Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 12

Morgunblaðið - 16.05.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRISTIINA Ojuland, sem er 36ára, tók við embætti utanrík-isráðherra Eistlands í janúar síð-astliðnum þegar ný ríkisstjórn tók þar við völdum. Fundur utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) og samstarfsríkja þess, sem lauk í Reykja- vík í gær, er fyrsti samráðsfundur á vett- vangi NATO sem hún situr. Hún segir mik- ilvægt að þeim löndum sem vilja ganga í bandalagið sé boðið að ræða framtíð NATO og segir hún umræður á fundinum hafa ver- ið líflegar. „Í dag erum við frekar bjartsýn á að Eist- land hafi mikla möguleika á að verða boðin aðild að NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Prag í haust. Við höfum undirbúið okkur vel og eru komandi mánuðir mjög mik- ilvægir fyrir Eistland til að undirbúa aðild að bandalaginu,“ segir Ojuland. „NATO er hernaðarbandalag sem krefst ákveðinna skuldbindinga af hálfu aðildarlandanna. Við erum tilbúin til að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðum á vegum bandalagsins ef þess gerist þörf. Við höfum þegar þó nokkra reynslu af friðargæslu frá Bosníu-Herzegóv- ínu og Kosovo. Um þessar mundir erum við einnig að undirbúa þátttöku í friðargæslu- verkefni á vegum NATO með Dönum,“ segir Kristiina Ojuland. Hún segir að undirbúningur aðildar hafi staðið yfir í nokkur ár. Öll lönd sem vilja gerast aðilar að bandalaginu þurfa að ganga í gegnum ákveðið undirbúningsferli. Skilyrði fyrir inntöku í bandalagið eru m.a. að lýð- ræði sé traust í sessi í landinu auk þess sem markaðskerfi sé frjálst og dómstólar og fjöl- miðlar sjálfstæðir. „Við höfum góðar ástæður til að halda að okkur verði boðin aðild í Prag. Ég vil nota tækifærið og þakka Íslendingum allan þann stuðning og samstöðu sem þeir hafa sýnt okkur síðustu ár í þessu undirbúningsferli. Ísland varð fyrst landa til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands árið 1991 og var vegna þess ákveðið að kalla torgið þar sem utan- ríkisráðuneytið stendur Íslandstorg,“ segir Ojuland. Hún segist eiga von á því að í framtíðinni taki lönd, sem vilja fá aðild að Atlantshafs- bandalaginu, samvinnu Eystrasaltslandanna til fyrirmyndar. Löndin hafi staðið saman að eftirliti og stjórnun landamæra og landhelg- innar svo dæmi séu tekin. Fjármunir séu takmarkaðir í litlum löndum og því hafi löndin náð meiri árangri með því að vinna saman. Telur hún líklegt að löndunum þrem- ur verði boðin aðild að NATO samtímis. Meiri stuðningur við aðild að NATO en ESB Kristiina Ojuland segir Eista ekki ein- ungis vilja aðild að NATO vegna öryggis- ástæðna. „NATO er mikið meira en öryggis- bandalag. NATO byggist á sameiginlegum gildum og við deilum þessu gildismati. Við viljum tilheyra einni og frjálsri Evrópu. Eistland er hluti af Evrópu, hvort sem litið er á það í landfræðilegu, sögulegu eða menningarlegu samhengi. Því er það ein- faldlega eðlilegt að við gerumst aðilar að bæði NATO og ESB.“ Ojuland segir að undirbúningur fyrir aðild Eistlands að Evrópusambandinu sé langt á veg kominn. „Við erum á lokastigum samn- ingaferlisins. Við vonumst til að ljúka því í lok þessa árs. Við höfum lokið við 24 kafla af 30 og verður bráðum lokið við tvo í viðbót. Á næsta ári stefnum við að því að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu um aðild að ESB og trú- um því að ríkin í ESB samþykki aðild okkar á næsta ári. Þannig að í byrjun ársins 2004 ættum við að geta gerst aðilar að Evrópu- sambandinu,“ segir Ojuland. Hún segir 70% af eistneskumælandi íbú- um landsins fylgjandi því að gerast aðilar að NATO, en minni stuðningur hafi verið við aðild að Evrópusambandinu meðal þeirra sem ekki tala eistnesku. Stuðningurinn hafi þó verið að aukast og sé nú um 59% á lands- vísu. „Eistland er lítið land, með 1,4 millj- ónir íbúa. Margir eru efins hvernig svo litlu landi reiði af innan bandalagsins. Síðustu ár hefur stuðningur við aðild þó aukist, líklega gerir fólk sér betur grein fyrir því hversu mikilvægt það er, bæði efnahagslega og fé- lagslega, að gerast aðili að sambandinu. Eistar sjá líklega einnig að aðild þýðir efna- hagslegt, félagslegt og pólitískt öryggi.