Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 33

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 33 DIANE Pretty, breska konan, sem barðist fyrir því að fá að stytta sér aldur með hjálp eiginmanns síns, lést í síðustu viku á sjúkraheimili í Luton. Skýrði eiginmaður hennar, Brian, frá því á sunnudag. Pretty var 43 ára og lömuð af völd- um taugasjúkdóms frá hálsi og niður. Gat hún ekki talað en þó fær um að tjá sig með raddhermi. Fyrir hálfum mánuði hafnaði Mannréttindadóm- stóll Evrópu ósk hennar um að fá að deyja með hjálp eiginmanns síns. Brian Pretty segir, að fyrir 11 dög- um hafi kona sín farið að þjást af miklum öndunarerfiðleikum og síðan fallið í dá sl. fimmtudagskvöld. Einstök manneskja „Ég var með Díönu allan daginn og var að fara heim þegar mér var sagt, að stundin væri upp runnin. Fyrir Díönu var baráttunni lokið, hún er nú orðin frjáls,“ sagði Brian Pretty. „Díana var einstök manneskja,“ sagði Deborah Annetts, formaður samtaka, sem berjast fyrir því, að helsjúkt fólk fái að ráða sínu bana- dægri. „Þeir, sem kynntust henni, gleyma seint góðmennsku hennar og hugrekki í óbærilegum þjáningum.“ Annetts segir, að bresk lög um þetta efni séu þau fornfálegustu og óréttlátustu í Evrópu, og bendir á, að komið hafi fram í skoðanakönnunum, að 90% Breta séu hlynnt því, að dauðvona fólk geti fengið aðstoð við að kveðja jarðlífið. „Baráttunni er lokið, hún er orðin frjáls“ Reuters Pretty og maður hennar, Brian, ræða við fréttamenn eftir að Mannrétt- indadómstóllinn hafði hafnað því, að hún fengi að binda enda á líf sitt. London. AFP. GRÓA á Leiti var fjarri því að hafa fundið upp slúðrið. Það á sér margfalt eldri uppruna, og má rekja allt aftur til forfeðra mannanna, sem öfluðu sér upp- lýsinga sem nota mátti gegn hugsanlegum keppinautum, samkvæmt kenningu banda- ríska sálfræðiprófessorsins Franks McAndrews. Greinir blaðið Fort Worth Star-Tele- gram frá þessu nýverið. McAndrews telur, að þeir forfeðra okkar sem höfðu eng- an áhuga á gróusögum hafi lent utangarðs í samfélaginu og átt í erfiðleikum með að finna sér maka. „Það er ýmislegt í þriggja milljóna ára þróunar- sögu mannsins sem hefur hjálpað fólki að komast af,“ sagði McAndrews. „Fólki sem borðaði rétta fæðu, fólki sem stundaði kynlíf og fólki sem fékk mikilvægar upplýsingar um það sem var á seyði í um- hverfi þess vegnaði betur.“ McAndrews gerir grein fyrir kenningu sinni í ritgerð í maí- hefti Journal of Applied Social Psychology. Líklegt er að forfeður okkar hafi reynt að bæta stöðu sína í samfélaginu með því að dreifa upplýsingum um mikilvægt fólk, segir McAndrews. „Æsi- fréttablöð og fjölmiðlar yfirleitt hafa sömu áhrif. Við erum látin halda að þetta fólk sé mikil- vægt vegna þess að við heyrum mikið um það.“ McAndrew gerði rannsókn sína með aðstoð rúmlega 100 háskólastúdenta, sem hann bað um að lesa slúðurblöð og segja til um hvaða fræga fólk þeim þætti áhugaverðast. Í ljós kom, að lesendurnir höfðu helst áhuga á frægu fólki af sama kyni og á svipuðum aldri og þeir sjálfir, og var sú niður- staða í samræmi við kenningu McAndrews. Er slúðr- ið í gen- unum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.