Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 43
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 43
Opið 10 - 16 laugardag og 12 - 16 sunnudag
ÞAÐ var ósköp gott að komast inn
úr norðangarranum og gleyma sér
við hlýjan tónlistarflutning þeirra
Signýjar og Gerrits. Efnisskráin
hófst á sex sönglögum
eftir Þjóðverjann
Richard Strauss.
Hann samdi um 150
sönglög eða Lieder en
af einhverjum ástæð-
um eru aðeins nokkur
þeirra, og þá aðallega
lög frá yngri árum
hans, þekkt utan
Þýskalands og Austur-
ríkis þrátt fyrir að
hann hafi sannað að
hann sé einn af stærri
ljóðatónskáldum 19.
aldar. Efnisskráin
hófst á Das Rosen-
band Op. 36 nr. 1,
Glückes genug Op. 37
nr. 1, Nachtgang Op.
29 nr. 3, Begegnung án ópusnúmers,
Wiegenlied Op. 41 nr. 1 og Befreit
Op. 39 nr. 4. Öll fjalla þessi lög á einn
eða annan hátt um ást, rómantík og
söknuð. Í lögum Strauss eru mikil
átök og tilfinningasemi sem gerir
miklar kröfur til flytjenda og einnig
til áheyrenda. Næst fluttu þau Signý
og Gerrit fimm sönglög eftir Austur-
ríkismanninn Arnold Schönberg.
Fyrst má nefna Waldesnacht, sem
fjallar eins og nafnið bendir til um að
eyða nótt í skóginum og láta náttúr-
una og hljóð hennar hvíla þreytta sál.
Í efnisskránni kemur fram að þetta
lag sé úr safni sjö laga sem Schön-
berg samdi fyrir 1900 og hafa ekki
verið gefin út fyrr en nýlega. Síðan
fluttu þau Signý og Gerrit fjögur
sönglög úr safni fjögurra laga opus 2:
Nr. 1: Erwartung, nr. 2: Schenk mir
deinen golden Kamm, nr. 3: Erheb-
ung og nr. 4: Waldsonne. Öll fjalla
þessi lög einnig um ástina, vonina og
eftirvæntinguna í einhverri mynd.
Þessi sönglög eru öll með fyrstu
verkum tónskáldsins. Schönberg er í
dag þekktastur fyrir tólftóna-
tæknina sem hann þróaði er líða tók
á 20. öldina og nemendur hans og eft-
irfylgjendur fullkomnuðu síðan.
Eftir þessa síðrómantísku ljóða-
veislu var röðin komin að gaman-
söngvum á engilsaxnesku máli og
þar reið Leonard Bernstein á vaðið
með þremur gamansöngvum úr lát-
bragðsleiknum Pétri Pan: Who am
I?, My house og Peter, Peter, sem
hann samdi 1950, þá 32 ára gamall.
Því næst komu fjórir enskir gaman-
söngvar. Sá fyrsti eftir Baker/Har-
nick, Someone is sending me flowers,
smellið lag um konu sem fær sent svo
mikið af blómvöndum að húsið er
orðið fullt og hún er búin að fá nóg af
þessum óþekkta aðdáanda. Þá kom
lítið lag um sætavísuna í bíó sem
aldrei sá endann á
myndunum, Usher-
ette’s blues eftir Jeremy
Nicholas. Þriðja lagið
fjallaði um álfana í garð-
inum, There are faires
at the bottom of our
garden eftir Lizu Leh-
man, og að síðustu afar
fyndið lag eftir Fland-
ers/Swann, A word on
my ear, sem fjallar um
söngkonu sem á við
þann vanda að stríða að
vera með slæma tón-
heyrn og eiga erfitt með
að syngja hreint. Í lokin
söng Signý aukalag,
Piccola Serenade eftir
Bernstein. Öll eru þessi
lög skondin og full af gleði og glettni
bæði í söng og undirleik.
Að syngja svona gamansöngva svo
vel sé er alls ekki auðvelt og þar
reynir á leikræna hæfileika söngv-
arans og vald hans á verkefninu.
Signý sagði þegar hún kynnti lögin
að áheyrendur mættu hlæja og í
raun var annað ekki hægt, svo vel
náði háðið í gegn hjá þeim Signýju og
Gerrit og þau sýndu og sönnuðu hve
vel þau þekkja hvort annað. Um
flutning á einstaka lögum er lítið að
segja. Hljóðfæraleikur Gerrits var
óaðfinnanlegur, hvort sem var um að
ræða flókna síðrómantík eða gaman-
söngva, en þar átti hann ekki síður
þátt í að vel tókst til. Rödd Signýjar
er einstaklega falleg og hlý en hún
átti svolítið erfitt uppdráttar í
Strauss-lögunum í byrjun og
kannski eru þau of krefjandi til að
vera fyrst á efnisskrá tónleika, en
smám saman sættist röddin við lögin
og húsið og Signý naut sín til fulls og
hvernig hún lagaði rödd sína að mis-
munandi verkefnum sýnir hve gríð-
arlega gott vald hún hefur á hljóð-
færi sínu.
