Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 61

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 61
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 61 ÁRLEGUR flórgoðadagur Fugla- verndarfélagsins og umhverfis- nefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnarfjörð sunnudag- inn 5. maí kl. 13.30–15. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Fuglaskoðarar verða á staðnum og upplýsa gesti um leyndardóma flórgoðans og sýna þeim lífríki náttúruperlunnar Ástjarnar. Ástjörn er syðst í Hafn- arfirði austan Reykjanesbrautar og er farið að tjörninni um hið nýja Áshverfi. Flórgoðinn hefur undanfarið ver- ið í gjörgæslu vegna mikillar fækk- unar síðustu áratugi. Framræsla votlendis, landnám minks og aðrar breytingar á lífsskilyrðum þessa skrautlega og sérkennilega fugls eru taldar vera orsakirnar fyrir fækkuninni. Átak er nú í gangi sem stefnir að því að snúa þessari þróun við. Ástjörn og Urriðakotsvatn eru einu varpstaðir flórgoðans á Suð- vesturlandi, á öllu svæðinu milli Laugardals í Árnessýslu og Skorra- dals í Borgarfirði. Ástjörn er frið- lýst og er friðlandsins gætt af íþróttafélaginu Haukum. Umhverfi tjarnarinnar var gert að fólkvangi fyrir nokkrum árum, segir í frétta- tilkynningu. Flórgoðadag- ur við Ástjörn Í TILEFNI sum- arsins hefur VISA Ísland ákveðið að bjóða korthöfum sínum að sjá myndina Bubble Boy fyrir aðeins kr. 150 á mann í Sambíó- unum í Reykja- vík, Keflavík og á Akureyri. Gegn framvísun miða, sem fylgdi með öllum VISA-reikningum sem sendir voru út rétt fyrir mánaðamót- in, fást allt að fimm miðar á 150 kr. stk. á myndina Bubble Boy. Tilboð þetta gildir meðan á sýn- ingu myndarinnar stendur, segir í fréttatilkynningu. VISA býður í bíó FJÓRIR sjálfboðaliðar héldu utan í vikunni á vegum Félagsins Ísland- Palestína og eru í Austur-Jerúsalem, þar sem þeir dvelja á gistiheimili Lúterska heimssambandsins hjá Augusta Victoria sjúkrahúsinu á Ólífufjalli. Í hópnum sem nú hélt til Palestínu eru: Þorkell Þorkelsson ljósmyndari, Heimir Snorrason blaðamaður, Er- nesto Ortiz ljósmyndari og Stefán Þorgrímsson heilbrigðisstarfsmað- ur. Tekið var á móti fjórmenningun- um af fulltrúum Sambands palest- ínskra læknishjálparnefnda (UPMRC) og munu þeir næstu tvær vikurnar heimsækja staði á Vestur- bakkanum og Gazaströnd. Fjórir sjálf- boðaliðar til Aust- ur-Jerúsalem STJÓRN Reykjavíkurdeildar Fé- lags leikskólakennara boðar til fund- ar um leikskólamál mánudaginn 6. maí kl. 17 – 18.30 í Ráðhúsi Reykja- víkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri í Reykjavík af R-lista og Björn Bjarnason borgarstjóraefni D-lista verða framsögumenn á fund- inum og svara fyrirspurnum frá fundarmönnum úr sal. Foreldrar, leikskólakennarar, annað starfsfólk leikskóla svo og aðr- ir borgarbúar sem áhuga hafa á leik- skólamálum eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri. Leikskólamál rædd á opnum fundi ÁTTHAGAFÉLAG Sandara heldur árshátíð í dag, laugardaginn, 4. maí, í Lionssalnum í Kópavogi, Auðbrekku 25.-27. Húsið verður opnað kl. 19.30. Heiðursgestir verða hjónin Krist- ján Þorkelsson frá Laufási og kona hans Sigríður Markúsdóttir. Ræðu- maður kvöldsins verður Finnur Guð- steinsson kennari og smiður. Hljóm- sveitin Túkall leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Átthagafélag Sandara var stofnað árið 1954, og er eitt af elstu átthaga- félögum á landinu. Eini núlifandi heiðursfélagi félagsins er Jón I. Júl- íusson, kenndur við Nóatún, segir í fréttatilkynningu. Vorfagnaður Sandara LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, halda aðalfund þriðjudag- inn 7. maí kl. 20 í húsakynnum Ör- yrkjabandalagsins, Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Venjuleg aðal- fundarstörf. Ólafur Haukur Símonarson rithöf- undur verður með upplestur, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Laufs í dag SUMARBÚÐIRNAR Ævintýra- land hafa opnað heimasíðu, veffangið er www.sumarbudir.is. Þar er hægt að skoða bækling sumarsins 2002 og fleira. Ekki verður sendur út bæklingur eins og gert hefur verið undanfarin ár, en þeir sem hafa ekki aðgang að Netinu geta hringt á skrifstofu Sum- arbúðanna Ævintýralands og fengið sendan bækling. Skráning stendur enn yfir, segir í fréttatilkynningu. Sumarbúðirnar Ævintýraland á Netinu SEX leikskólar í Grafarvogi verða með opið hús í dag, laugardaginn 4. maí, frá kl. 10–12. Leikskólarnir starfa allir sam- kvæmt lögum um leikskóla, hver og einn hefur sínar áherslur. Þennan dag er því kjörið að kynna sér leiðir hvers og eins leikskóla. Börn þurfa að mæta í fylgd með fullorðnum, segir í fréttatilkynn- ingu. Leikskólarnir eru: Engjaborg Reyrengi 11, Foldakot Logafold 18, Hulduheimar Vættaborgum 11, Lyngheimar Mururima 2, Sjónar- hóll V/Völundarhús og Hamrar Hamravík. Allir eru velkomnir. Leikskólar í Grafarvogi með opið hús

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.