Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 20
AKUREYRI
20 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Er framtíð í þorskeldi?
Kynningarfundir um þorskeldi verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
Ísafirði 10. maí hjá Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4 ... kl. 13:00 til 17:00
Akureyri 13. maí á Fiðlaranum, Skipagötu 14, 4. hæð ........... kl. 13:00 til 17:00
Grundarfirði 15. maí á Hótel Framnesi .................................... kl. 13:00 til 17:00
Reyðarfirði 16. maí í Safnaðarheimilinu. .................................. kl. 13:00 til 17:00
Efni fundanna:
Þorskeldisverkefnið, Valdimar Ingi Gunnarsson,
verkefnastjóri, kynnir verkefnið.
Veiðar á þorski til áframeldis.
Reynsla af áframeldi þorsks á Íslandi.
Fóður og fóðurgerð.
Matfiskeldi á þorski.
Sjúkdómar og þorskeldi.
Eldistækni og arðsemi þorskeldis.
Sjá nánar auglýst í svæðisfjölmiðlum á hverjum stað
Strandgata 29 - Akureyri
Til sölu
Til sölu veitingarekstur
Nú er til sölu rekstur skyndibitastaðarins Crown Chicken við
Skipagötu á Akureyri. Reksturinn er í leiguhúsnæði á besta stað í
miðbæ Akureyrar. Velta hefur verið stöðug og vaxandi undanfar-
in ár. Starfsemin er tvíþætt; annars vegar sala í veitingasal og
hins vegar heimsendingarþjónusta.
Allar frekari upplýsingar veitir Jóhann í síma 899 7522 og
Fasteignasalan BYGGÐ (Björn), Strandgötu 29,
símar 462 1744 og 462 1820
Hádegisfyrirlestur á Sólborg
Þriðjudaginn 7. maí mun Halldór Ásgrímsson,
utanríkisráðherra, flytja fyrirlestur um
formennsku Íslands
í Norðurskautsráðinu 2002-2004.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu L101 á Sólborg og hefst kl. 12.15.
Hægt verður að kaupa samlokur og kaffi eða gos
á vægu verði á staðnum.
Allir velkomnir.
ÁRLEGT Hængsmót, sem Lions-
klúbburinn Hængur stendur að,
hófst í Íþróttahöllinni á Akureyri í
gær en mótið er nú haldið í 20.
sinn. Þetta er jafnframt Íslands-
mót í sveitakeppni í boccia. Auk Ís-
landsmótsgreinanna verður keppt
í opnum flokki í boccia, bogfimi,
borðtennis og lyftingum. Kepp-
endur eru 310 talsins og koma þeir
af öllu landinu, en þetta er fjöl-
mennasta Hængsmótið til þessa.
Elsti keppandinn er Sigurður R.
Ingimundarson, sem varð níræður
í vikunni, 2. maí, en sá yngsti er
Jóhann Þór Hólmgrímsson, níu
ára. Þeir keppa báðir fyrir
Íþróttafélagið Akur á Akureyri.
Hængsmótinu lýkur með veg-
legu hófi í Íþróttahöllinni í kvöld,
laugardagskvöld, þar sem boðið
verður upp á margvísleg skemmti-
atriði auk þess sem veitt verða
verðlaun.
Morgunblaðið/Kristján
Hængur Hængsson, verndari Hængsmótsins, heilsar upp á þátttakendur við setningu mótsins í Íþróttahöllinni í
gær en Hængur fagnaði 10 ára afmæli á þessum tímamótum.
Yfir 300 keppendur á
Hængsmóti
KIWNISKLÚBBARNIR
Embla og Kaldbakur afhenda
sjö ára börnum á Akureyri og
nágrenni reiðhjólahjálma á
Vordögum í Sunnuhlíð í dag,
laugardag, frá kl. 12 til 15. Lög-
regluþjónar mæta á staðinn og
líta yfir hjól barnanna, klúbb-
arnir kynna starfsemi sína og
boðið verður upp á veitingar.
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli
verður opið um helgina en þar
er enn nægur og góður skíða-
snjór og færið með besta móti.
Veðurspáin er einnig nokkuð
hagstæð og því tilvalið fyrir
skíðaáhugamenn að skella sér á
skíði.
NÝJA vorlínan frá Broste Cop-
enhagen verður kynnt í Býflug-
unni og blóminu um helgina.
Umboðsmaður frá fyrirtækinu
verður í versluninni til skrafs
og ráðagerða, frá kl. 12 til 18 á
laugardag.
Vorlínan
kynnt
OPIÐ hús verður í hátækni-
fjósinu á Bakka í Öxnadal um
helgina, eða frá kl. 13 til 17
bæði á laugardag og sunnudag.
Á Bakka er nýlegur mjalta-
þjónn, sá fyrsti á Norðurlandi,
og sér hann algerlega um
mjaltirnar, en mannshöndin
kemur hvergi nærri. Allir eru
velkomnir heim að Bakka.
Opið hús á
Bakka
Reiðhjóla-
hjálmar
afhentir
Opið í
Hlíðarfjalli
MENNINGARMÁL