Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KOSNINGUNUM 25. maí verður ekki skorið úr um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Um það hefur verið samið milli ríkis og borgar, að völlurinn verði fram til 2016 með þeim meginsvip, sem hann hefur núna. R-listinn samþykkti aðalskipulag, sem mið- ast að því, að milli 2016 og 2024 verði einni braut – austur/ vesturbraut – haldið úti og standi hún und- ir öllu flugi á vellinum. Flugráð og sérfræð- ingar þess hafa bent á, að þessi leið dugi ekki frá öryggissjónarmiði. Þótt ekki verði skorið úr um framtíð Reykjavíkurflugvallar í kosningunum, geta Reykvíkingar ákveðið í þeim hvort þeir vilja áfram hafa við stjórn meirihluta, sem lítur á flugvallarmálið sem pólitískt vandamál innan sinna vé- banda, eða þeir velja samhentan hóp fólks, sem vill leysa flugvall- armálið með skipulegum hætti. Innan R-listans er ágreiningur um það hvort flugvöllurinn eigi að fara eða vera eftir 2016 eins og kom skýrt fram í hinni sérkenni- legu atkvæðagreiðslu um Vatns- mýrina eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði ritað undir samn- ing um, að flugvöllurinn yrði hér til 2016. Framsóknarmenn innan R- listans vilja hafa Reykjavíkurflug- völl. Málamiðlunin á vettvangi R- listans felst í tillög- unni um einu braut- ina. Þessi málamiðlun byggist ekki á sér- fræðilegu mati heldur tilraun til að halda R- listanum saman um um þetta mikilvæga mál. Stefna D-listans Í stefnu okkar á D- listanum segir um flugvallarmálið: „Við ætlum að beita okkur fyrir varanlegri niður- stöðu um flugvallar- málið með viðræðum við ríkisvaldið og aðra hagsmunaaðila um skipulag í Vatnsmýrinni og fá þar aukið land- rými undir blandaða byggð, án þess að vegið verði að flugöryggi eða gengið gegn hagsmunum Reykjavíkur og landsbyggðarinnar í samgöngumálum.“ Í þessum orðum felst að á næsta kjörtímabili ætlum við sjálfstæð- ismenn að koma flugvallarmálinu og skipulagsmálum Vatnsmýrar- innar út úr pólitískri sjálfheldu R- listans. Annaðhvort verður hér flugvöllur, sem stenst öryggiskröf- ur, eða flugvöllurinn hverfur úr Vatnsmýrinni. Þegar gengið er til viðræðna um mál eins og þetta er nauðsynlegt að setja sér skýr efnisleg markmið, en á hinn bóginn er ekki unnt að krefjast þess að fyrirfram segi einn samningsaðilinn hver niðurstaðan verður. Til hvers þá að stofna til viðræðna? Þær eru forsenda skyn- samlegrar sáttar og enginn einn aðili segir fyrir um hana. Ég tel mun skynsamlegra að Reykjavíkurborg stofni til við- ræðna um flugvöllinn og framtíð Vatnsmýrarinnar með þau efnis- atriði að leiðarljósi sem við sjálf- stæðismenn nefnum í stefnu okkar en tillögu R-listans í aðalskipulag- inu um eina flugbraut. Ef menn setja sér óraunhæf markmið er einskis virði að reyna að ná þeim og allir telja tíma sínum til þess illa varið. Þótt framtíð Reykjavíkurflug- vallar ráðist ekki í kosningunum 25. maí, gefst þar tækifæri til að velja á milli samhents hóps á D- listanum, sem vill leiða flugvall- armálið til lykta á málefnalegum forsendum, og sundurlynds R-lista, sem tekur á málinu með pólitíska eiginhagsmuni í huga og hefur fag- lega ráðgjöf að engu. Skýrir kostir í flugvallarmálinu Björn Bjarnason Reykjavík D-listinn vill leiða málið til lykta á málefnalegum forsendum, segir Björn Bjarnason, en lætur ekki pólitíska eiginhags- muni ráða. Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn fara mikinn í um- ræðunni um skipu- lagsmál í borginni þessa dagana. Þeir eiga allt sitt undir því að þeim takist að blekkja kjósendur og fá þá til að trúa því að falsmyndir þeirra um Geldinganesið eigi við rök að styðjast. Hvernig höfn? Látlaust er hamrað á því að til standi að byggja stórskipa- og iðnaðarhöfn í Eiðsvík. Sannleikurinn í þessu máli er sá að á stjórnarárum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík voru viðraðar hug- myndir um stóriðju eins og álver í Geldinganesi. Þær hugmyndir eru ekki uppi á borðinu í dag vegna þess að Reykjavíkurlistinn er ekki fylgjandi þeim. Hins vegar viljum við að höfnin eigi þróunar- og vaxt- armöguleika til framtíðar litið. Gert er ráð fyrir fjölnotahöfn í Eiðsvík. Vitaskuld má reikna með að slík höfn þjóni inn- og útflutn- ingi landsmanna, en hún getur