Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 36

Morgunblaðið - 04.05.2002, Side 36
36 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar Morgunblaðið var að berj- ast fyrir réttlátri fiskveiði- stjórnun sögðu sannleiksvitni í Sjálfstæðisflokknum, að rit- stjórar blaðsins væru sósíal- istar. Blaðið hélt því fram að það væri ósiðlegt að braska með kvóta eins og gert hafði verið og veita útvöldum rétt til að selja og veðsetja sameignina eins og þeir ættu hana. Ritstjórar blaðsins töldu sem sagt ekki, að það væri í anda kapítalism- ans að menn gætu lagt undir sig eigur annarra vegna þess að þeir höfðu komizt yfir gamla ryðkláfa sem voru einhvers konar ávísun á brask og óréttlæti, þegar kerfið var tekið upp. Í þessu þjarki hefur staðið allar götur frá upphafi níunda áratugarins og margar hnútur flogið um borð af þeim sökum. Að því kom að blaðið taldi að unnt væri að fullnægja réttlætinu með því að eigand- inn, þjóðin sjálf, fengi greitt fyrir afnot af sameigninni og á það hefur nú verið fall- izt, góðu heilli. Framsal kvóta á þeim for- sendum ætti ekki að særa réttlætiskennd nokkurs manns. Það er ekki sama og brask með eigur annarra. Með þessu ætti að nást sátt um auð- lindina og mun það ekki sízt koma þeim að gagni sem kunna að gera út á hana, samfélaginu öllu til heilla. Það eru ekki sízt sósíalistarnir í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins sem hafa beitt sér fyrir þessari siðlegu afstöðu á loka- sprettinum. Það mun styrkja flokkinn og hefði mátt gera löngu fyrr. Þessi afstaða Morgunblaðsins var liður í því að það gæti haft það hlutverk með höndum að vera blað allra landsmanna. Blaðið hélt þessari stefnu á hverju sem gekk og tókst að andæfa, jafnvel í gjörn- ingaveðrinu mikla, þegar hæst var hrópað á sósíalistana í brúnni og þeir sakaðir um þjónkun við þá stefnu sem blaðið hefur ævinlega talið verri pólitík en það sem eitt sinn var kallað auðjöfnun upp á við, en forsenda þeirra vígorða var einka- rekstur án þjóðnýtingar. En það merkti ekki að þjóðin mætti ekki eiga sameig- inlega auðlind sína í friði fyrir yfirgangi alls kyns sérfræðinga og skammsýnna stjórnmálamanna sem sumir hverjir áttu jafnvel hagsmuna að gæta og töldu að þeir væru ríkið og gætu ráðskazt með það að eigin geðþótta. Morgunblaðið hefur aldrei amazt við þeim dugnaðarforkum sem kunna öðrum fremur að gera út á gullnámuna umhverf- is land kvóta grundv í árssk mönnu þegar af því hvert s Sjálf meiri á irminn í landi ekki en Það auðlind þeim g að söls arinna heldur til hag ingi í anlega sem hú Men sinn v Þjóðarskúta á réttum kóss Í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins hinn 3. janúar 2001, sem nefndist Matthías og Morg- unblaðið, þar sem fjallað var um starf Matthíasar Johannessen á Morgunblaðinu í hálfa öld í tilefni af því að hann lét af störfum sem ritstjóri blaðsins um þau áramót, sagði m.a.: „Matthías Johannessen er höfundur að stefnu Morgunblaðsins í fiskveiðistjórnarmálum. Fljótlega eftir að kvótakerfið kom til sögunnar fór hann að tala við samstarfsmenn sína um þá vankanta á kerfinu, sem síðar urðu almennt viðurkenndir. Hann mætti litlum skiln- ingi innan ritstjórnarinnar í fyrstu en síðar komu aðrir til sögunnar og tóku þátt í þeirri baráttu, sem hann hafði hafið.“ Í gær samþykkti Alþingi lög, sem fela m.a. í sér að tekið verður upp auðlindagjald í sjávarútvegi. Þar með hefur það grundvallaratriði, sem Morg- unblaðið hefur barizt fyrir á annan áratug, orðið að lögum. Á þeim tímamótum hefur Morgunblaðið óskað eftir umsögn Matthíasar Johannessen fyrrverandi ritstjóra blaðsins um þá niðurstöðu og fer hún hér á eftir: MEÐ þeirri breytingu álögum um stjórn fisk-veiða sem Alþingi hefursamþykkt ber að leggja á veiðigjald vegna úthlutunar veiði- heimilda úr fiskistofnum innan eða utan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Ákvæði laganna taka gildi í áföng- um á árunum 2004 til 2009 og hækk- ar gjaldið úr 6% í 9,5% af aflaverð- mæti að frádregnum