Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 21
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 21
meistar inn. is
GULL ER GJÖFIN
BJÖRN Snæbjörnsson var endur-
kjörinn formaður Einingar-Iðju á að-
alfundi félagsins í vikunni.
Fram kom á fundinum að rekstr-
arhagnaður félagsins var 13 milljónir
króna á liðnu ári, en var ein milljón ár-
ið á undan, þannig að afkoman hefur
batnað til muna.
Sjúkrasjóður félagsins var rekinn
með tveggja milljóna króna tapi, en
hagnaður varð upp á eina milljón árið
á undan. Sjóðurinn er félaginu mjög
þungur en mikil hækkun á greiðslum
dagpeninga úr sjúkrasjóði var sam-
þykkt á aðalfundi í fyrra og eru þær
nú með því sem best gerist innan
Starfsgreinasambandsins.
Rekstur orlofssjóðs var neikvæður
um eina milljón króna en ástæðan er
einkum sú að öll orlofshús félagsins
hafa verið endurbætt á síðustu þrem-
ur árum. Vaxandi umsvif eru í rekstri
orlofshúsanna en eftirspurn er þó
hvergi nærri fullnægt. Aðeins er
hægt að verða við ríflega helmingi
umsókna sem berast.
Björn vakti athygli á því að þeim
atvinnurekendum hefði fjölgað sem
vísvitandi reyndu að hlunnfara fólk.
„Það er meira um það en áður að búið
sér til jafnaðarkaup og þegar dæmið
er reiknað til enda kemur í ljós að það
stenst ekki kjarasamninga, launin
sem fólk er að fá eru undir lágmarks-
launum,“ sagði Björn. Hann sagði
þetta einkum vera ungt fólk sem fyrir
þessu yrði, en það væri því miður ekki
mikið að velta réttindum sínum fyrir
sér. Oft gengi fólk inn í einhvern
samning, tæki hann góðan og gildan,
en síðar kæmi í ljós að ekki væri allt
með felldu.
Björn nefndi einnig að reglur um
hvíldartíma væru oft ekki virtar og
sagði að enn töluðu menn um að
„þetta væri kjaftæði frá Evrópu,“
eins og hann orðaði það. Björn sagði
þetta valda áhyggjum.
Á fundinum ræddi hann einnig um
mikilvægi verkalýðshreyfingarinnar í
baráttunni gegn verðbólgunni og
kvaðst fagna þeim árangri sem náðst
hefði þrátt fyrir sofandahátt sem ein-
kennt hefði stjórnvöld mest allt síð-
asta ár.Viðleitni verkalýðshreyfingar-
innar á Eyjafjarðarsvæðinu sagði
hann hvarvetna hafa verið vel tekið ef
undan væri skilinn Ólafsfjarðarbær.
Afkoma Einingar-Iðju hefur batnað til muna á síðasta ári
Atvinnurekendum sem reyna
að hlunnfara fólk hefur fjölgað VORTÓNLEIKAR Kórs Akureyr-
arkirkju verða haldnir í Akureyrar-
kirkju á morgun, sunnudaginn 5. maí
kl. 17.
Á efnisskránni er „Messe Solen-
nelle“ fyrir kór og tvö orgel eftir
Louis Vierne og kórtónlist við Dav-
íðssálma eftir Egil Hovland, Hein-
rich Schütz, Friederich Kiel og
César Franck. Antonia Hevesi og
Daníel Þorsteinsson leika á orgel.
Stjórnandi og orgelleikari er
Björn Steinar Sólbergsson.
Vortónleik-
ar í Akur-
eyrarkirkju
SÍÐUSTU tónleikar Tónlistar-
félagsins á Akureyri starfsárið 2001–
2002 verða haldnir nk. sunnudag, 5.
maí, í Félagsheimilinu Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit.
Það er Guðrún Óskarsdóttir
semballeikari sem lýkur starfsárinu
með flutningi fjölbreyttrar efnis-
skrár á sembal þann sem er í eigu
Akureyrarbæjar og varðveittur er
við Tónlistarskólann á Akureyri.
Guðrún lauk píanókennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
árið 1986. Stundaði hún síðan nám í
semballeik hjá Helgu Ingólfsdóttur
og framhaldsnám í Amsterdam, Ba-
sel og í París. Hún hefur leikið með
Bach-sveitinni í Skálholti, Kammer-
sveit Reykjavíkur og með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands svo og verið
semballeikari CAPUT-hópsins frá
1992.
Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 og er
miðasala við innganginn.
Sembaltónleikar
í Laugaborg
MINJASAFNIÐ á Akureyri efnir til
skoðunarferðar um Gásir og Möðru-
velli í Hörgárdal á sunnudag, 5. maí.
Gásir eru einn elsti verslunarstaður
sem þekktur er á landinu. Minjarnar
þar eru friðlýstar, ná yfir 14.000 fer-
metra svæði og eru einstakar í sinni
röð. Guðrún María Kristinsdóttir
safnstjóri verður leiðsögumaður
hópsins og mun fjalla um miðalda-
kaupstaðinn og hlutverk hans í sögu
landsmanna fyrr og nú.
Síðan verður ekið að Möðruvöllum
þar sem séra Solveig Lára Guð-
mundsdóttir tekur við leiðsögn og
rekur helstu þætti úr sögu trúar- og
menntasetursins á Möðruvöllum í
Hörgárdal.
Þátttakendur eru beðnir að koma
á eigin bílum að bílastæðinu á Gásum
kl. 14.00. Þátttaka er ókeypis og öll-
um heimil.
Skoðunarferð
um Gásir og
Möðruvelli
♦ ♦ ♦