líka þjónað smábátaútgerð, seglskipum og skemmtiferðaskipum ef menn svo kjósa. Sjálfstæðismenn kjósa að draga upp sína gömlu mynd af framtíðarhafnarsvæði í Eiðsvík, það er ekki sýn Reykjavíkurlistans. Aðeins brot af nesinu í grjótnám Í auglýsingum sín- um reyna sjálfstæðis- menn að koma því á framfæri við borgar- búa að ætlunin sé að flytja væna flís af Geldinganesi, flytja það á töfrateppi yfir borgina og demba því niður við Ánanaust. Af myndbandi þeirra sjálfstæðismanna að dæma er ætlunin að flytja sem svarar til 50 hektara með þessum hætti. Sannleikurinn er sá að um- hverfismatið sem fram fór árið 1997 heimilar að tekið sé grjót sem nemur um 5 hekturum, en það eru um 2,5% af heildarflatarmáli Geld- inganessins. Sjálfstæðismenn kjósa að segja ósatt um staðreyndirnar í þessu máli, það hentar greinilega málstað þeirra betur en sannleik- urinn. Grjótnámið sem þeir hafa sýnt á myndböndum, og er alfarið úr lausu lofti gripið, er tíu sinnum stærra en stendur til í raunveru- leikanum. Hvert fer grjótið? Sjálfstæðismenn láta líta svo út að grjótið úr Geldinganesi fari allt í uppfyllingu við Ánanaust. Þetta er enn ein blekkingin. Sannleikurinn er að tæplega 10% af landfylling- unni við Ánanaust eru grjót. Það er aðeins notað í kransinn umhverfis fyllinguna enda byggir enginn á grjóti. Víða meðfram ströndinni eru notaðar grjóthleðslur í um- hverfisfrágang og eru flestir borg- arbúar sammála um að það sé til mikillar prýði. Að öðru leyti er grjótið notað í hafnargerð og gatnagerð, t.d. í Sundabraut sem allir listar í Reykjavík leggja mikla áherslu á. Sjálfstæðismenn svara því aldrei hvar þeir ætla að taka grjót í þær framkvæmdir sem þeir vilja standa fyrir. Sjálfstæðismenn ætla greinilega að þegja um það sem þeim þykir óþægilegt. Er það trúverðugt? Blekkjandi málflutningur Sjálfstæðismenn viðhafa ótrúleg- ar blekkingar í þessu máli. Við höf- um líka séð vísvitandi blekkingar sjálfstæðismanna í auglýsingum um fjármál borgarinnar. Og í leik- skólamálum kjósa þeir að hagræða sannleikanum. Getur verið að þeir séu að blekkja kjósendur í fleiri málum? Er ef til vill hætta á að þeir sem stunda svona blekking- arleik komist í meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur? Sjálfstæðis- menn eru einfaldlega ekki trúverðugir í málflutningi sínum. Það sést bæði á blekkingum þeirra í auglýsingum og loforðaflóði þeirra, sem þeir eru raunar þegar á harðahlaupum frá. Blekkingarnar um Geldinganes Árni Þór Sigurðsson Höfundur skipar 1. sæti Reykjavíkurlistans. Reykjavík Grjótnámið sem sjálf- stæðismenn hafa sýnt á myndböndum, segir Árni Þór Sigurðsson, er tíu sinnum stærra en stendur til í raunveru- leikanum. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Á UMLIÐNUM mánuðum höfum við hjá Reykjavíkurborg verið að kynna nýjar og metnaðarfullar áherslur borgarinnar í ferðamálum. Við sjáum glöggt þau miklu tækifæri sem felast í því að efla höf- uðborg Íslands sem spennandi borg í al- þjóðlegu samhengi. Sérstaða Reykjavíkur er afgerandi í saman- burði við borgir ná- grannalandanna og vaxandi áhugi er- lendra gesta á að sækja okkur heim gefur afar góðar vísbendingar um að horfa megi til ferðaþjónustunnar sem vænlegrar stóriðju höfuðborgarsvæðisins. Frá árinu 1994 hefur gistináttum erlendra ferðamanna á höfuðborg- arsvæðinu fjölgað um rúm 65% og tölur frá fyrstu mánuðum þessa árs vísa í sömu átt. Fjöldi þeirra er- lendu gesta sem heimsækja Reykjavík með skemmtiferðaskip- um hefur jafnframt aukist um 56% á sama árabili. En hvað ræður úrslitum um val manna á áfangastað á ferðalögum utan heimahaga? Þar skipta þættir eins og möguleikar til afþreyingar og vellíðunar, gæði þjónustu, menning, almenn velmegun, öryggi og hreinleiki afar miklu máli. Á öll- um þessum sviðum hefur höfuð- borg Íslands tromp á hendi og þeim fjölgar stöðugt. Hróður Reykjavíkur sem menn- ingarborgar hefur farið vaxandi með ári hverju. Sem dæmi um þetta má nefna glæsilegt viðburða- dagatal með Listahátíð, Menning- arnótt og fjölbreyttum uppákomum og hátíðum allt árið um kring. Hinn dýrmæti menningararfur okkar er einnig að verða mun að- gengilegri t.d. með tilkomu Land- námsskálans í Aðalstræti. Sund- laugarnar, ylströndin, Bláa lónið, gnótt af heitu