Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Skeifan 17 • Sími 5504000 •www.atv.is
ALÞINGI samþykkti í gær frum-
varp Árna M. Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra um breytingar á lög-
um um stjórn fiskveiða. Í
frumvarpinu er m.a. kveðið á um
að lagt verði 9,5% aflagjald á
handhafa aflaheimilda. Ákvæði
laganna taka gildi í áföngum á ár-
unum 2004 til 2009 og hækkar
gjaldið úr 6% í 9,5% af aflaverð-
mæti að frádregnum olíu-, rekstr-
ar- og launakostnaði á því tímabili.
Frumvarpið var samþykkt með
29 atkvæðum en 23 þingmenn
greiddu atkvæði á móti. Þingmenn
stjórnarflokkanna greiddu atkvæði
með frumvarpinu. 22 þingmenn
stjórnarandstöðunnar voru á móti
og sömuleiðis einn stjórnarþing-
maður, Einar Oddur Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum.
Samkvæmt frumvarpinu er
veiðigjaldið afkomutengt. Fram
kemur í greinargerð með því að
miðað við útreikningsreglur frum-
varpsins hefði veiðigjaldið í ár
numið rúmlega 2,1 milljarði, 1,6
milljörðum árið 2001, 1,3 milljörð-
um árið 2000 og tæpum 1,6 millj-
örðum árið 1999.
Samkvæmt frumvarpinu skal
ráðherra ákvarða veiðigjald kom-
andi fiskveiðiárs fyrir 15. júlí ár
hvert og skal til grundvallar gjald-
inu leggja aflaverðmæti næstliðins
árs miðað við tímabilið 1. maí til
30. apríl. Gjaldið skal inna af hendi
með þremur jöfnum afborgunum.
Viðurkenning á
grundvallaratriðum
Morgunblaðið leitaði í gær til
Matthíasar Johannessen, fyrrver-
andi ritstjóra Morgunblaðsins, en
hann var höfundur að stefnu blaðs-
ins í fiskveiðistjórnunarmálum.
Matthías fagnaði samþykkt frum-
varpsins og sagði m.a.: „Það ræður
engum úrslitum, hvert þetta auð-
lindagjald er, heldur viðurkenning-
in á þeim grundvallaratriðum, að
ekki er hægt að sölsa undir sig
sameiginlega eign þjóðarinnar,
þótt með lögformlegum hætti sé,
heldur greitt fyrir afnot sem eru
öllum til hagsbóta, athafnamönn-
um og almenningi í landinu. Slík
bolabrögð hafa áreiðanlega ekki
ýtt undir einkavæðingu, þar sem
hún er réttlætanleg. Menn mættu
vel muna það, sem eitt sinn var
sagt, að þau lög, sem almenningur
virðir einskis og telur ólög, geta
aldrei fest rætur í nokkru sam-
félagi, hvað sem löggjafarvaldinu
líður.“
Sorgardagur fyrir
íslenska útgerð
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir að gærdagurinn hafi
verið sorgardagur fyrir sjávarút-
veginn. Útvegsmenn hafi lýst sig
samþykka hógværu gjaldi ef það
mætti skapa frið en nú sjái menn
það að aldrei verði um málið sátt.
Frumvarpið sé mistök sem muni
veikja atvinnustarfsemina á lands-
byggðinni og herða á fólksflutn-
ingum þaðan.
Sigur Morgunblaðsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor segir að Morgunblaðið
geti þakkað sér það að auðlinda-
gjald hafi verið tekið upp. „Þetta
er sigur blaðsins og ósigur okkar
hinna sem teljum eðlilegast, að all-
ar auðlindir séu í hendi einkaaðila,
enda fari þannig sérhagsmunir og
almannahagsmunir saman.“
Hann segir að veiðigjald sé
gjald á landsbyggðina og því sé
um að ræða tilfærslu frá lands-
byggðinni til suðvesturhornsins.
Þorvaldur Gylfason prófessor
segir að veiðigjaldið sé of lágt og
það komi of seint. Nú sé bara eftir
að þjarka aðeins um verðið.
Veiðigjald á aflaheim-
ildir samþykkt á Alþingi
Morgunblaðið/Golli
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, lýsir yfir að frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra, þar sem m.a. er gert ráð fyrir auðlindagjaldi, sé orðið að lögum.
