Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 25
NÝTT þjónustuhús Byggðasafns
Árnesinga var afhent fullbúið hinn
19. apríl sl. Fyrstu skóflustunguna
tók Helgi Ívarsson í Hólum 5. októ-
ber 2001, svo sjá má að bygging-
artíminn er fremur skammur. Húsið
er byggt úr límtréseiningum og
klætt stálsamlokueiningum sem
hvorar tveggju eru framleiddar í
Árnessýslu.
Húsið er 375 fermetrar að grunn-
fleti, en gólfflötur er alls 412 fm.
Heildarkostnaður við bygginguna
ásamt innréttingum er 38,5 milljónir
króna. Verktakafyrirtækið Smíð-
andi ehf. annaðist framkvæmdir.
Með húsnæði þessu gjörbreytist
öll aðstaða til varðveislu og sýn-
ingar á munum safnsins, sem eru á
fjórða þúsund talsins, stórir og smá-
ir. Á næstu vikum verður unnið að
uppsetningu safnmunanna, sem
geymdir eru nú á nokkrum stöðum.
Lýður Pálsson safnstjóri benti
fréttaritara á að réttara væri að tala
um varðveislu munanna fremur en
geymslu. Hugmyndin væri að sýna
gripina jafnvel á varðveislustað, án
þess að efnt sé til sérstakra sýn-
inga, sem þó verða einnig á dag-
skrá, bæði þarna og í Húsinu, sem
reyndar er aðalsafngripurinn. Mun-
ir Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka
verða einnig varðveittir í þessu hús-
næði, enda er samvinna safnanna
mikil.
Fyrsti stjórnarfundurinn
í nýja húsinu
Miðvikudaginn fyrsta maí kom
stjórn Byggðasafns Árnesinga sam-
an til síns fyrsta fundar í vistlegum
nýjum húsakynnum. Þar voru til
umræðu m.a. flutningar safnmun-
anna og sú mikla vinna sem þarf til
að koma þeim fyrir á sínum stað.
Í stjórn Byggðasafnsins eru auk
safnvarðar, Lýðs Pálssonar, Helga
Teitsdóttir, Sigurgeir Hilmar Frið-
geirsson og Sigurður Steindórsson.
Morgunblaðið/ Óskar Magnússon
Frá vinstri: Lýður Pálsson, safnstjóri, ásamt stjórn Byggðasafnsins,
Helgu Teitsdóttur, Sigurði Steindórssyni og Sigurgeiri H. Friðgeirssyni.
Nýtt þjónustuhús
Byggðasafns
í notkun
Eryrarbakki
jafnframt að félagið ætti ekkert
land og því væri ekki ákveðið
hvar þeirra tré fengi samastað.
Fyrirtækið Heilsukostur, sem
rekið er af Ólafi Inga Reynissyni,
matreiðslu- og framreiðslumeist-
ara, og eiginkonu hans Önnu Mar-
íu Eyjólfsdóttur hlaut umhverf-
isverðlaunin fyrir framleiðslu á
ýmiskonar heilsufæði s.s. heilsu-
lifrarpylsu með hrísgrjónum, gul-
rótum eða lauk, gulrótarköku o.fl.
Fyrirtækið hefur hlotið GÁMES
vottun fyrir innra gæðaeftirlit og
var það eitt fyrsta fyrirtækið hér í
bæ til að hljóta hana. Ólafur þakk-
aði fyrir hönd fyrirtækis síns fyrir
þennan heiður.
Síðast en ekki síst var það
UMHVERFISVERÐLAUN Hvera-
gerðisbæjar voru afhent í þriðja
sinn á degi umhverfisins 25. apríl
sl. Verðlaunin eru kirsuberjatré.
Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæj-
arstjórnar, sem afhenti verðlaun-
in, sagði kirsuberjatréð nýtilega
viðurkenningu því þau tré sem af-
hent hefðu verið undanfarin ár
hefðu borið ávöxt.
Það er framkvæmdaráð um
staðardagskrá 21 ásamt umhverf-
isstjóra bæjarins sem velur þá
þrjá aðila sem viðurkenninguna
hljóta.
