Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 28
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
28 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FLÉTTA plús heitir nýjasta lína
skrifstofuhúsgagna sem Valdimar
Harðarson arkitekt hefur hannað.
Valdimar hefur fengist við hönn-
un húsgagna undanfarin tuttugu
ár og hannaði m.a. verðlaunastól-
inn Sóley á sínum tíma.
Húsgögnin í Fléttu-línunum,
sem nú eru orðnar þrjár á síðustu
tíu árum, Flétta, Flétta 2000 og
nú síðast Flétta plús, eru íslensk
framleiðsla Pennans/GKS. Línan
hefur heilsteypt yfirbragð og
sameinar t.d. í einu kosti skápa
og skilrúma.
Mikið er lagt upp úr einfald-
leikanum og samnýtingu í Fléttu
og settar eru fram nokkrar frum-
legar lausnir. Húsgögnin eru ætl-
uð bæði fyrir opið og lokað skrif-
stofurými og eru byggð upp af
stillanlegum skrifborðum, skáp-
um, skúffuskápum, hliðarborðum,
skilrúmum og hillum. Nýting
skápa sem skilrúma er dæmi um
frumlega lausn. Þetta er einfalt í
uppsetningu og skapar ákveðna
hagkvæmni.
Dæmi um aðra frumlega lausn
í Fléttu er útfærsla á stjörnunni
svokölluðu sem sjá má á með-
fylgjandi mynd. Stjarnan er
þekkt form í opnu skrifstofurými
þar sem þrír einstaklingar eiga
vinnurými í hring með skilrúm-
um á milli. Flestir framleiðendur
hafa útfært stjörnuna þannig að
þeir sem sitja snúa inn í stjörn-
una. Valdimar hefur hins vegar
snúið þessu við og sett borð út
frá skilrúmum þar sem þeir sem
sitja snúa baki í stjörnuna. Skil-
rúmin á milli eru jafnframt
skápar eins og almennt í Fléttu
og skapa jafnframt nauðsynlega
þykkt á milli þeirra sem sitja í
stjörnunni.
Opna rýmið
komið til að vera
Valdimar er einn af eigendum
arkitektastofunnar ASK en hús-
gagnahönnunin hefur verið
aukabúgrein hjá honum. „Það er
ágætt að fá frí frá stóru bygging-
unum og komast í eitthvað sem er
smærra í sniðum inn á milli,“ seg-
ir hann.
Valdimar segir að þróunin hvað
varðar skrifstofuhúsgögn sé á þá
leið að allt fari minnkandi. Tölv-
urnar verða sífellt minni en einn-
ig það rými sem hver starfsmaður
hefur. Til að nýta rýmið sem best
og koma til móts við þessa þróun
hafi skrifstofuhúsgögn orðið æ
minni um sig og einfaldari á allan
hátt.
„Opna skrifstofurýmið er komið
til að vera,“ segir Valdimar. „Nú-
tímavinnubrögð í flestum grein-
um byggjast á hópvinnu og
sveigjanleiki er mikilvægur.“
Valdimar segir að tilhneigingin
sé sú að opið rými verði víðast
hvar á vinnustöðum, en að auki
séu sérstök vinnuherbergi þar
sem starfsmenn geta fengið al-
gjört næði.
„Fyrir tuttugu árum var talið
að hægt væri að búa til opið rými
en hljóðeinangrað. Þetta var gert
með því að setja mikið af mjúkum
efnum inn, allt var teppalagt og
veggir klæddir með svampi og
áklæði. En það fylgdu vandamál
eins og húsasótt og fleira.“ Valdi-
mar segir því að nútíma-
húsgagnahönnun byggist fremur
á því að draga úr endurkasti
hljóðs og halda ryksöfnun í lág-
marki.
Fléttu-húsgögnin eru framleidd
í öllum mögulegum viðarteg-
undum, þar sem birki og beyki
eru stöðluð framleiðsla. Efnið í
húsgögnin er að mestu flutt inn
frá Þýskalandi en þau eru smíðuð
í verksmiðjum Pennans/GKS á
Selfossi og í Reykjavík. Hægt er
að raða einingunum upp á marga
vegu og ýmis konar sérlausnir
eru mögulegar.
Nú stendur yfir sýning á Fléttu
plús í sýningarsal Pennans/GKS
við Hallarmúla.
Valdimar Harðarson kynnir nýja línu skrifstofuhúsgagna: Flétta plús, íslensk framleiðsla Pennans/GKS
Opið rými vel nýtt
með léttum skrif-
stofuhúsgögnum
Hér sést lína húsgagna fyrir vinnustöðvar stjórnenda úr Fléttu plús. Svo-
kallað ísbirki er í borðplötu og rótarbjörk á framhlið stærra skrifborðsins.
Stjarnan er þekkt form í opnu skrifstofurými þar sem þrír eiga vinnurými í
hring með skilrúmum á milli. Útfærsla Valdimars er ný af nálinni.