Þess má geta að prógrammið sem
tónleikagestir fengu í hendur var
sérlega vel unnið og til fyrirmyndar
á allan hátt.
Þýsk síðróman-
tík og enskir
gamansöngvar
TÓNLIST
Ýmir
Signý Sæmundsdóttir, sópran,
Gerrit Schuil, píanó. Sunnudaginn 28.
apríl kl. 16.00.
SUNNUDAGS-MATINÉE
Signý
Sæmundsdóttir
Jón Ólafur Sigurðsson
MYNDLISTARSÝNING Hanne
Godtfeldt og Steinunnar Helgu Sig-
urðardóttur verður opnuð í Pakk-
húsinu á Höfn í Hornafirði í dag.
Hanne og Steinunn kynntust árið
1998 þegar North sýningarsalurinn
skipulagði sýningu með 4 íslenskum
myndlistarmönnum, þar á meðal
Steinunni. Árið 1999 unnu þær sam-
an sýninguna Dialogprojekt (sam-
ræðulist / umræðulist) og hluti sýn-
ingarinnar var bókarform sem var
sameiginlegt listaverk. Í september
árið 2000 sýndu þær sameiginlegt
verk í Hannover í Þýskalandi. Verk-
ið sem þær eru að vinna núna nefnist
„breathing“ (að draga andann) og
það verður fyrst sýnt í Pakkhúsinu á
Höfn og í september verður það til
sýnis á haustsýningunni í Charlott-
enborg í Kaupmannahöfn, því næst í
Svíþjóð og fleiri lönd fylgja á eftir.
Í anda verksins verður upphaf
þess til utan liststofnunar. Þær vilja
ná til breiðs hóps áhorfenda og setja
ferli af stað sem býður áhorfendun-
um að taka þátt í því. Leitað var til
einstaklinga í 35 löndum vítt um
heiminn með ósk um viðbrögð. Þess-
um einstaklingum sendu þær pakka,
sem innihélt m.a. einnota myndavél
og listaverkið að draga andann
(teikning og texti á pappír) sem við-
takandinn mátti eiga. Hann var beð-
inn að hafa verkið uppi inni hjá sér í
a.m.k. 3 vikur, en taka síðan 5 til-
greindar myndir og senda til baka,
gjarnan með athugasemdum í bók
sem einnig fylgdi með. Það er sá af-
rakstur m.a. sem verður til sýnis á
listsýningunni á Höfn og með virkri
þátttöku gestanna á sýningunni
breiðist samræðan út. Þá verður
heimasíða (www.breating.dk) opnuð.
Sýningin stendur til 20. maí.
Áhorfendum í 35 löndum
boðin þátttaka í listaverki
BARNAKÓRAMÓT Hafnar-
fjarðar verður haldið í sjöunda
sinn í Víðistaðakirkju í dag og
hefst kl. 17.
Þar koma fram átta kórar en
hver þeirra mun syngja tvö lög
auk þess sem allir kórarnir
syngja saman nokkur lög.
Þeir kórar sem fram koma að
þessu sinni eru: Yngri kór
Álftanesskóla, Eldri kór Álfta-
nesskóla, Barna- og unglinga-
kór Hafnarfjarðarkirkju,
Barna- og unglingakór Víði-
staðakirkju, Kór Engidals-
skóla, Kór Setbergsskóla, Litli
kór Öldutúnsskóla og Kór
Öldutúnsskóla.
Það er Skólaskrifstofa Hafn-
arfjarðar sem sér um undir-
búning og framkvæmd móts-
ins. Aðgangur er ókeypis.
Barnakóra-
mót Hafn-
arfjarðar KARLAKÓRINN Fóstbræðurheldur vortónleika sína í Salnum í
Kópavogi í dag, laugardag, kl. 16.
Einsöngvarar með kórnum að
þessu sinni eru
þau Sigrún
Hjálmtýsdóttir,
sópran, og Þor-
steinn Guðna-
son, tenór. Egg-
ert Pálsson
leikur á slag-
verk og Stein-
unn Birna
Ragnarsdóttir á
píanó. Stjórn-
andi er Árni
Harðarson. Á
efnisskrá eru íslensk og erlend lög
eftir Þórarin Jónsson, Árna Thor-
steinson, Jón Þórarinsson, Atla
Heimi Sveinsson, R. Vaughan Willi-
ams, Benjamin Britten, Herbert
Howells, Frank Bridge, Samuel
Barber, Leonard Bernstein og
Richard Rodgers.
Vortónleikar
Fóstbræðra
Sigrún
Hjálmtýsdóttir