olíu-, rekstrar- og launakostnaði á því tímabili. Í lagafrumvarpinu segir að ráð- herra skuli ákvarða veiðigjald kom- andi fiskveiðiárs fyrir 15. júlí ár hvert og skuli til grundvallar gjald- inu leggja aflaverðmæti næstliðins árs miðað við tímabilið 1. maí til 30. apríl. Fiskistofa skuli reikna út afla- verðmæti fyrir þær tegundir sem sæti ákvörðun um stjórn veiða og frá aflaverðmætinu skuli draga reiknaðan olíukostnað, reiknaðan annan rekstrarkostnað og reiknað- an launakostnað á sama tímabili. Aflaverðmæti sem þannig fæst út skuli skipta jafnt á aflamagn sama tímabils umreiknað til þorskígilda miðað við þorskígildisstuðla næsta fiskveiðiárs og veiðigjald komandi fiskveiðiárs skuli reikna, þegar lög- in eru að fullu komin til fram- kvæmda, sem 9,5% af niðurstöð- unni þannig fenginni og skuli skipta gjaldinu í krónur á hvert þorsk- ígildiskílógramm. Greitt með þremur jöfnum afborgunum Þá er kveðið á um það í lögunum að Fiskistofa leggi gjaldið á og skuli það miðast við úthlutaðar veiði- heimildir í kílógrömmum eða land- aðan afla einstakra tegunda. Gjald- ið skal inna af hendi með þremur jöfnum greiðslum sem eru á gjald- daga 1. september, 1. janúar og 1. maí ár hvert. Eindagi sé fimmtán dögum eftir gjalddaga og hafi greiðsla ekki borist innan mánaðar frá gjalddaga falli veiðileyfi skips niður. Í greinargerð með lagafrumvarp- inu kemur fram að í skipunarbréfi nefndarinnar, sem undirbjó tillög- urnar, segi að henni beri að taka til- lit til hagsmuna sjávarú byggðanna og almennings í starfi sínu. Markmið brey sé að ná fram sem víðtæk landsmanna um fiskveiði arkerfið, en þess skuli þó fórna ekki markmiðum u samlega nýtingu og bæ gengni um auðlindina n raska stöðugleika og hag greininni. Hafi meginum efni nefndarinnar verið hv skyldi á auðlindagjald og formi slík gjaldtaka ætti a „Meirihlutinn taldi og m að deilur um eignarhald o rétt á nytjastofnum sjá settar niður og til þess sk sú leið sem auðlindanefnd þ.e. að greiðsla kæmi fyr réttinn með hliðsjón af afk veiða. Þessi niðurstaða m ans byggðist þó á sjávarútvegurinn fengi au rúm og honum yrði gert treysta stöðu sína, grei skuldir og auka hagnað. T megi verða skiptir mestu ræði verði aukið í sjávar langtímastefnumótun og 9,5% veiði- gjald á afla- verðmæti Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um b Auðlindagjald í sjávarútvegi kemur til framkvæmda frá og með 1. september árið 2004 og hækkar í áföngum til ársins 2009 eftir að Alþingi samþykkti í gær breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða. Í ÞÁGU ÞJÓÐARINNAR Auðlindagjald í sjávarútvegi erorðið að lögum. SamþykktAlþingis í gær markar mik- ilvæg þáttaskil í baráttu fyrir því, að íslenzka þjóðin njóti sanngjarns afraksturs af auðlindum, sem lögum samkvæmt eru sameign þjóðarinn- ar. Sl. haust var orðið ljóst, að flestir stjórnmálaflokkanna höfðu gert þetta grundvallaratriði að stefnumáli sínu. Það hefur nú verið staðfest með löggjöf. Samþykkt Alþingis í gær er ekki lokaskref í þessari baráttu heldur upphaf að veigamikilli stefnubreyt- ingu í íslenzkum stjórnmálum. Eðlilegt er að næsti áfangi verði að taka ákvæði um þjóðareign skv. tillögum auðlindanefndar upp í stjórnarskrá lýðveldisins. Umræður eru hafnar um auðlindagjald af nýt- ingu fallvatna og jarðvarmi mun einnig koma við sögu. Yfirlýsing liggur fyrir um gjaldtöku af far- símarásum og í kjölfar þess munu umræður hefjast um gjaldtöku af útvarps- og sjónvarpsrásum. Ís- lenzka þjóðin mun njóta eðlilegrar ávöxtunar af sameiginlegum eign- um sínum – þjóðareignum. Beinn ávinningur þjóðarinnar gæti t.d. fólgizt í skattalækkunum, sem yrðu mögulegar vegna auðlindagjaldsins. Átökin um auðlindagjaldið voru einhver mestu þjóðfélagsátök á Ís- landi á síðari hluta 20. aldarinnar ef undan eru skilin átökin um aðild Ís- lands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Hér var um gífurlega hagsmuni að ræða. Í krafti kvótakerfisins voru ótrúlega háar fjárhæðir fluttar úr almannaeigu til fámenns