Hagnaður Búnaðarbanka Íslands hf.
á fyrsta ársfjórðungi 2002 var 1.036
m.kr. fyrir skatta en 846 m.kr. að
teknu tilliti til reiknaðra skatta. Arð-
semi eiginfjár var 36,0% fyrir skatta
en 28,8% eftir skatta. Til samanburð-
ar má nefna að hagnaður bankans
fyrir skatta var 1.001 m.kr. á öllu síð-
astliðnu ári. Rekstraráætlun bankans
fyrir árið 2002 gerir ráð fyrir að hagn-
aður bankans verði um 3.000 m.kr.
fyrir skatta og 2.500 m.kr. að teknu
tilliti til reiknaðra skatta.
Afkoma bankans það sem af er ári
er því umfram áætlun og skýrist það
alfarið af mikilli hækkun á innlendri
hlutabréfaeign bankans. Aðstæður á
innlendum hlutabréfamarkaði hafa
verið hagstæðar það sem af er ári og í
lok fyrsta ársfjórðungs hafði úrvals-
vísitalan hækkað um 14,5% frá ára-
mótum. Aðrir þættir í rekstri bank-
ans voru í í takt við afkomuáætlun ef
frá er talin þróun útlána, en þau lækk-
uðu um 1 milljarð frá áramótum í
samræmi við breyttar aðstæður í
efnahagsmálum innanlands.
Hreinar vaxtatekjur samstæðunn-
ar námu 1.564 m.kr. Vaxtamunur, þ.e.
vaxtatekjur að frádregnum vaxta-
gjöldum í hlutfalli af meðalstöðu
heildarfjármagns, var 3,11% á fyrsta
ársfjórðungi til samanburðar við
3,48% á árinu 2001. Aðrar rekstrar-
tekjur án gengishagnaðar námu 618
m.kr. og gengishagnaður af verð-
bréfaviðskiptum var 888 m.kr. Vó þar
gengishagnaður af hlutabréfum
þyngst en gengishagnaður hlutabréfa
var 936 m.kr. þrátt fyrir umtalsvert
tap af erlendri hlutabréfaeign bank-
ans vegna fallandi gengis líftæknifyr-
irtækja. Gengistap upp á 124 m.kr.
varð hins vegar af skuldabréfaeign
bankans, en 76 m.kr. hagnaður varð
af gjaldeyrisviðskiptum. Til saman-
burðar var 667 m.kr. gengistap af
verðbréfa- og gjaldeyrisviðskiptum á
öllu árinu 2001. Hreinar rekstrar-
tekjur voru alls 3.070 m.kr. á fyrsta
ársfjórðungi 2002.
Rekstrargjöld voru 1.614 m.kr.
sem er um 3,2% af meðalstöðu efna-
hags á tímabilinu og er það sambæri-
legt kostnaðarhlutfall og á síðastliðnu
ári. Kostnaður sem hlutfall af tekjum
lækkaði hins vegar umtalsvert og var
52,6% til samanburðar við 70,8% á
árinu 2001. Lækkunin skýrist að
mestu leyti af miklum umskiptum í af-
komu af hlutabréfaeign bankans milli
tímabila. Stöðugildi við bankastörf
hjá móðurbanka voru 694 í lok tíma-
bilsins, auk þess voru 20 starfsmenn
hjá Búnaðarbankanum International
í Lúxemborg og stöðugildi hjá Lýs-
ingu voru 28.
Eiginfjárhlutfall hækkar
Eigið fé bankans er nú um 13,5
milljarðar og útgáfa víkjandi lána um
5,7 milljarðar. Eiginfjárhlutfall sam-
kvæmt CAD-reglum er 10,9%, þar af
er A-hluti eiginfjár 8,6%. Árshlut-
areikningur BÍ er í öllum meginatrið-
um gerður eftir sömu reikningsskila-
aðferðum og undanfarin ár. Þó er
ekki lengur miðað við verðbólguleið-
rétt reikningsskil í samræmi við lög
sem samþykkt voru á Alþingi í árslok
2001.
Hagnaður 846
milljónir króna
Afkoma Búnaðarbankans á fyrsta ársfjórðungi
HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopna-
firði nam 221,3 milljónum króna á
fyrstu þremur mánuðum ársins. Á
sama tímabili í fyrra nam tap fé-
lagsins 38,5 milljónum króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tanga er þetta besta afkoma fé-
lagsins á sambærilegu tímabili í
sögu þess. Rekstrartekjur félags-
ins jukust úr 514,1 milljón í 732
milljónir milli tímabila. Rekstr-
argjöldin jukust úr 383,6 millj-
ónum í 530,5 milljónir króna.
