Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 62
DAGBÓK
62 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fátækt fólk
FÁTÆKT fólk er mikið í
umræðunni um þessar
mundir. Það fólk sem er
raunverulega fátækt eru
þeir (ættingjar og vinir)
sem óprúttnir aðilar hafa
fengið til að ganga í ábyrgð
fyrir sig.
Ótrúlega margir hafa
lent í því að missa íbúðir
sínar og aleigu af þeirra
völdum. Spilafíklar, dópist-
ar og annað óreglufólk
skiptir þúsundum hér á
landi. Þetta fólk fær aldrei
nóg og slær lán út og suður.
Það eru ófáir sem lent hafa
í endalausri skuldasúpu af
þeirra völdum.
Það er vafamál að hinar
ýmsu hjálparstofnanir geri
þessu fólki gagn með því að
ausa í það peningum.
Kannski veldur það því að
þessir sjúklingar leiti sér
síður raunverulegrar hjálp-
ar .
Eldri borgari.
Þakkir
KATRÍN hafði samband
við Velvakanda og vill hún
þakka Ríkisútvarpinu,
bæði Rás 1 og 2, fyrir frá-
bæra dagskrá 1. maí eftir
hádegi.
Eins vill hún koma því á
framfæri vegna pistils sem
birtist í Velvakanda um af-
slátt safnkortshafa á sjálfs-
afgreiðslustöðvum ESSO
að á Þingeyri er afsláttur-
inn aðeins kr. 1,20, en ekki
2.80 eins og í Borgarnesi
eða 4,80 eins og í Reykja-
vík.
Þakklæti
fyrir góða þjónustu
BJÖRG hafði samband við
Velvakanda og vildi koma á
framfæri þakklæti sínu fyr-
ir góða þjónustu í Verslun-
inni Öndvegi. Segist hún
hafa fengið senda vöru frá
þeim, sem gekk ekki upp,
og þurfti að sækja hana aft-
ur til hennar, ekki aðeins
einu sinni, heldur tvisvar.
Segist hún hafa fengið per-
sónulega og góða þjónustu
og hlýlegt viðmót.
Tapað/fundið
Seðlaveski
týndist
SVART seðlaveski tapaðist
annaðhvort við Kóngs-
bakka eða við Lögreglu-
stöðina í Efra-Breiðholti á
tímabilinu frá kl. 11-16
mánudaginn 29. apríl sl. Í
veskinu var bankabók, öku-
skírteini, öryrkjaskírteini
og fleira. Skilvís finnandi er
vinsamlega beðinn að hafa
samband í síma 567 0490
eða 690 5676.
„Baby-born“ dúkka
í óskilum
„BABY-born“ dúkka í
bláum kjól var skilin eftir í
Grafarvogskirkju á sumar-
daginn fyrsta. Upplýsingar
í síma 587 9070.
Brún bísam loðhúfa
týndist
BRÚN bísam loðhúfa með
alpahúfusniði (Eggert feld-
skeri) týndist mánudaginn
29. apríl sennilega í Kringl-
unni, í nágrenni Hótels
Esju eða á skrifstofu Flug-
leiða í sama húsi á tíma-
bilinu frá kl. 15-17. Finn-
andi er vinsamlega beðinn
að hafa samband við Ás-
laugu í síma 551 2105.
Gleraugu
í óskilum
GLERAUGU fundust í
Gufuneskirkjugarði mið-
vikudaginn 1. maí, fíngerð
gleraugu með dökkri
málmumgjörð. Upplýsing-
ar í síma 564 5337 eða 861
1295.
Lyklakippa
og bíllykill
í óskilum
STÓR lyklakippa og bíllyk-
ill gleymdust fyrir 3 vikum i
sjoppunni Önnu frænku í
Síðumúla. Þeir sem kann-
ast við þetta hafi samband
á staðnum eða í síma
5538780.
Reiðhjól
í óskilum
REIÐHJÓL fannst nálægt
Fella- og Hólakirkju. Upp-
lýsingar í síma 557 3549.
Línuskautar
í óskilum
LÍNUSKAUTAR fundust í
garði í Safamýri. Upplýs-
ingar í síma 581 4888.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
TVEIR átta vikna kettling-
ar fást gefins á góð heimili.
Upplýsingar í síma
566 6502.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI veit fátt skemmti-legra en að bregða sér í bíó,
maula heil ósköp af poppi, sötra kók
og berja augum góða kvikmynd.