Veiðigjald/10/11
Forystugrein og miðopna
FÆREYSKUR skipstjóri af
togaranum Enniberg var sóttur á
haf út vegna veikinda og fluttur
með þyrlu varnarliðsins á Land-
spítalann í gærkvöld. Togarinn var
á úthafskarfaveiðum um 200 sjó-
mílur suðvestur af Reykjanesi
þegar hjálparbeiðni barst Land-
helgisgæslunni og taldi þyrlulækn-
ir Landhelgisgæslunnar öruggast
að sækja manninn með þyrlu. Þar
sem báðar þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar voru ekki tiltækar vegna
skoðunar og viðgerðar var óskað
eftir aðstoð varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Tvær þyrlur og eldsneytisflug-
vél héldu frá Keflavík laust eftir
kl. 16.30 og komu með sjúklinginn
á Landspítalann um kl. 20.
<
G#
< G#
G(
G(
<G(
=G(
< G#
3$"4*#0
3$#%$$#
5*6"4*
! Sóttur á
haf út
vegna
veikinda
ALVARLEGT vinnuslys varð við
Vesturvör í Kópavogi í gærkvöld
þegar maður kramdist undir vörubíl
sem hann var að vinna við. Hann
missti meðvitund en vinnufélagi
hans hljóp til og tókst að lyfta bílnum
ofan af hinum slasaða með gaffallyft-
ara. Hinn slasaði var fluttur á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi, tal-
inn mjaðmagrindarbrotinn.
Fulltrúi frá Vinnueftirliti ríkisins
og rannsóknarlögreglumaður frá
lögreglunni í Kópavogi voru kvaddir
á vettvang slyssins til að kanna að-
stæður.
Kramdist
undir
vörubíl
LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands
(LSN) hefur ásamt fjárfestingar-
félaginu Nordica S.A. í Lúxem-
borg höfðað mál gegn iDigi
Communications í Flórída í
Bandaríkjunum. Ástæður mála-
ferlanna eru meint óvönduð vinnu-
brögð stjórnenda iDigi og meint
færsla á verðmætum úr iDigi í fé-
lag í eigu framkvæmdastjóra
iDigi.
Þróar tækni til að
auka hraða í fjarskiptum
Fyrirtækið iDigi vinnur að því
að þróa tækni til að auka hraða í
fjarskiptum, sérstaklega að því er
viðkemur Netinu. LSN fjárfesti í
fyrirtækinu í útboði sem haldið var
fyrir tveimur árum og var meðal
annars kynnt fjárfestum hér á
landi. LSN seldi síðan hlut sinn
inn í Nordica, þar sem sjóðurinn á
15% hlut en afgangurinn er í eigu
breskra aðila.
Lífeyrissjóður Norðurlands
Höfðar mál
í Flórída
Óvíst hve miklir/ 27
KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir
að nú þegar sé farið að vinna að
því hjá fyrirtækinu að setja sam-
an efnasambönd til að þróa lyf
við sjúkdómum, s.s. geðklofa,
heilablóðfalli og æðakölkun.
Hann segir að ef og þegar rík-
isábyrgðin, sem Alþingi sam-
þykkti í gær að heimila fjár-
málaráðherra að veita
fyrirtækinu, verður afgreidd,
verði hafist handa við að ráða
starfsfólk og byggja upp aðstöðu
til að hefja lyfjaþróun af fullum
krafti.
Kári segir það gleðilegt fyrir
Íslenska erfðagreiningu og
starfsmenn fyrirtækisins að rík-
isstjórnin skuli hafa komist að
þeirri niðurstöðu að líta á það
sem skynsamlegan og eðlilegan
vettvang fyrir uppbyggingu í
þeirri atvinnugrein sem
lyfjaþróun er. Umræðan um
þessi mál hafi að hans mati ver-
ið mjög ósanngjörn og gagn-
rýnin á ríkisstjórnina vegna
þessa mikið á misskilningi
byggð.
Frumvarpið var samþykkt á
Alþingi í gær með 27 atkvæðum.
13 þingmenn greiddu atkvæði
gegn frumvarpinu, þar á meðal
einn stjórnarþingmaður, Pétur
H. Blöndal. 12 þingmenn sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna, þar
af þrír stjórnarþingmenn.
Undirbúning-
ur lyfjaþró-
unar hafinn
Gagnrýni/12
♦ ♦ ♦