Veltuaukningin skýrist einkum af
verðhækkun á mjöli og lýsi og því
að félagið tók nú á móti mesta
magni af loðnu á samsvarandi
tímabili til þessa. Hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði nam
201,5 milljónum króna sem er
54,5% hækkun á milli ára. Veltufé
frá rekstri nam 184,1 milljón
króna í stað 76,3 milljóna króna á
fyrstu þrem mánuðum ársins
2001. Fjármagnsliðir voru hag-
stæðir á tímabilinu og lækkuðu
langtímaskuldir um 59 milljónir
króna auk þess sem reiknaðar
tekjur vegna verðlagsbreytinga
námu 16,5 milljónum króna. Alls
námu fjármunatekjur 78,5 millj-
ónum króna fyrstu þrjá mánuði
þessa árs á móti fjármunagjöld-
um upp á 116,1 milljón króna á
sama tímabili síðasta árs. Nettó-
skuldir félagsins lækkuðu úr
1.762,6 milljónum króna 31. des-
ember 2001 í 1.393,7 milljónir
króna 31. mars 2002, eða um
368,9 milljónir króna.
Mikil aukning aflaverðmæta
hjá Sunnuberginu
Félagið hefur aldrei áður tekið
við jafnmiklu magni af loðnu á
fyrstu þremur mánuðum árs eins
og á þessu ári, eða tæpum 44 þús-
und tonnum. Á sama tímabili 2001
tók félagið á móti 32 þúsund tonn-
um. Félagið frysti 3.580 tonn af
loðnuafurðum á móti 4.150 tonnum
í fyrra. Rekstrartekjur af fiski-
mjölsverksmiðju félagsins jukust
úr 253 milljónum króna fyrstu þrjá
mánuðina 2001 í 465 milljónir
fyrstu þrjá mánuði þessa árs eða
um 83,6%. Sunnuberg veiddi
24.700 tonn af loðnu á móti 20.300
tonnum á sama tímabili 2001. Afla-
verðmæti skipsins nam hins vegar
214,2 milljónum króna nú á móti
111,5 milljónum króna í fyrra og
hækkaði því 92% milli ára. Rekst-
ur Brettings gekk samkvæmt
áætlun.
„Afkoma tímabilsins var góð
eins og við mátti búast þegar mið
er tekið af góðri loðnuvertíð, háu
verði á mjöli og lýsi og hækkun á
gengi krónunnar í lok tímabilsins.
Þó skal það áréttað að fyrstu þrír
mánuðir ársins eru að öllu jöfnu
hagstæðustu rekstrarmánuðir árs-
ins,“ að því er fram kemur í til-
kynningu frá Tanga.
Mun betri
afkoma hjá
Tanga
FLUGLEIÐIR leiguflug hf. og Flug-
félagið Atlanta hf. hafa gert hvort
sinn samning til 18 mánaða við dóm-
iníska flugfélagið Aeromar Airlines,
sem kveður á um að hvort félag leggi
dóminíska flugfélaginu til eina flugvél
á samningstímanum. Vélarnar munu
annast daglegt flug á milli borga í
Dóminíska lýðveldinu og New York
og hugsanlega annarra staða í Banda-
ríkjunum.
Ein af Boeing 757 vélum Flugleiða
mun fljúga fyrsta flugið sem samn-
ingurinn tekur til hinn 23. maí næst-
komandi, en Atlanta mun hefja flug á
Boeing 767-300 í fyrri hluta júnímán-
aðar.
Flugleiðir leiguflug munu nýta til
flugsins flugvél sem nú er að ljúka
verkefni í Boston í Bandaríkjunum,
þar sem hún annaðist flug til Karíba-
hafs á vegum ferðaskrifstofunnar
GWV International.
Flugleiðir leiguflug eru einnig með
samning um slíkt flug næstkomandi
vetur og hefst það flug um miðjan
desember. Sigþór Einarsson, fram-
kvæmdstjóri Flugleiða leiguflugs,
segir að nýi samningurinn sé í takt við
áætlanir félagsins um aukin umsvif.
„Þetta þýðir að við verðum með að
minnsta kosti þrjár vélar í leiguverk-
efnum erlendis frá haustinu. Í kjölfar
samdráttar í áætlunarflugi Flugleiða
eftir atburðina 11. september í fyrra
settum við okkur markmið um að leita
tækifæra í leiguflugi til að nýta tæki
og mannskap. Þau leiguverkefni sem
við höfum samið um hafa gert okkur
kleift að ráða á ný umtalsverðan hluta
af þeim flugáhöfnum sem misstu
vinnuna sl. haust, sem er vissulega
ánægjuefni,“ segir Sigþór. Hann
bendir á, að með þessum hætti nýtist
t.d. fjárfesting sem Flugleiðir hafi
lagt í vegna þjálfunar þeirra áhafna
sem fengið hafa vinnuna á ný vegna
leiguverkefnanna. Íslenskir flugmenn
Flugleiða munu annast flugið, sem
kveðið er á um í samningnum við
Aeromar, auk þess sem ein flugfreyja
Flugleiða mun ávallt verða í áhöfn.
Flugleiðir leiguflug og Atlanta
semja við dóminískt flugfélag