Undanfarið hefur þessum sælu-
stundum þó farið fækkandi, ekki
sökum minni áhuga heldur fyrst og
síðast vegna þess að þetta er orðið
mun dýrara spaug en það var hér áð-
ur fyrr. Miðinn á 800 kr. og meðlætið
allt að því 500 kr., alls 1.300 kr., og
það einungis ef Víkverji þarf að
punga út fyrir sig einan, sem er
sjaldnast. Það er klárt mál að fyrir
meðaltekjumann er þetta vænn biti
að kyngja og munaður sem ekki er
unnt að leyfa sér nokkrum sinnum í
viku, eins og Víkverji átti til að gera
hér áður fyrr.
x x x
BÍÓUNNANDINN Víkverjigladdist því mjög er hann sá að
kvikmyndahúsin á höfuðborgar-
svæðinu eru nýfarin að bjóða upp á
þriðjudagstilboð þar sem miðaverð á
völdum kvikmyndum býðst á hálf-
virði eða þá að tveir miðar eru á verði
eins. Þetta framlag bíóstjóranna til
baráttunnar um að halda verðlags-
vísitölunni neðan við rauða strikið
margumrædda er virkilega jákvætt.
Víkverji er ekki í vafa um að hin
mikla bíóþjóð á eftir að taka kjara-
bótinni fagnandi og flykkjast í bíó á
þriðjudögum, sem og öðrum dögum,
því Víkverji telur litla hættu á að fólk
hætti að sækja bíó aðra daga vik-
unnar. Svona markaðsátak stuðlar
klárlega að meiri aðsókn, drífur þá í
bíó sem hættir voru að láta það eftir
sér og bætir jafnframt ímynd kvik-
myndahúsanna sem fyrirtækja.
x x x
EN það má alltaf bæta þjónustunavið bíóunnendur enn frekar. Er
Víkverji bjó í Englandi nýtti hann
sér gjarnan sniðugt tilboð sem stóru
fjölsalakvikmyndahúsin buðu upp á.
Það var þannig að hægt var að festa
kaup á mánaðarkortum, kortum
sem, eins og nafnið gefur til kynna,
hleyptu manni inn á allar sýningar í
mánuð. Verðið á kortinu samsvaraði
verðinu á fjórum bíómiðum þannig
að til þess að það borgaði sig að
kaupa þetta kort „varð“ maður helst
að skella sér fjórum sinnum í bíó á
meðan kortið var í gildi. Allar bíó-
ferðir umfram það voru hins vegar
fríar. Sannkölluð kjarabót fyrir gall-
harða bíóunnendur það.
Víkverji er heldur ekki í neinum
vafa um að kvikmyndahús myndu
líka græða vel á að selja slík kort því
jafnvel þótt þau þyrftu að horfa á eft-
ir einhverjum fá frítt í bíó eru hverf-
andi líkur á að þeir sem keyptu kort-
ið hefðu annars farið fjórum sinnum í
bíó á einum mánuði. Með því að selja
slík kort væru bíóin þannig að selja
fyrirfram fjóra bíómiða, sem við-
komandi yrði að nota innan mánað-
ar. Víkverji, sem er duglegri við að
fara í bíó en flestir sem hann þekkir,
átti reyndar stundum fullt í fangi
með að nýta mánaðarkortið til fulls,
sem ýmist stafaði af önnum eða
þeirri einföldu staðreynd að það var
ekki alltaf sem buðust fjórar myndir
í mánuði sem Víkverji kærði sig um
að sjá, en kortið var samt sem áður
keypt áfram og nýttist oft mjög vel.
Bíóstjórar gætu gert margt vit-
lausara en að taka upp á að bjóða til
sölu mánaðaráskrift í bíó. Slíkri
þjónustu myndu eflaust margir
fagna – ekki síst dyggustu viðskipta-
vinirnir.
R-LISTINN fer fram á að
fólk komi með ábend-
ingar, en ég veit að það
þýðir ekki neitt, sam-
anber kvörtun í sambandi
við strætisvagnaskýli við
Laugaveg 176. Skýlið
heldur hvorki vatni né
vindi og fólk verður að
hlaupa á bak við það þeg-
ar rignir. Margoft er búið
að kvarta vegna þessa
skýlis, það veit ég eftir
margra ára reynslu. Ef
Sjálfstæðisflokkurinn
hefði verið við völd væri
nýtt skýli komið upp fyrir
löngu.