Félag eldri borgara fyrir virkan
þátt í staðardagskrá 21, með því
m.a. að standa fyrir matreiðslu-
námskeiði, vatnsleikfimi og línu-
dansi. Auk þessa hafa tveir fé-
lagar eldri borgara, þau Ólafur
Steinsson og Brynhildur Jóns-
dóttir tekið þátt í verkefni sem
nefnt er: Verndun trjáa í Hvera-
gerði. Auður Guðbrandsdóttir,
formaður Félags eldri borgara,
þakkaði fyrir heiðurinn, en sagði
Heilsustofnun NLFÍ sem hlaut
umhverfisverðlaunin fyrir að
stuðla að aukinni ábyrgð almenn-
ings á eigin heilsu og heilbrigði. Á
Heilsustofnun er stunduð lífræn
ræktun grænmetis og hefur TÚNS
og GÁMES vottun. Nemendur
grunnskólans hafa fengið að koma
og kynnast garðyrkjunni með því
að sá á vorin. Einnig hefur sam-
starf stofnunarinnar við bæinn
verið mikið svo og samstarf við
Garðyrkjuskólann. Árni Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri HNLFÍ,
þakkaði fyrir hönd stofnunarinnar
fyrir viðurkenninguna og sagði að
Hveragerðisbær hefði staðið sig
vel í umhverfismálum og nefndi
þar m.a. nýja skólphreinsistöð.
Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir
Verðlaunahafar ásamt Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur umhverfisstjóra
og Aldísi Hafsteinsdóttur efst á myndinni.
Umhverf-
isverðlaun
Hveragerð-
isbæjar
afhent
Hveragerði
FYRIR rúmu ári fékk Svæðisvinnu-
miðlun Suðurlands á Selfossi úthlut-
að styrk úr Leonardo Da Vinci
námssjóði Evrópusambandsins.
Styrkinn á að nota til að kosta 10
ungmenni á atvinnuleysisskrá til
náms og/eða starfsþjálfunar í ein-
hverju landa Evrópska efnahags-
svæðisins. Ekki hefur fyrr verið
veittur styrkur til verkefnis þessu
líku. Fékk umsókn Svæðisvinnu-
miðlunar mjög jákvæða umsögn
verkefnisstjórnar Leonardo fyrir
frumleik verkefnis og notagildi.
Í samráði við forstjóra Vinnumála-
stofnunar var ákveðið að bjóða öðr-
um svæðisvinnumiðlunum að taka
þátt í þessu verkefni en Svæðis-
vinnumiðlun Suðurlands hefði alla
umsjón og skipulagningu með hönd-
um. Hefur forstöðumaður Svæðis-
vinnumiðlunar Suðurlands, Svavar
Stefánsson, að mestu séð um und-
irbúninginn, bæði gagnvart styrk-
þegum og eins við samstarfsaðila
innan lands og utan.
Undirbúningur er nú á lokastigi
en ákveðið var að velja nám og
starfsþjálfun í Bournemouth á suð-
urströnd Englands og er það gert í
samvinnu við fyrirtækið Vistaskipti
og nám í Reykjavík. Það fyrirtæki
hefur séð um skipulagninguna í Eng-
landi og sent út gögn um þátttak-
endur. Fyrirhugað nám og starfs-
þjálfun fer þannig fram að
ungmennin munu fyrstu fjórar vik-
urnar vera í enskunámi og dvelja á
einkaheimilum. Eftir námið mun
skólinn sjá um að útvega þeim laun-
aða starfsþjálfun við ýmis störf, m.a.
á hótelum, veitingastöðum, dvalar-
stofnunum o.fl. í um 10 vikur. Ung-
mennin fá viðurkenningarskjöl eftir
námið og starfsþjálfunina sem ætla
má að auðveldi þeim að fá vinnu hér
heima þegar þjálfuninni lýkur.
Þátttakendur í þessu verkefni
hafa nú verið valdir. Það eru 5 piltar
og 5 stúlkur. Fjórir þeirra eru af
Suðurlandi en það eru tvær stúlkur
úr Hveragerði, piltur frá Selfossi og
stúlka frá Vestmannaeyjum. Auk
þeirra eru tveir þátttakendur frá
Hólmavík, einn frá Akranesi og þrjú
úr Reykjavík. Hópurinn fer til Eng-
lands 5. maí nk. og kemur til baka 10.
ágúst. Svavar Stefánsson fer með
hópnum út.
Mikil eftirvænting
„Fullyrða má að mikil eftirvænt-
ing er meðal þátttakenda að taka
þátt í þessu spennandi verkefni sem
verður þessu unga fólki vonandi góð-
ur undirbúningur fyrir framtíðina.
Jafnframt er ljóst að takist vel með
þetta verkefni nú fæst dýrmæt
reynsla til að nýta álíka úrræði í
framtíðinni,“ sagði Svavar Stefáns-
son, forstöðumaður Vinnumiðlunar
Suðurlands. Verkalýðsfélög og fleiri
aðilar í heimabyggðum þátttakenda
hafa stutt þá fjárhagslega.
Ungt fólk af Suður-
landi í nám og starfs-
þjálfun erlendis
Selfoss