vatni, hreinu um- hverfi og góðu hráefni veita okkur jafnframt forskot á marga aðra hvað varðar heilsutengda ferða- þjónustu. Nú er hafinn undirbún- ingur að því að gera Laugardalinn að enn fjölbreyttari heilsuparadís með uppbyggingu á glæsilegri heilsurækt og sundlaug. Göngu- stígakerfi borgarinnar, fögur út- vistarsvæði í Laugardal, Elliðaár- dal og nýtt svæði í Fossvogi, nálægðin við ómetanlegar náttúru- perlur – allt eru þetta ómissandi þættir í þeirri heildarmynd sem við viljum draga upp af borginni okk- ar. Hreinsun strandlengjunnar, sem nú nýlega var lokið hér í Reykjavík, er einnig mikilvægt lóð á vogarskálarnar þegar verið er að undirstrika þá sérstöðu sem Reykjavík hefur sem hrein og ómenguð borg. Reykjavík hefur einnig sótt í sig veðrið sem ráðstefnuborg og í al- þjóðlegum samanburði skýtur hún borgum eins og Brussel, Glasgow, Tókýó og Washington aftur fyrir sig. Samningur Reykjavíkurborgar og ríkisins um byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss er því einn af hornsteinunum í uppbyggingu Reykjavíkur á sviði ferðamála og ljóst er að miklu skiptir að unnið sé ötullega að því að styrkja höfuð- borg Íslands í sessi sem vænlegan fundarstað og spennandi vettvang fyrir alþjóðlegar ráðstefnur og sýn- ingar. Þetta munum við gera með margvíslegum hætti en vert er að huga sérstaklega að eftirtöldum þáttum. Samhliða því að ráðstefnuað- staða á heimsmælikvarða verður til í miðborg Reykjavíkur eru í farvatninu önnur afar metnaðarfull verkefni sem geta hleypt nýjum krafti í ferðaþjónustuna og at- vinnulífið í borginni. Hægt er að nefna í því sambandi fyrirhugaða uppbyggingu á slipp- svæðinu og menning- artengdri ferðaþjón- ustu í Kvosinni, byggingu nýrrar sýn- ingarhallar í Laugar- dal, stóraukningu á hótelrými og þannig mætti lengi telja. Áætlanir um þekking- arþorp í Vatnsmýrinni og stuðn- ingur við aðra nýsköpun í atvinnu- lífi eru jafnframt nauðsynleg svo í Reykjavík dafni mannlíf og menn- ing heimsborgar. Hið nýja ráðstefnu- og tónlistar- hús mun ekki aðeins verða lyfti- stöng fyrir íslenska ferðaþjónustu. Fyrirhuguð uppbygging á Austur- bakka mun án efa einnig marka þáttaskil fyrir miðborg Reykjavík- ur og veita inn í hana auknu lífi og krafti. Kraftmikil miðborg er svo aftur mikilvægt aðdráttarafl fyrir borgarbúa jafnt sem ferðamenn og þannig má sjá hvernig bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss er á öll- um sviðum fjárfesting til framtíðar. Jöfnum höndum og verið er að ýta stórhuga framkvæmdum úr vör hefur Reykjavíkurborg staðið að endurskipulagningu á þeim al- mennu verkefnum er lúta að ferða- og markaðsmálum. Nýlega var haf- inn undirbúningur að stofnun Höf- uðborgarstofu þar sem þeir þrír meginþættir sem snerta þessa málaflokka í Reykjavík fara í einn farveg. Þannig verður hægt að samstilla krafta, nýta tækifæri og efla þjónustu frá því sem nú er. Reykjavíkurborg tekur yfir rekst- ur Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála í Reykjavík, sem er sann- kölluð móðurstöð upplýsinga- miðlunar til ferðamanna á Íslandi. Ráðgert er að flytja hana í rúm- betra húsnæði sem gefur meiri möguleika á markvissri og nútíma- legri þjónustu sem nýtist ferða- þjónustu um allt land. Með því að setja jafnframt umsjón viðburða og kynningu á þeim undir sama þak erum við einnig að byggja Reykja- vík upp sem lifandi og viðburðaríka borg. Framundan eru því afar spenn- andi tímar í Reykjavík. Það er stöðugt og krefjandi verkefni að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni, hvort sem er um fólk, fjármagn eða ferðamenn, og á þeim vettvangi vinna menn ekki verkið í eitt skipti fyrir öll. Höfuðborgin okkar er ung og kraftmikil og nú er lag til að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem í augsýn eru til að skapa heimsborg í norðri þar sem gott og farsælt er að búa og dvelja. Reykjavík – heimsborg í norðri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er borgarstjóri. Reykjavík Höfuðborgin okkar er ung og kraftmikil, segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, og nú er lag til að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem í augsýn eru til að skapa heims- borg í norðri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.