Ég vil benda á að það
standa skýli sem ekkert
eru brúkuð frá Laugavegi
upp í Breiðholt. Það mætti
t.d. skipta á einu þeirra.
230626-4059.
Öðru vísi mér áður brá
LÁRÉTT:
1 vesæll, 4 loðskinns, 7
spjalds, 8 ófagurt, 9 andi,
11 vitlaus, 13 lykkja,
14 upptekið, 15 hæð, 17
óhapp, 20 ótta, 22 bælir
niður, 23 snúið, 24 glerið,
25 bik.
LÓÐRÉTT:
1 tryggingafé, 2 rolan, 3
þvaður, 4 minni, 5 skímu,
6 miðlaði málum,
10 frek, 12 aðgæsla, 13
eldstæði, 15 vesældarbú-
skapur, 16 heitbundin,
18 vesalmenni, 19 illfygli,
20 eydd, 21 næðing.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gamlingja, 8 útveg, 9 gætni, 10 Níl, 11 tegli, 13
auðum, 15 hængs,
18 strút, 21 tek, 22 lotni, 23 innan, 24 griðungur.
Lóðrétt: 2 alveg, 3 lagni, 4 negla, 5 játað, 6 búnt, 7 fimm,
12 leg, 14 urt,
15 hólf, 16 nótur, 17 stirð, 18 skinn, 19 rennu, 20 tonn.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ven-
us, Björgvin og Víðir
koma í dag. Brettingur
og Pascoal Atlantico
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Andvari og Ozernitsa
koma í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Hand-
verkssýning verður
föstud. 10. og laugard.
11. maí kl. 13–16.30.
Bingó fellur niður
föstud. 10. maí vegna
sýningarinnar.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Mánud.
púttað í Bæjarútgerð kl.
10–11.30, félagsvist kl
13.30. Morgungangan í
dag kl. 10 frá Hraunseli.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 10 sund-
leikfimi, mánud. kl. 9
glerskurður, kl. 11.15,
12.15 og 13.05 leikfimi,
kl. 13. skyndihjálp,
þriðjud 7. maí: Spilað í
Kirkjuhvoli – opið hús.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Handavinnusýn-
ing verður laugar- og
sunnud. 4. og 5. maí kl.
13–17.
Gullsmári. Vorsýning á
handunnum nytja- og
skrautmunum verður í
Gullsmára 11. og 12.
maí. Vinsamlega skilið
inn munum dagana 6.–8.
maí.
Gjábakki, Vorsýning á
handunnum nytja- og
skrautmunum verður í
Gjábakka 11. og 12. maí.
Vinsamlega skilið inn
munum dagana 6.–8.
maí.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Sunnud.: Fé-
lagsvist kl. 13.30. Dans-
leikur kl. 20. Mánud.:
Söngvaka kl. 20.30 síð-
asta söngvakan á þessu
vori. Þriðjud.: Skák kl.
13 kynning þriðjud. 7.
maí kl. 16.30 í húsnæði
Margmiðlunar á Suð-
urladsbraut 4 á notkun
Nets og hvaða mögu-
leika það býður upp á,
skráning á skrifstofu
FEB. Baldvin Tryggva-
son verður til viðtals
miðvikud. 8. maí um
fjármál og leiðbeiningar
um þau mál á skrifstofu
FEB panta þarf tíma.
Fuglaskoðun og sögu-
ferð suður með sjó og á
Reykjanes 11. maí,
skráning hafin á skrif-
stofu FEB. Göngu-
hrólfar fara í leik-
húsferð á Sólheima
laugard. 18. maí að sjá
„Hárið“ brottför frá Ás-
garði kl. 14, allir vel-
komnir skráning á skrif-
stofu FEB, s. 588 2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 13–16 mynd-
listarsýning Huga Jó-
hannessonar opin, einn-
ig handavinnusýning og
spilasalur. Í næstu viku
„Menningardagar“ m.a.
á mánudag opin handa-
vinnusýning frá kl. 9–
18, Sund- og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug
kl. 9. 30, kl. 11–12 er
Herdís Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30–14.30 bankaþjón-
usta, kl. 15.30 „kyn-
slóðir saman í Breið-
holti“ þátttakendur í
upplestri gunnskólanna
flytja dagskrá úr
heimsljósi, á þriðjudag
eftir hádegi er fé-
lagvist, allir velkomnir.
Önnur dagskrá kynnt
síðar.
Hvassaleiti 58–60.