“ Fagnar samstarfsráði Rússlands og NATO Kristiina Ojuland segir fund Atlantshafs- bandalagsins og samstarfsríkja þess, sem lauk í Reykjavík í gær, sögulegan þar sem gengið var frá nýju samstarfsráði Rússlands og NATO, sem veitir Rússum aðild að ákvörðunum bandalagsins. Hún segist fagna samkomulaginu, segist viss um að sam- komulagið styrki öryggi landanna á þessu svæði þótt samningurinn feli ekki í sér fulla aðild Rússlands að Atlantshafsbandalaginu. Aðspurð segir Ojuland nýja ríkisstjórn Eistlands ekki hafa breytt um stefnu er varðar samskiptin við Rússland. „Mörg mik- ilvæg mál bíða úrlausna er varða samskipti landanna. Landamærasamningur, sem lönd- in undirbjuggu í sameiningu, er tilbúinn til undirritunar en Rússar hafa síðustu ár ekki viljað undirrita samninginn. Eistar þurfa að greiða tvöfalda tolla af öllum vörum sem fluttar eru inn til landsins og viljum við fella það fyrirkomulag úr gildi,“ segir hún. Eistland var í tæp fimmtíu ár undir her- valdi Sovétríkjanna, en Ojuland segir Eista ekki líta á Rússland sem ógn. „Eistar styðja mjög þróun lýðræðis í Rússlandi. Persónu- lega tel ég að það mjög jákvætt að Rússar skuli eiga aðild að Evópuráðinu, en ráðið hefur unnið við endurbætur á löggjöfinni í Rússlandi og hlökkum við til þess að frjálst markaðskerfi þróist í Rússlandi, sem mun gera umhverfið öruggara.“ Bjartsýn á að Eystrasaltsríkj- unum verði boð- in aðild í haust Kristiina Ojuland, utanríkisráðherra Eistlands, segist bjartsýn á að Eystrasaltsríkjunum verði boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á leiðtogafundi bandalagsins í Prag í haust. Hún segir eðlilegt að Eistland gerist aðili að NATO og ESB þar sem landið sé hluti af Evrópu, bæði í landfræðilegu, sögulegu og menningarlegu samhengi. Morgunblaðið/Sverrir Kriistina Ojuland, utanríkisráðherra Eist- lands, segist mjög þakklát Íslendingum fyrir þann stuðning sem þeir hafi sýnt Eistum á leið þeirra til sjálfstæðis. Ísland var fyrst allra landa til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, árið 1991. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra er sérstaklega ánægður með hvað NATO-fundurinn í Reykjavík undanfarna tvo daga gekk vel fyrir sig og hvað allir þátttakendur voru ánægðir. Hann segir að Louis Michel, ut- anríkisráðherra Belgíu, sem var fluttur á Landspítala – háskóla- sjúkrahús við Hringbraut vegna aðsvifs á þriðjudag, hefði í gær verið yfir sig þakklátur fyrir með- höndlunina, sagt að spítalinn væri einstakur sem og starfsfólkið. Allir hafi lokið miklu lofsorði á Íslend- ingana sem hafi komið að fram- kvæmd fundarins, en margir hafi lagt mikið af mörkum og lögreglan hafi staðið sig sérstaklega vel. „Allt hefur gengið upp og allir kveðja Ísland mjög ánægðir og með miklar og góðar minningar héðan auk þess sem efnið, sem hér var fjallað um, var mjög mik- ilvægt.“ Í því sambandi nefnir Halldór fyrst samstarfssamning Atlantshafsbandalagsríkjanna við Rússa. Þar hafi verið lagður grunnur að ákvörðunum um stækkun bandalagsins í haust. Jafnframt hafi verið lagður grunn- ur að endurskoðun á starfsemi bandalagsins. „Ég hef verið á fundum Atlantshafsbandalagsins í sjö ár og ég man ekki eftir jafn góðum anda og hér, en ég tel að þessi fundur hafi gengið á allan hátt mjög vel. Ég er mjög þakk- látur öllu því fólki sem hefur kom- ið að málum og þannig aukið veg og virðingu Íslands.“ Ánægjulegt að halda fund í íþróttahúsi fyrir börn Utanríkisráðherra segir að Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hafi hrifist af fundinum. Hann hafi sérstaklega talað um hvað allt hafi verið einfalt og skemmtilegt hefði verið að halda hluta af fundinum í íþróttahúsi barna og unglinga. „Ég tel að heimsókn hans hingað til lands hafi verið mjög gagnleg,“ segir Halldór og bætir við að tækifæri hafi gefist til að útskýra fyrir hon- um stöðu Íslands og sjónarmið, sem komi til með að reynast vel í framhaldinu. Powell sé mjög góð- ur bandamaður og samstarfið við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að afloknum utanríkisráðherrafundi NATO Allt gekk upp og allir eru ánægðir Morgunblaðið/Kristinn Utanríkisráðherrarnir og fulltrúar þeirra 46 ríkja sem sóttu fundinn stilltu sér upp til myndatöku í lok fundarins. Fundirnir í Reykjavík þóttu takast vel í alla staði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.