skipar 5. sæti á D-lista Sjálfstæðisflokksins.     >?.. @'%,     ; ; ; ;/  A *+,-+ - " " ').!+  / 0- $ + 1!  . 2  " '  3  )+. '%$ %1! +  )'$ +!$.+ '!+ %$ 4!. "  $ $ / 5+.-.$ %" 6$)+$ + '! ,-. $% 4.  ) " "+$   *. "%#$ %,"! ' .+/ / 71 # $!+.  %" 6$)+$ " "+$  + . 8 $+ '! ,-. *. "%#$ %,"! ' .+/ 9  ;/  '%,  ::"1 B!;;/ .    ;4 / 98$. - $  " '  3 ) %,"(! "8$  %8. :%!$.!.+; '! ,-3  '% 0- $ +  " '  90 :%!$.!.; '! ,- '! ,-.$ 6$) *2&=&&=5&/  1! <  .+ (% > ?$ % +  0- $  @@>@ 9(+% ++%8  " 2ABC & - $ '!+ DD    DD < <D  D ED <D D   D   D   <=   <=   C<"< C <2 C<=< C ": -DEEF#  <2 <=< 2  DEEF# <"< DEEF# <"< 7#+5# 7#+5# 7#+5# 7#+5#  !"" # $%& '&  ((  %) **+ ÞAÐ ER sama hvort veðrið er ljúft eða leitt, alltaf má hitta fjölda fólks á göngustígnum við Ægisíðu. Fólk á öllum aldri sem er að viðra sig og sína og njóta sjávarilmsins og út- sýnisins yfir sjóinn og Reykjanesfjöllin. Einn staður er öðr- um fegri við þennan stíg. Á móts við end- ann á flugvellinum, við Suðurgötu, sveigir stígurinn meðfram fallegri vík, þar sem æðarfuglinn unir sér í óspilltri fjörunni. Þarna eru öll hlutföll rétt, kyrrlát víkin, grónir grasbal- ar umhverfis, gömul hús milli Starhaga og sjávar. Þarna staldra margir við á gönguferð sinni og njóta útsýnisins. Það hefur meira að segja verið komið upp svolitlum grjótgarði og bekk í skjóli við hann svo fólk geti enn betur notið þessarar einstæðu nálægðar við óspillta náttúruna. Hvers vegna vek ég máls á þessu? Vegna þess að dagar víkur- innar eru taldir, ef ekki verður gripið í taumana. R-listinn hefur komið því í gegn í Aðalskipulagi að Reykjavík- urflugvöllur verður lengdur út í þessa vík. Yfir Suðurgötu, grasbal- ana, fjöruna og út í sjó – á þessum fallega og viðkvæma stað. Gömlu húsin við Starhaga verða rifin og víkin malbikuð. Það eru eflaust ábyrgðarlaus músarholusjónarmið að hafa áhyggjur af svona smámunum. Ég tel það nú samt skyldu mína að vekja athygli borgarbúa á þessari staðreynd. Fallegasta víkin Guðrún Pétursdóttir Höfundur er lífeðlisfræðingur. Reykjavík Ég tel það skyldu mína, segir Guðrún Péturs- dóttir, að vekja athygli borgarbúa á þessari staðreynd. ÖFLUGT og fjöl- breytt íþrótta- og tómstundastarf fyrir unga jafnt sem aldna er eitt af áherslumál- um Samfylkingarinn- ar í Kópavogi. Enginn efast um forvarnar- gildi slíks starfs, það eykur heilbrigði á lík- ama og sál. Bæjar- félaginu ber að skapa sem besta aðstöðu fyrir íþrótta- og tóm- stundastarf og sjá til þess að góður rekstr- argrundvöllur sé til staðar. Nú eru íþrótta- og tómstundafélögum veittir árlegir starfsstyrkir sem fara m.a. eftir fjölda þátttakenda og svo kallaðir sérstyrkir til sér- stakra verkefna, m.a. ferðalaga og nýbreytni. Einnig eru árlega veitt- ir afreksstyrkir til einstaklinga og hópa. Íþrótta- og tómstundaráð ber ábyrgð á útdeilingu þessara styrkja. Auk þessa hafa m.a. verið gerðir rekstrarsamningar við íþróttafélög vegna reksturs mann- virkja. Við í Samfylkingunni viljum breyta fyrirkomulagi greiðslna til íþrótta- og tómstundafélaga í Kópavogi á þann hátt að gerðir verði samstarfssamningar við hvert félag fyrir sig sem feli í sér tilteknar greiðslur á ári og komi í stað starfsstyrkja og sérstyrkja. Gera má ráð fyrir að hver samn- ingur verði til 2 – 3ja ára og tekið verði tillit til hvers konar starfsemi fer fram á vegum hvers félags. Markmiðið er m.a. að efla samstarf milli bæjaryfirvalda og félaganna og móta sameiginlega stefnu um íþrótta- og tóm- stundastarf í bænum. Báðir samningsaðilar munu hafa tilteknar skyldur og byggja verður eftirlitsþátt inn í samninginn. Að- alstjórn hvers félags verður falin ábyrgð á framkvæmd samn- ingsins af hendi fé- lagsins, hennar ábyrgð verður mikil. Ljóst er að auka þarf fram- lög til innra starfs íþrótta- og tóm- stundafélaga í bænum, það munum við gera, en jafnframt skilgreina í samstarfi við félögin hvert skal stefna og hvernig við ætlum að sjá til þess að í Kópavogi verði öflugt og gott íþrótta- og tómstundastarf. Margir kostir Með samstarfssamningum milli bæjaryfirvalda og íþrótta- og tóm- stundafélaga er mun líklegra að við náum að tengja t.d. íþrótta- og tómstundastarf á vegum félaganna við skólastarf í grunnskólum bæj- arins. Við einföldum styrkjakerfi bæjarins í þessum málaflokkum þannig að ÍTK þurfi ekki að eyða löngum stundum í að yfirfara alls kyns styrkbeiðnir frá félögunum. ÍTK getur áfram haft afrekssjóð á sínum vegum sem úthlutað er úr árlega. ÍTK mun hafa eftirlitshlut- verki að gegna með framkvæmd samninganna og stefnumótun í samráði við félögin væri í höndum ráðsins. Með samstarfsamningum í þess- um anda skapast aðstæður til öfl- ugs íþrótta- og tómstundastarfs í Kópavogi og lagður verður grunn- ur að samstarfi sem skilar góðum árangri. Samningar í stað styrkja Sigrún Jónsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og í 2. sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í Kópavogi. Kópavogur Við viljum breyta fyrir- komulagi greiðslna til íþrótta- og tómstunda- félaga í Kópavogi á þann hátt, segir Sigrún Jóns- dóttir, að tilteknar greiðslur á ári komi í stað starfsstyrkja og sérstyrkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.