Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 49
✝ Jón Múli Árna-son, þulur og tón-
skáld, fæddist á
Kirkjubóli á Kolbein-
stanga á Vopnafirði
31. mars 1921. Hann
lést á gamla Land-
spítalanum við
Hringbraut á öðrum
degi páska, 1. apríl
síðastliðinn, og var
hann kvaddur í Saln-
um í Kópavogi og
Listasafni Kópavogs
20. apríl.
Ég er mjög heppinn.
Ég fékk nefnilega að kynnast Jóni
Múla Árnasyni. Þetta byrjaði allt
saman í Tónlistarskóla FÍH. Þar
kenndi Jón jazzsögu. Ég var 15 ára
og þekkti vel þessa frægu útvarps-
rödd. Fyrsta miðvikudaginn mætti
hann glerfínn í gráum jakkafötum
með hatt og auðvitað fylgdi Egils
malt og Sódavatn með. Viku síðar
mætti minn maður í hermannaskóm
upp á miðja kálfa með hermanna-
buxurnar girtar ofan í skóna, með
rauð- og svartköflótta ullarskyrtu
upp úr og með hálsklút. Ég hafði
aldrei séð svona unglingaklæðnað á
fullorðnum manni. Hvað þá virtum
útvarpsþul. Allt þetta var mér svo
framandi að ég var lengi vel ekki
viss um hvern mann Jón geymdi.
Jazzsagan lifnaði við í tímunum og
það var einstakt að heyra af kynnum
Jóns við merkustu menn jazzins eins
og Louis Armstrong sem kallaði Jón
Múla „Mr. Mule“ eitt sinn. Allar
þessar persónulegu sögur hans
JÓN MÚLI
ÁRNASON
gerðu jazzsöguna ljós-
lifandi fyrir okkur
krökkunum sem sátum
hérna á Íslandi og
hlýddum á ástríðu hans
tala. Þegar ég fór svo
að leita að íslenskum
jazzlögum kynntist ég
Jóni Múla söngdans-
ahöfundi. Ég geymdi
fjölmarga söngdansa í
undirmeðvitundinni án
þess að vita það sem
hafa frá svo miklu að
segja. Tilfinningahitinn
og góðmennskan skín í
gegn og sérviskan og
húmorinn eru með. Þessi einstaki
hæfileki Jóns Múla að láta fallega
melódíu líða áfram svo eðlilega
snertir mig. Ég þakka þér fyrir allar
þessar fallegu melódíur. Þú hefur
kennt mér að meta þær. Ég er hepp-
inn að ég fékk að kynnast þér sem
persónu og ég mun halda áfram að
kynnast þér í gegnum söngdansana.
Ég man þegar ég og Guðbjörg hitt-
um þig og Ragnheiði Ástu í janúar
2001. Ég og þú vorum að tala um af-
mælistónleika þín sem áttu að fara
fram á áttræðisafmæli þínu 31.
mars. Ég sagði við þig að þú mættir
ekki deyja fyrir tónleikana og þá
skaut Ragnheiður inn í: „Þú deyrð
þá bara 1. apríl.“ Það var frábært að
heimsækja ykkur Ragnheiði. Ástúð-
in, velvildin og húmorinn tók alltaf á
móti manni. Ragnheiður og fjöl-
skylda, ég og Guðbjörg færum ykk-
ur okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Óskar Guðjónsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 49
Dúna var alltaf hlý og létt í skapi.
Það var eins og geislaði frá henni yl-
ur og manngæska. Öllum leið vel í
návist hennar.
Eftir andlátsfregnina sat ég eins
og hálftómur í höfðinu og horfði í
kringum mig, þar blöstu víða við
munir sem þau Dúna og Björn mað-
ur hennar höfðu gefið okkur hjón-
unum á tímamótum í lífi okkar. Ég
festi augun á fallegum lampa sem
þau hjónin gáfu mér á sjötugsaf-
mæli. Ég stóð upp, skrúfaði peruna
lausa, það verður ekki kveikt á henni
að sinni. Þetta skal minna mig á ann-
að ljós sem slokknaði.
Birni Jensen, sonum, tengdadótt-
ur og barnabörnum þeirra hjóna og
Ólöfu systur Dúnu sendi ég samúð-
arkveðjur mínar.
Sigursteinn Ólafsson.
„Fegursta blóm jarðar er brosið,“
segir skáldið Henrik Wergeland.