hóps, sem aftur flutti verulegan hluta þeirra fjármuna úr landi skatta- lausa að mestu. Þessi mikla til- færsla fjármuna hefur átt mikinn þátt í vaxandi efnamun í samfélagi okkar. Það sem gerzt hefur verður ekki aftur tekið. En nú hefur tekizt að koma í veg fyrir að áfram yrði haldið á sömu braut. Þeir sem haldið hafa uppi baráttu fyrir breytingum á kvótakerfinu hafa ekki haft það að markmiði að taka eitthvað af útgerðarmönnum heldur hitt að skýra mörkin á milli þjóðareignarinnar og afnotaréttar útgerðarmanna af henni. Margir talsmenn gjaldtöku í sjáv- arútvegi eru óánægðir með að ekki skyldu tekin stærri skref að þessu sinni. Um það má deila endalaust. Höfuðmáli skiptir að grundvallarat- riðið um auðlindagjald í sjávarút- vegi hefur náð fram að ganga. Ísinn hefur verið brotinn. Eftirleikurinn verður auðveldari. Þær lagabreytingar, sem sam- þykktar voru á Alþingi í gær, munu ekki skapa allsherjarsátt um sjáv- arútvegsmál en þær munu tryggja mun meiri sátt en verið hefur. Auðlindagjaldið mun ekki skila háum fjárhæðum til eigenda auð- lindarinnar fyrst í stað en þær upp- hæðir eiga eftir að hækka, þegar fram líða stundir og fleiri þjóðar- eignir en fiskimiðin koma inn í þetta kerfi. Hér er um að ræða nýjan grund- vallarþátt í þjóðfélagsbyggingu okkar, sem ekki er ólíklegt að eigi eftir að vekja athygli annarra þjóða og verða fyrirmynd að sambæri- legri löggjöf í öðrum löndum. Baráttan fyrir því að þeir, sem nýti auðlindir í þjóðareign, greiði gjald fyrir þau afnot er mesta bar- átta, sem Morgunblaðið hefur háð sl. hálfa öld ef undan er skilin varð- staða blaðsins um Atlantshafs- bandalagið og varnarsamninginn. Þessi barátta hefur verið blaðinu erfið ekki sízt vegna þess að hún leiddi til þess að leiðir skildu um skeið með mörgum þeim, sem blað- ið hafði áður átt samleið með ára- tugum saman. Styrkur blaðsins í þessari baráttu hefur hins vegar verið sá, að það hefur gerzt einn helzti talsmaður almannahagsmuna í einhverju mesta hagsmunamáli íslenzku þjóð- arinnar. Talsmaður réttlætis. Yfir- gnæfandi meirihluti íslenzku þjóð- arinnar hefur árum saman verið hlynntur gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda, þótt sjónarmið minnihlut- ans hafi ráðið ferðinni þar til nú. Þáttaskil urðu í baráttu fyrir auð- lindagjaldi með kjöri auðlinda- nefndar á Alþingi fyrir tæpum fjór- um árum. Þá varð ljóst að oddvitar stjórnarflokkanna, þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra, voru tilbúnir til að leita sátta í þessu djúpstæða deilumáli. Í ljósi þeirra harkalegu átaka, sem geisað höfðu, var það erfið ákvörðun fyrir þá báða en jafnframt ákvörðun, sem skipti sköpum um framhald máls- ins. Forsætisráðherra og utanrík- isráðherra hafa staðið við allt, sem þeir hafa sagt eftir þá stefnubreyt- ingu. Morgunblaðið vildi eiga þátt í að ná sátt um auðlindagjald, sem hægt væri að una við. Blaðið hefur hagað skrifum sínum síðustu árin í sam- ræmi við það markmið. Ekki hellt olíu á þann eld, sem lengi hefur verið auðvelt að magna heldur leit- azt við að setja niður deilur. Útgerðarmenn hafa tekið þátt í að finna lausn, sem þeir gætu sætt sig við. Morgunblaðið hefur alltaf lýst þeirri skoðun, að útgerðar- menn yrðu að vera aðilar að sam- komulagi um þetta mál. Það eru þeir, þótt viðleitni þeirra síðustu mánuði til þess að sýna fram á að í auðlindagjaldi felist landsbyggðar- skattur sýni hversu tregir þeir hafa verið til þessa samkomulags. Margir hafa lagt þessari baráttu lið. Stjórnmálamenn í flestum flokkum, almennir borgarar, sem sumir hverjir hafa verið óþreytandi við að skrifa hér í blaðið til stuðn- ings þessum sjónarmiðum, sérfræð- ingar við Háskóla Íslands og marg- ir fleiri. Frá sjónarhóli ritstjórnar Morgunblaðsins er hér um að ræða einn mesta málefnasigur í sögu blaðsins. Með samþykkt laga um auðlinda- gjald hefur grundvöllur verið lagð- ur að því að við búum í réttlátara samfélagi en áður – og það er fyrir mestu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.