Þriðjudagur kl. 14.30
Heimsókn frá R-list-
anum í Reykjavík
ásamt Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borg-
arstjóra. Fundurinn
verður í matsalnum.
Leikhúsferð. Sunnu-
daginn. 5. maí verður
farið að sjá Kryddlegin
hjörtu í Borgarleikhús-
inu.
Vesturgata 7. Hand-
verkssýning verður
dagana 10., 11. og 13.
maí frá kl. 13–17. Ragn-
ar Páll Einarsson leik-
ur á hljómborð alla
dagana. 10. og 11. maí
kl. 15 sýndur dans. 13.
maí kl. 15 syngja
Hvannirnar.
Vitatorg. Handverks-
sýning í dag kl. 11–
16.30.
Félag eldri borgara
Selfossi. Vorfagnaður
félaganna í Árnessýslu
verður haldinn í Básn-
um föstud. 10. maí
13.30–17. Dagskráin
hefst kl. 14. Setning og
ávarp, tónflutningur,
kórsöngur. Ferðakynn-
ing Kaffiveitingar og
dans. Farið frá Mörk-
inni kl. 13.20 og 13.30
frá Horninu. Vorferðin
verður farin sunnud.
12. maí að Skógum.
Farið verður frá Mörk-
inni kl. 12 og 12.10 frá
Horninu. Skráning á
skrifstofunni 8. maí kl.
13–15.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
frá Gjábakka í Kópa-
vogi laugardags-
morgna. Krummakaffi
kl. 9. Allir velkomnir.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Sein-
asta opið hús á þriðju-
dag kl. 11. Leikfimi,
matur, sr. Magnús Guð-
jónsson sér um helgi-
stund, heimafólk sér
um samverustund.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir.
Munið gönguna mánu-
og fimmtudaga.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla, kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁA, Síðumúla
3–5, og í Kirkju Óháða
safnaðarins við Háteigs-
veg á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Kvenfélag Grens-
ássóknar, heldur árlega
kaffisölu sína 12. maí kl.
15.
Félag breiðfirskra
kvenna. Fundur mánu-
daginn 6. maí kl. 20.
Skráð í sumarferðina,
kaffi og spjall.
Safnaðarfélag Graf-
arvogskirkju efnir til
skoðunarferðar um
Reykjavík 6. maí. Farið
með rútu frá Graf-
arvogskirkju kl. 20.
Komið verður til baka
um kl. 23.
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
aðalfundurinn verður í
Fella- og Hólakirkju
þriðjud. 7. maí kl. 20.
Venjuleg aðalfund-
arstörf. Fjölskyldudag-
ur FSH verður sunnud.
5. maí í Fella- og Hóla-
kirkju, kl. 15. Eldri fé-
lagar boðnir velkomnir.
Jóhanna Leópoldsdóttir
flytur hugvekju. Snæ-
fellingakórinn syngur.
Veitingar verða á boð-
stólum.
Seyðfirðingafélagið í
Reykjavík, aðalfund-
urinn verður sunnud. 5.
maí kl. 15. í Gjábakka,
Fannborg 8.
Skaftfellingar. Árlegt
kaffiboð aldraðra Skaft-
fellinga verður í Skaft-
fellingabúð, Laugavegi
178, sunnud 5. maí kl.
14. Söngfélag Skaftfell-
inga syngur og Vina-
bandið spilar og syngur.
Félag kennara á eft-
irlaunum. Aðalfund-
urinn er í dag kl. 13.30 í
félagsheimilinu Húna-
búð, Skeifunni 11. Dag-
skrá: Félagsvist, venju-
leg aðalfundarstörf,
veislukaffi.
Lífeyrisdeild Lands-
sambands lögreglu-
manna. Síðasti sunnu-
dagsfundur vetrarins er
á morgun, 5. maí, og
hefst kl. 10 í Braut-
arholti 30. Félagar fjöl-
mennið.
Aglow Reykjavík,
kristileg samtök
kvenna, fundur verður
mánud. 6. maí. kl. 20 í
Templarasalnum,
Stangarhyl 4. Aglow
konur gefa vitnisburð
sinn. Mirjam Ósk-
arsdóttir sér um lof-
gjörðina. Allar konur
velkomnar.
Í dag er laugardagur 4. maí 124.
dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá
sem breiðir yfir bresti, eflir kær-
leika, en sá sem ýfir upp sök, veldur
vinaskilnaði.
(Orðskv. 16, 17.)