Elsku Dúna, nú tekur þú ekki oft-
ar á móti mér brosandi með orðun-
um: Mikið ertu sæt og fín. Það vant-
aði aldrei hrósyrðin hjá þér í minn
garð og minnar fjölskyldu og allan
kærleikann og góðmennskuna. Þú
varst einstök manneskja, alltaf svo
ljúf og góð og hallmæltir aldrei
nokkurri manneskju.
Ég er búin að eiga margar góðar
og skemmtilegar stundir á heimili
þínu í gegnum árin og vil ég þakka
þær. Ég var tólf ára þegar þú giftist
honum Bassa mínum, sem mér
finnst ég alltaf eiga svo mikið í. Þú
barðist hetjulega við veikindi þín og
vissir orðið í hvað stefndi, en trúin
hjálpaði þér í baráttu þinni og rædd-
um við það. Nú verða stundirnar
okkar ekki fleiri í bili, elsku Dúna, og
söknuðurinn er sár.
Ég og fjölskylda mín viljum þakka
alla hlýju og elsku í okkar garð.
Guð geymi þig, elsku Dúna.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf,
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Bassi, Halldór, Róbert,
Ólöf, Hjördís, Gauti og Hekla. Guð
styrki ykkur á erfiðum tímum og lýsi
veginn framundan.
Innilegar samúðarkveðjur frá fjöl-
skyldu minni og fjölskyldunni á
Minna-Núpi.
Guðrún Ingólfsdóttir.
Horfin er hússins frú,
sem hjörtun gladdi.
Alla, í ást og trú,
ástvini kvaddi.
Ævi með ljúfri lund
lastvör þú eyddir,
börn þín með blíðri mund
blessaðir, leiddir.
Eins og þú ætíð barst
umhyggju ríka,
ástvina elsku varst
umvafin líka.
Hugsið, er harmaský
um hjartað líður:
Sæl Jesú eilífð í
ykkar hún bíður.
Rósa B. Blöndals.
Kærar þakkir. Þannig kveðjumst
við er leiðir skiljast. Við kynntumst
Guðrúnu haustið 1990 þegar hún
með fyrstu nemendum hringdi og
skráði sig inn í Tónskóla Guðmundar
sem ég hafði þá nýstofnað. Hún kom
til náms til mín frá Selfossi til
Reykjavíkur í hverri viku alla vetur
næstu tíu árin og aðeins verstu
vetrarveður gátu komið í veg fyrir
skólasókn hennar. Eldlegur áhugi
Guðrúnar á tónlist hélt henni stöðugt
við efnið, þar fann hún fegurð og
fékk útrás fyrir listhneigð sína og
mjúka smekkvísi. Fljótlega varð það
að föstum lið eftir hverja kennslu-
stund að fara í kaffi upp í eldhús og
spjalla saman og ekki bara um tón-
list heldur lífið og tilveruna og þar
kynntumst við fjölskyldan því
hversu hjartahlý manneskja Guðrún
var. Mér verður oft hugsað til þess í
þessum hrjúfa heimi hversu notalegt
það var að eiga svona vinkonu og
hversu skýr andstæða hún var
mörgu því sem veröldin skammtar
okkur.
Það var hljómborðið sem heillaði
hana mest, þar fékk hún frelsi til að
láta tónlist sína hljóma eins og hún
vildi sjálf og var ekkert feimin við
það. Þannig varð hljómborðið henn-
ar eins og hver annar besti vinur al-
veg fram á síðustu daga þegar orust-
an var töpuð við illvígan sjúkdóm.
Guðrún nálgaðist hvert viðfangs-
efni af varfærni og virðingu, stund-
um svo að það varð að stappa í hana
stálinu og í áranna rás fór ekki hjá
því að stöðugt bættist í sarpinn svo
að fáir stóðu henni á sporði þegar
leika átti á uppskeruhátíðum skól-
ans. Og ég mun sakna pönnukak-
anna sem þá komu alltaf með.
Með fjölskyldum okkar mynduð-
ust fljótlega vináttubönd og nú á
þessari skilnaðarstund viljum við
votta Birni, Róberti, Halldóri og
Ólöfu „systur“ ásamt öðrum vanda-
mönnum og vinum djúpa samúð okk-
ar.
Guðmundur Haukur
og fjölskylda.
