Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 63

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 63 DAGBÓK Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. 2. maísl. varð áttræð Þóra Karólína Þórormsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi iðnverkakona. Karólína tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Hreyfils við Grensásveg sunnudaginn 5. maí kl. 16. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hjartahlýr og um- hyggjusamur, sterkur og ábyggilegur. Þér er í blóð borið að deila þekkingu þinni með öðrum. Á árinu verður mikið um brúðkaup og öll sambönd munu dýpka. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert óvenju skapandi í dag og það getur leitt til áhuga- verðra breytinga. Samræður verða áhugaverðar þar sem hugur þinn leitar inn á ófyr- irsjáanlegar brautir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að huga að fjáröfl- unarleiðum sem tengjast ljós- myndun, kvikmyndagerð, förðun, lyfjafræði, bensíni eða olíu. Skrifaðu hugmyndir þínar hjá þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar illa til mik- illa framkvæmda. Hann hent- ar hins vegar vel til dag- drauma og skapandi hugs- unar. Frjósemi ímyndunar- afls þíns kemur þér á óvart. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur svo mikla samúð með þeim sem minna mega sín að þú ert tilbúinn að verja eigum þínum eða auðæfum þeim til hjálpar. Þetta er gott og höfðinglegt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt auðvelt með að ná eyr- um annarra í dag. Þú átt góða vini sem eru til staðar fyrir þig þegar þú þarfnast þeirra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hæfni þín til að leita frum- legra lausna á vandamálum kemur fólki á óvart í dag. Frjótt ímyndunarafl þitt ger- ir það að verkum að þú sérð möguleika sem aðrir sjá ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Draumar þínir um spennandi ferðalög geta orðið að veru- leika ef þú trúir á þá. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tekjur maka þíns, arfur eða gjöf gera þér kleift að kaupa eitthvað til heimilisins. Þú nýtur þessa munaðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samræður þínar snúast um það hvernig þú getir aðstoðað einhvern sem þarf á hjálp að halda. Það er auðvelt að selja hugmynd sem selur sig sjálf. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sambönd sem hefjast í dag eru líklega byggð á draumum og hillingum. Vertu ekki of fljótur til. Leyfðu hlutunum að skýrast með tímanum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Listrænir hæfileikar þínir og frumleg hugsun eru með mesta móti í dag. Gerðu eitt- hvað skapandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt aldrei eftir að sjá eftir því að styðja einhvern sem þarf á aðstoð að halda. Við þurfum öll á umhyggju að halda þegar við stígum okkar fyrstu skref í lífinu og aftur þegar við eldumst. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „PUNKTAR! Það er eitt- hvað sem maður setur á eftir setningum, en kemur brids ósköp lítið við.“ Þetta er skemmtilega sagt, en hvert er sannleiksgildið? Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ D107654 ♥ K942 ♦ – ♣G75 Vestur Austur ♠ Á93 ♠ KG82 ♥ 76 ♥ 8 ♦ Á8752 ♦ KDG43 ♣983 ♣ÁD6 Suður ♠ – ♥ ÁDG1053 ♦ 1096 ♣K1042 Suður er í sviðsljósinu, eins og svo oft áður. Austur vekur á sterku laufi í fyrstu hendi, sem lofar 16+ punkt- um. Á hættu gegn utan þorir suður ekki að segja meira en tvö hjörtu og vestur krefur í geim með þremur tíglum. Málin æxlast svo þannig: Vestur Norður Austur Suður – – 1 lauf * 2 hjörtu 3 tíglar 4 hjörtu 5 tíglar ? Þetta er athyglisverð þró- un sagna. Suður sér góðan möguleika á því að hnekkja fimm tíglum með spaða út og íhugar að dobla til útspils. En það er vafasamt að makker skilji snilldina og suður ákveður að segja fimm hjörtu til vinnings – þegar allt kemur til alls er makker stuttur í tígli og á væntan- lega fjórlit í trompi. Vestur doblar. Ekki er hægt að segja að það komi á óvart. AV hafa lýst því yfir í sögnum að þeir eigi a.m.k. 24 af punktunum 40 sem stokkurinn býður upp á og þeir hugsa sér gott til glóðarinnar að verjast í fimm hjörtum dobluðum á hættunni. Kemur nokkuð annað til greina en að passa og drekka sína beisku dropa? Nei, nei, nei. Nú er tæki- færi til að prófa kenninguna um „lítilvægi“ punkta. Suður sagði fimm hjörtu til vinn- ings og ætti að fylgja því eft- ir með redobli! Staður og stund er Ís- landsmótið í tvímenningi og það reyndist nánast meðal- skor að spila fimm hjörtu dobluð og vinna sex. En redoblið hefði gefið topp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT VERTU Í TUNGUNNI TRÚR Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. Í góðu þó að þú gildi sért, geri eg þér það að inna bert mjúkur í ræðu og mildur vert við menn og sprund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. Þó hugaður sért sem harðfengt dýr, sem hjá þeim sterku vörgum býr, fyrir sterkum guði þú stendur rýr á storma grund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. - - - 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 a6 6. Bb3 Ba7 7. Rbd2 d6 8. h3 O-O 9. Rf1 d5 10. De2 dxe4 11. dxe4 Rh5 12. g3 Rf6 13. g4 Rd7 14. Re3 Rc5 15. Bc2 a5 16. O-O b6 17. Hd1 Ba6 18. De1 Df6 19. Kg2 Re7 20. g5 De6 21. b4 axb4 22. cxb4 Rb7 23. Rd5 Hac8 24. Bb3 Rxd5 Staðan kom upp á meistara- móti Kúbu sem lauk fyrir skömmu. Yuri Gonzales (2444) hafði hvítt gegn Fel- ix Gomez (2406). 25. b5! og svartur gafst upp enda fellur óum- flýjanlega maður fyrir borð. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Ég vil fá að eiga nokkur orð við tölvuna ykkar!               MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR YAMAHA vélhjólasýning verður haldin helgina 4. – 5. maí í Merkúr í Skútuvogi 12a, sýningin er opin laugardag kl. 10 – 17 og sunnudag kl. 13 – 17. Sýndar verða nýjustu gerðir af Yamaha vélhjólum, m.a.: nýtt FJR 1300 ferðahjól, TDM900 og Bulldog 1100 ahliða hjól og T–Max 500 skutla og hjól í einkaeign, hlaðin aukahlut- um. Fatnaður frá IXS og Rukka, hjálmar, skór, töskur og annar fylgi- búnaður fyrir hjól og ökumenn. Hægt er að bóka tíma í reynsluakst- ur á TDM900 og T–Max 500 hjólum, segir í fréttatilkynningu. Vélhjólasýning í Merkúr 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 4. maí, er áttræður Haraldur Árna- son, Laugarvegi 33, Siglu- firði. Eiginkona hans er Karólína Hallgrímsdóttir. Afmælisbarnið verður að heiman í dag. Vestmannaeyingar Kvenfélagið Heimaey heldur sitt árlega lokakaffi á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 5. maí kl. 14. Sjáumst öll hress og kát! Kaffinefndin  Þakka öllum þeim, er gáfu fjármuni til styrktar Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, í tilefni 90 ára afmælis míns. Söfnuðust um 100 þúsund krónur. Elías Valgeirsson, Dalbraut 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.