Kveðja frá Þórusystrum
Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir
er látin eftir erfiðan sjúkdóm. Hún
gekk til liðs við Oddfellowregluna í
febrúar 1998 og hafði því starfað þar
í rúm fjögur ár, þegar kallið kom.
Frá unga aldri hafði Guðrún mjög
gaman af tónlist og lærði að leika á
orgel og hljómborð. Það veitti henni
mikla lífsfyllingu og lék hún hjá ýms-
um félagasamtökum og í afmælum í
mörg ár.
Það var okkur mikil ánægja þegar
hún gekk til liðs við okkur Þórusyst-
ur og var hún organisti stúkunnar.
Hún gegndi því starfi meðan heilsan
leyfði og viljum við systur þakka það.
Eftir að hún veiktist og gat ekki
sótt fundi fylgdist hún ávallt með
hvenær fundir voru og bað fyrir
kærar kveðjur og þakklæti til systra.
Við minnumst Guðrúnar með virð-
ingu og þökk og færum eiginmanni,
sonum og fjölskyldum og systur
hennar Ólöfu innilegar samúðar-
kveðjur.
Í v.k. og s.
Þórusystur.
Hagleikur, hógværð
og hugulsemi eru þeir
þættir sem upp í hug-
ann koma þegar ég
minnist vinar míns, Guðmundar
Sölvasonar. Gumma voru þessir
þættir í blóð bornir og fór hann vel
með þessar gjafir sínar.
Sífellt var hann vakandi við rækt-
un þeirra hluta er skópu honum það
GUÐMUNDUR
EINAR SÖLVASON
✝ Guðmundur Ein-ar Sölvason
fæddist á Séttu í
Séttuhreppi 9. des-
ember 1918. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
að kvöldi 12. apríl
síðastliðinn. Útför
Guðmundar fór fram
frá Seltjarnarnes-
kirkju 19. apríl sl.
orðspor sem aldrei
fennir yfir.
Vakinn og sofinn
vann hann að velferð
sinna nánustu og raun-
ar langt út fyrir frænd-
garð sinn.
Verklegar fram-
kvæmdir voru eitt eft-
irlæti Gumma. Áhug-
inn leyndi sér ekki
þegar taka þurfti til
hendinni. Yfirvegaður
gekk hann að öllum
sínum verkum. Hann
virtist ávallt sjá fyrir
endann á því sem hann
tók sér fyrir hendur. Hver hlutur lék
í höndum hans og þegar verki lauk
var öllu haganlega fyrir komið.
Hógværðina og hugulsemina
tókst honum að spyrða svo saman að
þegar hann gerði fólki gott var ekki
erfitt að vera þiggjandinn. Gummi
hafði gengið frá reikningsskilum á
þann hátt að enginn skuldaði nein-
um neitt.
Gummi var bjartsýnismaður og
jákvæður svo eftir var tekið. Hann
var pólitískur fram í fingurgóma og
hafði skoðanir á nánast öllu. Erfitt
var þó að fá út úr honum hverjum
hann tilheyrði í hinu pólitíska litrófi.
Hann reyndi ávallt að greina hismið
frá kjarnanum. Hans pólitíska af-
staða byggðist fyrst og síðast á
sanngirni og því sem þokað gat mál-
um til betri vegar, hver svo sem í
hlut átti.
Á langri göngu hefur Gummi eign-
ast stað í hjarta fjölda fólks.
Alls staðar gladdi hann með nær-
veru sinni.
Hann létti undir með þeim sem
það þurftu. Hann tamdi sér prúða og
fágaða framkomu. Hann var vakt-
maður velferðarinnar.
Fyrir þetta verður honum ævin-
lega þakkað og á þennan hátt verður
öðlingsins Gumma Sölva minnst.
Gunnar A. Hansson
og fjölskylda.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra.
Birting afmælis- og
minningargreina
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
!"#$
%&' (&'
) ! * +"" , -.! +
/+0
1+"" /2 " 0
"0 !* +"" (&' %&'
3& /2 +"" ) /2
!* (&' "&' ' +"" .
)4 .(5
6""! 78
, & 0
! "
#
$
%
&
'
-&' "! 0
" ! % 9- 2 ! - 2
0 ! -& "
: *! -& " +""
(
1! -& " /. ,; + 2 !
' .
-5 % <4
!
"
(
#
&
)
#
!*! +! =!*! +
> " !*! +
- !*! +
!*! +! /2
%+ / .